Tíminn - 27.09.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1970, Blaðsíða 1
 V.; IIS - ■: S'íííí'.iví:':--':-:: : . § ••• % \ í XsVvís&'- ‘ v?<.v ! ■V • .. ■ ■ :. .... '■ ' . ;:ííáí;í: .. . . .. • • -4 .............................................................................................. ." • : ' á Bláfellsháls og utan í hlíð- um Bláfells gat að líta hrein- ustu listaverk úr vatni, sem frosið hafði á leiðinni niður. Uppi á hálsinum er varða ein geysimikil og sagði Valdimar. að við yrðum að fara út úr bílnum og setja stein í vörð una, það yrðu allir að gera, annars kæmi eitthvað fyrir. Við fórum út, en það gekk heldur illa að finna lausan stein í næsta nágrenni, því þeir voru allir komnir í vörðuna. Það tókst þó og við héldurn afram með góða samvizku, og nú niður í móti. Landið var nú eins og eyðimörk á að líta, og stórir jökulsorfnir steinar á víð og dreif eina tilbreytingin. Þegar komið var yfir Hvítár- brúna, sem er orðin svo igömul og þreytt, að hún svignar undan nokkrum gangandi mönnum, fór aftur að halla upp í móti. Nokkru frá veginum er sælu hús Ferðafélagsinn 1 Hvítár- nesi og þar kvað vera reimt mjög og stúlka ein ganga ljós- um logum, enda eru rétt við húsið gamlar tóftir. Þegar hér var komið. fór Valdimar að segja okkur draugasögur. Stemmningin var líka vel til þess fallin, eyðimei’kurlands lag, myrkur, tunglsljós og draugahús á næsta leiti. Síðan Það var rjómafæri í Fannborginni. er eini skíðastaður heimsins, sem er ónothæfur á vetrum vegna snjóþyngsla! Það var kátur 50 manna hóp ur, sem var samankominn við Umferðarmiðstöðina um átta leytið á föstudagskvöldið j fyrri viku. Farangur hópsins var til sarnans myndarlegasta hlass af svefnpokum og skið- um. Fleiri en einn gítar og harmonika fengu líka að fljóta með og ekki má gleyma að mjnnast á fulla jeppakerru af mjólk, gosdrykkjum og fleira góðgæti. Auðséð var, að eitthvað mea-kilegt stóð itil. Sem sé, það var verið að fara upp í Kerl ingarfjöll og reka endahnút- inn á tíunda starfsár skíðaskól ans þar, sem er hvorki meira né minna en elzti sumarskíða staður í Evrópu, að þvi er áreiðanlegar heimildir telja. Hitt er svo ef til vill enn merkilegra. að Kerlingarfjöll eru líklega eini skíðastaðurinn í heiminum, sem ekki er hægt að nota að vetrarlagi vegna snjóá! Þetta hljómar dálítið undarlega, en er þó alveg satt, af þeirri einföldu ástæðu, að vegimir þangað uppeftir eru gjörsamlega ófærir á vetrum. En víkjum sögunni aftur út að Umferðarmiðstöð. Þar var komin 35 manna rúta og önn ur 14 manna og nú var að raða sér niður. Það gekk nú samt ekki alveg eftir áætlun, því þegar búið var að koma farangrinum fyrir, var ekki pláss fyrir nema 28 í stóra bílnum og 13 í þeim minni. Hvar áttu þá hinir að vera, sem af gengu? Það bjargaðist, því þarna komu aðvífandi á jeppum sínum tveir af aðal- mönnunum í skíðaskólanum, þeir Valdimar Örnólfsson og Einar Eyfells. Þeir höfðu pláss og fréttamaður Tímans var svo heppinn að fá að sitja í hjá sjálfum iiðsforingjanum Valdi mari. Svo var lagt af stað, nokkru á eftir áætlun þó. en bað gerði ekkert til. Rúturnar fóru fyrstar og síðan Einar og eru úr sögunni í bráð. Valdimar þurfti sitt af hverju að snúast, en þegar komið var upp í Ártúnsbrekkuna, vand- aðist málið svolítið, því hinir bílstjórarnir höfðu flýtt sér svo mikið, að þeir höfðu gleymt að segja Valdimaíi, hvora leiðina ætti að fara austur fyrir fjall. Bílarnir sá- ust hvergi og eftir stutta könnunarferð um nágrennið, var ákveðið að fara aðra leið ina, en ekki hina og taka bara stefnu á tunglið, sem óð í skýjum. Þetta gekk ágætlega, 'tpngl- ið hélt síg alltaF*á sarná stað og ekkert bar til tíðinda þar til við náðum Einari hinum megin við Þingvallavatn. Þá var tunglið hætt að vaða í skýjurn, því orðið var heið skírt og tungl og stjörnur svo björt, að stöku manni datt í hug, að setja upp sólgleraugu. Ekið var áfram og eins og leið lá upp að Geysi, þar sem áð var stundarkorn og heilsað upp á hundana, því ekki var nokkra manneskju þar að sjá. Svo var haldið áfram og nú á undan rútunum og Einar var í fararbroddi. Nú var kom- ið upp úr allri byggð og lands lagið breyttist smátt og smátt og var ekki laust við að sums- staðar væri hálf draugalegt 1 tunglsljósinu. Áfram var haldið og vegur inn var stundum alls ekki eins og vegir eiga að vera og þáð næsta sem gerðist, var að Valdimar ók út af. að vísu af sérstökum ástæðum, til að forða frá óhappi. Svo iilla vildi til, að úr varð annað óhapp, þvi bíllinn lenti beint í vilpu og sat þar blýfastur og við sáum bara afturljósin á Gafl skíðaskálans og nýpurnar tvær. Einari hverfa út í buskann. Hvernig sem að var farið, vildi bíllinn ekki hreyfa sig og þá var ekki um annað að ræða en bíða eftir rútunum. Þær komu bráðlega og björg- uðu málunum, en á meðan fóru farþegar út og teygðu úr sér og góndu á tunglið. sem hló svo að aðförunum, að tvö- faldur rosabaugur myndaðist utan um það. Sumir settu upp spekingssvip og sögðu áð það Gengið á SnækolL vissi á stórtíðindi, aðrir að það vissi bara á frost, en flestir voru þeirrar skoðunar, að það vissi ekki á neitt. Svo ein faldaðist baugurinn og var horfinn, þegar bílarnir voru aftur lagðir af stað. Næst var ekið yfir Sandá og Grjótá, sem báðar voru vatnslitlar, en Valdimar sagði, að hann hefði séð bíla fljóta þarn-a að vor- lagi. En nú var haust og ekkert gerðist. Síðan var lagt í Kerlingarfjölium

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.