Tíminn - 17.07.1970, Síða 16

Tíminn - 17.07.1970, Síða 16
FSitudagur T7. fútí T970. DAUDASLYS I UMFERÐINNI OÓ-Reykjavík, fimmtadag. Hrólfur Árnason, Lang'holtsvegi 202, lézt á Borgarspítalanum í gær kvöldi, en hann varð fyrir bíl á Suðurlandsbraut, á móts við Lang holtsveg, klukkan rúmlega 6 í •gær. Hrólfur var 59 ára að aldri. Aðdragandi slyssins var, að frambyggðum sendiferðabíl var ekið austur Suðurlandsbraut. Bíl- stjórinn segir, að Hrólfur hafi staðið sunnanvert götunnar, gegnt Langholtsvegi. Hélt bíl- stjórinn að maðurinn mundi bíða meðan bíllinn fór framihjá, en Hrólfur gekk út á götuna í átt að Langholtsvegi og varð fyrir hægra framhorni bílsins. Kastað- ist hann út fyrir veginn. Missti maðurinn meðvitund. Var hann fluttur á slysavarðstofuna og það an á Borgarspítalann, þar sem hann lézt nokkrum klukkustund- um síðar. MARGIR AKA OF HRATT Á AKUREYRI SB-Reykjavík, fimmtudag. Lögreglan á Akureyri hefur nú í rúma viku notað radar til að mæla með ökuhraða bifreiða þar I bæ. Ekki yirðlst hafa veitt af, því sámkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hafa nokkuð margir ökufantar verið skrifaðir niður. Radarinn, sem er amerískur er eign lögreglunnar á Akureyri og átti hann að vera kominn fyrir mörgum árum, en gengisfellingar töfðu sífellt fyrir kaupunum. Rad arinn kostaði um 100 þúsund kr. Fyrstu mælingarnar með nýja radarnum voru gerðar í miðbæn um á mestu umferðargötunum. Síðan verður farið með tækið víðs vegar um bæinn og út á þjóðveg- ina í nágrenninu. Innan bæjarins eru það helzt: Áðalstræti, Glerár- gata, Hörgárbraut, Strandgata og Þórunnarstræti, sem freistandi er að aka hraðar en þá 35 km., sem er leyfður hámarkshraði á Akur- eyri. Formaður Framsóknarflokks ins Ólafur Jóhannesson, mæt- [ ir á fundunum. FUNDIR Á AUSTUR- LANDI Fundir Framsóknai-flokksins á Austurlandi verða sem hér segir: Egilsstöðum, sunnudag 19. júlí kl. 4. Staðarborg, Brciðdal. mánu dag 20. júlí kl. 9. Sindrabæ, Höfn, Hornafirði, þriðjudag 21. júlí kl. 9. ------------------------- SJ—Reykjavík, miðvikudag. Fyrir skömmu efndu Land- græðslu- og náttúruverndarfé- lag Ólafsvíkur og Ungmenna- félagið Víkingur til áburðar- og frædreifingarferðar á Lamba fellsmela. Dreift var á 6 hekt ara lands. Mikill áhugi ríkti meðal þátttakenda og ekki síð ur gott skap eins og sjá má á meðfylgandi mynd, sem tek in var að loknu starfi. í bak- sýn sést Bugsmúli. Landgræðslu- og náttúru- verndarfélagið er nýstofnað og er nú að hefja kynningar- og fræðsluferðir um Snæfells- nes fyrir félagsmenn og ann- að áhugafólk. Fyrsta ferðin var farin í gærkvöldi í dásam- legu veðri. Þátttaka var góð og fararstjóri Sigurður Brands son. Ekið var í Fögruhlíð og Búlandshöfða og þátttakendum kynnt helztu atriði grasafræði og jarðfræði þessara staða. Á föstudagskvöld v^rður önnur. ferð. Þá stendur til að skoða Tröð, skógrækt Kristjóns Jóns sonar á Hellissandi, ennfrem