Tíminn - 17.07.1970, Page 2

Tíminn - 17.07.1970, Page 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 17. júlí 1970. Ungmennakór Glasgowborgar The Glasgow Youth Choir er í heimsókn hér á landi, að tilhlut- an æskulýðsráðs Reykjavíkur og Kópavogs. Kórinn mun halda tvær isjálfstæðar söngskemimtanir í Félagsheimili Kópavogs á föstu- dagskvöld 17. júlí kl. 8, og í Tóna- bæ sunnudagskvöld 19. júlí kl. 8. Forsala aðgöngumiða fer fram í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Tónabæ og Félagsheimili Kópa- vogs. Fullkomin flugeldaverksmiðja Flugeldagerðin h.f., Akranesi, hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt og mjög fullkomið húsnæði að Esjubraut 1, Akranesi, en myndin hér að ofan er af verk- smiðjunni. Hið nýja húsnæði, sem er um 150 ferm. að flatarmáli, er teiknað og byggt með sérstöku tilliti til þess hve eldfim fram- leiðsla verksmiðjunnar er. Er þar tekið fyllsta tillit til öryggis s.s. með því að skipta húsinu niður í hólf, þannig að eldur getur ekki borizt' á milli þeirra. Hvergi er innangengt milli herbergja, úti- hurðir eru alls 15. í verksmiðj- unni starfa 8 manns. Flugeldagerðin hefur starfað á Akranesi síðan 1962, en árið 1968 var stofnað hlutafélag um rekstur verksmiðjunnar, og eru aðaleigend ur Björn H. Björnsson og Helgi Guðmundsson. Framkvæmdastjóri er Björri II. Björnsson. Framleiðslan er þríþætt: 1. áramótavörur. 2. neyðarflugeldar og blys fyr- ir skip. 3. flugeldasýningar. Flugeldagerðin hefur haft sam- starf við erlenda verksmiðju, sem nú hefur falazt eftir nánara sam- starfi um framleiðslu. Með til- komu þessa nýja búsnæðis er hægt að auka framleiðsluna mjög. Þegar á þessu ári eykst fjöl- breytnin úr 17 tegundum í 27 tegundir. Hafinn er undirbúning ur að útgáfu leiðbeininga um með ferð flugelda, sem fylgja munu framleiðslunni til kaupenda. Þá hefur Flugeldagerðin h.f. tekið upp þá nýbreytni hér á landi að skipuleggja fyrir félagasamtök og einstaklinga, skrautsýningar við hvers konar meiriháttar tækifæri, svo sem landsmót og íþróttahátíð ir. í framtíðinni hyggjast forráða menn fyrirtækisins leggja aukna áherzlu á flugelda og blys til slysavarna. fin UlflOJUfl pj NTB-Árhús. —Þyrstur þjófar gerði sér lítið fyrir a þriðjud. og stal fullum bíl af bjór fyrir framan nefið á sölustjóra við Carlsberg lagerinn. Hálftíma síðar fannst bíllinn — tómur. NTB—Kempen — Þrír ítalskir verkamenn fórust í orkuveri f Sviss á miðvikudaginn, er ílóðbylgja skall á þeim og og þeytti þeim‘ niður í skurð, þaðan sem þeir svo bár- ust inn í túrbínur orkuvers- ins. NTB—Lissabon. — Fyrrum forsætisráðherra Portúgals, Salazar, hefur veikzt skyndi- lega. Hann er 81 árs gamall og hefur verið lamaður að nokkru leyti síðan 1968 er hann fékk slag. Hann stýrði Portúgal með járnhendi í 40 ár, þar til í september 1968. NTB—Stokkhólmi — Sænsk fangelsisyfirvöld hafa ákvéðið að breyta lífstíðarfangelsi sænska njósnarans Stig Wenn erström í 12 ára hegningar- vinnu. Hann var dæmdur árið 1965 fyrir að hafa látið Sov- étríkjunum í té hernaðarleynd armál. NTB—Belfast. — Samtals 24 manns særðust er sprenging varð í banka í miðborg Belfast. Enginn mun hafa særzt alvar- lega, þeir sem særðust urðu fyrir glerbrotum. NTB—Kansas city — Svartur leiðtogi negra í Kansas city, Leon Jordan var skotinn til i bana á miðvikudaginn, utan við bar sem hann átti. Jord- an var í framboði í prókosn- ingum, sem fram fara í næsta mánuði. Vitni segja, að það hafi verið negri, sem skaut Jordan og hafi hann ekið fram hjá í bíl. NTB-Kaupm.höfn. — Ekki er óalgengt, að jafnvel 2ja ára börn í Englandi þurfi að fá falskar tennur í nokkur ár, áður en fullorðinsténnurnar koma. Nokkur tilfelli hafa einnig verið af þessu í Dan- mörku. Læknar segja, að snuð, sem difið er í hunang eða sykur, séu orsökin. Biskupinn vísiterar í