Tíminn - 05.07.1970, Side 2

Tíminn - 05.07.1970, Side 2
TÍMINN SUNNUDAGUR 5. júlí 197». KENT Micronite fiiter Meö hinu þekkta á er eftirspurðasta ameríska i filter sígarettan VEGURINN Það er oft talað um vegina. á vorin. Og í ræðunni miklu, sem fengið hefur heitið Fjall- ræðan, nefnir Kristur tvo vegu. sem við getum gengið. Annar þeirra er breiður og þægilegur, fallega lögð breið- gata í nútímastól. Þar geta margir gengið samsíða og ekki þarf að stanza, þegar að hlið- inu kemur. Það er ekki síður hátt og vítt en vegurinn er breiður ag sléttur. Á þessum vegi eru margir samferða. Þetta er breiðgata fjöldans. En svo er önnur gata. Það er vart unnt að nefna það veg, heldur aðeins stíg, kannski einstigi eitt, þar sem aðeins einn og einn c^regst áfram. Þar er alit erfitt yfir- ferðar, grýtt, þyrnótt og þröngt, og gatan endar loks við hiið, sem er bæði bröngt og lágt, svo vegfarandinn verð- ur að beygja sig djúpt til að komast j gegn um það. Hann getur þess einnig, Meistarinn mikli, að þar séu ekki margir á ferð. Samt ræð- ur hann vinum sínum til að velja þennan veg. Henn liggi til lífsins, það er að segja til heilla og hamingju. En svo bætir hann við. Það eru fáir, sem finna þennan veg. Samt er auðfundið, að báð er þessi gata, sem hana hefur áhuga á, til þess að takmarki ferðarinnar verði náð. En samt er hægt að spyrja: Hvenær erum við á mjóa veg- inum? Hvar er þessi stígur, esm liggur til heiilla og hamingju? Spurningunni er ekki eins auðvelt að svara og virðast má við fyrstu athugun. Við erum svo ólík og atvikin svo marg- vísleg. En eitt er þó áreiðanlegt, það er ekki vegur léttúðar og kæruleysis, ekki breiðgata kyrr stöðu og ábyrgðarleysis. Ö41 höfum við eignazt stund- ir uppgjafar og vonbrigða. Öll eigum við nógu margar sjálfs- ásakanir. Ölil getum við villzt, komin út í svaðið í fyrstu vegna hugsunarleysis. tilhneig inga. ástríðna, vona og óska, sem við vitum ekkert hvert geta leitt. En lengi reynum við að réttlæta okkar eigin stefnu, finna óteljandi afsak- anir fyrir þeim vegi, sem við völdum, þótt við finnum þar ekki annað en hégóma og ósigra. En samt er eins og ein- hver innri rödd segi miskunnar laust: Þú ert að villast. Þetta er ekki hamingjuleiðin. 0,g hjarta friðurinn, innri rósemin verð ur'þeim mun minni, sem við höldum lengra. Ef svo fer, þá erum vð varla á réttri leið til hamingju, til lífs. Hjartafrlðurinn er nokkurs konar andlegur áttaviti. Sé hann ekki með á brautinni, þá finnum við ekki hamingj- una á þeirri leið. sem við göng- um, þurfum minnsta kosti að breyta um stefnu. Að lifa án hjartafriðar er í raun og veru óhamingjan á hæsta stigi, sundurtætt sál, sem reynir að brosa og bera grírnu uppgerðaránægju eða blekkingar, eignast ekki lífið nema hæsta lagi að hálfu. Upp- gerð í orðum og látbragði veit ir engum sanna hamingju. Stundum er líkt og strangur leiðsögumaður hafi slegizt með HJÓLBARÐA VIÐGERÐIN GARÐAHREPPI í förina, sem skipar: „Hingað og ekki lengra“ eða „þessa fé- laga og vini skaltu varast“. Og til þessara skipana ættum við alltaf að taka fullt tillit. Og um leið gæti hjartafrið- urinn komið aftur líkt og sval- andi blær á heitan vanga, líkt og uppsprettulind í eyðimörk. Og þá uppgötvum við um leið, að þetta gerðist einmitt, þegar við höfðum verið okk- ur sjálfum samkvæm og öðrum trú og traust. Þá finnum við. að það var hinn þröngi stígur fórnfýsi og sannleika, sem við höfðum fetað, en vikið af vegi sjálfshygigju og kröfu, sem er breið og auðveld braut. Að sigrast á sjálfshyggju og hroka er mjór vegur, en þeir sigrar einir veita sanna ham- ingju. Sjálfgleymi og sjálfsfórn er því eina leiðin sem liggur til lífsins, við þann veg er ham- ingja ástar og móðurástar, un- aður vináttu og félagsþroska, starfsgléðin og rósemi hins göfuga manns. En á þeim vegi er líka sjálfsafneitun og erfiði. Og það ráð, sem bezt dugar til leiðsagnar á þeirri leið er auðmjúk undirgefni undir vilja guðs, ásamt leiðsögn af for- dæmi Krists í fullri vissu þess, að hann er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Frelsið tll að velja sér veg um tilveruna er ein æðsta gjöf mannlegri sál. En heill þeim, sem kann þar takmörk sín og veit hvað til friðar heyrir. Árelíus Níelsson. MEST NOTUÐU HTÓLBARÐAR Á ÍSLANDI Flestar gerðir ávallt < •#> fyrirliggjandi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.