Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN SUNNUDAGUR 20. desember 1970 Látlh ekki happ úr headi sleppa Gerið kaupin meban verðih er hagstætt Sturtuvagnar 4V2 tonn aS burð- arþoli, til tengingar við dráttar- vélar. Ótrúlega hagkvæm vinnu- tæki. Dráttarkrókar fyrir MF-35-135 Lyftutengdur, læsist í efstu stöðu. Agrotiller jarðtætarar, viður- kennd gæðavara. Margra ára reynsla hér á landi Wm Fritzmeyer dráttarvélasæti fjaðrandi með þungastillingu. Svona sæti ættu að vera á öll- um dráttarvélum. MIL MASTER moksturstæki f. MF-35-135, létt lipur og afkasta- mikil tæki. Fisher brynningartæki fyrir nautgripi og hross. Stillanlegur þrýstingur á vatns- inntaki. Aðeins örfá tæki til af sumum gerðum. Leitið nánari upplýsinga strax í dag. !>AÆ££a/uAé4a/i, A/ SuihirJandsbraut i — Simi 38540 ENSKIR KULDASKOR FYRIR KVENFÚLK ULLARFÓÐRAÐIR Jollies 1QO% PURE WDOL PILE STÆRÐIR 36—41 LITUR: BRÚNT PÓSTSENDUM SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR r LAUGAVEGl 100 - SÍMI 19290 í myrk- sðgu- sagna Guðmundur Guðni Guðmundsson: Saga Fjalla-Eyvindar. Prentsmiðjan Leiftur. Margt hefur verið ritað um Fjalla-Eyvind fyrr og síðar, en þó aldrei samfelld eða heilleg saga fyrr en nú er tilraun gerð. Þótt Fjalla-Eyvindur sé okkur nálæg- ur í tíma og reynd, ýmsar skjal- legar heimildir séu til um hann og sýnilegar minjar um útilegu hans hér og hvar á öræfum, þá er hann eigj að síður mikil þjóð- sagnapersóna, og varla verður nú skilið á milli þess, sem satt kann að vera eða logið um hann á löngum tíma. Þegar á lífstís Ey- vindar og Höllu óf og spann þjóð- sagan vef sinn um þau, furðusagn ir gengu mann frá manni, sveit úr sveit, og s’æmar heimtur sauð- fjár voru kenndar Fjalla-Eyivindi. Svo hefur það einnig veriö' síðar á öldum, að flest hreysi eða kofa- tættur, sem fundizt hafa í óbyggð um, hafa verið kennd við Eyvind, væri ekki fullvíst, að aðrir væru vig riðnir. Eyvindur hefur því lengi verið eins konar samnefn- ari útilegumannastéttar landsins. f bók þeirri, sem Guðmundur Guðni hefur tekio' saman um Ey- vind og Höllu, er reynt að draga þræði sögunnar saman úr mörg- um stað og skilja á milli þjóð- sagna og staðreynda. Það er harla örðugt verk, og tekst að vonum illa að gera þau skil hrein. Hins vegar skýrist óneitanlega margt við skoðun höfundar og könnun, og kemst hann víða býsna langt mco‘ útilokunaraðferðinni. Saga Fjalla-Eyvindar er því heilleg í þeirri mynd, sem hún er sett fram, en eigi að síður er vafinn alls staðar með í för, nema þar sem stuðzt verður við beinar sam- tímaheimildir. Bókin fer mjög í það að rök- ræða fram og aftur, með saman- burði heimilda, hvort lausasagnir af Eyvindi og Höllu geti verið sannar, og því er bókarverki&' fremur tilraun til að hreinsa brott þíóðsögurnar en bæta nýju við, enda ekki auðgert. En miklu er þarna safnað saman úr ýmsum námum og hlýtur að vera að baki mikið eljuverk. Á hitt finnst manni skorta, að bókin gefi lifandi mynd af lífi og hrakningum útilegufólksins, en tii þess yrði meiri frásagnar- reisn ag koma til sögu, og tefla yrði í tæpari vöð um sannfræö- iriA. Eigí að síður er bókin læsi- leg á köflum og eftir lesturinn er rnaður óneitanlega margs fróð- ari um feril Eyvindar og Höllu. Verk þetta er góðra gjalda vert. og hér er um að ræða svo sér- stakar þátt i þjóðarsögunni, að fullkomin ástæða er til þess að °vna aö glöggva sig á honum Bjarni Jónsson hefur teiknað ágætar myndir í bókina, sem er myndarlega úr garði gerð. AK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.