Tíminn - 26.03.1971, Side 8
Stór bænda-
ferð um
Norðurlönd
nó í sumar
EJ—Reykjavík, finuntudag.
Búna'ðarfélag íslands efnir
til kynnisferðar til Noregs og
Danmerkur í sumar og geta
þátttakendur verið allt að 84,
en kostnaður við ferðina verð
ur eitthvað innan við 20 þús
und krónur. Eru þeir. sem hug
hafa á a'ð taka þátt í þessari
bændaferð, hvattir til að hafa
samband við Búnaðarfélagið
sem fyrst.
i Búnaðarfélagið hefur á und
•anförnum. árum efnt til bænda
ferða til annarra landa, en
síðasta stóra bændaferðin til
Norðurlanda var farin 1967.
í ár er fyrirhugað að fara
kynnisferð til Noregs og Dan
merkur. Áætlað er að fljúga
til Þrándheims 18. júní. Farið
verður um Þrændalög. Þar
verða bændur heimsóttir, fyrir
tæki bændanna skoðuð og farið
á sögustaði. Gist verður á
bændaskóla í nágrenni Þránd
heims í 4 nætur, en daglega
verður farið í kynnisferðir. Ek
> síðan suf/ r Guðbrandsdal,
og gist eina nótt í Lillehamm
er. Þar verður byggðasafnið
skoðað og ýmislegt annað. Það
an verður ekið til Osló, en
að kvöldi 23. júní verður farið i
með skipi til Kaupmannahafn
ar, qg gist þc.. næstu 4 nætur.
Tvær ferðir eru fyrirhugaðar ;
frá Kaupmannahöfn, önnur
suður á Fjón en hin til Norð
ur-Sjálands. Farið verður með
leiguflugvél báðar leiðir kom
ið verður heim 28. júní. Þátt
takendur geta orðið allt að
84. Ennþá er ekki nákvæmlega
vitað, hver kostnaður verður,
en gert er ráð fyrir. að ferðin
kqgti eitthvað innan við kr.
20 þús. Er þá miðað við, að
gisting, ferðir og flestar mál j
tíðir séu innifaldar í þátttöku!
gjaldinu. Fararstjóri verður í
Agnar Guðnason. Þeir, sem j
óska eftir að taka þátt í þess j
ari bændaferð Búnaðarfélags j
íslands ættu sem allra fyrst 1
að gefa sig fram, við skrifstofu j
félagsins í Bændahöllinni.
5 slasast ilia í árekstri
OÓ—Reykjavík, fimmtudag.
Fimm 'manns slösuðust meira
og minna í gífurlega hörðum
bílaárekstri á Miklubraut kl. 5 i
dag. Ekki er enn hægt að skýra
frá hve mikil meiðslin á fólkinu
eru. en enginn mun lífsliættulega
meiddur, eftir því sem næst verð-
ur komizt. Var allt fólkið, en með
al þess eru tvö börn, flutt á slysa-
deild Borgarspítalans.
Áreksturinn varð með þeim
hætti, að amerískur stádionbíll
var á leið austur Miklubraut og
eftir því sem ökumaðurinn segir
á móti grænu ljósi. En Skodabíll,
sem ekið var í vésturátt á vinstri
akreininni beygði til vinstri áleið-
is suður Grensásveg og þvert í
veg fyrir fyrrnefnda bílinn. Full-
orðinn maður og barn, sem voru í
Skodabílnum köstuðust út úr og
á götuna. Kona, sem ók þeim bíl
fékk slæmt höfuðhögg og meidd-
ist eitthvað meira. Barnið, sem
kastaðist út, er þriggja, ára, en
einnig var fimm ára gamalt barn
í bílnum og fullorðin kona og
meiddust þau einnig. Þegar rann-
sóknarlögreglan hafði síðast spurn
ir af slasaða fólkinu í kvöld var
ekki búið að kanna meiðsli fólks-
ins til hlítar.
Ökumaður ameríska bílsins
kvartaði yfir þrautum í fæti og
var einnig farið með hann á slysa-
varðstofuna, en hann er ekki al-
varlega meiddur.
Skodabíllinn, sem er nýlegur, er
mjög illa farinn eftir áreksturinn
0g nánast ónýtur.
Framhald á bls lb
Frá ráSstefnu Félags háskólamenntaSra kennara um helgina á Hótel Loftleiðum.
(Tímamynd GE)
RáSstefna háskólamenntaðra kennara um Kennaraháskólafrumvarpið
Vilja frestun og algera
endurskoðun frumvarpsins
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
★ Félag háskólamenntaðra kenn
ara gekkst fyrir ráðstefnu um
grunnskólafrumvarpið og frum-
varpið um Kennaraháskóla um
síðustu helgi, og voru samþykkt
ar ítarlegar ályktanir um bæði
frumvörpin. ■
★ Um Kennaraháskólafrumvarp
ið ályktaði ráðstefnan m.a., að
margt þyrfti þar athugunar við
og væri því mikið fljótræði að
amþykkja frumvarpið á því al-
þingi sem nú situr, án þess . að
endurskoðun á því fari fram. Ger
ir ráðstefnan síðan tillögur um
hreytingar á einstökum greinum
frumvarpsins, en þær miða eink-
um að því „að styrkja tengsl
kennaraháskólans við Háskóla ís
iands og tryggja að um raunveru
legan háskóla verði að ræða.“
•Ar Varðandi gn.!nnskólafrumvarp
ið var samþykkt ítarleg ályktun
um breytingar á því, og er þar
einkum lögð áherzla á breytingar
í þá átt að auka lýðræði í stjórn
un skólamála, en fullyrt að frum
varpið auki enn miðstjórnarvald í
skólamálum.
