Tíminn - 20.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.10.1970, Blaðsíða 3
Í»RH)JUDAGUR 20. október 1970. 3 TÍMINN Aðstöðumunur eða misrétti Njóta ekki allir í voru lýðfrjálsa landi þeinra hlunninda að mega ferðast með svonefndum almenn ingsfarartækjum? Efeki er kyn- þáttamisréttinu fyrir að fara, sem betur fer. Þeir, sem á annað borð komast í og úr strætisvagni. hljóta að vera nokkurn veginn færir allra sinna ferða — eða er ekki svo? Það skyldi maður ætla, en við nánari íhugun er reyndin önn ur. Við, sem vinnum í „Múla- lundi“ urðum harla fegin þeirri breytingu, sem gerð var á ferð um strætisvagnanna síðastliðið vor. Brá þá svo við, að vagn stanzaði svo að segja við dyrnar á vinnustað ofekar, þeim okkar, sem staulfær teljumst á stöfum eða hækjum, til mikils hagræðis. Gátum við nú hagnýtt okkur þessi almenningsfarartæki rétt eins og aðrir þegnar vel'ferðarþjóðfélags ins. En Adam var ekki l'engi í Paradís. Snemma í september var gert jarðrask mikið við „Múlann“ og er vögnum ekki lengur fært að stanza það nálægt Múlalundi, að verulega fatlað fólk geti gengið þann veg, sem eftir er á áfanga stað. Lagfæring á fyrrnefndu jarðraski er að sögn ekki á dag skrá í náinni framtíð. Þess má og geta, að einatt kostar það a. m.k. tuttugu mínútna bið að kom ast yfir Suðurlandsbrautina á þessum slóðum, þar =om umferð er jafnan mjög mikil, en hvorki umferðarljós né zebrabrautir gang andi vegfarendu-m til hagræðis. Þarna er brýnna úrhót ’ þörf Hið bráðasta. En svo að aftur sé hug að ,að farartækjum og umferðar mátá, þá vaknar sú spurniríg, hvort ekki væri unnt að flytja öryrkja að og frá vinnustað í sérstökum bíl, Tífct og starfsfólk frystihúsa o. fl. fjölmennra vinnustaða? í ræðu og riti er oft á það minnzt, að jafna þurfi svokallað an aðstöðumun ólíkra stétta eða fólks, sem býr við einangrun og erfitt náttúrufar. En meðan ör- yrkjar þurfa að kaupa sér bíl til að geta stundað þá vinnu, sem þeir méð erfiðismunun. inna af höndum, og verða þannig af all- verulegum hluta lágra launa, bá er anzi breitt bil milli þeirra og hinna heilbrigðu, sem auðveldlega komast allra sinna ferða. Þennan aðstöðumun þarf að jafna, og beinum við undirrituð þeirri ein dregnu áskorun til þeirra stjórn valda, sem þessum málum rá'ða, að svo verði gert. Kristín Þorkelsdóttir, Hvassaleiti 20, Reykjavík. Gunnar Sigtryggsson, _ Bjarni Bjarnason, Ásmundur Guðnason, Hirafnhildur Guðmunds dóttir, Ragnhildur Hallgrímsdótt ir, Björn Bergmann, Guðni Jóns son, Gunnleugur Bjarnason, Jó- Oddsson, Sigríður Jóhannesdóttiir. Margrét Sveinsdóttir,_ Jóhanna Kaldalón,s, Unna Ágústsdóttir, Ágústa Haraldsdóttir, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Ólafs- dóttir, Auðunn Gestsson, Ingi- björg Jónsdóttir, Axel Norðfjörð. Greihslur til lækna Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gaf hinn 10. þ.m. út svofellda reglugerð um greiðslu - sjúkratryggðra til samlagslækna. Reglugerð um greiðslur sjúkratryggða til samlags- lækna. 1. gr. — Samlagsmenn í sjúkrasamlögum skulu greiða samlagslækni sínum eða lækni, sem í stað hans kann að koma, samkvæmt samningum hlutað- eigandi samlags, kr 35.00 fyrir Framhald á þls. 11. Ný keöja: fyrir börn SB—Reykjavík, mánudag. 'i Fólk er nú líklega alveg hætt að skrifa keðjubréf og taka við peningum eða flösku af víni í staðinn. Nú eru börn- in hins vegar komin á stúfana og búin að mynda keðju, þar ■ sem bamabækur skipta um eigendur. 