Tíminn - 18.10.1970, Page 6

Tíminn - 18.10.1970, Page 6
.8 TIMINN SUNNUDAGUR 18. október 1970 BARNATOIMOD^ Ritstjóri: Snjólaug Bragadóttir. „Heimski gamli karlinn" og ívar —Þarna kemur heimski, gamli karlinn aftur! kallaSi ívar og allir félagarnir hættu í tniSjum leik og störðu á Andrés gamia, sem staulaðist yfir götuna og studdi sig við stafinn sinn. — Sjáið, hvað hann gengur bjánalega- hélt ívar áfram. — Svona gengur hann. Og svo hermdi hann eftir Andrési og strákamir skeTlihlógu. Hann lét sem hann styddist við staf og haltraði svolítið, alveg eins og Andrés. — Hann er að fara á póst- húsið að sækja ellistyrkinn sinn- hrópaði ívar. — Flýtum okkur, svo við getum staðið við pósthúsið, þegar hann kem ur þangað. Það verður ekki fyrr en einhvern tíma á morg un, með þessu áframhaldi hjá toonum! Drengirnir hlupu á eftir ívari, sem var eins konar for- ingi þeirra. Hann var aðeins níu ára, en samt voru næstum allir í götunni dauðhræddir við hann. Enginn þorði að and- mæla honum, því það var hann, sem stjórnaði. Og svo var hann líka sterkur. Þegar Andrés gamli komst loksins að pósthúsinu, stóðu þar 8 eða 9 strákar ög horfðu frekjulega á hann. Andrés heilsaði þeim kurteislega. — Gott veður í dag, sagði hann. Eina svarið, sem hann fékk var Máturgusa. Andrés gaimli lét sem hann heyrði það ekki og þóttist ekki skilja, að þeir gerðu grín að honum. Hann héif áfram að brosa til þeirra og gekk inn á pósthúsið. — Þessi heimski, gamli karl vildi, að ég færi | sendiferð fyrir hann- sagði ívar, þegar hann var orðinn einn með fé- lögum sínum. — Hugsa sér, að hann skyldi halda, að ég færi að sendast fyrir hann. En sú heimska. Komið heldur upp á vöH. Við skulum koma i fót- bolta! Allir drengimir Mupu hlýðn ir á eftir ívari. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem þeir voru slæmir við Andrés gamla og mörgum þeirra fannst þetta rangt. En þeir þorðu bara ekki að segja neitt, því það var ívar, sem var foringinn og þess vegna réði hann. Ef hann endilega vildi stríða gamla manninum, þá var ekki um annað að ræða, en taka þátt í því. En einn daginn gerðist svo- lítið. Andrés gamli veiktist og var íluttur á sjúkrahús. —Veslingurinn, sagði mamma fvars. —Það er kann ske eins gott fyrir hann að vera á sjúkrahúsi, það hjálpar honum aldrei neinn hetma. Hann er aleinn í heiminum. Hugsa sér, hvað það hlýtur að vera hræðilegt, að vera einn og hafa engan til að hjálpa sér. Hún leit á ívar. — Hjálp- arlaus, tautaði hún. — Aleinn og hjálparlaus. __ Iss, hugsaði ívar. Mamma er heimsk líka, því hún skilur ekkert. Samt gat hann efcki hætt að hugsa um það, sem hún sagði. Hjálparlaus. .. Aleinn og hjálp arlaus. . . Orðin hringsnerust í kollinum á ívari. Þegar mamma bauð honuom góða nótt, var hún enn að hugsa um Andrés gamla. —Ég vona bara, að ég verði ekfki svona einmana og hjálpar laus, þegar ég verð gömul, sagði hún. — AHir verða ein- hvern tíma gamlir, ívar. Lika þú. En farðu nú að sofa, dreng urinn minn. ívar gat bara ekki sofnað. Hann hugsaði svo mikið um það, sem mamma hans sagði og um Andrés, sem var á sjúkrahúsinu, að seinast fannst honum hann vera orðinn gam- all sjálfur. Hann sá sjálfan sig fyrir sér, með hvítt skegg og staf og hann var að fara á pósthúsið og ssekja ellistyrfc- inn sinn. Svo var annar ívar, sem stóð við pósthúsið með stráfcahóp og gerði grin að honum.. . — Svona gengur hann. . . sagði foringi strákanna og haltraði og hann studdi sig við staf. — Og þessi gamli, heimski fvar, hélt, að ég vildi fara i sendiferð fyrir hann- Ha, ha, ha. „AHir verða einhvern tíma gamlir, ívar. Líka þú!