Tíminn - 13.11.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.11.1970, Blaðsíða 1
-Bi* Kynþáttadeílur um forn- markstiraöa menningu afrískra negra í Svíþjóð Bílstjórar í Svíþjóð virða reglur um hámarkshraða á veg- um að vettugi. Þannig hefur komið í ljós, að einungis ti- undi hver bOstjóri virðir 50 kílómetra hámarkshraða. Sænska ríkislögroglan hei- ur nýlega lokið rannsókn, sem hún hefur framkvæmt og not- að til þess kvikmyndavélar. Hefur hún kvikmyndað umferð- ina á mörgum stöðum og mælt hraða bifreiðanna. Bílstjórarn- ir hafa að sjálfsögðu ekki haft nokkra hugmynd um að þeir væru kvikmyndaðir. Rannsóknin leiddi í ljós, að stundum eru það ekki einu sinni 10% bílstjóranna sem virða 50 kílómetra hámarks- hraðann. Mældur var hraði 2091 bíls og af þeim voru að- eins 178 bílar á réttum hraða. Af þeim 1913 bílum, sem óku of hratt, voru tæplega þriðj- ungur á hraðabilinu 50/60 kílómetrar á fclukkustund, en nm 500 fóru yfir 70 kílómetra Og um 100 voæu á 80/90 kíló- metra hraða á fclufckustund. 12 bílstjórar óku náfcvaem- lega helmingi hraðar en leyfi- legt var, og einn bíll fór á 110 kílómetra hraða. Nú er það ekki aðeins, að þarna hafi verið 50 kílómetra hámarkshnaði á fclufckustund, heidur gildir sú regla í Sví- þjóð, að hvergi má fara yfir 90 kílómetra hraða á Klufcku- stund. Samt sem áður fóru 10% bílstjóranna hraðar en jafnvel þetta hámark ieyfir. Rannsóknir þær, sem hér að ofan greinir, fóru fram í höf- uðborginni, StO'kkhólmi. En ástandið úti um landsbyggð- ina virðist engu betra. Þannig sýnir rannsókn lög- reglunnar á Skáni, að þar fara bílstjórar engu betur eftir regium um hámarkshraða, sem kveða á um 70 kílómetra hraða á klufckustund. Og bíl- stjórarnir hægja ekkert á bíl- um sínum þótt þeir aki fram hjá skiltum, þar sem hámarks- hraðinn er tilkynntur, eða fram hjá aðvörunarskiltum t.d. við skóla. — E.J. í næstu viku fer Miss World fegurðarsamkeppnin fram í London, en þetta er árleg samkeppni og meðal þeirra þekktustu sem fram fara. Myndin hér að ofan er af þremur þátttakendum í þessari samkeppni, og eru þær f.v. Anna Seheving 'Hansdóttir, frá íslandi, Jung Hee Lee, frá Kóreu, og Hisayo Nakamura frá Japan. Stúlkurnar voru að skoða sig um í brezku höfuðborginni þegar myndin var tekin. (UPI) _______________________________________________________________________________________________________ Áhrif afnáms laga um birtingu á kynferðislýsingum: Kynferðisglæpum fækkar Fyrir liggur nú skýrsla um nið- urstöður rannsókna, sem gerðar voru til að kanna hvaða áhrif af- nám laga um birtingu á kynferð- islýsingum í máli og myndum hefði í Danmörku. Segir í Dagens Nyheter að nokkur atriði í skýrsl- unni séu sériega athyglisverð. Rannsókninni stjórnað- danski íl- fræðingurinn Berl Kotschinsky, sem starfar við Kaupmannahafn- arháskóla. Voru athuganirnar gcrð ar að tilhlutan bandarískrar bing. nefndar, sem hefur með það vandamál að gera hvort afnema skuli samsvarandi lög í Bandaríki unum. Það voru einkum tvö atriði sem rannsóknin beindist að í sambandi við lögin um ótakmarkað frjáls- ræði, hvað snertir birtingu á lýs- ingum á kynlífi og kynfærum, en rúmt ár er nú síðan Danir afnámu allt eftirlit í þessum efnum. í fyrsta lagi: Hvernig tekur fólkið þessu írjálsræði? Og