Tíminn - 10.03.1971, Qupperneq 7
MWíVIKUDAGUK 10. marz 1971
TIMIN N
GULLNA HLIÐ
Ungmennafélag
Reykdæla:
Sýning á Gullna hlið-
rnu eftir Davíð
Stefánsson
Leikstjóri:
Bjarni
Steingrímsson
Tónlist eftir
Pál ísólfsson
wjwna hliðið verður íslend-
ingum vafalítið lengi hugstætt
leikverk og sýnt sýknt og heil-
agt í bæ og byggð, enda hefur
það alla burði tik þess að lifa.
Rætur þess standa djúpt í þjóð
arvitundinni. sögu, trú og
menningu. Það er raunar afar
einfalt og nærtækt í allri gerð
sinni og túlkun, og svo trútt og
fast tengt við hina römmu
taug, að segja má að hvergi
skeiki. Jón bóndi er bróðir
Jóns Hreggviðssonar og kerl-
ingin sy?tir Kristrúnar í
Hamravík, þótt auðvitað sé
þetta fólk ckki allt steypt í
sama mót fremur en hver önn-
ur venjuleg systkin. Þessar per
sónur eru allar brot af því ís-
lenzka bergi sem harðast er
og seigast, mvndir úr þeirri ís-
lenzku trúarvitund, sem á sér
fleiri og sterkari þætti en guðs
ótta og auðmýkt og tekst á við
almættið um frelsi sitt og rétt
ekki síður en Dani og heldur
sinni rcisn og hlut jdir rauð-
an dauðann.
Gullna hliðið er hugtækt
verk að því leyti, að persónur
þess eru skýrar gerðir og mjög
trúverðugar, og sumar líka
gæddar litríkum persónuleika,
þó að aðrar séu týpur einar.
Skáldlcg tilþrif lyfta verkinu
einnig m.jög víða. Umgerð þess
gefur færi á að beita sviðs-
tækni til áhrifa, en mannlegt
bardús í fábreyttara lagi, og er
verkið að því leyti i góðu sam-
ræmi við nýstefnu ýmissa nú-
tímahöfunda.
Mér finnst meira að segja
oft og einatt, sem mikil tilþrif
og sláttur á atvinnuleikurum
spilli alþýðlegum tærleik
Gullna hliðsins á sviði (nema
fyrirgangur óvinarins, sem oft-
ast er í fullum rétti). Þess
vegna verða sýningar áhuga-
mánna, sem ekki falla fyrir
freistingum ofleiksins, oft og
einatt miklu betri túlkun verks
ins, sannari mynd og nærfærn-
ari túlkun. Gullna hliðið er því
einstaklega vel fallið til sýn-
ingar í áhugamannalcikhús-
um, þar sem fólk beitir raun-
trúrri þekkingu sinni á þeirri
lífsmynd. hugarheimi og per-
sónugerð sem það þekkir í
þessum heimi og öðrum, frem-
ur en lærðum leikaraskap við
túlkunina. Mesta hætta áhuga-
manna er þá að ofleika.
Mér virtist sýning Ung-
mcnnafélags Reykdæla á
Gullna hliðinu- í félagsheim-
ilinu að Logaiandi sýna þetta
og sanna eins og bezt varð á
kosið, og ég held, að ég hafi
varla séð trúverðugri túlkun
þessa leikverks, þegar á hcild-
er litið. Aðall þeirrar sýningar
var trúverðug einlægni, djúp-
ur skilningur á anda verksins.
og gamansemi þess ætíð látin
þjóna alvörunni. þar sem und-
antekningu mátti kalla, ef
glytti í skrípi og hvergi í aðal-
hlutverkum, sem bera verkið
uppi.