Ráðstefnan var haldin 20. og
21. marz í Hótel Loftleiðum með
þátttöku stúdenta í heimspeki-
deild. Ingólfur A. Þorkelsson, for
maður FHK, setti ráðstefnuna, en
síðan voru fluttar tvær framsögu
ræður: Dr. Bragi Jósefsson hafði
framsögu um grunriskólafrumvarp
ið en Þorsteinn Vilhjálmsson eðl
isfræðingur um Kennaraháskóla
frumvarpið. Síðan voru almennar
umræður. en á sunnudag störfuðu
umræðuhópar að ályktunum, sem
samþykktar voru að lokum ein-
róma á ráðstefnunni.
Ályktanir ráðstefnunnar um
frumvörpin eru mjög viðamikilar,
og verða sendar alþingism. til
athugunar við afgreiðslu málanna
— en talið er sennilegt, að Kenn
araháskólafrumvarpið verði af-
greitt á þessu þingi en grunnskóla
frumvarpinu frestað til næsta
þings.
í ályktúnirini um Kennarahá-
skólafrumvarpið segir, að ráðstefn
an fagni meginhugsun frumvarps
ins um að auka þurfi menntun
kennarastéttarinnar, en telji ýmis
framkvæmdaatriði þess orka tvi
mælis og þurfi að kanna mörg
atriði nánar.
Telur ráðstefnan hagkvæmara,
að Kennarahásk. __ verði deild eða
stofnun innan HÍ, e.t.v. með sér-
stakan fjárhag og sérstaka stjórn,
en með slíku fyrirkomulagi feng-
ist betri nýting fjármuna og starfs
krafta.
Fallist alþingi hins vegar ekki
á frestun og endurskoðun máls
ins, léggur ráðstefnan sérstaka
áherzla á að tengsl háskólans við
lögur við frumvarpið verði sam-
þykktar. Er þar lögð megin
áherzla á að tengsl háskólans við
kennaraháskólann verði sem
mest til að koma í veg fyrir tvö
Framhald á 1' 18.
OÓ—Reykjavík, fimmtudag.
Valgarður Frímann viður*
kenndi í dag fyrir Erlendi
Björnssyni, bæjarfógeta á
Seyðisfirði, að hafa myrt
Ronu sina, Kolbrúnu Ásgeirs-
dóttur, með hnífi. Frlendur
sagði Tímanum, að frásögn
hans af atvikum héfði verið
mjög ruglingsleg og fjarstæðu
kennd, og virtist bera vott um
geðtruflun á háu stit,i.
— Það liggur í augum uppi, sagði
Erlendur, að Valgarður er þungt
haldinn af geðveiki og þarf að fá
lækningu sem fyrst. V^rður hann
væntanlega fluttur frá Seyðis-
firði með fyrstu tiltækri ferð.
Valgarður hefur verið uiidarleg
ur og eins og utan við sig upp á
síðkastið. Sérstaklega bar á þess
um einkennum daginn áður en
v -uaðurinn var framinn. Þeir,
sem umgengust hann þá, bera að
þá hafi eins og slegið út í fyrir
honum og að hann hafi ekki ver-
ið m v n”urn rnjalla, en ekki ver-
ið æstur og einskis ofstopa hafi
gætt í fari hans.
Rannsóknalögreglumennirnir
Niörður Snæhólm og Ragnar
Vignir komu til Seyðisfjarðar í
dag. Hófu þeir þegar rannsókn á
vettvangi.
Eins og sagt var frá í Tíman-
um í gæ~ áttu þau þau Kolbrún
or Valgarður sjö börn. Sex þeirra
voru í skóla á Seyðisfirði. í kvöld
áttu þau að fara áleiðis til Akur-
-vrar, ef flugveður leyfði. Þar
fara þau til ckyldfólks Elzta dótt-
irin er á Akureyri og stundar þar
nám í Menntaskólanuiú.
FÓRNAR-
VIKA f
NÆTSU
VIKU
SB—Reykjavík, fimmtudag.
Fórnarvika kirkjunnar verður
28. marz til 4. apríl. Fórnarvik
an er einn af tekjust. Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar, sem
stofnuð var í janúar 1970 í
þeim tilgangi að hafa yfirum
sjón með öllu hjálpar- og líkn-
arstarfi íslenzku kirkjunnar.
bæði utan lands og innan.
Á fundi með fréttamönnum
í dag, sagði biskup íslands, Sig
urbjöm Einarsson, að tilgang
ur fórnarvikunnar væri að
minna fólk á hinn eiginlega til
gang föstunnar, þ. e. að leggja
eitthvað á sig fyrir trú sina.
og það þyrfti ekiki alltaf stórt
átak til. Andvirði eins vindl
ingapakka gæti gert nokkurt1
gagn og með því að sleppa
hluta af máltíð nokkrum sinn
um og gefa andvirði hennar
til hjálparstarfsins, væri hægt
að gefa hungniðu bami mat.
Andvirði einnar bíóferðar gæti
lika gert sitt.
Tekið er á móti framlögum
til h jálparstofnunar Mrkjunnar
; hjá só&nanwestram og á biskups
! stofu.
1----------------------i
LENTI í
SPILINU
OG LÉZT
OÓ—Reykjavík, fimmtudag.
Skipverji á Sjöstjörnmmi, VE-
92, beið bana er hann lent i í spill
bátsins í morgun. Hét maðurinn
Kristinn Þorbjörnsson, 19 ára,
Framhald á bls. 18.
Valgarður Frimann
Kolbrún Ásgelrsdóttir