Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 3
FÖSTUDACT5R 23. október 1970. TIMINN 15 MNGFRÉmR Frumvarp Einars Ágústssonar og Björns Fr. Björnssonar Sjúkrahúsi og sjúkradeildum komið upp sem fyrst fyrir drykkjusjúklinga Vh % af ágóða ÁTVR fari í gæzluvistarsjóð EB—Reykjavík. Einar Ágústsson mælti í gær í efri deild fyrir frumvarpi til laga, er hann flytur ásamt Bimi Fr. Björnssyni, um breytingu á lögum nr. 39 frá 1964, um meSferð ölv- áði’a manna og drykkjusjúklinga. — Lagt cr til í frumvarpinu, að af ágóða Áfengis- og tóbaksverzl- unar ríkisins skuli greiða ár hvert 2]/í>% í sérstakan sjóð, gæzluvist- arsjóð. Sjóðurinn hafi það hlutv. að standa nndir kostnaði af fram- kvæmdum laga þessara og þá fyrst og fremst að auka og reisa sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir drykkjusjúklinga, og bera þann aukakostnað sem af starfsemi þeirra leiðir. f greinargei'ð með frumvarpinu kemur fram, að vaxandi verðbólga gerir gæzluvistarsjóði ókleift að valda þeim verkefnum, scm hon- um er fengin, ef ekkert er gert til þess að afla honum aukinna tekna- Nú sé svo komið, að langmestur hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins gangi til að standa straum af rekstri drykkjumannaheimilisins að Akurhóli á Rangárvöllum. Af- leiðingin sé sú, að ekkert fjármagn sé aflögu til að sinna þeim höfuð- viðfangsefnum, sem sjóðnum voru ætluð í upphafi, svo sem þeim a@ reisa sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir drykkjusjúklinga og bera þann aukakostnað, sem af starf- semi þeirra leiðir. Samhljóða frumvarp var flutt á Alþingi 1968, en náði þá ekki fram að ganga. — í heild er greinar- gerð frumvarpsins svohljóðandi: Tæpt 1% til sjóSsins, af tekjum ÁTVR 1969 „Með lögum frá 19. maí 1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, var gæzsluvistar- sjóði ákveðið árlegt framlag, 7'/2 millj. kr. af tekjum Áfengisverzl- ’^nar ríkisins af áfengissölu. Þegar þessi ákvæði voru lögleidd, nam framlagiC um það bil 2.3% af gjaldstofninum. Sjóðurinn fær enn 71/2 millj. kr. á ári, þótt tekjur Áfengisverzlunarinnar hafi hækk- að úr 320 millj. kr. í 730 millj. kr. á síðasta ári. Framlag til sjóðsins 1969 var aðeins tæpt 1% af tekj- um Áfengisverzlunarinnar það ár EFLUM OKKAR HEIMABYGGÐ ★ SKIPTUM VIÐ SPARISJÓÐINN SAMBAND ÍSL. SPARISJÓÐA Einar Björn fyrir selt áfengi. Þá hefðu 2.3%, sem Áfengisverzlunin lagði fram 1964, gert 16.8 millj. kr. til gæzlu- vistarsjóðs. Efni frunavarps þessa er að breyta ákvæðum laganna í það horf, að framlag til gæzluvistar- sjóðs verði eftirleiðis ákveðinn hundraðshluti af tekjum Áfengis- verzlunarinnar. Miðað við áfengis- sölu á s.l. ári mundu hafa runnið til sjóðsins um 18.2 millj. kr., ef ákvæði þessa frumvarps hefðu þá gilt. Ekkert fjármagn aflögu til höfuðviðfangsefnanna Augljóst er, að vaxandi verð- bólga gerir gæzluvistarsjóði ókleift að valda þeim verkefnum, sem honum eru fengin, ef ekkert verður gert til að afla honum auk inna tekna. Nú er svo komið, að langmestur hluti af ráðstöfunar- fé sjóðsins gengur til að standa straum af rekstri drykkjumanna- heimilisins að Akurhóli á