Tíminn - 17.09.1970, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 17. september 1970
TTMINN
Konur hasla sér völl í starfsgreinum karla.
Nú lobs sjá bandarískar kon-
nr hylla undir að þær verði
viðurkenndar sem jafnréttháar
karlmönnum.
Eftir liálfrar aldar umhugs-
unartúna hefur fulltrúadeild
Bandaríkjaþings samþykkt
stjórnarskrárbreytingu, sem á
að koma í veg fyrir hvers kon-
ar misrétti kynjanna. En frá
þeim áfanga til fulls jafnrétt-
is f framkvæmd er löng leið.
Og það vita konurnar í hinni
nýju hreyfingu bandarískra
kvenna (Woman's Liberation),
sem hafa sagt þjóðfélagi karl-
mannsins algjört stríð á hend-
ur.
Meðlimir rauðsokkahreyfing
arinnar voru á áheyrendapöll-
um þingsins og gerðu hróp að
öldungnum Emanuel Eller úr
flokki demókrata (81 árs), sem
gerði lokatilraun til að fá at-
kvæðagreiðslu frestað.
— Allt frá því að Adam lét
af hendi rifbein til þess að
konan yrði sköpuð, hefur okk-
ur verið kennt, að á konum og
körlum sé líkamlegur og sál-
fræðilegur mismunur, sem
ekki yrði á móti mælt, sagði
hann. Vive la difference . . .
(Lifi mismunurinn).
Eller sagði, að með væntan-
legri stjórnarskrárbreytingu
yrði stigið skref aftur á við í
mannkynssögunni, og krafðist
þess að málið yrði kannað bet-
ur í lögfræðilegri nefnd, sem
hann er formaður fyrir. En
hjá henni hefur málið hvílt í
friði frá því 1923, sama ár og
Eller var kosinn formaður
nefndarinnar. En nú fékik mál-
ið ekki að hvíla lengur. Stjórn
arskrárbreytingin var sam-
meSal banda-
riskra tivenna gerast sifellt tíðari.
Eftir langa umhugsun hafa þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ákveð-
ið að viðurkenna jafnrétti kvenna á við karla
Afmælisgjðf
handa banda-
rísku rauösokka-
hreyfingunni
þykkt með 346 atkvæðum gegn
15 — öll atkvæði karlmanna.
Ein kona úr hópi þingmanna
ætlaði að greiða atkvæði gegn
málinu, en ákvað í þess stað að
tilkynna forföll þegar atkvæða
greiðslan fór fram.
Andmælendur vísuðu til
þess, að er konur fengju jafn-
rétti ættu þær á hættu að
missa margvísleg réttindi, sem
þær hefðu hlotið á undanförn-
um árum allt frá atvinnuör-
yggi og barnsburðarorlofi til
ekkjubóta og barnameðlags. í
staðinn fengju þær nýjar skyld
ur svo sem þá að greiða fyrr-
verandi maka meðlag og ættu
á hættu að þurfa að fara í
herinn eins og karlmenn.
Jafnréttisfrumvarpið þarf
einnig að fá samþykki öldunga-
deildarinnar og minnst tveggja
þriðju allra einstakra ríkja, en
ekki er talinn nokkur vafi á að
svo verði, að stjórnarskrárbreyt
ingin verði afmælisgjöf til
bandarískra kvenna. nú þegar
50 ár eru liðin frá því að þær
fengu kosningarétt 1020. Þó
eru lítil tengsl milli þessara
tveggja atburða, því nú er bar-
izt fyrir jafnrétti kynjanna á
öðrum sviðum þjóðfélagsins,
barizt um kaup, starfsframa og
frelsi kvenna til að gegna
hvaða stöðu sem er.
Konum í Bandaríkjunum hef
ur aldrei tekizt að láta veru-
lega að sér kveða í stjórnmál-
um. Á þessum 50 árum hafa
aðeins 75 konur verið kosnar
til fulltrúadeildar þingsins, og
nú eiga þar sæti á Bandarikja-
þingi aðeins 11 konur af 535
þingmönnum samtals.
Margar þeirra hafa verið
ekkjur stjórnmálamanna, sem
hafa komizt á þing út eitt kjör-
Margaret Chase-Smith
tímabil af samúðarástæðum eft
ir andlát manns þeirra. Aðrar
hafa verið kosnar að nafninu
til í stað eiginmanna sinna, sem
af einhverjum ástæðum gátu
ekki verið i framboði. ,.Þið fá-
ið tvo landstjóra í stað eins,“
sagði landstjóri Texas eitt sinn,
þegar kona hans fór í framboð
eftir að hann hafði orðið að
víkja. Sama gerði George Wall-
ace, sem kunnur er vegna kyn-
þáttahaturs síns, þegar hann
samkvæmt lögum Alabamaríkis
gat ekki setið næsta kjörtíma-
bil. Eiginkona hans lézt á lands
stjórnartíð sinni, og nú er Wall
ace á ný í framboði.
