Tíminn - 27.11.1970, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. nóvember 1970
TÍMINN
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Kramkvæmdastjóri: Kristjáin Benediktsson. Ritstjórar: Þórariran
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastj óri: Steingrímur Gíslason. Kitstjómar-
•krtfstofur 1 Edduhúsinu, stmar 18300 —18306. Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi: 19523.
Aðrar sikrifstofur simd 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mánuði,
innanlands — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf.
Hækkun á vöxtum
iðnlánasjóðs
Nokkrar umræður hafa orðið á Alþingi vegna þeirrar
ákvörðunar stjómar Iðnlánasjóðs að hækka vexti á lán-
um sjóðsins í 9% úr 8 Hækkun þessi er byggð á
því, að sjóðurinn hefur fengið lán úr hinum norræna
Iðnþróimarsjóði, sem stofnaður var við inngöngu í Efta,
með vaxtalausu framlagi hinna Norðurlandanna. Iðn-
þróunarsjóður endurlánar þessi vaxtalausu framlög með
allháum vöxtum og gengistryggingu, og hefur afleiðing
þess orðið sú, að Iðnlánasjóður hefur talið nauðsynlegt
að hækka útlánsvexti sína eins og áður segir. Þeir eru
nú 9%, en hjá stofnlánasjóðum sjávarútvegs og landbún-
aðar era þeir 6^%.
Þegar gengið var í Efta, var það fyrirheit gefið af
hálfu ríkisstjómarinnar, að unnið skyldi að bættum lána-
kjörum iðnaðarins. Með framlögum þeim, sem hafa feng-
izt í norræna Iðnþróunarsjóðinn, hefur fengizt nofckuð
aukið fjármagn til stofnlána, én vaxtakjör hafa hins
vegar versnað vegna þess, a.m.k. hjá Iðnlánasjóði. Þar
er um alvarlega öfugþróun að ræða, þar sem vextir fara
nú heldur lækkandi erlendis. Auðvelt ætti lika að vera
að kippa þessu í lag, þar sem Iðnþróunarsjóður þarf ekki
að gera hvort tveggja, að krefjast hárra vaxta og gengis-
tryggingar.
Þáttaka íslands í Efta útheimtir það, að iðnaðurinn hér
búi ekki við lakari kjör í lánamálum en iðnaður hinna
Efta-landanna. Annars skapast hættulegur aðstöðumun-
or. Þess vegna verður að endurskoða þessi mál að nýju
og haga svo starfsemi Iðnþróunarsjóðs, að íslenzkur iðn-
aður búi ekki við lakari stofnlánakjör en keppinautarnir
í Efta-löndunum. Þess vegna hefur verið lagt til af hálfu
Framsóknarmanna á Alþingi, að ítarlegur samanburður
verði gerður í þejssum efnum og breytingar gerðar á
lánakjörum iðnaðarins í samræmi við niðurstöður slíks
samanburðar.
Það er eitt af frumskilyrðum þess, að iðnaðurinn geti
staðizt þá auknu samkeppni, sem af Efta-aðildinni hlýzt.
Höft Seölabankans
Þótt loforð ríkisstjórnarinnar um bætt lánakjör iðn-
aðinum til handa, hafi ekki tekizt betur en svo á sviði
stofnlánanna, að útlánsvextir hafa hækkað, hefur enn
verr tekizt til á sviði rekstrarlánanna. Fjármagn til
stofnlána hefur þó aukizt með tilkomu Iðnþróunarsjóðs-
ins. Hins vegar hefur það fjármagn, sem iðnaðurinn fær
til rekstrarlána, lítið eða ekkert aukizt, þrátt fyrir mikl-
ar kauphækkanir og aukinn rekstrarkostnað af völdum
þeirra. Staða iðnaðarins í þessum efnum er þvi verri
nú en fyrir kvi, þegar ákvörðun var tekin um Efta-
aðildina.
Þessi öfugþróun rekur að mestu leyti rætur til þess,
að Seðlabankinn hefur lagt stranglega fyrir viðskipta-
bankana að auka sem allra minnst útlán, þrátt fyrir
aukna rekstrarlánaþörf atvinnuveganna af völdum kaup-
hækkana. Þetta hefur mjög bitnað á iðnaðinum.
Framsóknarmenn hafa nú lagt fram á Alþingi tillögu
um að iðnfyrirtækjum verði tryggt visst lágmark rekstr-
arlána. Afstaðan til þess máls mun sýna, hve alvarlega
ríkisstjómin metur þau loforð, sem iðnaðinum voru gef-
in, þegar gengið var í Efta. Þ.Þ.
LEV BERNSTEIN, yfirverkfræðingur:
Fyrsta sjávarfallavirkjunin í
Sovétríkjunum gefur góða raun
Hún er noroan við heimskautsbaug og framleiðir 400 kw.
í rúmt ár hefur nú starf-
a® fyrsta sjávarfallavirkjun-
in í Sovétríkjunum — Kís-
logubskaja. Hún er ekki afl
mikil ennþá — framleiðir
aðeins 400 kw. Þetta er til-
raunastöð, nokkurs konar
rannsóknarstöð, þar sem
rannsóknir eru gerðar á
mögulegri hagnýtingu orku
sjávarfalla.
f eftirfarandi grein segir
aðalverkfræðingur stöðvar
innar, Lev Bernjstein, frá
byggingu stöðvarinnar og
rannsóknum, sem þar ern
framkvæmdar.