Rangár- völlum. Afleiðingin er sú, að ekkert fjár magn er aflögu til að sinna þeim höfuðviðfangsefnum, sem sjóðn- um voru ætluð í upphafi, svo sem þeim að reisa sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir drykkjusjúkl- inga, sbr. 4. gr. laganna, og bera þann aukakostnað, sem af starf- semi þeirra leiðir, sbr. 9. gr. Ekki þarf löngu máli að eyða til rökstuðnings því, hversu mik- ilvægt það er, að þeir sjúklingar, sem hér um ræðir, geti fengið beztu aðhlynningu, sem völ er á, og eru þjóðfélagsverðmætin ómæld, sem hér eru 1 húfi, auk þess sem þau mannlegu bágindi, .fflfÉ ffl ’l í l m ö 1'3j 31. ' fl S VÉLSMKOI Tökum að okkur alls konar RENNISMfÐI, FRÆSIVINNU og ýmiss konar viðgerðir. VélaverkstæSi Páls Helgasonar Síðuniúla 1A. Síml 38860. sem hugsanlega er unnt að af- stýra, verða ekki tölum talin. Framlag til gæzluvistar- sjóðsins verði tvöfaldað á næsta ári Nýlega hefur borgarstjórn Reykjavíkur sent Alþingi bréf (dagbók 70 nr. 49), þar sem greint er frá ályktun, er þar var gerð hinn 17. f.m., þar sem sam- þykkt var að beina þeirri ein- dregnu áskorun til Alþingis ag ríkisstjórnar, að framlag til gæzluvistarsjóðs verði tvöfaldað á næsta ári, þannig að unnt verði þegar að hefja undirbúning að stofnun lokaðs hælis fyrir áfengis- sjúklinga. Jafnframt er í bréfinu frá því skýrt, að tillagan hafi ver- ið samþykkt með lö samhljóða atkvæðum. Það er vel, að almennur áhugi virðist vaknaður til úrbóta á um- ræddu þjóðfélagsmeini, sem áreið anlega er víðar fyrir hendi en í Reykjavík. Það er skoðun flutningsmanna, að réttara sé og meira til frambúð ar að ákveða framlag til sjóðsins hundraðshluta af tekjustofninum fremur en ákveðna fjárhæð, sem hætt er við að rýrni í verði, eítir því sem árin líða, svo sem reynsla hefar verið á undanförnum verð- bólguárum. Því er enn lagt til, að framlag- ið verði ákveðið 2y2% þrátt fyrir þá samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur, sem áður var um getið.“ Einar Ágústsson (F) sagði, er hann mælti fyrir framvarpinu, að nauðsyn bæri til nú þegar, að tryggja gæzluvistarsjóði það ríf- lega fjárveitingu, að hægt yrði að reisa sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir drykkjusjúklinga, er átti að reisa samkvæmt lögunum frá 1964. Ennfrernur lagði Einar áherzlu á að láta gæzluvistarsjóði í té fastar árlegar tekjur. Á ÞINGPALLI f gær var til uimræðu í ncðri deild Alþingis frumvarp til laga um stöðvun verkfalls stýrimanna, vélstjóra, loft- skeytamanna og bryta á ís- lenzkum farskipum. — Ing- ólfur Jónsson, samgöngu- málaráðhcrra fylgdi frum- varpinu úr hlaði og lagði á- herzlu á nauðsyn þess, að bráðabirgðalögin voru sett í sumar, til að afstýra verk- falli yfirmanna á farskipum. Þórarinn Þórarinsson sagði, að bráðabirgðalög sem þessi væru mjög óæskileg. Stjórnvöldin ættu ekki að grípa tii slíkra ráðstafana, nema brýna nauðsyn bæri til og hagsmimir þjóðarinnar væru í voða. Heldur ættu samningsiunleitanir stjóm- valda að vera miklu víðtæk- ari en raun væri á. Það væri nauðsyn á að styrkja sáttaleiðina og minntist Þór- arinn í því sambandi á það, að aðilar vinnumarkaðarins kæmu upp sínum eigin hag- stofnunum, er söfnuðu upp- lýsingum um ástandið á vinnumarkaðinum og að komið skyldi á stöðugri samvinnu milli atvinnurek- enda og launamanna og af- stýrt á þann hátt verkföll- um. Ennfremur kvöddu sér hljóðs um þetta mál Magnús Kjartansson og Hannibal Valdimarsson. — Nánar verð ur skýrt frá umræðum um málið í blaðinu síðar. ★ í efri deiid Aiþingis var í dag til umræðu frumvarp til laga um lífeyrissjóð bænda. Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, mælti fyrir frum- varpinu. Auk hans kvaddi Ásgeir Bjarnason sér hljóðs um fruimvarpið. Áleit hann þörf ýmissa lagfæringa í þessu frumvarpi ríkisstjórn- arinnar. ic í neðri deild Alþingis var í gær til umræðu frumvarp um virkjun Lagarfoss á Fljótsdalshéraði.Jóhann Haf- stein fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs um frum- varpið og áleit, að nauðsyn væri á því, að þetta mikils- verða hagsmunamál Aust- firðinga kæmist sem fyrst til framkvæmda. Löggjöf undirbúin um starf- semi Sinf óníuhljómsveitarinnar EB—Reykjavík, Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um Sinfóníúhljómsveit íslands. — Tillagan er þess efnis, að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa löggjöf um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem m. a. tryggi lienni öruggan fjár hagsgrundvöli og kveði á um hiiómleikafcrðir hennar um land- ið. Stefnt skuli að því, að frum- varp um þetta efni verði lagt fyrir næsta þing. — í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn: Sinfóníuhljómsveit íslands er tuttugu áira gömul. Hún var stofn uð af fjórum aðilum, þ. e. ríkinu, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpinu og Þjóðleikhúsinu, og starfaði um 10 ára skeið sem sjálfstætt fyrir tæki undir stjórn sérstaks hljóm listarráðs, sem framangreindir að- ilar munu hafa kosið. Árið 1961 var stjórn hennaæ og rekstur falin Ríkisútvarpinu, en sömu aðilar hafa haldið áfram að skipta á milli sín kostnaði við rekstur henn ar. Skiptingin milli þessara að- ila mun nú vera þessi: Ríkið 36.6%, Reykjavíknrborg 21.4%, Þjóðleikhúsið 14% og Rikisútvarp- ið 28%. Enginn skriflegur, bind- andi samningur mun vera til um þessa skiptingu, og getur því hver aðilinn um sig dregi® sig ttt baka. þegar honum þóknast. Óhætt er því að segja, að Sinfóníuhljóm- sveitin byggi á ótraustam fjárhags legum grundvelli. Hún er orðia alldýrt fyrirtæki, og mun senni- lega ekki fjarri lagi, að reikstrar- kostnaður hennar á þessu ári verði 25—26 millj. kr. Á næsta ári mun hann verða mokkrum millj. króna meiri sökam almennrar launa- hækkunar. Það er vitanlega fjarri öllu lagi, að slík menningarstofnun sem Sin- fóníuhljómsveitin hvíli á svo ótraustum grunni og engin lög séu til um starfsemi hennar. Þá er mikilsvert að tryggja það, að fleiri landsmenn geti notið hljómleika hennar en þeir. sem búa í þétt- býlinu við Faxaflóa. Af þessum ástæðum er framangreind tillaga . flutt. B Ý Ð U R Y Ð U R Ó D Ý R A GISTINGU í 1. FL. HERBERGJUM * Morgunverður framreiddur * V E L K O M I N Skipholti 21 . Sími 26820 í HÓTEL NES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.