1 Þessi barnabóka-keðja er i ekki eins hraðfara og hinar ] fyrri. Þarna er aðeins efsta 1 manni listans send bók. Há- ■ marksbókafjöldi, sem hver þátt \ takandi á að geta fengið eru 1 64 bækur. Það er talsvert, því þetta er ekki kostnaðarsamt fyrir bömin, þau senda bara J görr’ bækurnar sínar, '■er' ' o ; . margbúin að lesa og , ff staðinn ■'ðrar, kannski gamlar líka, en þá kannski ekki lesið þær áður NÝ MANN- KYNSSAGA Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar hefur sent frá sér fyrsta bindi nýrrar mannkynssögu eftir Heimi Þorleifsson menntaskóla- kennara og Ólaf Hansson pró- fessor. Nefnist hún Mannkynssaga BSE og er 411 bTs. að stærð í stóru broti og ríkulega mynd- skreytt. í formála fyrir bókinni ke-mst Heimir Þorleifsson svo að orði: „Mörg undanfarin ár hefut verið | mikill skortur kennsíubóka swgr.1 í æðri skólum landsins og pær ' bækur, sem völ var á, verið 'iú, vandaðar að gerð, t. d. myndaTaus j ar. Enginn bókaflokkur er nú tii; um mannkynssögu handa æðri skólum." Er auðséð, að höfundarnir hafa gert sér far um að vekja t ramhaic* a il. síðu Heimilisvernd í Keflavík SB—Reykjavík, mánudag. Heimilisvernd, nefnist félags- skapur, sem stofnaður var í Kefla- vík í gær. Markmið Heimilisvernd ar er a'ð gæta hagsmuna heimil- anna á félagslegum grundvelli, til dæmis í efnahags-, félags-, lieil- brigðis- og skólamálum. Heimilis- vernd mun starfa í starfsliópum. Ætlun félagsskapar þessa, er efeki að skaða neinn, hvorki í félagslegu né fjárhagslegu tilliti, heldur að koma á betri hagræð- ingu heimilum til handa. Sam- þykkt var á stofnfundinum, að þátttakendur skipta sér í starfs- hópa til athu-gunar á vissum mál- um, sem síðar yrði reynt að finna '"bætur á. Allir, sem áhuga hafa heimilisvernd eru velkomnir pátttakendur og mun fyrsti starfs- hópur láta heyra frá sér bráðle.ga. Upplýsingar eru gefnar i síma 1525 alla daga milli kl. 6 og 9. Kórskóli safnaðanna settur Kórskóli safnaðanna verður sett- ur sunnudaginn 18. okt., kl. 16.00. Tilgangur skólans er að efla söug mennt meðal kirkjukóra Reykja- víkurprófastsdæmis. Skólinn er styrktur af söfnuðum prófastsdæm isins og embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Skólinn er frír og opinn öllum sem hafa áhuga og raddlega getu til kórsöngs. Eftirfarandi greinar verða feénVidár: Álméhn' ’söngfræði og sönglestur, kennari Sigurður Markússon. Raddþjálfun, kennari Elísabet Erlingsdóttir. Saga kirkju tónlistarinnar, fyrirlestrar með tóndæmum, kennari dr. Rót 1 A. öitósson. Kennsla fer fram á föstu dagskvöldum og laugardagseftir- miðdögum Nánari upplýsingar í sínia 84044 og 32412. NY SAMKEPPNI! HANDAVINNA HEIMILANNA HUGMYNDABANRINN Hugmyndabankinr, efnlr á ný til samkeppni um beztu tillögur aS, ýmsum handunnum vörum úr islenzku ullarbandi og lopa frá Gefjun og að margs konar föndurvörum úr fslenzkum loðgærum frá Iðunni á Akureyrt. Verðlaun eru því veitt I tveim flokkum: 1. Prjónles og hekl 2. Skinnavörur hverskonar úr langhærðum eða klippfum loðgærum. 1. verðlaun í nvorr' grein eru 15 þúsund krónur. 2. verðlaun kr 10 þúsund. 