Tíminn - 10.03.1971, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 10. marz 1971
TÍMINN
3
Er h.undastrí6 í
uppsigtingu í
V estmannaeyjum?
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Það er víðar en í Reykjavík
sem hundahald er bannað og
því banni hefur ekki verið
framfylgt, fyrr en að nú á að
gera gangskör að því að út-
rýma þessum mest umtöluðu
dýrum.
Bæjarfógetinn í Vestmanna-
eyjum auglýsir í bæjarblöðun-
um, og vitnar þá til reglugerð-
ar frá í janúar 1940, að af
gefnu tilefni sé skorað á alla
þá, sem hafa hunda í umsjá
sinni, að fjarlægja þá úr um-
dæminu nú þegar og í síðasta
lagi 1. júní 1971. Segir bæjar-
fógeti, að að þeim tíma liðnum
muni þessari þrjátíu ára reglu-
gerð verða framfylgt með lög-
reglugerð, eftir því sem efni
standa til.
SLYSAHÆTTA VEGNA FUGLA
VIÐ FLUGVÖLLINN IEYJUI
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyj-
um hefur með auglýsingu bannað
að bera fiskúrgang í garða í
grennd við flugvöllinn í Eyjum,
svo og að geyma loðnu í
grennd flugvallarins vegna slysa
hættu, sem stafar af fuglageri í
námunda við völlinn.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að sjófuglar, og aðrir fuglar
reyndar líka, geta verið hættuleg
ir flugumferð í nágrenni flugvalla.
Girnilegt slóg, og miklir loðnu-
bingir geta freistað fuglanna, og
þess vegna hefur bæjarstjórinn í
Eyjum, að gefnu tilefni, sett
þessa auglýsingu í bæjarblöðin.
Þeim Eyjabúum, sem þegar
hafa sett slóg í garða sína, er
bent á að hylja það þegar jarð-
vegi, segir bæjarstjóri.
Leikstjóri og söngstjóri „Hársins"
Fóru til Hafnar til þess
49 undirrita skjal og
fagna aðgerðum Alþing-
is gegn tóbaksneyzlu
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Fjörutíu og níu þekktir borgar-
ar í Reykjavík og víðar, hafa und-
irritað skjal, þar sem fagnað er
öllum aðgerðum Alþingis gegn
tóbaksneyzlu, og lýst er yfir ein-
dregnum stuðningi við frumvarp
til laga um bann gegn tóbaksaug-
lýsingum.
Yfirskrift skjalsins hljóðar svo
orðrétt: „Vaxandi þekking á af-
leiðingum tóbaksreykinga hefur
viða um lönd orðið grundvöllur
nýrrar baráttu gegn útbreiðslu
þeirra.
LEIÐRÉTTING
í grein um bók Gunnars Bjama
sonar um íslenzlka hestinn, sem
birtist í blaðinu í gær, birtist
mynd, sem sög'ö var vera af Faxa
og knapinn Þorkell Þorkelsson.
Þetta er ekki rétt. Hið rétta er,
að myndin er af Neista og knap
inn er AÖalsteinn Aðalsteinsson.
Biður blaðið velvirðingar á Þess
um mistökum.
Spiíakvöld á
Sauðárkróki
Þriðja og síðasta spilafcvöldið
í þriggja flokíka keppninm verð
ur í Framsóknarhúsinu föstudag
inn 12. marz, og hefst kl. 9 s.d.
Verðlaun veitt. Nefndin.
Öllum aðgerðum Alþingis gegn
tóbaksneyzlu er fagnað.
Lýst er yfir eindregnum stuðn-
ingi við frumvarp til laga um
bann gegn tóbaksauglýsingum.
Undirskriftalistinn var svo í
dag afhentur skrifstofustjóra Al-
þingis af Bjarna Bjarnasyni
lækni og fleiri.
Þeir sem undirrita skjalið eru
leiðandi menn á sviði heilbrigðis
mála, íþróttamála, kennslumála,
samtaka, sem berjast gegn áfeng-
is- og tóbaksnotkun, formenn
landssamtaka ýmissa og forystu-
menn stjórnmálasamtaka ungs
fólks, alls 49 manns.
