Tíminn - 02.07.1970, Qupperneq 12

Tíminn - 02.07.1970, Qupperneq 12
n ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 2. júlí »16. Vera Caslavska —' hefur endursent öll sín verðlaun til Svoboda — hér er hún með manni sínum, Josef Odlozil, sem nú hefur verið rekinn úr tékkneska fþróttasambandinu, þegar þau voru gefin saman meðan á Olympíulcikunum í Mexíkó stóð. Skilaði verð- launapeningunum Tékkneska fimleikakonan, Vera Caslavska, sem unnið hef ur til margra gullverðlauna, á Ólympíulei'kum og heimsmeist aramótum fyrir þjó'ð sína, hef ur endursent öll þau verðlaun, sem hún hefur unnið til, og gefin hafa verið af tékkneska íþróttasambandinu, og ríkinu. Sendi hún öll verðlaunin til forsetans, Ludvik Svoboda, í mótmælaskyni við, að maður hennar, silfurmethafinn í 1500 m. á Ólympíuleikunum í Tokío, Josef Odlozil, hefur verið rekinn úr tékkneska íþróttasambandinu, og bönnuð öll afskipti af íþróttum. vegna stuðnings við Dubcek, og hans stefnu í stjórnmálum. Fyrir utan, Odlozil voru 7 aðrir kunnir íþróttamenn og þjálfarar reknir úr samband- inu. og meðal þeirra er Emilie Zatopek, hinn heimsfrægi hlaupari, allir fyrir sömu sök. ■fr Eins og við sögðum Ifrá í blaðinu s.i. þriðjudag, fór fram opin kvennakeppni hjá Golf- klúbbi Ness um helgina, og ur'ðu þá efstar og jafnar Laufey Karlsdóttir og Eiísabet Möller. Þær útkljáðu keppnina í vik- unni, og sigraði þá Laufey í 18 holu keppni (98—26= 72) Elísa- bet fór á (102—25=77). Á laugardaginn kemur fer fram hjá Golfklúbbi Ness 18 holu höggleikur með forgjöf, svonefnd „Ambassadorkeppnin“ en verð- laun til hennar eru gefin af vín firmanu Ambassador. ■fc Hjá Keili í Hafnarfirði fer fram á laugardag svonefnd hjóna keppni, en í þeirri keppni taka þátt flestir eða allir karlmenn klúbbsins. Slá þeir fyrstu höggin á hverri braut, en eiginkonan lýkur svo við hverja holu með því að slá síðustu höggin, sem stundum geta orðið nokkuð mörg. Ekki má bóndinn mögla, þótt ilia gangi, því hann getur fengið víti, fyrir að skamma konuna á golfvellinum. Á sunnudag hefst' í Grafar- holti önnur stærsta golfkeppni sumarsins, en það er keppni, sem er haldin í tilefni íþróttahátíðar ÍSÍ. Hefst keppnin á sunnudag, en henni lýkur laugardaginn 11. júlí. Keppt verður í öllum flokkum. Þ. a. s. í meistaraílokki, 1. flokki, 2. flokki og 3. flokki karla, öldunga, unglinga og drengja, svo o>g í kvenna og stúlkna. ÍÞRÓTTA HATÍD1970 - setningarathöfn fer fram á sunnudag Alf—Reykjavík, — f gær boð aði stjórn ÍSÍ blaðamenn á sinn fund og kynnti þeim dagskrá fþróttahátíðar ÍSf, sem hefst um helgina. Er dagskráin mjög fjöl brcytt, enda verða sýndar eða keppt í 20 greinum íþrótta. íþrótta þing hefst á laugardag, en hin eiginlega íþróttahátíð hefst með skrúðgöngu íþróttafólks á Laug ardalsvöll á sunnudag, en þar mun Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ setja hátíðina. — Nánar verður skýrt frá hátíðinni næstu daga, en hér á eftir fer dagskráin 3 fyrstu dagana. LAUGARDAGUR 4. júlí. Kl. 13,30 Sumarbúðir opnaðar. SUNNUDAGUR 5. júlí.. Hús Slysavarnafélags íslands við Grandagarð. Kl. 09,30. 50. íþróttaþing, setning, ávörp, þingstörf. Hópganga íþróttafólks. Kl. 13,15 Þátttakendur safnast sam- an við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Kl. 14,15 Gangan hefst. Gönguleið: Kringlumýrarbraut — Suðurlands braut, Múlavegur, Engjavegur, Laugardalsvöllur. LAUGARDALSVÖLLUR. Kl. 14,45 íþróttahátíiðin hefst. Kynning: Sveinn Björnsson, for maður Íþróttahátíðarnefndar ÍSÍ. Setning hátíðarinnar: Gísli Hall dórsson, forseti ÍSÍ. Hátíðarfáni dregin að húni. Ávarp menntamálaráðherra: dr. Gylfi Þ. Gíslason. Avarp borgar stjóra Reykjavíkur: Geir Hall grímsson. Lúðrasveitir leika. Kl. 15.30 Fimleikasýning telpna 10—12 ára. Stjórnendur Hlín Torfadóttir og Hlín Árnadóttir. Kl. 16.00 Keppni frjálsíþrótta- manna um Evrópubikar Bruno Zauli. Undanrás: Belgía, Danmörk, Finnland, írland, ísland. Fyrri hluti. (Aðgangseyrir: Stúka 150 kr. Stæði 100 kr. — 25 kr.) Kl. 20.00 Glímusýning. Stjórnandi Agúst Kristjánsson. Judosýning. Stjórnandi Yamamoto frá Japan. Fimleikasýning karla — 15 ára og eldri — Stjórn. Valdi- mar Örnólfsson og Viðar Símonar son. Knattspyrnuleikur: Urval knatt spyrnumanna 18 ára og yngri' Reykjavík — Laidið. (Aðgangur ókeypis). Sundlaugarnar í Laugardal. 