Tíminn - 26.07.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1970, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1970 TIMINN 5 MEÐ MORGUN & KAFFINÖ WI? Pétur litli borðaði með for eldrum sínum á veitingahúsi. Á eftir spurði pabbi: ■— Veiztu hvað það var, sem þú borðað- ir, Pétur litli? — Nei, var það ekki grís? — Nei, það var hestur. Allt sem við fengum var af hesti. — Nú . . . líka eplamaukið? — Ég skil ekki almennilega, hvort þú ert a'ð halda upp á brúðkaupsdaginn, eða að reyna að gleyma lionum. Það var tekið á móti land- könnuðinum með kostum og kynjum, þegar hann kom heim. Blaðamenn umkringdu hann. — Já, því miður féll félagi cninn í hendur mannæta. — Gátuð þér alls ekki bjarg að honum? — Nei, því þegar óg kom með björgunarleiðangur á vett vang, var þegar búið að strika faann út af matseðlinum. Tvö ungmenni, sem ekki höfðu alveg hreint mjöl í pok- anum, ætluðu yfir landamær- in — ólöglega. Þeim datt í hug að auðveldast myndi að út- vega sér kú eða það, sem fólk fer í, þegar það gerist kýr á grímuballi. Þetta gerðu þau og þóttust vera á beit skammt frá landamærunum og ætluðu yfir strikið, án þess að tekið yrði eftir. Þetta var allt á góðri leið, -þegar „afturendinn" kall- aði skyndilega til „framend- ans“: — Flýttu þér eins og þú getur! — Hvað gengur á? — Nautið er á eftir ok'kur! Tveir negrar sátu í frum- skógi Afriku og hámuðu í sig með góðri lyst ferðamann nokk urn. — Þetta er nú eitthvað ann að, — sagði annar, — en hunda fæðan, sem við fengum á ,,Mannætunni“ í Kaupmanna- höfn. S TE M I I I I i I I — Þa'ð verð ég að segja. Mat urinn hennar bókstaflega bráðnaði á tungunni, — Hvað segii'ðu, var hann svona vellagaður? — Nei, hann var frosinn. — Hvers lags kaffi er þetta eiginlega, sem þú býrð til. Það er svo veikt, að það getur varla runnið hjálparlaust úr könnunni. DENNI DÆMALAUSI — llann er ekki þarna inni. Hvar eigum við að leita núna? L ISPEGU Baudoum Belgíukonungur hefur nú fengið þann úrskurð augnlæknis síns, að láti hann ekki verða af því að gangast undir augnauppskurð hið snar asta, eigi hans á hættu að missa algerlega sjónina, sem stöðugt hefur farið versnandi undanfarin ár. Baudouin tekur þessu með ró, að mionsta kosti á yfirborð inu, og segir lækna ævinlega ýkja hlutina. En Fatoíóla kona hans er mjög áhyggju- f'Ull og er sögð gera allt, sem í hennar valdi stendur til að sannfæra bónda sinn um að uppskurður sé óumflýjanlegur. Hún hefur jafnvel gengið svo langt að bjóðast til að gefa honum annað auga sitt, ef til þess kemur að skipta þurfi ucn hornhimnur. En ósennilegt er talið, að konungurinn þiggi slíka fórn af konu sinni. ★ Roger Vadim eyðir ekki tím anum í að gera sér grillur út af því, að öll hans hjónabönd hafa hingað til farið í vas-kinn, né hvers ve-gna þau hafa gert það. — Þannig hefúr þetta nú bara verið, — segir hann, — og ég hef alltaf kvænzt ástkon um mínum, nema Catherine Deneuve, en það var vegna þess að hún vildi það ekki. Ég hef líka átt börn með beim öllum, að Bardot undanskilinni, en það var einnig að hennar ósk. Nú er Jane Fonda, eiginkona númer þrjú, hlaupin frá hon um, og hann var auðvitað ekki lengi að finna nýja frú Vadim, sem er svo lík Brigitte. Ann- ette, Catherine og Jane, að fólk getur hæglega ruglað henni saman við hvei'ja þeirra sem er. • Sú ný.ia heitir Sybil Shepard amerísk fyrirsæta, og hún er þegar byrjuð á fyrsta aðalhlut verkinu í nýrri mynd Vadkns. Og ef að likum lætur, verður hún orðin heimsfræg áður en langt um ‘líður. •k Nú ætla Danir bráðlega að hefja upptöku á kvikmynd, sem byggð verður á sögu Rifbjergs, Anna jeg Anna. Líklega verður það hin norska Liv Ullman, sem fer með hlutverk sendiherra frúarinnar, Önnu. Liv, sem nú er nýskilin við sænska leikstjórannn Ingmar Bergman, segist þui'fa að hugsa sig rækilega um, áður en hún þori að taka tilboðinu, því það er mjög erfitt og krefst mikilla hæfileika. Annars þai*f Liv svo sem ekki að vera með mikl ar vangaveltur, því að þótt ung sé, nýtur hún geysilegra vin- sælda á Norðurlöndunum. og re.vndar víðar. Og leikstjórar keppast við að bjóða henni hlut verk eftir að fyi'rverandi eigin maður hennar, sem hún á í rauninni fi'ægð sína að þakka, hætti að hafa einkarétt á henni, bæði í einkalífinu og i ★ Þótt ótrúlegt rnegi virðast, hefur ekki nokkrum manni dottið í hug að minnast á skiln- að i sambandi ,við þau Giinter vSaclis og konu hans Mirju. Að vísu ei'u þau ekki búin að vera gift svo lengi, en fyrrverandi glaumgosi verður víst að sætta sig við að fylgzt sé gaumgæfi- lega með honum, og hann jafn vel bendlaður við hinar og þessar kvensur. Þetta mátti Gunter hafa meðan hann var giftur Bii'gitte Bardot, og lík lega ekki að ástæðulausu. En nú er annað uppi á ten ingnum, og ennþá að minnsta kosti, ei-u þau jafn ástfangin og þegar þau hittust í fyrsta ★ Stútkan á myndinni er engin önnur en „Rækjan“, hin heims- fræga fjTÍrsæta Jean Shrimp- ton. Og það er sem betur fer ekki nýjasta kvenfatatízkan, sem hún er að sýna, því hver önnur en hún gæti tekið sig vel út í annarri eins múnder- ingu? Annars er þetta allt sitt úr hvorri áttinni. Hattinn, sem er ljósrauður og alsettur glæsi- legum fjöðrum, bar Mae West, fyri'um kynbomba, í myndinni „Myra Breckini'idge. Munnstkkið puntaði upp á út- sinn. Hann er yfir sig hrifinn og segir hana stöðugt ná meira og meira valdi jdir sér. Enda er það svo, að hann get- ur ekki án hennar verið nokkra stund, og hún fylgir honum með mestu ánægju hvert sem hann fer. Þessu stöðuga flakki fylgir að vísu sá galli, að eng inn tími er til barneigna, en þegar um hægist, eru þau ákveð- in í að fylla villu sína af börn- um. lit Cládíu Cai’denale í Bleika pai'dusnum, pilsið tilheyrði eitt sinn John Lennon og á skón- um steppaði fyrrum Fred Astairs, frægur steppdansari á sinni tíð. Og ef einhvern langar til að vita, hvers vegna „Rækjan" var að hengja utan á sig þetta fræga dót, þá getum við upp- lýst, að verið var að selja það á uppboði, og hún fengin til að trekkja. Ágóðinn var svo látinn renna tli góðgerðarstarf semi. Ábrv!!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.