í öðru lagi: Ilvaða áhrif hefur þetta frjálsræði í birtingu kynlífslýsingar á kyn- ferðisglæpi? Svarið við fyrri spurningunni er, að yfirleitt sóu Danir samþykk- ir afnámi laganna um takmörkun á birtingu kynlífslýsinga. Aðeins 17—18 af hundraði þjóðarinnar eru á móti ótakmörkuðu frelsi um birtingu á títtnefndu efni. Athyglisverðasta niðurstaða rann sóknarinnar er að kynferðisglæp- um hefur fækkað verulega, síðan Framhald á bls. 18. Þegar útrýmingarbarátta Hiti- ers stóð sem hæst, var hann minntur á, að Albert Einsteiu, upphafsmaður afstæðiskenningar- innar, væri Gyðingur. Hitler svar- aði því til að Einstein hefði efcki verið upphafsmaður kenuingarinn ar, heldur hefði stolið henni úr blöðum látins vísindamanns. Þessi afstaða er táknræn fyrir þá, sem eru svo ofsafengnir í kynþátta- skoðun sinni, að þeir geta ómögu lega fengizt til að trúa, að „óæ@ri“ þjóðflokkur geti unnið nokkur afrek. Sé þetta haft í huga, er ekki merkilegt, að nú hefur komið upp stríð meðal visinda- og stjórnmálamanna, vegna árangurs fornleifarannsófcna og þjóðfræði- legra rannsókna á afrískri list. Um marga mannsaldra hafa Af- rífcubúar verið taldir standa öðr- um þjóðum lægra og er það líka talin ástæða þess, að þeir hafa enga listamannahæfileika. Evrópskir ldstsérfræðingar urðu þess vegna afar undrandi, þegar Bretar, eftir að þeir höfðu ráðizí inn í konungsríkið Benin í Mið- vestur Nígeríu, fundu bronze gríit: ur, fílabeinsmyndir og tréskurðafi myndir, sem báru vott um háþró aða list og flóknar aðferðir. Evrópsku sérfræðingamir, seiL héldu því fram, að afrískir hefðu alls enga Jistamannahæfileika, álitu, að þessir hlutir væru komniir frá Portúgölum, sem komið höfðu upp nýlendum meðfram strönd- inni á 15. öld, en þó voru nokkrir, sem ekki vildu slá því föstu. Stríðið milli sérfræðinganna hélt áfram, þar til fyrir fáum ár- um, þegar William Flagg, sem fyrrum var fomfræðiprófessor við Gambridge, sló því föstu, að þessi afrísku listaverk væra mun eldri en jiortúgölsku nýlendurnar. Agreiningurinn um Benin-lista- verkin er þó aðeins smávægilegur í samanburði við öllu háværari deilur, sem nálguðust það að vera stjórnmálastyrjöld og stóðu um eitt mesta ferðamannaundur í Rhódesíu — Zimbabwe-rústirnar við Fort Victoria. Vegna þeirra hafa margir merkir fornleifafræð- ingar sagt upp stöðum sínum, meðal annarra þeir Peter Garilafce og Roger Summers, sem störfuðu fyrir þjóðeninjasafn Rhódesíu. Gar lake segir ítarlegar rannsóknir leiSa í ljós, að rústirnar séu up.phaflega byggðar af vel skipulögðum inn- fæddum þjóðflokki, en hvítir í Rhódesíu hafa opinberlega lýst því yfir, að Afríkumenn sjálfir séu alls ekki færir um að byggja svona merkilega hluti. Hvítir vilja fremur trúa því, sem rómantískir rithöfundar hafa komið á breik, að Zimbabwe hafi verið byggt af Aröbum eða Pöníkum, se,m réðust inn í landið fyrir hundruðum ára. Deilurnar náðu nýlega hámarki, þegar hægra-blað básúnaði það, að í ferðamannabæklingum þeim, sem gefnir em út í Rhó- desíu, sé haldið fram staðlausum fullyrðingum um, að Rhódesía hafi fyrr á öldum verið miðstöð háþró- aðrar svertingjamenningar. — Ef þetta væri rétt, ættu svart ir í rauninni að fara með öll völd Framhald á bls. 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.