ur Djúpalónssand og hina fornu verstöð Dritvík. Áhugi er á að fá náttúrufræðinga til að vera leiðsögumenn í ferð- um félagsins. Síðar í sumar er áætlað að fara að rönd Snæ fellsjökuls, en ekki er gengið á jökulinn sjálfan á þessum árstíma. Formaður Landgræðslu- og náttúruverndarfélagsins er Helgi Jónsson, vélstjóri, Stef- án Þorsteinsson, garðyrkjufræð ingur, er ritari og Ragnheið- ur Þorgrímsdóttir, kennari, er gjaldkeri. f frétt um Sjómanna garðinn í Ólafsvík hér í blað- inu um daginn misritaðist nafn forstöðumannsins, sem er Stef án Þorsteinsson. Meðfylgjandi mynd tók Ei- rikur Haraldsson. BÁTASMÍÐASTÖÐ SETT Á STOFN Á SKAGASTRÖND JJ-Skagaströnd, fimmtudag. Undirbúningur er nú hafinn að stofnun bátasmíðastöðvar á Skagaströnd. Það er Trésmiðja Guðmundar Lárussonar, sem hefur í hyggju að hefja bátasmíðarnar, og er þegar búið að fá húsnæði fyrir stöðina, en framkvæmdir geta ekki hafizt fyrr en nauðsyn- legt fjármagn liggur fyrir. Trésmiðjan hefur fengið til um- ráða einn fjórða hluta mjölskemmu síldarverksmiðju ríkisins á Skaga strönd, og verður tekið til við standsetningu húsnæðisii.s svo fljótt sem auðið er. í þessari báta smíðastöð verður hægt að smíða báta allt að 100 tonnum að stærð, og mun þegar vera búið að semja um smíði á að minnsta kosti einum 20 tonna báti. Reiknað er með að fyrirtækið mur.i geta veitt 15 manns ^lvinnu, þegar bátasmíða stöðin hefur tekið til starfa. Brýn nauðsyn er á aukinni út- gerð frá Skagaströnd til atvinnu- aukningar fyrir íbúa staðarins, svo þar verði lífvænlegra en ver ið hefur undanfarið. Nú stundar þaðan einn bátur bolfiskveiðar. Er það Arnar, en afli hefur yfirleitt verið frekar tregur Atvinna í landi í samtandi við fiskinn hefur verið fremur rýr, og hefur fólkið í frystihúsinu yfirleitt ekki haft vinnu nema tvo til þrjá daga í viku, og stur.dum ekki svo mikið, þegar lcngra hefur verið að sækja á miðin. Rækjuvinnsla var þó nokkur á Skagaströnd í vetur. Einn bátur var á rækjuveiðum, Guðjón Árna- son, og aflaði hann sæmilega, þeg ar vcður leyfði. Aðalveiðisvæðið var á Hrútafirði, og einnig á Ing- ólfsfirði. Á Skagaströnd eru tveir bátar yfir 100 tonn að stærð. Eru það Arnar, og Helga Björg, en hún bilaði í fyrsta róðri eftir að netavertíðinni lauk fyrir sunnan. Hins vegar hefur erfiðlega gengið j að koma bátum á sjó þar sem ' varahlutir komu ekki lengi vel —-——--— Sumarferð Framsóknar- fálaganna í Reykjavík 70 sunnudaginn 19. júlí. Farið verður kl. 8 árdegis frá Hringbraut 30. vegna verkfalls, og tafðist við- gerð því mikið. Færafiskur hefur verið nokkur hjá bátum úti á flóanum síðustu viku, þegar gaf á sjó. Telja sjó- menn, að sjórinn fari nú hlýnandi út með ströndunum. Þó nokkuð mikið hefur borið að af vikri, sem hefur verið á reki á sjónum, og eru vikurmolarnir allt að einn þumlungur að stærð. Dauft hefur verið yfir landbún- aði til þessa. Spretta hefur verið