Tíminn - 02.07.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1970, Blaðsíða 6
* TÍMINN Sivaxandi fjöldi fólks les SAMTÍÐINA hið skemmtilega heimilisblað allrar fjölskyldunn- ar. Þið fáið póstsend 10 stór blöð á ári fyrir að- eins 200 kr., og kostaboð okkar til nýrra áskrif- enda er: 3 árgangar fyrir aðeins 375 kr., meðan upplag endist. Póstsendið því strax þennan pöntunarseðil: Ég undirrit. óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér með 375 kr. fyrir árgangana 1968, 1969 og 1970. (Vinsamlegast sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn ........................... Heimili......................... Utanáskrift: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Reykjavík. Laust starf Starfsstúlka óskast að Sundlaug Kópavogs. Laun samkvæmt 9. launaflokki. Frekari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður sundlaugarinnar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. þ.m. og sé þar greindur aldur og fyrri störf. 1. júlí 1970. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Ferðafólk - Ferðafólk Heitur matur í hádeginu og á kvöldin. Grill-réttir — kaffi og smurt brauð allan daginn. Staðarskáli, Hrútafirði. Ánamaðkar til sölu Upplýsingar í síma 12504 og 40656. Ádalen ’31 Leikstjóri: Bo Gunnar Wider'berg. Kvikmynd ari: Jörgen Person. Sænsk frá 1969. Sýningarstaður: Gamla bíó. Myndin er í litum. Þessi stórmerka tnynd ein- kennist af samiið og skilningi á báðum aðilum, verkamönn- 'um og iðjuhöldum. Ríka fólkið gæti ekki breytt öðruvísi og fátækir eiga engra kosta völ. Myndin fjallar um hina ör- lagaríku baráttu venkamanna fyrir betri kjörutn 1931 í Ada- len í Norður-Svíþjóð. Verk- smiðjueigendur fengu herinn til að vernda verkfallsbrjóta sem þeir fengu til að skipa út farmi. Þá kom til átaka og verkfallsmenn ákváðu að ganga til Lunde tnáli sínu til stuðn- ings. En herinn hóf skothríð á óvopnaða göngumenn og drap fimm. Myndin er tileinlkuð minningu þeirra sem féllu. Widerberg hefur verið minn- ingu þeirra trúr. Hann teflir fram andstæð- um, heimili verkamanns og iðjuhölds, þeir eru báðir ósköp venjulegir menn. Iðjuhöldur- inn veit að fjórir aurar erj svo sem ekkert en einhver verð- ur að hugsa um þá. „Það verð ur að halda atvinnulífinu gang andi“ segir verkfallsbrjótur- inn, það er næstum hægt að sjá hver lagði honum orðin í munh. Kjell (Peter Schildt) ungi verkamannssonurinn er íengi- liður milli fjölskyldnanna. Hann er keimlfkur Anders í „Kvarteret Korpen“ sem Wid- erberg gerði 1963. Hann þyrst ir í þekkingu, veit að mennt er máttur. „Við verður að afla okkur þekkingar" segir hann. Fyrstu fálmandi skref hans á vegi ástarinnar er í senn spaugileg og brjóstumkennan- leg. Hann er opinn fyrir nýjung- um, hefur gaman af jazz, hann FIMMTWDAGUR 2. júlí 1970. Á myndinni sést Harald Andersson dauösærður í Ádalen ’31 eftir Bo Widerberg. og félagarnir reyna að herma eftir Duke Ellington í „Black and tan fantasy" með heima- tilbúnum hljóðfærum. Hedwig (Anita Bjorik) kona verksmiðjueigandans sýnir hon um heim langt frá striti hvers dagsins, verk frönsku impressó nistanna. Hún leikur líka fyrir hann klasssíka tónlist. Foreldrarnir, Harald Anders son (Roland Hedlund) og móð irin (Kirsten Tidelius) eru sér staklega vel valin og leikin, gerfi alveg afbragð. Byrjunia geymir í sér alla töfra myndar innar, þegar hún strýkur skyrt una, hjálpar honum í og horf ir á hann með tilliti fullu af ást og trausti sem endurminn- ingar margra nótta og daga skapa. Ekkert styggðaryrði heyrist um verkfallið sem óhjákvæmi- lega hefur í för með sér eymd og skort fyrir fjölskylduna. Þau gera sér dagamun og fögnuður yfir lifinu sjálf j gagn tekur þau, hér er engin þörf að segja „ég elska þig“, öll útslitin orð eru óþörf þar sem hamingjan ríkir. Gildi myndarinnar er eink- um fólgið í ýkjulausum lýsing um á þessu fólki, sem höfund ur þekkir niður í kjölinn. — Hann talaði við marga sem tóku þátt í verkfallinu og þeir koma fram í göngunni miklu. Næmt auga Persson fyrir litum og birtu gera mynd þess að listaverki hvað snertir kvik myndatöku. Allt of oft eru litir notaðir eins og súkkulaðihjúp- ur um sykurbráð en hér undir strika þeir. T.d. þegar Kjell sér myndirnar í bókinni, sjá um við móður hans með litiu dóttur sína við árbakkann aS þvo þvott, efni sem marg’r impressónistanna spreyttu sig á. Þó að myndin fjalli um stór pólitísk átök missir Widerberg hvergi sjónar á aðalatriðinu, fólkinu sjálfu, sem berst fyrir betri framtíð fyrir börnin. Hún er átakanlega sönn og heii- steypt, það örlar hvergi á öfg um, enginn tilraun gert heldur til að fegra veruleikann. Frábær natni Widerbergs dylst hvergi, við hið minnsta atriði. Hann gerir rétt í því að nota enga tónlist sem ekki tilheyrir atburðunum, það er mikið áhrifaríkara að heyra litlu ósamhljóma hljómsveitina leika „Internationalin", en ein hverja fína hljómsveit. Kjell er maður framtíðar- inar, hann verður á einum degi fullorðinn, tekur á sig skyldur og kvaðir. Það er til hans sem móðir hans leitar þegar hún fær ekki afborið tómleika og sorgina, hann rífur í sundur blóðuga skyrtu föður síns, nú verður að hefjast handa. Eins og í Elvira Madigan er lokaatriðið frábærlega fallegt, litla stúlkan leikur sér að sápu kúlum úti í skógi, faðir hennar lét ekki líf sitt til einskis. Sví þjóð er mesta velferðarríki heims. Það ætti enginn að láta þetta áhrifamikla listaverk óséð. MEST NOTUÐU H3ÓLBARÐAR Á ÍSLANDI Flestar gerðir ávallt lyrirliggjandi KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR, TÁLKNAFIRÐI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.