Tíminn - 10.03.1971, Page 13
mmMGVR 10. marz 1971
ÍÞRÖTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
13
SpámaSur ofekar að þessu sinni
beitir Jóhann Guðbjörnsson. stræt
isvagnabílstjóri. Jóhann hefur
ásaant syni sínuim Kristjáni og
félaga hans Guðmiundi Sigurvins
syni, unnið þá hæstu upphæð, sem
um getur í getraununum hér á
landi, eða 403 þúsund krónur. Það
fengu þeir er þeir sendu inn 100
seðla fyrir nokkru og voru þá
með 1 seðil með 12 réttum og 6
rnecí 11 réttum. Fyrir utan þessa
upphæð hafa þeir svo fengið einu
sinni 7 þúsund krónur og einu
sinni 20 þúsund.
■: .
:-.v;x-íS:-x:
lil
GÍSLI BLÖNDAL kom íslenzka liðinu á bragSið meS tveim fyrstu mörkunum í jafnteflisleiknum við Rúmenana
Gren búinn
að svara!
Gunnar Gren, knattspyrnu-
maðurinn og þjálfarinn frægi l
frá Svíþjóð, sem Valsmenn
sendu tilboð um að gerast
þjálfari 1. deildarliðs þeirra í
knattspyrnu, hefur nú svarað
bréfi Vals, sem sent var fyrir;
þrem vikum.
í svarinu segist hann hafa
áhuga á að koma til Vals, og
þjálfa liðið í siunar. En ekki
er ftruggt hvort úr því verður.
Valsmenn eru nú að athuga \
sinn gang og kanna málið bet-
ur, og verður því nokkur bið
á því, að hægt verði að birta
ðrugga frétt um, hvort þessi
frægi leikmaður og þjálfari
kemur.
— klp.—
Spá Jóhanns, sem er mikill
Arsenal-aðdóandi er þessi á seðli
nr. 10:
Lcikb 18, man 1971 1 X 2
BlAckpooi — Lesds %
Coventry — Liverpooí X
CryefaJ Fakce — Awenal X
Derby — Manoh, City v
Evortoa — Stoka X
HuddereSdd — Burnley /
Ipswioh — Newcastía /
Mftn, TJtd, — Nott*m Fof. u
Soutlwmpton — W SÁ, /
Tottenham — Chabea X
WoIvm — West Ham /
Bwindon — Leicester £
Hjalti hélt upp á afmælið!
Glæsileg markvarzla hans á síðustu mínútum leiksins við heimsmeistarana frá Rúmeníu, í hans 50.
landsleik, nægði til jafnteflis, 14:14
Jóhann Guðbjörnsson
Klp-Reykjavík, þriðjudag.
Síðari landsleikurinn við heims
meistarana frá Rúmeníu, verður
Hjalta Einarssyni, markverði,
örugglega minnisstæður leikur.
Þar lék hann sinn 50. landsleik
fyrir ísland x handknattleik, og
sjaldan eða aldrei hefur hann
sýnt aðra eins markvörzlu og á
lokamínútum þessa leiks. Þessi
leikur verður honum jafn minnis
stæður og fyrri leikurinn við
Rúmeníu var mikil martröð. Hann
sýndi að erin er ,,gamli maður
inn“ eins og félagar hans ungu í
handknattleiknum kalla hann, fær
um að róta svo í gömlu glæðun-
um, að skíðlogi — og svo sannar
lega brann glatt hjá honum á
hinum eftirminnilegu lokamínút-
um.
Hjalti kom í markið í síðari
hálfleik, og tók þá við af félaga
sínum úr FH, Bjrgi Finnbogasyni,
sem hafði mátt sjá á eftir 11
skotum í netið í fyrri hálfleik,
þar af 5 í röð á síðustu 6 mínút
um hálfleiksins, en á þeim kafla
breyttu Rúmenarnir stöðunni úr
7:6 fyrir ísland í 11:7 fyrir þá.
Þennan 4 marka mun tókst ís-
lenzka liðinu að minnka í 11:9 í
byrjun síðari hálfleiks, en þá
komu 3 mörk í röð frá Rúmenum
á nokkmrn mínútum — allt mörk
sem Hjalti Einarsson gat ekki ráð
ið við — tvö hraðupphlaup og
eitt vítakast. Fleiri urðu mörkin
ekki, =em gamla kempan lét fara
inn hjá sér. Geir Hallsteinsson
minnkaði bilið í 14:10 oig síðan
var hann aftur á ferðinni með ann
að mank 14:11. — Gísli Blöndal
minnkaði muninn í 14:12 með
vítakasti og Björgvin Björgvins
son í 14:13 með glæsilegu xnarki
af linu.
