Tíminn - 26.07.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.07.1970, Blaðsíða 10
10 TÍMINN SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1970 FULLT TUNGL Eftir P. G. Wodehouse 49 ist skil.ia þau vandræði sem hann var í. Hann sagði: — Skiljið þið betta ekki? Skild uð þið ekki það sem ég var að enda við að segja? Agga rýkur upp eins og flijgeldur, þegar hún heyrir að ég hef gefið Vee fest- ina hennar. . . einmitt Vee. . . Agga skilur strax við mig. — Þvaður. — Ég segi yfckur alveg satt, hún gerir það, amerískar eigin- konur eru svona, ef hinn minnsíi hlutur raskar ró þeirra, skot. . . spyrjið þið bara Tippy, móðir hans skildi við föður hans vegna þess að liann ók henni á járn- braularstöðina klukkan sjö mínút ur yfir.tíu, til að ná í lest sem fór klukkan tíu mínútur yfir sjö. Það kom glampi í augun á hinum æruverða Galahad og hann sagði: — Þetta minnir mig á skemmti iega sögu. . . en þessi saga var ekki sögð, að minnsta kosti ekki við þetta tækifæri, þó er óljklegt að Galily h?fi alveg látið heiminn fara á mis við söguna, ef maður þekkir hann rétt, þá hefur hann sagt hana síðar. Frú Hermione hóstaði hressi- lega og vakti þannig athygli bróð ur síns á að Tipton Plimsoll var að ganga inn í stofuna. Tipton var greinilega geislandi af lífsfjöri Það glampaði á gleraugun hans og það var eins og hann svifi i lausu lofti, það var sem sagt ekk- ert sem benti til þess, að hann væri uppgefinn eftir ökuferðina, eins og frú Hermione hafði hald- ið. Til er tízkulyf, sem hefur ver- ið mikið auglýst. Kaupendum þessa lyfs er lofað fullkominni geðró, sjálfstrausti, valdi á tauga- kerfinu ásamt líkamlegri vellíðan ennfremur að neytendur þess losni við öll merki óstyrks, sem vanalega lýsir sér með að banka stöðugt í borðplötur, nísta tönn- um og stappa niður fótunum. Tipt on leit út eins og maður sem hefði neytt þessa lyfs vikum sam an, og ef að skáldið Coleridge hefði verið viðstaddur, þá hefði hann bent á Tipton og sagt lág- um rómi: — þessj náungi getur gefið ykkur nokkra hugmynd um hvað ég meinti þegar ég skrifað úm manninn sem hefði lifað á hunangsdögg og paradísarmjólk. — Tipton sagði: —Hí, ja, þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði notað þessa upphrópun í Blandingskastala. En einhverntíma sagði einhver þau spaklegu orð, að einmitt á svona augnablikum, þegar manni finnst að maður eigi allan sannleikann og allt sem í honum er, þá sé það segin saga að örlögin læðist að manni og veiti manni rothögg. Tipton var varla búinn að svífa sex skref þegar hann snarstanz- aði um leið og hann sá Veroniku með hálsfestina í hendinni, Tipt- on fannst eins og járnfleinn hefði gengið inn í hauskúpuna á sér, hann riðaði við og hrópaði: — Hvað er þetta? hver gaf þér þetta? spurði hann æstur. Frú Hermione skynjaði hætt- una, enda var hún ekki búin að gleyma kvöldinu, sem hinn auð- ugi tilvonandi tengdasonur henn- ar kom fyrst til kastalans og breytingunni sem á honum varð bá. þegar Veronika sló til Fredd- ies, við