Þá var þetta umtalsverð
sýning að því er snerti le.ik-
tjöld og sviðsbrögð, og má
furðu kalla, hve ágætlega það
tókst allt saman með frumstæð
um tækjum og í þröngum húsa-
kosti. Leiktjöld höfðu þau gert
Ingibjörg Einarsdóttir og
Stefán Magnússon og fór þar
saman vandvirkni og hug-
kvæmni. Smámyndin. sem var
umgerð fyrsta þáttar. var engin
handaskömm. Þó var hagvirkn-
in enn meiri í síöari þáttum á
himnaveginum. en þeim vídd-
um er enginn hægðarleikur að
koma fyrir á svo litlu sviði.
Sviðsstjórn öll var svo liðug.
að ekki bar út af nema einu
sinni, og engin vandkvæði virt-
ust að framleiða eldglæringar,
skruggur og skruðninga af
hressilegasta tagi. Það vakti
einnig athygli, hve leikfólkið
kunni flest vel hlutverk sín, og
framsögn þess var oftast mjög
skýr. þótt ekki væru allir jafn
ir í þeirri list.
Bjarni Steingrímsson virðist
hafa veitt leikfólkinu góða leið
sögn. Hann hefur auðsýnilega
verið býsna glöggur að velja í
hlutverk, þótt hann þekkti
ekki fólkið, en ef til vill hef-
ur hann notið hjálpar giöggra
heimamanna við það. Hann hef
ur ekki leitt fólkið út á hinn
hála ís tilþrifa atvinnuleikar-
ans né ærsla ofleiksins, og þvi
fær sýningin öll þennan sam-
ræmda. eðlilega biæ, og per-
sónugerðirnar þennan eftir-
tektarverða trúleik.
Kjartan Sigurjónsson, kenn-
ari, las prólógus verksins áður
en tjald reis og flutli þann
skáldskap ágætlega. Kjartan
lék einnig sýslumanninn mynd
uglega. Ármann Bjarnason lék
Jón bónda af hófsemi og skýr-
leik, gerði lir honum viðkunn-
anlegan mann en ekkert skripi.
Gífuryrðin urðu eðlileg orð í
munni hans og fengu gilda
merkingu, en urðu ekki fárán-
legur kjaftháttur drísilmenn-
is ,eins og stundum ber við,
þegar Jón er ofleikinn.
Kerlinguna konu hans lélc
Halldóra Þorvaldsdóttir og fór
með það hlutverk svo að hún
heyjaði sér í fullum mæli þá
samúð áhorfenda, sem nauðsyn-
legt er til þess að jafnvægi leiks
ins haldist. Hún hafði góð tök
á mildinni, sem ekki slær und-
an þrátt fyrir allt, þegar til úr-
slita kemur, og teflir þá jafnt
ekki af sér. Þótt þetta stingi í
stúf rið meðférð annarra leik-
ara, i’askaði það ongan veginn
hinum jafnvæga svip leiksins,
vegna þess hvert eðli og til-
gangur þessa hlutverks er, held
ur gaf sýningunni í heild þann
gust og umbrot, sem nauðsyn-
legt var og skýrði andstasðurn-
ar, svo að hófsemin á hina hlið
ina naut sín því betur. Leikur
Sverris var stórgóður og þrótt-
mikill og framsögn hans áhrifa
mikil og skilrík.
Brynhildur Stefánsdóttir lék
grasakonu og gerði af henni
sannferðuga mynd og töluvert
litríka. Framsögn hennar var
sérstaklega góð.
inn og smámennskuhrottann
sinn á hvora hlið, og þótl hann
nálgaðist ofleikinn stundum
ískyggjlega, fór hann ekki yfir,
markið.
Aðrir leikendur, sem fóru
með hlutverk voru Stefán Egg-
ertsson, Þorvaldur Jónsson,
Jón Þorsteinsson, Jóhannes
Gestsson, Ragnhildur Þörsteins
dóttir. Ingibjörg Einarsdóttir,
Guðni Sigurjónsson. Þon-aldur
Pálmason, Sigríður Einarsdótt-
ir, Steinar Vilhjálmsson og Þor-
valdur Jónsson, sem söng fjalla
svaninn og hefur nokkuö sér-
stæða og hljómfallega rödd.