Klemmdist í bíl
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Bílstjóri slasaðist illa í morg-
un er hann klemmdist fastur í
sæti í hörðum árekstri.
Tók nokkurn tíma fyrir
sjúkraliða að ná manninum út úr
bílnum, en hann var með opið
beinbrot á öðrum fætj og að auki
talsvert marinn og meiddur.
Slysið varð kl. 8.30 í morgun.
Stór sementsflutningabíll með
dráttarvagni ók vestur Suðurlands-
braut og beygði í átt að Miklu-
braut móts við Elliðavog. Á móti
kom lítill pallbíll og lentu bíl-
arnir hver framan á öðrum.
Áreksturinn var svo harður að vél
minni bílsins gekk aftur og inn
í húsið og klemmdist bílstjórinn
þar.
Framsóknarvist
Framsóknarvistin verður fimmtu
daginn 18. marz á Hótel Sögu.
Nánar auglýst síðar.
Aðalfundur
FUF Akranesi
Athugasemd
Vegna fréttar í Tímanum fimmtu
daginn 4. marz, vill undirritaður
taka fram, að hann hafi aldrei
verið spurður um neitt í sam-
bandi við leigu á Laxá í Aðaldal,
af blaðamanni Tímans.
Hermóður Guðmundsson,
Árnesi.
Aðalfundur FUF
á Akranesi verð
ur haldinn laug
ardaginn 13.
marz í Fram-
sóknarhúsinu
Sunnubraut 21.
Dagskrá: Venju
leg aðalfundar-
störf, önnur mál.
Atli Freyr Guðmundsson, erind
reki, mætir á fundinum og svar
ar fyrirspurnum. — Stjórnin.
— Um kl. 5 e. h. föstudaginn
26. febrúar átti ég blað'asamtal
við Hermóð Guðmundsson og
spurðist fyrir um það hvort veiði
klúbburinn Strengur hefðj tekið
á leigu þann hluta árinnar er Her
móður hefur umráðarétt yfir, og
játaði Hermóður því, cn vildi ekki
meira um það segja. Efni leigu-
samningsins er bví ekk' hafður
eftir Hermóði, enda kemur það
hvergi fram í umræddri frétt.
— EB.
að kynna sér Hárið þar
SJ—Ryekjavík, þriðjudag.
Brynja Benediktsdóttir, sem
um þessar mundir stjórnar upp-
setningu á „Hárinu" hjá Leik-
félagi Kópavogs, fór í morgun til
Kaupmananhafnar, ásamt Sigurði
Rúnari Jónssyni hljómlistarmanni
í Náttúru, sem er söngstjóri sýn-
ingarinnar. Erindi þeirra þangað
er að sjá sýningu Dana á „Hár-
inu“, sem frumsýnd var nú á föstu
daginn, 5. marz, í Cirkusbygning-
en við Jernbanagade.
Ætla þau einkum að kynna sér
tækniatriði í sýningu Dananna
á verkinu .En sennilega þarf að
flytja hingað tæki í sambandi við
Ijós, hljóð og tónlist í væntan-
legri sýningu Leikfélags Kópa-
vogs. Ef til vill munu þau semja
um að fá nauðsynlegan útbúnað
hingað í ferðinni.
HJÚKRUNARKONUR
Staða deildarhjúkrunarkonu við hjúkrunar- og
endurhæfingadeild Borgarspítalans er laus til um-
sóknar.
Upplýsingar gefur forstöðukona Borgarspítalans,
í síma 81200.
Reykjavík, 8.3. 1971.
Heilbrigðismáiaráð Reykjavíkurborgar.
HJÚKRUNARKONUR
Staða yfirh.Vjkrunarkonu við sótthreinsunardeild
Borgarspítaluns er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1.—15. maí 1971.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k.
Upplýsingar veitir forstöðukona Borgarspítalans
í síma 81200.
Reykjavík, 8.3. 1971.
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar.