borðið og sagði honum að láta ekki eins og kjáni. Augna- tíllitið sem Tipton sendi Freddie núna fór heldur ekki fram hjá frú Hermione, henni varð þegar ljóst að Tipton óttaðist enn töfra Freddies. Ef hann kæmist að því að þessii gimsteinar væru gjöf frá Freddie, gat enginn sagt fyrir hversu hræðilegar afleiðing- ar það gæti haft. Frú Hermione varð alveg máttvana um stund. Hún sá í anda þennan stærsta hluthafa í Tipton-verzlunarsam steypunni stika út úr stofunni og láta eftir sig slitna trúlofun. Frú Hermjone var að velta fyrir sér hvernig hún gæti komið barninu sínu í skilning um að lífsnauðsyn 'bæri til að halda þessu leyndu, án þess beinlínis að fara með hana út í horn og skýra málið fyrir henni, en það vissi frúin að tæki ekki skemmri tíma en fjöru- tíu mínútur, en þá sagði Vero- nika: — Freddie gaf mér þetta í af- mælisgjöf. Þegar Tipton heyrði þetta, gaf hann frá sér lágt holróma urg- hljóð, sem maður gat ímyndað sér að kæmi frá innstu sálarleynum hans, ef Emswort jarl hefði verið viðstaddur hefði þetta hljóð kom- ið honum kunnuglega fyrir eyru, það var svo nauðalíkt þeim hljóð- um sem keisaraynjan gaf frá sér þegar hún var að reyna að ná i kartöflu sem hafði oltið frá henni Tipton riðaði aftur á fótunum og Veronika sagði: — Já, Tip-ee. Eins og vér minnumst þá hafði Tipton strikað út allar vangavell- ur um snáka, síðast þegar vér sá- um hann, enda hafði Freddie ver- ið svo innilega ánægður þegar hann tilkynnti honum trúlofun þeirra Veroniku, Freddie hafði tekið svo hjartanlega í hendina á honum. að það hafði alvég af- máð þær illu grunsemdir sem voru búnar að kvelja hann um hríð, eins og vér munum, þá hurf- um við af sjónarsviðinu um það leyti, sem Tipton strikaðj Fredd- ie gersamlega út af nöðrukyns- listanum og skrifaði hann efst á blað sem meinlausan frænda, en nú fannst Tipton hjartað í sér hrapa alla leið.niður í sokkana. Honum varð nú ljóst að þessi ref- ur hafði bara verið að leika, beg- ar hann þóttist vera svona glað- ur, og að handtakið sem honum hafði fundizt koma frá vini, hafði einmitt komið frá nöðru, og það frá höggormi, sem hafði ætlað sér að halda áfram fyrrj skæruhern- aði gagnvart stúlkunni sem hann elskaði, jafnskjótt og hann Tipt- on hafði snúið við honum bakinu. Það var því engin furða þó að Tipton riðaði til falls, það hefðu allir gert. Það var hið taumlausa verð- mæti gjafarinnar sem gerði allt svo viðbjóðslega augljóst, ef Freddie hefði bara gefið Vero- niku blátt áfram armbandsúr eða hálsfesti, hefði Tipton fundizt allt í lagi og eins og hver önnur frændsemisgjöf, en hálsfesti sem greinilega hafði kostað stórfé, það var sko allt annað mál. Frændur eyða ekki stórfúlgum i rándýrar gimsteinafestar handa frænkum sínum, það gera bara höggormar. — Röfl, sagði Tipton. Þetta orðatiltæki notaði Tipton líka í fyrsta sinn, í þessu virðulega húsi. Freddie var orðinn náfölur. Hann átti eins auðvelt með að lesa hugsanir Tiptons eins og þær hefðu verið skráðar á efstu linu á prufuspjaldi hjá