Skaftafellsprófastsdæmi Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, vísiterar Skafta- fellsprófastsdæmi og er áætlun hans þessi: Laugardaginn 18. júlí kl. 17: Bjarnanessókn. Sunnudaginn 19. júli kl. 14: Stafafellskirkja. Sama dag kl. 21: Hafnarkirkja. Mánudaginn 20. júlí kl. 14: Brunnhólskirkja. Sama dag kl. 21: Kálfafellsstað- arkirkja. Þriðjudaginn 21. júlí kl. 14: Hofskirkja í Öræfum. Þriðjudaginn 28. júlí kl. 14: Sólheimakapella í Mýrdal. Sama dag kl. 21: Skeiðflatar- kirkja. Miðvikudaginn 29. júlí kl. 14: Reyniskirkja. Sama dag kl. 21: Víkurkirkja. Fimmtudaginn 30. júlí kl. 13: Þykkvabæjarklausturskirkja. Sama dag kl. 17: Grafarkirkja. Föstudaginn 31. iúlí kl. 14: Kálfafellskirkja. Sama dag kl. 17: Bænhúsið að Núpsstað. Eins og kunnugt er, hafa breyt ingar verið gerðar við lax- og silungsveiðilögin. Veiðihornið sneri sér á dögunum til Guðmund ar J. Kristjánssonar formanns Landssambands fsl. stangaveiði- manna og spurði hann, j' hverju breytingarnar væru fólnar. Sagð ist Guðmundi svo frá: „Mikilvægustu breytingarnar vildi ég segja, að væru m. a. aukin friðun, þ. e. a. s. friðunar- svæði við sjávarósa stækkuð. Þá hefur fengízt heimild til að lengja friðunartíma í ám og vötnum þeg ar ofveiði er fyrirsjáanleg. Fjölgað hefur verið í Veiðimála nefnd úr þriggja- í fimmmanna- nefnd og þúið að stofna sérstaka fiskisjúkdómanefnd. Tel ég þann kafla laganna hafa tekið miklum breytingum til hins betra, og er nú gert ráð fyrir að byggja upp — ef ég mætti svo að orði kom- ast — sérfræðing í fiskisjúkdóm um. Ég tel það mjög aðkallandi, og ætlunin er að framkvæma það sem fyrst. Þá er gert ráð fyrir að veiði- réttareigendur stofni veiðifélög á þeim svæðum þar sem þau eru ekki fyrir hendi. Þá er nú allveru- lega aukið og hert eftirlit, þ. e. aukið vald eftirlitsmanna með veiði í, ám og vötnum og aukið eftirlit með laxveiði í sjó og við strendur landsins. Sérstakur veiðimáladómari hef- ur verið skipaður (þ. e. einn af borgarómurum Reykjavíkur) og sektarákvæði nokkur við brotum á ’.ögum, svo nokkuð sé nefnt. Margt fleira mætti nefna, sem er mjög til bóta og geta menn gert sér grein fyrir því, með því að bera saman við greinar eldri laganna. Þá skal að lokum minnzt á það allra mikilvægasta sem nú er kom ið í lög, en það er stofnun fiski- ræktarsjóðs, sem hefur verið eitt af aðalbaráttumálum landssam- bandsins frá stofnun þess og unn- ið var við að koma í lög, sem skyldu taka gildi 1957, er lax- og silungsveiðilögin voru í endurskoð un á Alþingi á árunum 1954— 1957.“ Um fiskiræktarsjóðinn verður meira rætt hér í Veiðihorninu í næstu viku. — EB. Heyskaparhorfur góðar ÞÓ—Neskaupstað, miðyikudag. | Sláttur hófst i Norðfjarðarsveit I fyrir um það bil hálfum mánuði. ; Spretta er ágæt, og ekkert nýtt ; kal í túnum. Mun langt síðan i heyskaparhorfur hafa verið jafn | góðar og nú er hérna í firðinum. Ætti heyfengur þess vegna að geta orðið mjög góður, ef þurrk ar verða sæmilegir. HAPPDRÆTTI HESTAMANNA Dregið hefur verið í happdrætt inu á Landsmóti hestamanna. — Gæðin-gurinn kom upp á miða nr. 2863, en Mallorcaferðin á miða nr. 3616. Laugardaginn 1. ágúsj; kl. 14: Pr estsb akkakirkj a. Sunnudaginn 2. ágúst kl. 14: Langholtskirkja. Guðsþjónusta verður í öllum kirkjunum og prédikar biskup. Einnig verður kirkjuskoðun og viðræður við sóknarnefndir. Þess er sérstakleg-a óskað, að ferming- arbörn ársins, svo óg yngri börn, komi til viðtals við biskup. Helgi Sæmundsson fimmtugur Helgi Sæmundsson, ritstjóri, er fimmtugur í dag. Hann fædd- ist á Eyrarbakka 17. júlí 1920. Hann var blaðamaður og síðar ritstjóri Alþýðublaðsins 1943—’59 en er nú ritstjóri Andvara. Hann hefur lengi átt sæti í úthlutunar- nefnd listamannalauna og Mennta málaráði. Grein um hann mun feirtast j næstu íslendingaþátt- um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.