Tíminn - 19.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1970, Blaðsíða 2
* 14 TIMINN SUNNUDAGUR 19. júlí 1970 Elena Irtla var eini Ijósi punkturinn fyrir Charlotte I öllum látunum krlng um skilnaSinn. Ntarehos sér dóttur sína sjaldan nú orðið. CHARLOTTE Charlotte á neinni fjárhagsað- stoð að halda, þar sem hún er dóttir auðkýfings. En henni fannst dóttirin eiga rétt á að njóta auðæfa föður síns. Niar- chos féllst á það. en gengur illa að standa í skilum. — í hvert sinn, sem ég minntist á þessa peninga í símanum, seg ir Charlotte, fór hann að æpa eins og krakki. Enn sem fyrr Mallorka London ódýrustu og beztu utanlandsferðirnar Leiguflug beint til Spánar Dvöl i London á heimleið ferðaskriístofa bankastræti 7 símar 16400 1207$ Brottför annan hvem mið vikudag. Vikulega i ágúst og sept. 15—17 dagar Verð frá kr. 11.80o,uO. Eitt sinn sendi hann Char- lotte rándýra nælu frá þekkt- um skartgripasala í New York. En nokkrum dögum síðar, fékk hún reikninginn. Nú upp á síðkastið lítur út fyrir að samkomulagið hafi batnáð aftur, því Elena litla er farin að dveljast vikum sam an hjá föður sínum og fyrir kemur að hjónin fyrrverandi fara út samaa, þótt enginn viti, hvort ástin hefur blossað upp á ný. .. Tveir heimar Einhverntíma á Charlotte Ford að hafa sagt: — Eftir allt sem ég hef gengið í gegn um með Stavros, skil ég ekki, hvernig ég hef haldið andlegu heilbrigði. Gegn um öll skólaár sín, (hún segist þá hafa verið á stærð við „lítinn fíl“) varð hún að fara til messu á hverjum degi. Það var og bannað að vera á ferli utan skólagarðsins. Stúlkurnar máttu ekki kynn- ast mjög náið og dag hvem voru vissir þagnartimar, þegar þær máttu ekki tala saman.‘ J-i Ég var nunna í 12 ár.. segir Charlotte. — Það var eins og að vera í fangelsi. Ef Charlotte sleppir að fara til messu, það gerist stundum, segist hún alls ekki hafa á til- finningunni, að heimurinn sé að farast. Henni stendur líka alveg á sama um, hvað ka- þólska kirkjan hefur út á skiln að hennar að setja. Charlotte kom fyrst fram í selskapslífið árið 1959 og varð fræg á svipstundu, sem ein eft irsóknarverðasta stúlka lands- ins. Tveim árum síðar, sumarið 1961, urðu þau systkinin fyr- ir þungu áfalli, þegar foreldr- ar þeirra tiikynntu þeim, að þau hefðu ákveðið að slíta sam vistum. — Við fórum öll að gráta, segir Charlotte. — Þetta var svo gri-mmilegt, og ekkert okk ar hafði grunað hið minnsta. — Fyrst kenndum við Christ- inu um allt saman og hötuðum hana. En við vitkuðumst og nú skiljum við, að það er aldrei ein manneskja, sem eyðileggur hjónaband. Sparar aurinn Móðir Charlotte og Anne systir hennar spyrja alderi um verð hlutanna sem þær kaupa. En Charlotte sjálf er undarlegt sambland af eyðslusegg og nirfli. Hún borgar með ánægju 1000 dollara fyrir kjól frá ít- ölsku tízkuhúsi, en hins vegar heldur hún nákvæmt bókhald yfir hvern einasta eyri, sem hún lætur frá sér. Hún óttast að þjónustufólk hennar sé ekki nógu sparsamt og þess vegna kaupir hún yfirleitt sjálf í mat inn og það sem til heimilisins þarf. Henry Fard sagði eitt sinn, að Charlotte hefði svo mikið fjármálavit, að ef hún hefði verið karlmaður, hefði hún yf- irtekið