3. verðlaun kr 5 þúsund. Fimm aukaverðlaur kr 1.000,00 I hvorri grein. Allt efni til keppnlnnar: garn. lopi og skinn margskonar, fæst i Gefjun Austurstræti er þa» liggia einnig frammi nánari upplýsingar um keppnina, matsreglui dómnefndai o.fl., sem einnig er póstlagt eftir beiðni. Verðlaunamunir og vinnulýsingar verða eign Hugmyndabankans til afnota endurgjaldsiaust, ert vmna og efni verður greitt sérstaklega eftlr mati dómnefndar ÁskiMnn er réttur til sýningar á öllum keppnlsmunum í 3 mánuði eftir að úrslit eru birt. Keppnismuni skal senóa með vlnnulýslngu ttl Hugmyndabankans Gefjun, Austurstrætl merkta númerl, en nafn höfundar með sama númerl skal fylgja í lokuðu umslagl. Skilafrestur er ti! 10 desember n. k. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands, Myndlistar- og handíðaskóla Islandr og Hugmyndabankanum. . Liggið ekkl á llðl vkkar Leggið i Hugmyndabankann. GEFJUN AUSTURSTRÆTI 123%—250% — og „dómur sögunnar" f ræðu sinni á flokksþingi Llþýðuflokksins sagði Gylfi Þ. Gíslason, formaður flokksins, að hann væri „ekki í nokkrum vafa um, að dómur sögunnar verður sá, að stefna sú, sem fylgt hefur verið í efnahags- málum á liðnum áratug er rétt ari og betri en sú stefna, sem fylgt hafði verið í aðalatriðum þrjá áratugina á undan.“ í upphafi stjórnarsamstarfs- ins við Sjálfstæðisflokkinn var það stefnuskráratri'ði stjórnar- innar númer eitt, að stöðva verðbóiguna. Stjórnarherrarn- ir sögðu: Ef ekki tekst að stöðva verðbólguna er allt ann- að unnið fyrir gýg. Á síðasta áratug undir stjórn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæ'ðisflokks- ins óx verðbólgan um 250%. Næsta áratug þar á undan, þeg- ar efnahagsstjórnin var miklu verri að dómi Gylfa, óx verð- bólgan þó ekkí nema um 123%. Verðbóiguvöxturinn á síðasta áratugnum hefur því verið meira en tvisvar sinnum meiri en á áratugnum þar á undan. Enginn vafi er á þvi, að dómur sögunnar verður sá, að ekkert hafi leikið efnahags- og at- vinnulíf íslendinga verr á und- anförnum áratugum, en verð- bólgan. En rétt er að taka fram þessu sambandi, a@ Gylfi Þ. Gíslason var á fyrri áratugn- um einn harðasti andstæðingur þeirra aðferða í efnahagsmál- um, sem hann framkvæmdi á síðari áratugnum og hann kall aði áður íhaldsúrræði í efna- hagsmálum. V Hvernig menn halda vöku slnni Um stöðu Alþýðuflokksins nú sagði Gylfi m.a.: „Nauðsynlegt er (samt) að gera sér grein fyrir því, að at- vinnu'eysið og efnahagserfið- leikarnir á árunum 1967 og 1968 geta hafa haft skaðvæn- leg álirif á fylgi Alþýðuflokks- ins og að nú er kominn til skjalanna fimmti stjórnmála- flokkurinn, sem tekur sér stöðu mjög nálægt Alþýðu- flokknum á stjórnmálasviðinu og höfðar til manna, sem styðj^ Alþýðuflokkinn eða ættu að geta stutt hann. Af þessum ástæðum verður Al- þýðuflokkurinn sannarlega að hald vök sinni.“ Þa'ii gerii flokkurinn svo incð >iví að álykta um nauð- syn þess að vinstri menn verði að standa saman því að „með því einu móti geta þeir unnið málstað jafnaðarstefnunnar á íslandi og íslenkum launþeg- um það gagn sem til þess dug- ar að íslenzk> þjóðfélag mótist í æ ríkara mæli af þeim hug- sjónum, sen’ eru kjarni jafnað- arstefnunnar “ Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn nú hefja við ræðu - 'úð Aiþýðubandalagið og Hannibalista um slíka sam- stöðu Un> þetta er út af fyrir sig ekki nema gott eitt að segja. e einlægur hugur fylgdi máli. pað getur nefnilega ver- ið, aH baí standi í einhverjum að trúa því! Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.