HJÚKRUNARKONUR
Hjúkrunarkonur óskast á lyflækningadeildir Borg-
arspítalans.
Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma
81200.
Reykjavík, 8.3. 1971.
Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar.
K.S.Í. Í.S.I.
Knattspyrnumót innanhúss
Knattspyrnusamband íslands efnir til innarhúss-
knattspymumóts 1 karla- og kvennaflokki dagana
8., 10. og 12. apríl n.k. í Laugardalshöllinni.
Hvert félag hefur aðeins rétt til að senda eitt lið
í hvorn flokk. Þátttökutilkynningar sendist í póst-
hólf 1011 strax, ásamt þátttökugjaldi sem er kr.
100,00 fyrir hvorn flokk.
Knattspyrnusamband íslands.
AS snúast gegn
sjálfum sér
Þau tíðindi hafa nú gerzt, að
Gylfi Þ. Gíslason, menntamála-
ráðherra, hefur lagzt h
því á Alþingi ásamt stjórnar-
þingmönnum, að samþykkt
verði sú stefna, að lánasjóður
námsmanna verði efldur í
áföngum, svo að hann geti
annað allri lánaþörf náms-
manna að þremur árum liðn-
um, en Gylfi hafði sjálfur fyrr
á þcssu þingi, er nú situr, lýst
því yfir, að hann væri fylgj-
andi þeirri stefnu og myndi
greiða fyrir því að hún næði
fram að ganga.
Þeir Magnús Kjartansson og
Þórarinn Þórarinsson lögðu
fram frumvarp sem felur þá
breytingu í sér, sem náms-
menn hafa talið mikilvægasta,
þ.e. að tímasett verði fram-
kvæmd þess ákvæðis núgild-
andi laga, að hin opinbera að-
stoð, sem lánasjóðurinn veiti,
nægi námsmanni til að standa
straum af eðlilegum námskostn
aði í viðbót við það fé sem
námsmaðurinn getur aflað sér
sjálfur. Kveður frumvarpið á
um að fé sjóðsins verði aukið
í áföngum að því marki að frá
og mcð námsárinu 1974 til
1975 verði unnt að fullnægja
allri fjárþörf námsmanna um-
frarn cigin tekjur þeirra.
f haust þegar Gylfi Þ. Gísla-
son lýstj sig fylgjandi þessari
stefnu, sagði hártn að það væri
undir Alþingi komið, hvort
hægt yrði að framkvæma þessa
stefnu. Frumvarp þcirra Þórar-
ins og Magnúsar var ekkcrt
annað cn tillaga um að Alþingi
samþykkti þessa yfirlýstu
stefnu ráðherrans, og ekki geng
ið lengra en svo að lagt var
til að þetta yrði gert í áföng-
Ium svo ráðrúm gæfist til að
afla fjár til að tr.vggja fram-
kvæmd stefnunnar.
| Boltaleikur
íjj í menntamálanefnd neðri
deildar Alþingis lögðust þing-
monn Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins gegn frum-
varpinu og leggja til að því
verði vísað til ríkisstjórnar-
innar, og fór ekki milli mála,
að Gylfi Þ. Gíslason var and-
vígur samþykkt frumvarpsins.
Eysteinn Jónsson lýsti þessum
vinnubrögðum við boltaleik.
Menntamálaráðherra scgði, að
hann gæti ekki ákveðið neitt
um aukin fjárframlög, það yrði
Alþingi að gera. Og stjórnar-
þingmennirnir á Alþingi segðu
þegar til þcirra kasta kæmi, að
heir gætu ekki tekið neina
Iákvörðun. Þarna verður ríkis-
stjórnin að ráða ferðinni og
því vísum við þessu til ríkis-
stjórnarinnar!
30 þúsund íslendingar
í framhaldsskólum
á íslandi í vetur
Samkvæmt yfirliti frá
Fræðslumálaskrifstofunni um
fjölda nemenda í framhaíls-
skólum á fslandi, sem birt hef-
ur verið á lþ. sem fylgiskjal
með þingskjali, kemur það
fram, að rúmlega 20 þúsund
Framh á 14. síðu.