Tíminn - 10.03.1971, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 10. marz 1971
TIMINN
5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
Sólveig gamla var komin á
trræðisaldur, en hún vissi viti
sínu, og gárungarnir kölluðu
hana stundum Tímann, enda var
Iiún oft spurð í þaula.
Eitt sinn kom hún í búð,
þar sem Henrik Berndsen var
verzlunarmaður, en hann þurfti
oft að leita hjá henni frélta
sem aðrir.
Nú spurði Hendrik hvort
hann væri fiðluleikari. Norð-
maðurinn, sem ætti barnið með
henni dótturdótturdóttur henn-
ar.
— Ja, hann kunni að minnsta
kosti að spila á þá fiðluna, svar
aði sú gamla.
Eiginmaðurinn — Konan mín
er 88 kíló. Hún er núna í riiegr-
unarkúr og missir 11 kíló á
ári, sem sagt, eftir átta ár er
ég laus við hana.
Læknirinn:' Jæja, frú mín
góð, nú hefi ég skrifað úpp á
resept fyrir yður, og yður mun
finnast, sem þér séúð tíu árum
yngri.
Gamla frúin: Guð hjálpi mér,
hvað verður þá um ellistyrkinn
minn?
— Nei, frú, þér hafið ekkert
stóra fætur, aðeins óvenju-
langar tær.
Tveir gamlir karlar hittust
á förnum vegi vordag einn.
„Guði sé lof og þökk,“ sagði
annar. ,,Nú er vor og allt sem
í jörðina er látið mun fara að
koma upp.“
„Nei, guð hjálpi okkur. Það
vona ég ekki, því ég á þrjár
kerlingar í jörðinni.“
Það var stúkusamkpma í
samkomuhúsinu, og fyrirlesar-
inn talaði af miklum hita og
þunga: ...
„Við skulum taka hverja ein
ustu brennivínsflösku, hverja
vínflösku og hverja einustu
bjórflösku og sökkva þeim á
hafsbotninn.“
„Húrra fyrir því,“ hrópaði
einn áheyranda og klappaði
mikið fyrir fyrirlesaranum í
lok erindisins, svo að fyrirles-
arinn vildi gjarnan ná tali aí
hinum áhugasama hlustanda.
„Þér emið væntanlega bind-
indismaður?"
„Nei, ég er kafari," svaraöi
áhugasami hlustandinn.
denni
DÆMALAUSI
— Ileyrðu Vilson, viltu
brjóta þetta óskabcin með mér?
— Hvcrs óskaðirðu?
■
'' li . ' ' ''
1 \' '|s
-N. V V N .C
I * i
■
■: ' ...
Clara Pontoppidan hefur nú
verið leikkona i heil 70 ár og af
því tilefni var haldin veizla um
daginn. Þar komu saman vinir,
samstarfsmenn og ættingjar
Tony Curtis er nú oúðinn 46
ára og loksins hefur heitasta
ósk hans verið uppfyllt: Hann
hefur eignast son. Þetta gerðist
i þriðja hjónabandi Tonys og
móðirin heitir Leslie Allen.
Tony á þrjár dætur fyrir, tvær
með Janet Leigh og eina með
Christine Kaufmann, en hann
sér þær aldrei, því hann vildi
bara eignast syni.
María Callas hefur nú sótt
um skilnað frá hinum eina rétta
eiginmanni sínum, Meneghini.
Þau hafa búiö aðskilin í 11 ár,
en gátu ekki fengið lögskilnað
vegna hinna ströngu, itölsku
laga. Nú eru lögin breytt og
María vill skilnað, Meneghini
gamla, sem er 76 ára, til mik-
illar sorgar. Hann hefur allan
tímann vonað að hún kæmi aft-
ur, þegar Onassis-ástinni lyki.
Það var Meneghini, sem kost-
aði Maríu til söngnáms á sínum
tíma og það var líka hann, sem
fékk hana til að leggja af.
Kannske hefur gamli maðurinn
séð eftir þessu, þegar Onassis
kom auga á gyðjuna. Areiðan-
legar heimildir segja, að María
vilji fá skilnaðinn til að vera
frjáls og reiðubúin, þegar
Onassis einn góðan veðurdag
sé orðinn leiður á Jaquelinc.
Líklega er hun að syngja fyr-
ir bangsann sinn, því þetta er
mikil söngkona, þegar komin á
vinsældarlistann í Danmörku.
Hún heitir Pernilla og er sex
ára. Lagið á vinsældalistanutn
fjallar um kött, sem dans v
tangó og Pernilla hefur líka
sungið það tvisvar í sjónvarp-
ið. Söngkonan býr hjá ömmu
sinm, þvi mamma hennar vinn
ur suður i Afríku, Pernille er
í leikskóla á daginn, en í vor
fer hún í alvöruskóla. Hún á
engan kött og því síöur nokk-
urn, sem 'dansar tangó. En hún
á margar brúður og bangsa og
hefur sérhcrbergi með sjón-
varpi og öðrum þægindum. .
Iranskeisari var skorinn upp
um daginn — í fjórða sinn —
vegna augnanna. Sagt er að
hann hafi verið veikur í aug.
| unum, síðan á hann var ráðizt
j fyrir. 2.1 ári og hann.-.særðizt í
l andliti. Seinni árin hefur hann
j alltaf borið dökk sólgleraugu á
J almannafæri, líklega til a®
verjast ofbirtu flashpera Ijós-
myndara. Nú ættu þó augun að
vera í lagi, en keisarinn verð-
ur að sleppa vetrarfriinu í ár,
því hann þolir enn ekki snjó-
birtu.
Ieikkonunnar, setn er alltaf
jafnhress og kát, þótt hún sé nú
88 ára, enda er hún enn að leika
af kappi. Hjá henni á myndinni
er höggmynd, sem mynd-
höggvarinn Georg Ulmer gerði
af henni, þegar hún var 25 ára
og dansaði berfætt, en það
þótti ákaflega djarft í þá daga.