Tíminn - 22.12.1970, Page 3

Tíminn - 22.12.1970, Page 3
MtHTCDAiGm 22. desember 1970 TIMINN 15 Allur skáldskapur er minningar Jón Óskar: Hernámsáraskáld. Forlagið Iðunn. Bók Jóns Óskars, sú er út kom í fyrra, Fundnir snilliugar var að mörgu leyti nýstárleg. Slíkar „endurminningar úr samtíman- um“ voru harla forvitnilegar þeim, sem þekktu nokkuð til leiks- ins af eigin raun. í þeirri bók voru fyrirstríðsminningar Jóns Óskars. Nú kemur stríðssagan í tvennum skilningi. Sagan gerist á hemámsár.unum, og Jón Óskar eir ekki lengur unglingur með skáld- draum, heldur genginn í stríðið. Og það er ekki tíðindalaust á þess um ví'gstöðvum. (Hér er sagt frá þeirri hersveit skálda, og annarra listamanna, sem nú er fimmtug eóa svo og fullmótuð. f þessari bók er Jón sjálfur meiri persóna, meiri veitandi en áður og jafn- framt .hispurslausari og opinskánri Jón Óskar. um sjálfan sig, sýnir mönnum bet ur inn í skáldskap sinn, játar fleiri yfirsjónir, en er einnig fram ari og betri með sjálfan sig. Samt Dagbók ársins 1904 Gunnar M. Magnúss: Það voraði vel 1904. Skuggsjá. Dagarnir ea:u misjafnir eins og mennirair. Sumir hafa hóglátt fas og mildan svip, en aðrir em þys- miklir og dynja yfir með ósköp- um eða stórmerkjum. Árin era einnig misjöfn. Þegar vjð lítum yfir íslendingasöguna, skiptast ár in á eins og lægðir og tindar. Ár- ið 1904 var tindiur í sögunni. Þá var skammt stórra sigra milli. Það var gjöfult ár og viðburðaríkt. Með ýmsum hætti má skrifa sögu — og gamli hátturinn, að skrifa dagbók er ekki hinn sízti. Sá góði siður er nú mjög af lagc/ur, en segulbandið komið í staðinn. Óunnar M. Magnúss hefur brugðið á það ráð að skrifa sögu ársins 1904 í dagbók. Hann kynn- ir þá dagbók þannig: „Gengið í genguim eitt ár íslandssögunnar Frissi á flótta Eiríkur Sigurðsson: Frissi á flótta. Bókaútgáfan Fróöi. Strákarnir í Straumey var góð barnabók, og hér kemur fram- haldið. Það er sama marki brennt. Eiríkur Sigurðsson kann að segja börnum íslenzka sögu , þar sem saman fer raunsætt líf, manndóm ur og spenna í frásögn. Barnabæk- ur Eiríks eru gegnsýrðar nóinni þekkingu á landinu og lífi fólks- ins þar fyrr og síðar. íslenzkur veruleiki birtist þar ætíð í fullu gildi, sögur hans verða fræðsla um lífshætti þjóðarinnar og land- ið. Þar eru kennarinn og ,róinn íslendingur samferða og veita börnunum rammíslenzka leiðsögn. Þessi saga af Frissa gerist aó' mestu á heimili, þar sem vandhæf ir drengir eru vistaðir. Þar geng- Framhald á bls. 22. er hógvææðin og látleysið enn æðsta boðorð. Nú koma margir við sögu, ný skáld með nýja röð- un orða, jafnvel ný orð og nýjar hugsanir, þegar bezt lætur. í þessari bók er Jón enn yllhýr- ari, og glettnin, sem hann vairast að láta skella upp úr, er ætíð rétt undir yfirboriíinu, og lesandinn veit alltaf af henni. Hann tekur líka stundum ofurlítið upp í sig, en ekkert verður honum hneyksl- unarhella. Og dómskár er hann ekki, öðtru nær. Lýsingar hans á sjálfum honum og öðrum eru stundum svo hugtækar í einfald- leik sínum, að maður stanzar við og lítur upp úr lestrinum. Það eru listatök Jóns Óskars. Þótt Jón Óskar sé umburðar- lyndur og ekki 'hefnigjarn fyrir sína hönd í þessari bók, kennir sums staðar svolítillar háðbeiskju, einkum til þeirra hjá Máli og menningu. Þar hafa orðið ein- hver vonbrigði áÖur fyrr og öir eftir. Þessi minningabók Jóns Óskars tekur hinni fyrri fram að því er mér virðist. Hún er fcrj álsari og léttari í öllu fasi, opnari og hrein skiptari. Og hún er skrifuð af iþrótt og stílmýkt, sem er rík af blæbrigðum innan þess hrings, er Jón Óskar hefur markað sér með aga og nákvæmni, og þroskað til persónulegra og fágaðra höfundar einkenna. Líklega er allur skáldskapur minningar, og Jón Óskar hefur sýnt með þessum bókum sínum, að þetta tvennt á að minnsta kosti ágæta samleið hjá honum. AK. Anna Dóra og Dengsi Hugrún: Anna Dóra og Dengsi. Útgefandi: Barnabækur. Þetta mun vera sjöunda barna- bók Hugrúnar, eða Filippíu Kristj ánsdóttur. Þessi bók mun