lítil, og miklar skemmdir vegna öskufallsins. Fararstjórí: Einar Ágústsson, alþingismaður. Ekið verður um Hellisheiði, stanzað á Kambabrún. ef veð- ur er gott, annars í Hveragerði. Þaðan um Selfoss, austur yfir Þjórsá, austur Holt og upp Landsveit í Galtalækjarskóg og matazt þar. Síðan ekið að eldstöðvum Heklu og þær skoð aðar. Þá er farið um Þjórsárbrú hjá Búrfelli. niður Þjórsárdal, að Skálholti. Þaðan er ekið upp hjá Mosfelli að Laugar- vatni, en frá Laugarvatni um Laugardalsvelli og stanzað þar. Þá er ekið um Gjábakkahraun EKKERT SNOBB OG GOÐUR MAT UR Á ÍSLANDI — segir í grein í The New York Times. SB-Reykjavik, fimmtudag. Af og til birtast greinar um ísland í erlendum blöðum. Ekki er nú alltaf allt, sem skrifað er þar, sannlcikanum samkvæmt og sumir gera bara grín að öllu sam- an. Sunnudaginn 5. júlí s.l. birtist hálfsíðugrein í The New York Times nm Reykjavík, prýdd stærð ar mynd af listaverki eftir Ás- mund Sveinsson. Blaðamaðurinn, George Ross, byrjar greinina á upptalningu á íslenzkum eldfjöllum, síðan minn ist hann á matinn, sem honum fannst bæði fjölbreyttur og góður, nema hákarlinn. Tré og tré á stangli sá hann líka og svo „Hita húsaborgina“, Hveragerði, þar sem bananarnir vaxa. Ross segir að hér sé engin stétt arskipting og engin fátækrahverfi. Hann hælir mifcið snobbleysinu og segir það gott dæmi um dásam legheitio, að sovézka og vestur- þýzfca sendiráðið moti sama sjón- varpsloftnetið. fslendíngar eru mesta bó&aþjóS heimsins, hér séu gefnar ðt ár- lega 630 bækar, en 100 í Svij$8ð, á hverja 200 þús. íbúa. Þá fer Ross fögram orðam nm Iistaáhuga fslendinga og lýfcar- síðan greininni á hinni marg- tuggnu sögu um Meazfca fangami, sem fékk frí úr fangelsius til að fara í bfó, en átti að lofca Ö5, ef hann fcæmi of seint heím. Stað,a tæknimennt- unar könnuð Menntamálariáðuneytið hefur skipað- nefnd til þess að kanna stöðu tæfcnimenntunarinnar innan skólakerfisins o.g eðlileg tengsl hinna ýmsu fræðslustiga og gera tillögur um endurbætur í þessum efnum. f nefndinni eiga sæti: Andri ísaksson, deildarstjóri skólarannsóknadeildar mennta- miálaráðuneytisins, formaður; For- seti verkfræði- og raunvísinda- deildar háskólans, Þorbjörsn Sigur geirsson. Skólastjóri Tækniskóla Islands, Bjarni Kristjánsson. For- maður Iðnfræðsluráðs, Ósfcar Hail grímsson. Skólastjóri Iðnsfcólans Framhald á bls. 14. til Þingvalla og síðan til Reykjavíkur. (Sennilega verð ur stanzað vjðar, en hér hef- ur verið rafcið, ef veður verð ur gott). Farseðlar eru seldir á Hring braut 30, símar 24480 og 16066 Einnig í afgreiðslu Tímans. Bankastræti 7, sími 12323. Far seðlarnir kosta kr 400.00. Fvr ir börn innan 10 ára kr 250.00. Nesti þurfa menn að taka með sér. Nauðsynlefft er. að þátttak endur taki farseðla sína strax. því að torvelt getur orðið að fá bfla, nema samið sé nm þá með fyrirvara.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.