Tíminn - 12.02.1971, Side 5
Verðmaeti í hættu nefnist mync! frá S. Þ., sem sýnd verður á sunnudag.
Þetta sýnir reyndar, að þaö
er ekiki alveg út i hött fyrir suraa
íandlausa kónga og kóngasyni að
dreyma um endurreisn konung-
dæmis, eins og þeir, sem rætt
var við í myndinni, virtust flest-
ir gera.
UMRÆÐUR
UM GRUNNSKÓLANN.
Birgir Thorlacíus, í’áðuneytis-
stjóri, sat fyrir svörum um hið
nýja grunnskólafrumvarp, sem nú
liggur fyrir Alþingi til samþykkt-
ar. Spyrjendur voru þau Adda Bára
Sigfúsdóttir, skrifstofustjóri, og
Guðmundur Magnússon, skólastjóri
en stjórnandi þáttarins Eiöur
Guðnason. í umræðum þessum upp
iýstist ýmislegt varðandi hin nýju
lög. Nýja skólakerfið okkar er að
verulegu leyti sniðið eftir sænska
grunnskólanum og muin jafnvel
nafnið þaðan tekið. Það á vafa-
laust mi'kið eftir að deila um það
hvort þetta nafn eigi rétt á sér
eða ekki, hér á landi, en sam-
kvæmt því, sem Birgir Thorlacíus
sagði, hafði ekki fundizt neitt
betra nafn, auk þess sem grunn-
skóli væri fullgild íslenzka þótt
það væri eftirapað úr sænsku.
Þó þýkir mér líklegt, að fólk
verði lengi að venjast þessu nýja
orði Grunnskóli — ef ekki tekst
að finnst annað betra áður en
fmmvarpið verður samþykkt í
þinginu.
SJÖTTA HEIMSÁLFAN.
Fræðslumyndin frá Sameinuðu
þjóðunum um sjöttu heimsálfuna
var fróðleg og garnan að sjá,
hversu mjög er hægt að nýta auð-
l'indir hafs og hafsbotns.
Sérstaklega var athyglisvert
að sjá ig heyra 1 hve rikum mæli
menn telja að jarðarbúar muni
byggja sér íverustaði á hafsbotni,
en fram kom sú kenning að þar
myndu rísa borgir, og myndi fólk
bæði fara þangað í fríum sínum
og stunda þar atvinnu sína. Er
þó hætt við að mikil viðbrigði
verði fyrir fólk að hverfa af yfir-
borði jarðar og niður í mannabú-
staði í hafdjúpinu.
ENN KEMUR HELGI SÆM
í SPURNINGAÞÁTTINN.
Á sunnudaginn kl. 20.25 er
spurningaþátturinn Hver, hvar,
hvenær? í sjónvarpinu, og að
þessu sinni standa þelr, sem hvað
pezt stóðu sig i siðasta þætti —
Heigi Sæinundsson og Skúli Thor-
oddsen — saman á móti þeim
Stefáni Bjarnasyni og Nirði P.
Njarðvík. Eins og menn muna var
síðasti þátturinn í rauninni sá
eini sem var spennandi, enda kom
þá loksins til svara fólk sem ein-
hverja þekkingu hafði.
Þess er vafalaust að vænta, að
þátturinn á sunnudaginn vei’ði
jafn spennandi, og að þessi spurn
ingaþáttur verði að raunverulegri
keppni, eins og hann á að vera,
en ekki að eins konar farsa.
VERÐ LAXVEIÐIÁA.
Á þriðjudaginn kl. 20.45 er
þátturinn Skiptar skoðanir og fjall
ar hann að þessu sinni um sport-
veiði og vaxandi verðlag. Þar
mæta til umræðu Axel Aspelund,
Guðni Þórðarson í Sunnu, Ingólf-
ur Jónsson ráðherra og Sigurður
Sigurðsson bóndi, en Gylfi Bald-
ursson stýrir umræðunum.
Þar sem verðlag á laxveiðiám
hefur verið til umræðu undanfar-
ið, ósamt hlut útlendinga í sam-
bandi við þær, er ekki að efa að
tim skemmtilegar umræður getur
orðið aö ræða.
☆
Af öðm efni í dagskrá næstu
viku er rétt að benda á eftirfar-
andi:
Á mánudaginn kl. 21.30 er
þáttur um George Washington,
fyrsta forseta Bandarikjanna, ævi
hans og störf. Segir í dagskrá að
í myndinni sé ýmislegt skoðað í
öðru Ijósi en almennt hefur tíðk-
azt og dregnar fram staðareyndir,
sem ekki hafa verið alkunnar og
gefur það von um raunsæja
mynd af þessari þjóðhetju Banda
ríkjamanna.
Á miðvikudaginn kl. 20.55 er
mynd um framleiðslu skrautmuna
úr kristal í belgískri verksmiðju,
og er fylgzt með vinnslunni allt
frá því hráefnið er tekið úr
bræðsluofni þar til gripurinn er
fullgerður.
Á föstudaginn kl. 20.30 er þriðji
kynningarþáttur sjónvarpsins um
nám við Háskóla íslands, og að
þessu sinni fjallað um verkfræði-
og raunvísindadeild, en það mun
yngsta sjálfstæða deild Háskól-
ans.
A.K.B.