augnlækni. Hann sá í hendi sér að ef ekki var rétt að farið, og það sam- stundis. þá mundi hinn dýrmæti samningur um hundakexið rjúka út í veður og vind. sú tilhugsun varð til þess að Freddie fannst hann helfrjósa á staðnum. Hann hrópaði því: — Konan mín á þessa festi. — En Freddie hefði verið betra að þegja, því þessi játning varð ein- ungis til þess að kóróna viðbjóð og fyrirlitningu Tiptons, enda er hægt að gera tilraun til að fyrir- gefa nöðru, sem reynir að grafa undan siðferði ungrar stúlku, á eigin koslnað, en snákur sem ræq ir gimsteinum eiginkonu sinnaí til að koma sínu fram, það er skriðdýr sem allir hljóta að líta hornauga, og það með réttu. ----Það sem ég meina. . . Nú greip mjúk rödd fram í fyrir Freddie, sem var farinn að stama, þessi rödd hafði hundrað sinnum sætt slagsmálahunda á skeiðvöll- um og orkað eins og olía í brim- róti á hina æstustu veðmangara, enda var maðurinn þýður í við- móti og kænn. Hinn æruverði Galahad var fyi’st og fremst gæða sál, hann þráði að allir væri ham ingjusamir, það hafði ebki farið fram hjá honum, að Hermione systir hans leit út eins og áhuga- samur áhorfandi sem bíður þess að tímasprengja springi, svo hon um fannst kominn tími til að hátt vís heimsmaður tæki málm í sín- ar hendur, hann sagði: — Bíddu andartak Freddie, — svo sneri hann sér, að Tipton og bætti við: — Það sem Freddie er að reyna að útskýra, goði minn, er það að kona hans átti festina upphaflega, en hún þurfti ekki á henni að halda lengur svo • hún lét hann fá hana og sagði að hann mætti gera við hana það sem hon- um sýndist, og því er ekfcert at- hugavert við þó hann gefi Vero- niku þetta glingur. Tipton starði á Gally og sagði: Þér kallið þetta glingar, festin hefur ekki kostað minoa en tón þúsund dali. Hinn æruverði Galabad gláðlega og sagði: — Tiu þúsund daJi, en göði minn, þér ætlið þó ekki að segja mér að yður hafi dottið í hug að festin sé ekta? Haldið þér &8 maður sem er eins næmirr og er sunnudagur 26. júlí — Anna Tungl í hásuðri kl. 7.52. Árdegisháflæði í Rvik kl. 0.56. HEILSUGÆZLÁ Slökkviliðii sjúkrabifrefðtr. Sjúkrabifreið I aafnarflrði sima 51336. fvr. vkja’’ni >B Köpavog siml 11100 Slysavarðstofan i Borgarspltalamrai er opin aUan sólarhringinn 6® eins móttaka slasaðra Stmi 81212. Kópavogs-Apötefe og Keflaviknr Apótek erc opin vlrka daga kl 9—19 laugardags kL »—14 beiga daga kL 13—15- Almennax upplýsingar um læfenn Djónustu 1 öorginnj eru getnai símsvara laaknafélags fteykjavlk ur, sími 18888. Fi garhe ’,ð J Kópavogt Hlíðarvegl 40, siml 42644. Fópavogs-apótek og Keflavikur- apótek ern mpln vlrka daga kL * —19 taugardaga kl. 9—14, belgl daga fcL 13—10, Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga fri fck 9—7 * taugar dögum td 9—2 og a sunnudögum og öðruro helgidöguro er opið i.a kl 2—4. Tannlæknavakl er ’ Hei.suvernd arstöðinn) (þar *em slysavarð stofan var) og er opin laugardag? og sunnudaga kl 5—6 e. h. Slmt 22411 Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka i Reykjavík vikuna 25. — 21. júli annast Ingólfs Apótek og Laugar nes Apótek Næturvörzlu í Keflavík 25. og 26. 7. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 27. og 28. 7. annast Guðjón Klemenzson. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilaiidaflug. Gullfaxi fór ti? Lundúna kl. 08:00 í morgun og er væntanlegur til Keflavikur kl. 14:15 í dag. Vélin fer til Oslo og Kaupmannahafnar kl. 15:15 í dag og er væntanteg þaðan aftur til Keflavíkur kl. 23:05 í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í fyrramá.'ið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til ísafjarðar, Egilsstaða, Fagurhólsmýrar og Hornafjarðar. A morgun er áæt.'að að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) Patreksfjarð- ar, ísafjarðar, Sauðárkróks og Egilsstaða. FÉLAGSLlF af stað frá Austur'velli kl. 1.30 e.h. Þáttökugjald kr. 50. Upp). í síma 18800 kl 1 — 4 föstudag. GENGISSKRÁNING FIB — 5 Út frá Akranesi FÍB — 6 Út frá Reykjavík. FÍB — 8 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 FÍB — 9 1 Sterlingspund 210,20 210,70 Rangárvallasýsla 1 Kanadadollar 84.90 85,10 FÍB — 11 100 Danskar kr. 1.171,80 1..174.46 Borgarfjörður. 100 Norskar kr. 1.230,60 1,233,40 FÍB — 12 100 Sænskar k r. 1.694,30 1.698,16 Norðfjörður, Fagridalur, Fljóts- HOO Finmsk börk 2.109,42 2.114,20 dalshérað 100 Franskir fr. 1.592,90 1.596,50 FÍB — 13 100 Belig. frankar 177,10 177,50 Hellisheiði, Ölfus, Grímsnes, Fljót 100 Svissn. frankar 2.043,34 2.048,00 FÍB — 16 100 Gyllini 2.438,70 2.444,20 Út frá ísafirði 100 V.-þýzk mörk 2.421,08 2.426,50 FÍB — 20 100 Lírur 13,96 14,00 100 Austurr. sch. 340,57 341,35 V-Húnavatnssýsla. 100 Escudos 307,50 308,20 100 Pesetar 126,27 126,55 Ef óskað er eftir aðstoð vega- 100 Reiknin'gskrónur — þjónustunnar veitir Gufunesradíó, Vöruskiptailönd 99,86 100,14 sími 22384, beiðnum um aðstoð við 1 Reikningsdollar töku. Vörusikiptalönd 1 Reikningspund 87,90 88,10 Skálhollshátíðin verður haldin njk. synnudag kl. 2. Hátíðaguðsþjónusta. Framhalds- stofnfundinr Sfcálholtsskólafélags- ins verður haldinn a0 aflokinni samkomu í kirkjunni. Dagskrá nánar síðar. SÖFN OG SÝNINGAR 1G—22. tsL dýrasaínið. fcL Vöruskiptalönd 210,95 211,45 Vegaþjónusta FÍB Félagsstarf eldri borgara. SunnudagÍDn 26. júlí verður far- ið i Arbæjarsafn. Dagskrá: Safnið skoðað, Færeysk- ir þjóðdansar, leikþáttur. glimu sýning, dans á palli. Lagt verður FIB — 1 Þingvellir. Laugarvatn. FÍB — 2 Hvalfiörður, FÍB — 3 Akurevri os nágrenni. FÍB — 4 Uppsveitir Árnessýslu Lárétt: 1 Launa. 5 Ærða. 7 Landsig. 9 Fundur. 11 Röð. 12 Trall, 13 Staf- irnir. 15 Bið. 16 Eins. 18 Svívirtra. Krossgáta Nr. 589 Lóðrétt: 1 Furða. 2 Flet. S Ending. 4 Tók. 6 Yfirhafaa. 8 Hraði. 10 Strákur. 14 Lær- dómur. 15 Spé. 17 Tveir eins. Ráðning á gátu nr. 588: Lárétt: 1 Okrari. 5 Öra. 7 Tær. 9 Kór. 11 Ið. 12 Me. 13 Nit. 15 Mók. 16 Api. 18 Hlóðir. Lóðrétt: 1 Ostinn. 2 Rör. 3 Ar. 4 Rak. 6 Frekar. 8 Æði. 10 Ómó. 14 Tal. 15 Mið. 17 Pó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.