Tíminn - 10.03.1971, Side 10

Tíminn - 10.03.1971, Side 10
ro MIÐVIKUDAGUR 10. marz 1971 TIMINN THOMAS DUKE: NINETTE 32 — E1 þú hefur hug á plássinu, get ég kannski fylgzt með og lát- ið þig vita. ,.Hafnsögumaðurinn“ gaut lævíslega tii hans augunum. Maríus vætti varir sínar í æsingi. — Það er ekki svo að skilja — ■növitað vona ég. . . Francois verður náttúrlega búinn að ná sér þcgar kappsiglingarnar byrja, cn ef að það yrði þarna einhver mögulciki, vona ég a'ð þú látir mig vita. „Hafnsögumac'urinn" dró aug- un i pung' og kinkaðj kolli tals- vert íbygginn. — Það er aldrci að vita, sagði hann skrækur að vanda, og geispaði. — Fáðu þér í glas, sagði Marí- us, og ýtti til hans rauðvínsflösku. — Þú getur fengið að sofa í seglakompunni í nótt ef þú vilt. „Hafnsögumaðurinn" skoðaði miðann á flöskunni. — Nú .iá, þaö er ódýra tegundin. Það var ckki laust við ásökun í rómnum. — En skítt mei) það, ég tek hana með mér í bólið. Maríus var kominn á fremsta hlunn með að tugta hann dálítið til fyrir þcssa dæmalausu frekju, en stilltj sig á síðustu stundu. — Mundu jDetta með Francois, sagði hann tiltölulega stillilega. XV. Það var kominn morgun. Hardy var í vondu skapi þegar hann vaknaði. Hann gat séð bak- ið á Maríusi úti í horninu. Að venju var hann a'ð ,.malla“ galek. Tveir Grikkjanna voru vaknaðir og sátu súrir á svipinn á koju- stokkum sínum. Þessj dagur mundi tæpast færa þeim nokkuð nýtt, né eftirsóknarvert. Þeir voru kvæntir menn. og urðu að senda næstum hvern einasta eyri til eiginkonu og barna í Grikk- landi. Þeir vissu fyrirfram hvern- ig dagurinn mundi veroa —- ga- lek og vinna — ekkert annað. Maríus var raunar sá af skips- höfninni, sem mest hafði út úr j lífinu. Hið létta, yfirborðskennda samband hans við Sally. kastaði ! honum ekki út í neinar sálrænar 'flækjur. Sjómannaslífið var ákjós- anlegast fyrir ókvæntan mann, sem gat léttilega lyft sér yfir vandumálin. Nokkrar kvöþdstund- ir með stelpu, sem manni þótti vænt um í augnablikinu — og svo búið. Á næstu höfn gat maður svo alltaf litið í kring um sig. Allar dýprj tilfinningar voru ó- æskilegar, ef maður vildi þá ekki baka sjálfum sér allar lifs- og sál- ar kvalir. Hann hafði raunar fengið alveg ágæta útrós í slags- málunum á Welcome Bar. Ja, fjandinn hafi það, var hann þá ekki enn laus við Wivi úr sinni sál? Hann hafði Þó ekkert fund- io fyrir því, þegar hún gekk út með C'harles sér við hlið. En í dag var það eitthvað öðruvísi, innst inni var ormur efasemdar og eftirsjár, sem nagaði og nag- aði. Og svo leiksýningin uppj hjá Ninette á eftir. Hún var ekki vel fallin til þess að sefa sjúka sál. Nei, fjandinn hafi það eí hann skildi kvenfólkið. Þegar öllu var á botninn hvoift var það mellan ein, sem hentaði sjómanninum. Ilinar allar voru óljósar drauma- verur glapsýn, sem endaði jafn- í vonbrigðum og söknuði. Guð komj til, mörg trú og trygg sjó- mannskonan heldur þó heimili fyrir sig og börn sín, svo til fyr- irmyndar er, meðan eiginmaour- inn siglir um öll heimsins höf svo árum skiptir En ef þetta er ekki sjáfskipting og fábjánahátt- ur, veit ég ekki hvað á að kalla það. Maríus lagði galekan frá sér á borðið, auðsjáanlega nokkuð utan við sig. Fjandinn hafi það líka, hugsaði hann, nú riksar sá Gamli um allt dekkið svo ég get ekki komið „Hafnsögumanninum" í land. Vonandi fer hann ckki að hreyfa sig úr seglakompunni. Það yrði meira uppistandið. Hann gat ekki almennilega fundic* sjálfan sig í dag. Nú var hann rélt að segja búinn með