SNEMMA á september-
morgni er Kislajaflói heillandi
sjón. Ég hef klifrað upp háan
klett á austarströnd hans og
séð hvernig sólin birtist smám
saman upp yfir dimmum fjöll-
um og lýsir upp Ijósrauðan
þokuslæðinginn yfir firtSinum.
Það er engu líkara en töfra-
teppi hafi verið svipt af hon-
um.
Þannig sá óg fjarðarmynnið
fyrst fyrir 32 árum og hugs-
aði: „Héma við klettana, þat
sem flóðið streymir inn í fjörð-
inn um mjótt sund, þarf að
byggja rafstöð, sem knúin
væri sjávarföllum." Og nú
stendur raforkuverið héma.
Og héðan liggja línumar,
sem flytja orku hafsins, sem
breytt hefur verið í rafmagn
tO rafmagnskerfis Kolsa-
skagans.
M. Zarhikí .stöðvarstjóri raf-
magnsveita Kolsaskaga segir í
gamni: „Þetta er fjórtánda raf
orfciverið oldkar og það eina, í
öllu kerfinu, sem alltaf hefur
nóg vatn“.
Já, Kíslogubskaja raforku-
verið með sinum 400 kw.
sendir aðeins smásprænu í hinn
mikla orkustraum sem raforku
verin á Kolsaskaga framleiða
sameiginlega. Ea orka þess er
alltaf trygg án tillits til árferð-
is og árstima og hægt er að
reikna hana út með stjarn-
fræðilegri náíkvæmni hvenær
sem er.
En leiði maður hugann að
því, að í Mezenskí-flóa er tiu
metra munur á flóði og fjöru
og að þar mætti vinna 30
milljarða kw.stunda af raf-
orku, verður mikilvægi þessar-
ar aðferðar greinilegt og áhrif
hennar á orkaveitur í norð-
vesturhluta landsins og um mið
bik þess.
SVONA ER ÞETTA. En
Frakkar, sem sönnuðu mögu-
leikana á skymsamlegri hagnýt
ingu sjávarfalla til raforku-
framleiðslu með byggingu
sjávarfallavirkjunar árið 1967,
gengu í raun og veru frá vanda
málinu. Ástæðan var aðeins
ein — þetta var of dýrt.
En við fórum aðra leið. Með
tilraunum ofckar sönnuðum við,
að með því að byggja stóra
sjávarfallavirkjun, eins og t.d.
Mezenskí í hlutum í iðnaðar-
héraði á ströndinni og koma
henni síðan tilbúinni fyrir við
klettana á strönd Hvítahafsins
er hægt að gera byggingu
sjávarfallastöðva tniklu ódýrari
en ella. Með þessu móti verður
kostnaður við byggingu þeirra
sambærilegur við byggingu
vatnsaflsstöðva í ám. Þannig
vísaði hin litla Kíslogubskaja
stöð okkar aftur á nýja mögu-
leika.
FYRIR tveim árum, eða
hinn 24. ágúst 1968 kvað við
mikið lófatak á alþjóðaþingi
um orkumál, sem haldið var í
Moskvu, þegar við vorum að
skýra frá byggingu stöðvarinn-
ar og á stóru tjaldi birtist
mynd af hinum fljótandi meg-
inhluta Kíslogubskaja virkjun-
arinnar, þar sem hann stóð til-
búinn til flutnings í þurrkvi. Og
fjórum dögum síðar var hann
dreginm á ákvörðunarstað í
mynni Kíslajaflóa.
Þar var honum komið íyrlr
á grunni sem gerður hafði ver-
ið neðansjávar.
Síðan eru liðin tvö ár og ná-
kvætnar mælingar, sem sér-
fræðingar Lengidroproekt hafa
gert, sýna að frávik frá upp-
haflega áætlaðri stöðu hans er
aðeins 16 anm.
SÉRFRÆÐINGAR hafa tek-
ið tugi og hundruð sýna úr
járnbentri steinsteypunni og
eftir nákvæmar rannsóknir
hafa þeir komizt að niður-
stöðu: Styrkur steypunnar er
600 til 700 kg . á fersenti-
metra, en það er 150 prósent
meira en áætlað hafði verið.
Og með þessum styik er lang-
lífi steypunnar í sjónum ófyrir-
sjáanlegt.
Upp á síðkastið fara líka aðr
ar rannsóknir fram við Kís-
logubskaja virkjunina. Fratnmi
fyrir túrbínunni er komið fyr-
ir þrjátíu vatnsihraðamælum.
Þessir mælar eru árangur af
margra ára starfi. Venjulegir
hafstraumamælingar geta ekki
mælt jafn mikinn hraða og
verður á vatninu í túrbínugöng
unum, en þetta eru straummæl
Fratnhald á bls. 11.
. - ' -f,
■ Síí ■
Sjávarfallavirkjunin í Kislajaflóa á Kolaskaga,