Frú Leónóra Romney, sem
nýlega hefur verið valin fram
bjóðandi republikana fyrir
Michiganríki, skartar einnig
lánsfjöðrum, enda þótt hún
hafi sífellt mótmælt því ákaft
að vera kölluð frú George
Romney eftir eiginmanni sín-
um, sem var landstjóri i mörg
ár og nú er húsnæðismálaráð-
herra i stjórn Nixons.
Ein þeirra fáu bandaristcu
kvenna, sem getið hafa sér
stjórnmálaframa, er Margaret
Ohase Smith, sem nú er eina
konan í öldungadeildinni.
Eins og margar aðrar komst
hún inn f heim stjómmálanna
fyrir atbeina manns síns, en
siðan 1940 hefur hún stöð-
ugt átt sæti á Bandaríkjaþingi.
Hún gat sér einkum frægð, þeg
ar hún varð fyrst til að snúast
gegn stefnu McCarthys 1950.
Hún er nú öldruð og farin af
kröftum, en vakti nýlega á sér
athygli með „samvizkuyfirlýs-
ingu,“ sem hún sendi frá sér,
þar sem hún varar við þeir-i
miklu hættu sem stafar af
stjórnleysi og kúgun í landinu.
Einn öldungadeildarþmgmað-
ur og tíu fulltrúadeildarþing-
menn er lág fulltrúatala fyrir
bandarískar konur, sem eru
meirihluti íbúa landsins. Og í
ríkisstjórninni á engin kona
sæti. Sömu, sögu er að segja
um hæstarétt og flesta aðra
dðmstóla, (af 8750 dómurum í
landinu eru 300 konur — flest-
ar héraðsdómarar), áhrifa-
stöður við háskóla og kennslu-
stofnanir, fyrir utan kannski
kvennaháskóla.
Fjöldi kvenna í háum stöð-
um er í miklu ósamræmi bæði
við mannfjölda og menntun
sumra kvenna. Aðeins 9% fólks
í stöðum, sem krefjast háskóla-
menntunar eru konur, 7% af
Iæknum, 3% lögfræðinga og
1% verkfræðinga. Meðalbyrjun
arlaun háskólamenntaðra
kvenna eru lægri en karla með
sömu menntun.
f greinum þar sem konur
hafa þegar haslað sér völl eisa
þær samt í erfiðleikum við að
ná æðstu stbðum. Níu af hverj
um tíu barnakennurum cru
konur en 8 af 10 skólastjórum
við sama námsstig eru karl-
menn. Tvær konur verða pró-
fessorar í Harvard í vetur, eng-
in kona var þar í prófessors-
stöðu í fyrra. Samt eru 15%
þeirra sem útskrifast frá Har-
vard árlega konur.
Aðeins á einu hagfræðilegu
sviði skara konur fram úr
mönnum og það eru konur sem
lifa í fátækt 1968 voru með-
alárslaun hvítra karlmanna
7.870 dollarar og karlmanna af
öðrum kynþáttum 5.314 doll-
arar. meðalárslaun hvítra
kvenna. sem unnu úti. voru
4.580 dollarar og kvenna af öðr-
um kynþáttum 3.487 dollarar.
Meðallaun kvenna sem unnu
fulla vinnu voru 58,2% af laun
um karla. Konur vinna sér sem
sagt inn helming þess sem kari-
ar gera. Og yfirleitt þurfa kon
ar að hafa háskólapróf til að
fá hærri iaun en karlmaður
sem lokið hefur unglingaprófi.
Menntan er þannig engin
trygging fyrir konuna á vinnu-
markaði 6% háskólamenntaðra
í vígahug.
kvenna vinna störf þar sem
engrar sérstakrar menntunar
er krafizt, og 17% stúlkna,
með stutta háskólamenntun að
baki fara inn í lægstu stöðurn-
ar á vinnumarkaðinum.
Eins er um stéttarfélögin.
og konur fá jafnvel ekki að
ganga í mörg þeirra, jafnvel
þótt dómur hafi verið kveðinn
upp um að óleyfilegt sé að úti-
loka konur frá nokikurri starfs-
grein. í mörgum atvinnugrein-
uni fá konur ennþá lægra kaup
en starfsbræður þeirra, jafn-
vel fyrir sömu vinnu. Aðstöðu
þeirra hefur oft verið líkt við
aðstöðu blökkumanna og ann-
arra minnihlutahópa, en þeirri
samlíkingu mótmæla allir hlut-
aðeigendur kröftuglega.
Ríkisstjórn og dómstólar
reyna að bæta úr þvi misrétti,
sem stingur hvað mest í augu,
þótt þessir aðilar mismuni
kynjunum ekki síður en aðrir.
Frá 1963 hafa verið til lög um
jafnrétti kynjanna hvað laun
og vinnu snertir. Flestar kærur
vegna brota á þessum lögum
koma frá konum, sem eru undix
borgaðar, en það tekur mörg
ár að fá mál þeirra leiðrétt
Samkvæmt lögum þessum ei
aðeins í fáum undantekninguti
leyfilegt að gera greinarmui
á kynjum í auglýsiogum ua
lausar stöður, t.d. þegar íei*
Framhald á 14. síðu