sex-metrann. Léttu ;oði kom á hið föla andlit hans þegar hann minntist þess að Franeois væri sjúkur. Ef satt skyldi segja, von- aði hann að Francois yrði sem mest rúmfastur fram yfir kapp- siglingarnar. Það var lúalega hugs að, það vissi hann vel, en það var hans einasli möguleiki. Ilann sneri upp á yfirvaraskeggið, og gaut augunum til Hmíy, sem ein- mitt var að setjast framan á í þessu. Hann virtist heldur ekki vera neitt upplagður. Þaö var kvenfólkið. sem var að gera hann vitlausan. Hann gat ekkj ad því gert að finna til kyrrlátrar sigur- gleði. þegar hann hugsaði til Sall- yar en hann skammaðist sin strax á eftir. Þetta var að miklast á kostnað Hardys. Þrátt fyrir allt, gaf það honum öryggi að standa á bak við atburðina með Ilardy sér við hlið. Larsen skipstjórj gekk eirðar- laus aftur og fram um dekkið. Ilann var nýbúinn að fá sím- skeyti um að hafa snekkjuna sjó- klára klukkan 10. Fjórir Englend ingar höfðu leigt hana til þess að halda veizlu utan við landhelg islinu, til heiðurs prinsinum af Wales. Larsen fór um dekkið á einhvers konar valhoppi og saug ))umalfingurinn ákaflega. en þetta hvort tveggja bar öruggt vitni vax andi ólgum geðsmunanna.i — Ó, hvað hann hataði þessar stríðs- gróðamannasiglingar. Mátti mað- ur þá heldur biðja um að vera aðeins skipstjórj á þrímastraðri skonnortu. Hann horfði hvasst og ekki sem vinsamlegast á hóp ferðamanna. cr safnazt hafdi saman á bryggj- Linni. Það var þokkalegt ástand aö tarna — aldrei ærlegur póker leng : ur. Maríus og Ilardy voru alltaf í i landi. Þeir voru báðir af göflun- um gengnir hér í Canncs. 'Hann reif réiðilega í hinn svarta lubba, sem spratt fram úr hinni blá- rauðu höku. Hann beygði sig aft- urábak og horfði upp til vind- hanans, til að sjá hvaðan hann væri. Svo öskraði hann: — Verið tilbúnir á dekki. Hinir fjórir Englendingar komu um borð klukkan 10. Larsen skipstjóri horfði ckki beint hýrlega á hina fjóra kjól- klæddu herra, sem gengu upp landgöngubrúna. Þeir tilheyrðu ekki „the bright young pcople'* manngerðinni, sem var þó '*vo algeng hér á ströndinni. Á and- litum þeirra var sjálfur lífsleið- inn greinilega uppmálaður. þreyta og þungiyndi var mest á- berandi. Á hæla þeirra fóru þrír skutulsveinar, sem báru stóra tösku á milli sin. Hinir fjórir herrar gáfu til kynna, að þeir hefðu orðio varir við tilveru Larsens skipstjóra, með því að kinka lítilsháttar til hans kolli. en skutulsveinunum gáfu þeir merki um að bera tösk uarnar niður í samkvæmissalinn. Allir báru þeir kíki framan á sér, í afar fínum hulstrum. Þeir töl- uðu saman í hljóði. Bifreið ók að landganginum og fjórar glæsilegar.konur stigu út úr honum, allar í dýrasta skarti. Larsen skipstjóri var líkastur því sem hann hefði fengið slag, þeg- ar dömurnar tipluðu um borð. Þær kinkuðu næstum ósýnilega til hans kolli, þegar þær gengu fram hjá honum, og gáfu sig síðan á tal við hina fjóra herramenn. Sikipshöfnin starfaði á hástigi und ir öllum þessum dýrðarljóma. Maríus var einna líkastur sveín gengli, og sveimaðj á milli lúgunn ar og framm í og seglakompunn- ar, sem var aftur á. Hann var al- veg me'ð lífið í lúkunum. Lágvær- er miðvikudagurinn 10. marz Árdegisháflæði í Rvík kl. 05.55. Tungl í hásuðri kl. 00.13. HEILSl 'OÆZLA Slysavarðstofan í Borgarspítalan- u m er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81312. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði sími 51336. Almeunar upplýsingar um lækna- þjóuuslu í borginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavík ur, sími 18888. Fæðingarheimilið i Kópavogi, Hlíðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er í Ileilsuverndar- stöðinni, þar sem Slysavarðstof- an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími 22411. Kópavogs Apólek er opið virka daga kl. 0—19, laugardaga kl. 9 —14, helgidaga kl. 13—15. Keflavíkur Apótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—14, helgidaga kl. 13—15. Apótck Hafnarfjarðar cr opið alla virka daga frá kl. 9—7, á laugar- dögum kl. 9—2 og á sunnudög- um og öðrum helgidögum er op- ið frá kl. 2—4. M^uusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar- ónsstíg, yfir brúna.. Kvöld- og heigarvörzlu apó(í'ka i Reykjavík vikuna 6.—12 marz annast Laugavegs-Apótek og Holts Apótek 1 ■' '\OMi Skipaútgerð ríkisins: Ilekla er i Reykjavík. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 2.1,00 í kvöld, ti! Vestmannaeyja. Herðubreið fór frá Reykjavík kl. 24,00 í gær- kvöld, vestur um land í hringferð. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fer í dag frá Húsavík til Svendborgar, Rotterdam og Hull. Jökulfell er í Reykjavík. Dísarfell er í Reykjavík. Litlafell fer í dag frá Reykjavík til Vestfjarða. Helga fell fer í dag frá Húsavík til Setu- bal. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mælifell átti að fara í gær frá Augusta til Rvíkur. Nordic Proctor er í Reykjavík. Freyfaxi , átti a'ð .fara í gær frá Amsterdam til Svendborgar. “ ’-'l ÁGSi.fP Skaftfellingar. Skaftfcllingafélagið heldur kaffi- samsæti fyrir eldri Skaftfellinga í Skipholti 70. sunnudaginn 14. marz kl. 3 e. h. — Stjórnin. Kvenfélag Bæjarleiða heldur fund að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 10. marz, kl. 8.30 e. h. Reynir G. Karlsson, framkvstj. Æskulýðsráðs Reykjavikuf kemur á fundinn. — Stjórnin. Skemmtifundur Kveiinadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verður í Slysavarnafélagshúsinu, Ga-andagarði, fimmtudaginn 11. marz og hefst kl. 8,30 e. h. Þar skemmtir Jónas Jónasson útvarps- maður og Inga María Eyjólfsdóttir syngur, við undirleik Ólafs Vign- is Albertssonar. Fjölmennið. — Stjórnin. Kvenfélag Laugarnessóknar bý’ður eldra fólki í sókninni Lil 'sosr s'ssp yoop PAVPS M'G-H/ n • skemmtunar og kaffidrykkju í Laugarnesskólanum, sunnudaginn 14. marz kl. 3. Gerið okkur þá ánæg.ju að mæta sem flest. — Nefndin. K'RKJAN Laugarneskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Garðar Svavarsson. LEIÐRÉTTING A bls. 19 í Tímanum í fyrradag er mynd af knapa og hesti og slend- ur undir: „Þorkell Þorkelsson á Faxa“. Þetta er rangt. Á hestinum er Aðalsteinn Aðalsteinsson og hesturinn heitir Neisti. ÁRN^D HEILLA 80 ára er í dag, miðvikudaginn 10. marz, Salótne Kristjánsdóttir frá Sveinsstöóum í Dalasýslu. nú til heimilis að Austurbrún 6, Rvík. Salóme mun taka á móti gestum að Bolholti 4, eftir kl. 20 í kvöld. 7POSS /WiW RO80EP TPS PA/L APL> L/A'PLyPP£ TPPQVPSWMO POB0/TP 77/P 0/Wy-A/7P T7/AT MP.4//S /M i-vpovg -' mss.‘P/?/T/: /S/LT Lvoprwo W/m .MPAMW/ZT, JV/mr//£P£AL PAA/y PCP9EPS ■ ■ ■ i-r- /VSJUST GOTUSA UOB.AS 0/G AS TP£LASTBA//A'UO0 — Pinkcrton maðurinn skaut á okkur. — Griman hlýtur að bafa gert hann skclkaðan og Blake sagði lionum, að skemindarvargarnir værn hér nálægt. Seinna, er Newton að lesa skeyti — Hm, Childs segir, að Blake trúi að hann sé Pinkerton-maðurinn og liann sé húinn að finna tvo menn til að skclla skuldinni á.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.