Allt þetta fólk fór mcð alúð
og góðum skilningi með hlut-
verk sín, en þau eru flest smá-
Við gullna hliðið. Lykla-Pétur (Andrés Jónsson) til vinstri, þá Jón bóndi (Ármann Bjarnason) og kerlingin.
við almættið sem óvininn. Hún
túlkaði hlutv. með eðlilegum
og hógværum hætti alþýðukor,-
unnar, sem er einlæg og sönn
með festuna að bakhjarli hvað
sem á d.ynur, klædd þeim vopn
fasta, heimaofna serki, sem
jafnvel klær djöfulsins
hrökkva af. En það var ekki
fyrirgangurinn í þessari túlk-
un.
Óvininn lék SveiTÍr Guð-
mundsson. sem er allvanur og
lærður leikari og hefur nokkr-
um sinnum sézt hér á fjölum
Þjóðleikhússins. Hann var sá
eini í hópnum, sem bar á sér
ótvírætt snið atvinnuleikarans,
sem túlkar hlutverkið með hik
lausu valdi og stórkarlalegum
tilþrifum, beitir sér og dregur
í minni hlutverkum mátti sjá
ýmislegt, sem allrar athygli var
vert. Til að mynda var leikur
Gerðar Unndórsdóttur í hlut-
verki konu, frillu Jóns kunn-
áttusamlega unnin persónu-’
mynd, leikin af þrótti. Þá
hlaut presturinn í höndum
Guðbrands Valdimarssonar að
vekja athygli fyrir ísmeygi-
lega skarplega tilraun til per-
sónusköpunar og kímilega
týpugerð. Aiulrés Jónsson var
hinn virðulegasti Lykla-Pétur
og gætti vel hins mannlega,
sem ekki má þurrkast af hlut-
verkinu en hefði ef til vill
mátt skerpa útlínur betur.
Jakob Guðmundsson sýndi
skemmtilega mynd af rikis-
bubbanum með undirlægjuhátt
Kerlingin á Himnagöngunni hittlr vegfarendur á leið niður.
myndir til fyllingar og skýring-
ar, og um sum þeirra má segja,
að þau eigi vaíasamt erindi í
leikinn.
Búningar voru flestir vand-
aöir og gervi lýsandi í bezta
lagi. Þó gat ég ekki fyllilega
fellt mig við allt það hvítflæði,
sem yfirþyrmir sviðið í síð-
ustu atriðum leiksins, eftir að
til himnaríkis kernur. Ég held,
að höfundur hafi ællazt til
meiri sundurgcrðar og sterk-
ari litaskipta, og færi það bet-
ur. Auk þess þurfa þcir fram-
liðnu helzt að vera dáiítið
mannlegri, halda sér betur, svo
að samrýmist inntaki verksins
og anda.
Sýning sem þessi, unnin og
æfð af áhugafólki, sem aíla
daga er bundið við störf í sveit,
er ekki aðeins vitni um félags t
lynt fqlk og þróttmikið félags-
starf, heldur lislaviðburður,
sem fullkomin ástæða er til að
veki athygli út fyrir sveita-
mörk. Hún gefur sýn til fleiri
leiða hugtækrar listtúlkunar
en uppfærsla lærðra og þaul-
æðra atrinnuleikara, og hún
sýnir leikvcrkið eigi sjaldan í
öðru og nýju Ijósi, víkkar
hring þess og fyllir. Túlkun
áhugafólks er oft og cinalt
trúrri við verkið, skilar því
stundum hreinu og skýru, sem
atvinnulqikarinn yfirskyggir
cða brenglar með valdi sínu og
tilþrifum. Ég hafði áður aðeins
séð Gullna hliöið í meðferð
stórleikara, en eftir að hafa séð
þessa ágætu sýningu áhuga-
fólksins í Logalandi, leikur í
mínum huga ofurlítið annað
Ijós um þelta verk. En svo fer
vafalaust jafnan fyrir hverj-
um Ieikhúsgesti eftir hverja
nýja sýningu, sera til einhvers
hefar verið faarð á fjalir. AK