aðal- lega ætluó' börnum innan tiu ára alduirs. Þar segir af systkinum tveim, Önnu Dóru, sem er sex ára, og Dengsa bróður hennar, sem er þriggja ára. Bernskuævin- týri þeirra gerast öll í íslenzku umhverfi, sveit og bæ .Höfundur lætur Önnu segja söguna. Það eru engin stórmerki, sem verða í þess ari sögu. Hún streymir fram milt jafnt í skrafi við afa og við marg- víslega fræðslu hans. Hún lýsir því, hvernig böirnum sækist í þeirri raun að vaxa og þroskast, og hún er hollur lestur, þótt frá- saga barnsins sé ekki ætíð nógu eðlilega vaxin úr hugarheimi þess. En þetta er góð og þrosk- andi bairnabók, og að því leyti raunsæ, að leiðin liggur úr sveit í borg, og hún sýnir prýðilega góó' tengsl þar á milli, tengsl, sem þau börn nútímans, er hvors tveggja njóta, kunna betri skil á en margir aðrir. Þau tengsl eru góð og í þeim býr sá frambúðar- skilningur milli sveitar og borgar, sem mikil þörf er á. í bókinni eru nokkrar laglegar teikningar, en þess er hvergi get- ið, 'hver gerði þær, og er það Ijóð- ur. Bókin hefði að skaðlausu mátt ’vera svolítið nýtízkulegri í bún- ingi og sniði. AK. Blómin í Bláfjöllum Jenna og Hrei'ðar: Blómin í Bláfjöllum. Bókaforlag Odds Björnssonar. Þetta er stutt bók með tveim- ur sögum eða ef til vill væiri rétt- ára að kalla þær ævintýri. í síð- ari sögunni eru jólasveinar á ferð. Þessar sögur eru vel við hæfi yngstu lesendanna letrið stórt og málið ljóst, saman ofið raunveru- leika og hugmyndaflugi, atburða- rás hröó* og auðskiljanleg börn- um. Frásögnin er öll spennandi og lifandi gáski ljómar af teikn- ingum Baltazars. Þessir vinsaélu Barnabókahöfundar Jenna og Hreiðar eiga séir stóran og þakk- látan lesendahóp. í sögunum bregður fyrir smávegis málhelti sem er ljóður á svo góðri barna- bók til að mynda svona setningu: Þau settust sín hvoru megin við körfuna“. Slíkt smáræði lagar góð ur pirófarkalesari eða sá sem fenginn er til þess að lesa hand- ritið. AK. Gunnar M. Magnússon — og það eitt 'hinna merkari — og atburðir þess raktir frá degi til dags“. Þessi dagbók verður hartnær 300 blaðsíður í vænu broti og þó myndlaus, sem er mik ill skao'i, en nafnaskrá fylgir, og —-það eir til bóta. Gunnar notar að sjálfsögðu að- allega blöðin sem heimildir, og nóg drífur á þessa daga. Hannes Hafstein fær vænan pistil þegar 1. janúar, enda er þetta hans ár fremur en annarra. Síðan verðuir margt til nýlundu. Símamálið set ur allt á annan endann, Finsen fær Nóbelsverðlaun, fyrstu leyni- legar kosningar á landinu, fyrsta raflýsing kaupstaðar, upphaf tog- airaútgerðar og sitthvað fleira. Það vorar vel í þjóðlífi, sem er a6' vakna. Þegar ég les þessa bók, togast tvennt á. Maður er á vettvangi dagsins. Allt verður nærtækara vegna dagbókarformsins. En jafn framt er verra að átta sig á heild- armynd mála og atburða, sem eru í gerð og þróun vikur og mánuði. Það er vont að segja, hvort betira er — samfelld samantekt máls eða svipleiftur af því dag hvern. En samt er þetta sýn í söguna af nýjum sjónarhóli, og það eyk- ur skilning. Við sjáum þetta ár eins og kvikmynd, sem eftir er að klippa og flokka saman, og þanngi er hvert ár í raun og veru. Ef til vill kemst Gunnar nær því aÓ‘ leiða lesandann á vettvang lið- mnar sö^u með því að stikla með honum daga ársins, en þó hann hefði flokkað allt í -kipulegar sam stæður. Að minnsta kosti er þessi dagbók ísmeygilega hugtæk og lokkar til áframhalds í lestrinum af því að myndasýningin er svo hröð. AK. KEFLAVÍK — SUÐURNES RAFTÆK/ / ÚRVALI FRYSTIKISTUR — KÆLISKÁPAR SILTAL SJÁLFVIRKAR ÞVOTTAVÉLAR KITCHENAID HRÆRIVÉLAR RYKSUGUR — STRAUVÉLAR STRAUJÁRN — VÖFFLUJÁRN BRAUÐRISTAR — HRAÐS.KATLAR W.VAV.V.V.V.V.W.V RAFMAGNSRAKVÉLAR '.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W SJÓNVÖRP — FERÐATÆKI ■.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v GERIÐ JÓLAKAUPIN I KAUPFÉLAGINU KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Hafnargötu 61, Keflavík. f' A

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.