Á þessum tíma hafði Hjalti var
ið glæsilega hvað eftir annað, og
smitao'ist liðið af honum, og leik
ur þess var ofsalegur — í einu
orði sagt. Þegar 4 mínútur voru
til leiksloka jafnaðj Viðar Símon
arson leikinn, 14:14, en það mark
var heldur ódýrt, því markvörður
Rúmena sló knöttinn í eigið mark
eftir Jaust skot hans.
Síðustu 4 mínúturnar voru æsi
spennandi og öllum ógleymanleg-
ar. Glottið sem komið var á and
lit Rúmenanna, þegar þeir höfðu
5 mörk yfir, hvarf með öllu og
þeir tóku á honum stóra sínum
við að reyna að skora, en allt
kom fyrir ekki — Hjalti Einars
son sá um það. — Andstæðingur
Hjalta í hinu markinu sýndi ekki
síðri leiik á þessum kafla, en
hvað eftir annað varcíi hann ótrú
legustu skot, frá stórskyttunum
íslenzku.
Þegar flauta tímavarðarins gall
við í leikslok, og JAFNTEFLI VIÐ
HEIMSMEISTARANA VARÐ
STAÐREYND, urfðu fagnaðarlætin
í Laugardalshöllinni slík, að sjald-
an eða aldrei hef ég heyrt annað
eins. Menn gátu líka fagnað vegna
þessa, en það hefði örugglega ekki
verið gert, ef Hjalti Einarsson
hefði ekki náð að sýna sínar gömlu,
góðu hliðar. Hann opnaði augu
hinna fyrir því, a@ leikurinn væri
ekki tapaður, þótt fimm mörkum
munaði, — það gaf vítamínsspraut-
una, sem dugði.
MÖrk íslenzka liðsins skoruðu:
Geir Hallsteinsson 6,
Gísli Blöndal 3,
Ólafur Jónsson 2,
Viðar Símonarson 2,
Björgvin Björgvinsson 1.
JOE FRAZIER sigraði CASSIUS CLAY
„Orðhákurinn frá Louisville"
— Var stöðvaSur af Joe Frazier í keppninni um heims-
meistaratitilinn í þungavigt
Milljónir manna um lieim allan
sátu við sjónvörp sín eða við
útvarpstæki, til að fylgjast með
lýsingu á hnefaleikakeppni aldar
innar, sem fram fór í Madison
Square Garden í fyrri nótt, en þá
mættust þeir Joe Frazier núver
andj handhafi heimsmeistaratit-
ilsins í þungavigt í hnefaleikum
og „orðliákurinn frá Louisvillc",
Cassius Clay, sem hafði þann titil
fyrir 3 áruin.
Mikill áhugi var á leiknum,
enda varla farið framhjá neinum
læsum manni í heiminum. að hann
ætti að fara fram, því flest ef
ekki öll blöð höfðu skrifað mikið
um hann og keppendurna báða.
Að vanda hafði Cassius Clay
haft stór oi'ð um mótherja sinn,
og hafði lofaö því að leggja hann
að velli í 7. lotu. Frazier talaði
aftur minna, en gerði þess meira,
því hann lék sér að því að lumbra
á Clay í nær öllum lotunum.
í fyrstu 4 lotunum hafði Clay
betur. Hann dansaðj í kringum
Frazier, og kom á hann hverju
högginu á fætur öðru, en eftir
hvert högg veifaðj hann til áhorf
enda, sem voru um 20 þúsund.
Dansinn og veifið hætti eftir
4. lotu, því þá tók Frazier að
pumpa járnhnefum sínum í
skrokk Clay — en það eru víst
engin smá högg. Clay skorti allan
hraða til að komast undan þess-
um höggum, og fór svo að lok
um að hann var kominn í vörn.
en Frazier sótti,
Clay reyndi að koma rothöggi
á Frazier, en var langt frá aö
takast það. í síðustu lotunni, var
Clay orðinn útkeyrður, og þá
sendi Frazier hann í gólfið, en
Clay náði að standa á fætur þegar
dómarinn hafði talið upp að fjór
um.
Dómararnir þrír dæmdu Frazi-
er sigurinn, og var enginn ósam
mála því. — En dómarnir voru
11:4—9:6—8:6 (og ein jöfn) fyrir
Frazier.
Ekkert heyrðist í Clay eftir leik
inn, og var áiit manna að hann
hefði kjálkabrotnað, en bað var
eina ástæðan. sem mönnum gat
dottið í hug, þegar hann vildi
ekkert segja. S o var þó ekki —
,.ori7hákurinn“ var hreinlega orð-
laus.
STRIGASKÓR
Allar stærðir
SOKKAR í öllum litum
LEIKFIMIBUXUR í ölium litum
Badmintonspaðar og töskur
Hulstur fyrir badmintonspaSa
Markmannapeysur
og
„ _ stakar síðbuxur
^voruvet^
5 -f-i
Klapparstíg 44 — sími 11783
POSTSENDUM