1 Kl. 18.00 Sundknattleiksmeistara- mót Islands. (Aðgagnur ókeypis). Við Laugarnesskóla Kl. 18.00 íslandsmeistaramót í handknattleik utanhúss. (Aðgangseyrir 50 — 25 kr.) Við Laugalækjarskóla. Kl. 18.00 íslandsnteistaramót í handknattleik utanhúss. (Aðgagnur ókeypis). Knattspyrnuvellir í Laugardal og víðar í Reykjavík. Kl. 17.00 Hátíðarmót yngri flokk anna í knattspyrnu. (Aðgagnur ókeypis). Golfvöllur við Grafarholt Kl. 16,30 Hátíðarmót Golfsam- bands íslands. (Aðgagnur ókeypis). fþróttahöllin í Laugardal. Kl. 21.00 Dansleikur. Dansleiknum lýkur kl. 01.00. (Aðgangseyrir 150 kr.). MÁNUDAGUR 6 júlí. Hús Slysavarnafélags íslands við Grandagarð. Kl. 09,30 50. íþróttaþing — þing- störf. Laugardalsvöllur. Kl. 20.00 Keppni frjálsíþrótta- manna um Evrópubikar Bruno Zauli. Undanrás: Belgía, Danmörk, Finnland, írland, ísland. Síðari hluti. (Aðgangseyrir: 100 kr. — 25 kr.) Sundlaugarnar í Laugardal. Kl. 20.00 Sundkeppni unglinga 16 ára og yngri: Rvík — landið. (Aðgangseyrir 50 — 25 kr.) Við Laugarnesskóla. Kl. 19.00 íslandsmeistaramót í handknattleik utanhúss. (Aðgangseyrir 50 — 25 kr.) Við Langholtsskóla: Kl. 19.00 íslandsmeistaramót i handknattleik utanhúss. (Aðgangseyrir 50 — 25 kr.) Við Laugalækjarskóla. Kl. 19.00 islandsmeistaramót í handknattleik utanhúss. (Aðgangseyrir 50 — 25 kr.) Knattspyrnuvellir í Laugardal og víðar í Reykjavík. Kl. 18.00 Hátíðarmót yngri flokk anna í knattspyrnu. (Aðgagnur ókeypis). Golfvöllur við Grafarholt. Kl. 16.00 Hátíðarmót Golfsam- bands íslands. (Aðgangur ókeypis). íþróttahöllin í Laugardal. Kl. 14.00 Hátíðarmót Badminton sambands íslands. Kl. 16.00 Sögusýning — opnun. Kl. 20.00 Fimleikasýning: Áhalda leikfimi karla. Stjórnendur Ingi Sigurðsson og dr. Ingimar Jóns- son .Firnleikasýning kvenna (frúar ílokkur) Stjórnendur Ástbjörg Gunnarsdóttir og Margrét Bjarna dóttir. Fimleikssýning, drengja- flokkur frá Vestmannaeyjum. Stjórnandi Gísl; Magnússon. Bikarkeppni Körfuknattleikssam bands íslands. (Aðgangur ókeypis). Jóhannes í keppnisbann? KlpReykjavík. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér eftir „slagsmálaleik- inn“ roilli VfB Speldorf og landsliðsins í fyrrakvöld, hvort Jóhannes Atlas. verði dæmdur í keppnisbann, en honum var vísað af leikvelli í þessum sögu lega leik. Jóhannes var einnig „bókaður“ í leiknum milli Fram og ÍBA um síðustu helgi. Og samkvæmt liinum nýju aga reglum KSÍ á hann á hættu að verða dæmdur í keppnis- bann fyrir þessi brot. Íþróttasíðan hafði tal að Helga V. Jónssyni, formanni aganefndarinnar, og spurði hann um málið. Helgi sagði, að nefndinni hefði enn ekki borizt skýrsla frá dótnaranum í lei'knum, og gæti hún ekki tekið málið fyr- ir fyrr en hún hefði borizt. En skýrslur frá dómurunum eiga að vera komnar til nefndarinn ar í síðasta lagj tveim dögum eftir leik. Bærist skýrslan frá dómaran- um í þessum leik ekki í dag (þ.e.a.s. fimmtudag), félli mál- ið niður. Ef hún bærist, yrðu allar aðstæður athugaðar, Jó- hannes gæti haft málsbætur fram að færa, og ekkert víst að hann yrði dæmdur í keppn- isbann, eins gæti áminning komið til, en það væri dóm- stólsins að dæma um það. Helgi sagði einnig, að mikil brögð væru á því, að dómarar trössuðu að senda skýrslur, t. d. hefði nefndinni enn ekki bor- izt skýrsla frá íeik ÍBA og ,Fram um síðustu helgi. Væri því ekki hægt að dæma í þeim málum, sem upp hefðu komið þar, og ef Jó- hannes hefði hlotið áminningu í þeim leik, væri það mál fall ið niður. Aganefndin væri bú- in að kvarta undan nokkrum dómurum til dómarafélagsins, fyrir þann trassaskap, að senda ekki skýrslur um leik- brot til nefndarinnar. Og væri það mál í athugun. Íþróttasíðan hefur fregnað, að verði Jóhannes dæmdur í keppnisbann fyrir leikinn með landsliðinu á móti Speldorf, muni Fram hér eftir, ekki lcyfa sínum leikmönnum að leika með úrvalsliðum. Jóhannes Atlason /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.