stjómina á Ford Mot- or Company. Þegar Charlotte innréttaði íbúð sína í New York, hugsaði hún þó ekkert um, hvað allt kostaði. Meðal annars var vinnu herbergi Niarchosar breytt í gesta þerbergi með baði og miklar sögur gengu um, hvað þetta herbergi væri ríkmann- lega búið. — Megum við sjá herbergið, sem kostaði 60 þúsund dollara? sagið eitt sinn gestur við Char lotte. — Sextíu þúsund? hvar- aði Charlotte. — Nei, það kost aði um 100 þúsund, — og hún var næstum móðguð. — Þegar ég geri eitthvað, segir hún, — vil ég gera það almennilega. — Þess vegna er ég ein taugahrúga. Áætlanir úf um þúfur Frægar persónur eru alltaf í nágrenni Charlotte. Einhvern tíma sagði faðir hennar að henni geðjaðist bara að fólki, sem hefði eitthvert nafn. En Charlotte sjálf segir þetta öðru vísi: — Mér geðjast aðeins að fólki, sem hefur fengið eitt- hvað út úr lífinu. Þegar tekið er tillit til að- stæðna, er ekki hægt að segja, að Charlotte Ford farj mikið út. Margt bendir til þess, að hún njóti þess að vera ein, þótt hún hafi eitt sinn sagzt myndu verða galin, ef hún ætti a@ lifa lífinu ein. Hún vill gjarna verða til gagns, en ósjaldan verður minna úr framkvæmdum en ætlað er. Eitt sinn hugðist hún berjast framan við skjöldu gegn mengun loftsins í New York, en þá var það einhver sem benti henni vinsamlega á, að mengun þessi væri að mestu að kenna bifreiðum. Hana langaði til að starfa hjá Ford Founda- tion, sem er eins konar góðgerð arstofnun, en faðir hennar bannaði það, á þeim foísendum, að þá yr'ði hún álitin „njósn- ari“ fjölskyldunnar. Þótt Charlotte sé hvorki menntuð sem kecinslukona né fóstra, langar hana ákaflega mikið til að gera eitthvað fyr ir börnin. Hún hefur miklar áhyggjur af lífi barnanna í fá- tækrahverfunum, en þegar hún ekur í fína bílnum sínum gegn um þessi hverfi, finnst henni hún óvelkomin þar. Hún finnur til hamingju- kenndar, þegar hún er meðal barna. Hún svarar öllum spum ingum þeirra af þolinmæði og er fullkomlega hún sjálf. Gæti hún þá hugsað sér, að leggja hart að sér tjl að mennta sig til, dæmis í barna- sálfræði? — Ég ver'ð að viðureknna, að mig langar anzi lítið til að vera í skóla í tvö ár í viðbót, svarar hún. — En ef til vill gifti ég mig aftur og eignast fleiri börn. . . Bátar til sölu 56 tonna bátur (Eikarskip) í mjög góðu lagi. 9 tonna nýlegur Dekkbátur (til sölu eða leigu) HÚSAVAL, Skólavörðustíg 12, Símar 24647 — 25550. Þorsteinn Júlíusson hrl. Helgi Ólafsson sölustj. heimasími 41230. Einbýlishús til sölu Einbýlishús á Selfossi 120 ferm. 5 herh. nýlegt vandað hús, stór bílskúr, lóð girt og ræktuð. Laust strax. Einbýlishús á Siglufirði 5 herb. steinhús, 1 góðu lagi. HÚSAVAL, Skólavörðustíg 12, súnar 24647 — 25550. Þorsteinn Júlíusson hrl. Helgi Ólafsson sölustj. heimasími 41230. Auglýsing um lögtök Samkvæmt beiðni Ríkisútvarpsins dags. 10. júlí 1970 úrskurðast hér með, að lögtök fyrir ógreiddum afnotagjöldum hljóðvarps- og sjón- varpstækja fara fram að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 17. júlí 1970. í náttfötinl Charlotte hugsar a8 mestu sjálf um dóttur sína, Elenu, sem nú er þriggja ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.