Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.12.1970, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 20. desember 1970 TÍMINN NÁLGAST # f.S.f. hefur nú hafið undirbún- ing að víðtækri útbreiðslu- og kynningarstarfsemi í þeim tilgangi að auka áhuga og skapa aðstöðu til alhliða iíkamsræktar og úti- veru meðal alls alimennings. Fjölmenn nefnd hefur verið sett á fót í þessu skyni með aðild ým- issa fj'öldasamtaka og fulltrúum fjölmiðla. Stjórn Í.S.Í. hélt nýlega fyrsta fund með þessari nefnd, sem er skipu'ð efti'rtöldum aði’um: Arni Guðmundsson, skólastjóri Iþróttakennaraskólans; Ásgerður Ingimarsdóttir, Kvenfélagasam- band íslandis; Ástbjörg Gunnars- dóttir, íþróttakennari frá Í.S.Í.; Björgvin Schram, Verzlunarráð íslands; Böðvar Pétursson, Alþýðu samb. Islands; Hákon Jóhanns- son, Landsamband stangveiði- manna, Jóhann H Níels- son, Hjartavernd; Jón Ásgeirsson, Ríkisútvarpinu; Jón G. Bergmann, Samband ísl. Bankamanna; Jón H. Bergs, Vinnuveitendasamband is- lands; Pétur Orri Þórðarson, Banda lag ísL Skáta; Sigurður Ingason, Bandalag starfsmanna Rikis og bæja; Stefán G. Björnsson, Sam- band ís’. Tryggingafélaga; Stefán Kristjánsson, Iþróttafulltrúi frá Í.S.Í.; Úlfar Þórðarson, læknir frá Í.S.Í.; Valdimar Óskarsson, Ung- mennafélag íslands; Þorbjörn Guð- mundsson, Blaðamannafélag ís- lands; Þórir Jónsson, Landssam- band Iðnaðarmanna; Þorvarður Árnason, Framkvæmdastjóri frá Í.S.Í.; Ómar Ragnarsson, Ríkisút- varpinu (Sjónvarp). Starfsmalður nefndarinnar: Sigurður Magnús- son, útbreiðslustjóri l.S.I. Á þessum fyrsta fundi gat GísS Halldórsson forseti Í.S.Í. þess, að adir aðilar, sem leitað hefði ver- ið til um samstarf hefðu tilnefnt fulltrúa í nefndina, kvað hann það afar þýðingarmikið fyrir Í.S.Í. og starfsemina í heild og þakkaði þessum aiðilum öllum góðar undir- tektir og lét í ljós von um viðtækt og árangursríkt samstarf. Enn- fremur gat hann þess, að sérstök undirbúningsnefnd hefði unnið gott verk, en með tilkomu þessar- ar fjölmennu nefndar, væri lokið störfum undirbúningsnefndar. Þá sagði forseti I.S.I. það í athugun, að fleiri aðii'ar gengju til samstarfs við íþr ótta samb andi ð um þetta mál. A fundinum var kjörin sérstök Framkvæmdanefnd og eiga í henni sæti: Þorvarður Arnason, -Ástbjörg Gunnarsdóttir, Björgvin Sehram, Valdimar Óskarsson og Jón As- geirsson. Upplýst var á fundinum, alð jafn framt væri verið að koma á fót sérstökum framkvæmdanefndum í öllum héraðasamböndum í landinu, en þau eru 26 að tölu. Varðandi undirbúningsstarf að öðru leyti, upplýsti Sigurður Magnússon, útbreiðslustjóri Í.S.I., sem annast mun um framkvæmd þessara mála, að verið væri að vinna við prentun og útgáfu ma. g- víslegra bæklinga, sem ,'átnir ypðu almenningi í té, og hefðu að geyma upplýsingar og ábending- ar um þessi mál. Þá gat hann þess ennfremur, að gefin yrði út ameríska bókin „SKOKK“, 1 þýðingu Hersteins Pálssonar, en hún er skrifuð af þekktum bandarískum þjálfara og hjartasérfræðingi. Aðrar greinar, sem einkum yrði snúið sér að í upphafi, væru skíða og skautaiðkanir, fimieikar og sund. Öll útgáfustarfisemi í þessu sam bandi væri unnin í samvinnu við sérsambönd viðkomandi ílþrótta- greina. Síðar yrði fleiri greinum íþróttanna bætt við. Nafnið — TRIMM. Nefndin var á einu máli um, að nauðsyn beri til að hafa sérstakt nafn (samheiti) yfir þessa starf- semi, enda væri hér um að ræ"ia aðra og víðtækari starfsemi held- ur en venju.’egar fþróttaiðkanir, þar sem iðkendur þyiftu að fylgja viðurkenndum alþjóðlegum leik og keppnisreglum. Kom fram á fundinum, aið Í.S.Í. hefði m.a. leitað álits íslenzkrar málnefndar á orðinu TRIMM. — Hefði málnefndin rætt þetta orð og ýmsar uppástungur aðrar, en ekki komizt að niðurstöðu um nafn, sem hún vildi mæla með. Benti málnefndin jafnframt á, að æskilegt væri því að menn héldu áfram að leita að heppilegra orði enda sýndi reynslan, að oft tækist að finna heppilegri orð, jafnvel þótt notazt væri við útlend orð í fyrstu. Stjórn I.S.I. og nefndin sem vinn ur að framgangi þessarar starfsemi var á einu máli um að velja orðið TRIMM a.m.k. fyrst um sinn en lýsa sig reiðubúna til endurskoð- unar í þeim efnum, ef heppilegri orðum skyldi skjóta upp. Almenn kynning á starfseminni TRIMM — íþróttir fyrir a.la — mun að öllu forfallalausu fara fram síðari hluta janúarmánaðar n.k. ....... blessunin. Ekki viil hún, að maður gefi strák- unum neitt eftir. Það er auðséð Ostur, kæfa, sardínur og egg, og svo íslenzkt smjör á hverri sneið. íslenzkt smjör er eðlileg náttúru- afurð. Náttúran hefur sjálf búiS þaS vltamfnum, bæði A og D, einnig nauðsynlegum stein- efnum, kalcium og járni, ennfremur mjólkurfitu, sem gefur 74 hitaeiningar pr. 10 gr. Og smjörbragðinu nær enginn, sama hvað hann reynir að líkja eftir því. Notið smjör. pipp -. ....'t.: B|f' i 1 € % m w mk .Wfjlf.' >.ni. fS: •] •=t-9.20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.