“ Hugsa sér, ef enginn hjálip- ar mér, þegar ég verð garnall! Ef þeir bara hlægja að mér og gera grín að mér. Hann lá vakandi alla nóttina, hann sá svo eftir, að hafa verið svona vondur við Andrés gamla. Snemma um morguninn fór fvar á fætur og klæddi sig. Hann vax ákveðinn 1 að fara upp á sjúkrahús og' tala við Andrés gamla. Svo ætlaði hann að tala við strákana, fé- laga sína. Þeir myndu áreiðan lega Musta á hann. Skjaldbaka sem gæludýr Grísk landsfcjaldbaka er ró- legt og þolinmótt gæludýr. Hraust skjaldbaka hefur harð- an skjöld og skær augu. M'arg- ir meðhöndla skjaldbökuna sína ekki rétt og þá liður henni heldur ekki vel og er varla eigendum sínum til mik- illar áneæúi. Skjaiuoaiia þrífst bezt. þar sem nægilega heÞ' e. c. .....n finnst skemmti.t^.a aó haía hana lausa og leyfa henni að ganga um góífin. En þá er líka bezt að hún hafi sitt eig- ið skot í stofuhominu og þar verður að vera heitt. Bezt er að hengja lampa yfir skotið með 60 watta hitaperu í. Þá getur skjaldbakan labbað sig inn í hitann, þegar hana lang- ar til. Rétta fóðrið handa skjald- bökum er: Fíflablöðkur, litlir tómatar, epli, perui- og gulræt- ur. Stöfcu skjaldbökum finnst ánamaðkar sérlega góð fæða og sumar borða fint brytjað Vert er að muna, að sxjaldböfcur vilja heldur borða lítið, en hafa það gott. Alls ekki má gefa þeim of mifcið að borða. Þær þurfa að fá ferskt vatn í skál á hverjum degi. Skjaldbaka vill helzt baða sig á hverjum degi, þvj hún er þrifið dýr. Bezt er að nota lágt plastíiát fyrir baðker. Vatnið á að vera volgt, svona 24 stig. Skjaldbökur elska sól og sumar. Þá er gaman að geta búið til handa þeim lítinn af- girtan garð úti við. Þar þarf að vera bæði sól og skuggi. Svo getur skjaldbakan gengið um í garðinum sínum og notið góða veðursins, án þess að maður þurfi að óttast að hún týnist. Á vetrum vill skjaldbakan helzt liggja í dvala. en fyrst borðar hún vel. Þá fer bezt tnn hama í Htlum kassa, fóðruð um með hálmi og svo er öllu stungið inn í geymslu, en auð- vitað má ekki vera frost þar, þótt betra sé, að hafa talsvert kalt. Ekki má þó láta greyið afskiptalaust allan veturinn. Stundum fcemur fyrir, að skjald bökur hætta allt í einu við að liggja í dvala og fara á kreik. Þegar hún vaknar upp að vori, er hún nofcfcurn tfma að venj- ast lífinu aftur. Ef skialdbökunnar er vel gætt getur hún orðið gæludýr barnabarna þess, sem fyrstur signaðist hana. Vandamál Maður nokkur þurfti að flytja hrút, úlf og heypoka yf- ir á. En báturinn var svo lít- ill, að maðurinn gat ekki tek- ið með sér nema eitt af þessu í einu. En það var svo sem nógu erfitt, því hrúturinn myndi éta heyið og úlfurinn myndi éta hrútinn, ef það yrði skilið eftir saman. Manninum tókst þetta þó, en þá er spurn ingin, hvernig hann fór að því. uuTjnjq oas uneq rqqos uimioi öv .njja uuijnrq ipipis as 'uuijir. ijjos ‘uijÁ Jnjje nui -puq ijðui oas jpj uo ‘uueqod -Aaq i iQ3u So aqaq ip uueq jpj uegis uuyjnjq gðui bub ji já uuBq uðJ jsjAji :utusnBri A5 gera grín Strí'ðinn náungi fór einu sinrn sem oftar í strætó í bæinn. Þegar hann fór út úr vagnin- um, dró barm lifandi humar upp úr vasanum, rétti bílstjór- anum hann og sagði: — Þakfca fyrir aksturinn. Þú mátt eiga þennan fyrir. BHstjórinn varð undrandi, en tók við humarn- um og spurði, hvort hann mætti fara með hann heim í matinn. — Nei, vertu ekki að því, hann er búinn að borða í dag. Faröu heldur með hann í bíó. Hamn hefur svo gamam að kúreka- myndum. Magnús skrifstofustjóri var piparsveinn og alitaf óskaplega vel klæddur. Eitt sinn kom hann á skrifstofuna með spfunkunýjan hatt. Þá datt vinnufélögum hans í hng, að gera svolítið grín. Þeir söfnuðu saman fyrir alveg eins hatti, bara talsvert stærri, og settu hann á hilluna, en geymdu hinn. Um kvö.’dið gekk svo Magnús heim til sín með hattinn nifftar fyrir augu og eyru. Daginn eftir kom hann með battinn, sem var nú á slnum stað. Þegar vinnufélagamir at- huguðu hattinn, sáu þeir, að Magnús hafði fóðrað hattinn með dagblöðum. Þeir tóku blöð- Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.