Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1971næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 27.03.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.03.1971, Blaðsíða 9
1AUGARDAGUR 27. marz 1971 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason, LndriBi G. Þorsteinsson og t'ómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Rit stjómaiskrifstofur 1 Edduhiisinu, símar 18300 — 18306. Skril- stofur Bankastræti 7. — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195,00 ð mánuði tnnanlands. t lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm Edda hf. Hvenær ? Því miður tókst ekki að ná samstöðu í landhelgis- nefndinni um sameiginlega tillögu, sem lögð yrði fyrir Alþingi og markaði afstöðu þess og þjóðarinnar með til- liti til nýrra og breyttra aðstæðna í landhelgismálinu. Tvær tillögur hafa því verið lagðar fram á Alþingi, önnur af ríkisstjórninni og hin af stjómarandstöðuflokkunum. Þrátt fyrir þetta hafa þó störf landhelgisnefndarinn- ar ekki verið til einskis. Með störfum hennar hefur a.m.k. tvennt áunnizt, sem getur orðið mikilvægt í framtíðinni. Hið fyrra er það, að aiger samstaða virðist nú um það miUi flokkanna, að stefna að útfærslu á fiskveiðiland- helginni, en hafna hinni svokölluðu kvótaleið, sem fólgin er í því að sætta sig við 12 mílna fiskveiðilandhelgi, en stefna að samningum við nálægar þjóðir um skiptingu veiðanna. Allir flokkar virðast nú einhuga um að hafna þessari leið, en stefna að stækkun landhelginnar. í öðru lagi virðist svo einnig vera að skapast fullt samkomu- lag um það, að næsti áfangi eigi að vera sá, að færa fiskveiðilandhelgina út 1 50 mílur frá grunnlínum. Segja má, að það, sem ber á milli stjómarflokkanna, og stjórnarandstöðuflokkanna, sé einkum tvennt: í fyrsta lagi það, hvenær útfærslan eigi að koma til framkvæmda. í öðm lagi það, hvort hlíta eigi ákvæðum brezka land- helgissamningsins um að bera útfærsluna undir Haag- dómstólinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir segja, aS vegna vax- andi hættu á ofveiði og vegna stöðu okkar og sam- herja okkar á hafréttarráðstefnunni 1973 eigum við að færa fiskveiðilandhelgina út sem fyrst og eigi síðar en 1. september 1972. Stjórnarflokkarnir vilja enga ákvörðun taka um þetta. Þeir vilja hafa óbundn- ar hendur til þess að draga útfærsluna í mörg ár, jafnvel allt næsta kjörtímabil. Stjórnarandstöðuflokkarnir segja, að þeir vilji ekki eiga það undir úrskurði Haagdómsins, meðan reglur um víðáttu fiskveiðilandhelgi eru jafn óvissar og nú, hvort útfærslan á fiskveiðilandhelgi skuli öðlast gildi eða ekki. Þess vegna vilja þeir segja upp landhelgis- samningum við Bretland og Vestur-Þýzkaland. Stjórn- arflokkarnir vilja ekki segja þessum samningum upp, en telja þó ekki rétt að leggja útfærslu undir Haagdóminn eins og sakir standa. Þess vegna vilja þeir bíða og fresta aðgerðum um ótiltekinn tíma. Þetta er það, sem mest ber á milli. Stjórnarandstöðu- flokkarnir vilja ákveða útfærsluna strax, en stjómar- flokkamir fresta henni í ótiltekinn tíma. Stjórnarflokk- amir segjast vilja bíða eftir þróiininni, því að hún verði okkur í hag. Því miður er þetta mjög óvíst. 12 mílumar em orðnar almennari regla nú en fyrir 10 áram og öll áhrifamestu ríki heimsins með Bandaríkin og Sovétríkin í fararbíoddi, vinna að því að gera þær að bindandi reglu. Bið getur því orðið hættuleg. Þetta viðurkenna stjómarflokkamir líka óbeint, þvi að þeir segja í öðra orðinu, að óhjákvæmilegt geti reynzt að færa út land- helgina fyrir ráðstefnuna, ef illa horfi um niðurstöður hennar. Stjómarflokkarnir segja, að ekki megi tefla ógæti- æga. Stjórnarflokkarnir bera andstæðingum sínum ábyrgðarleysi á brýn. Það er ekki meiri ógætni eða ábyrgðarleysi að færa út landhelgina nú en 1952 og 1958. Hins vegar er þörfin tvímælalaust enn brýnni. Mesta ógætnir og ábyrgðarleysið nú getur verið fólgið í því að hglda að sér höndum og bíða og gera ekki neitt fyrr en það er orðið of seint. Það gæti orðið áfall, sem aldrei fengist bætt. Þ Þ. PER A. CHRISTENSEN, AFTENPOSTEN, OSLÓ: Gerir unga kyns ríkjunum menningarbyltingu ? Fer svo stiórnmálabylting í kjölfar hennar? HVAÐ er það þá, sem æsku- fólkið er einkum andvígt í gamla samfélaginu? Það er raunar ekki eins margt og halda mætti. Langflestir eru til leiðanlegir að starfa innan „kerfisins", eða með öðrurn orðum að viðurkenna stjórn- máL.stofnanir, jafnvel þó að þeir telji þær ekki starfa eins og haganlegast væri. Meirihluti æskufólksins við- urkennir einnig rétt yfirvald- anna til ákvarðana í málum, sem æskuna snerta. Hann vill þá öðlast aukna þátttöku í þess um ákvörðunum og meiri og fyllri upplýsingar en áður um tilgang hverrar einstakrar ákvörðunar. Þá gerir æskufólkið sér meiri grein en áður fyrir ábyrgð- inni á stjórnmálaþróuninni. Þegar eitt hundrað þúsund ung menni safnast til dæmis saman til þess að andmæla stefnu rík- isstjórnarinnar, ber það fyrst og fremst vott um ósk hvers -‘--staka andmælanda að taka sína eigin. ákveðnu afstöðu og gera hana kunna. Mjög margir þeirra stúdenta sem tóku þátt í síðustu stórandmælunum gegn Vietnam-styrjöldinni, — en það var f Washington í maí í fyrra, — tóku be-.línis fram, að þeir væru þarna komnir af því að þeir gætu ekki lengur látið hjá líða að taka afstöðu. ÞANNIG var tii dæmis ástatt um fjóra stúdenta frá Puerto Rico, en þeir lögðu einnig á- herzlu á annaö mikilvægt at- riði í menningarbyltingu æsk- annar. Þeir voru allir að nema hagfræði við Harvard-háskóla og hafði verið tryggt vel laun- að starf við Bandarískan stór- rekstur að loknu námi. Þeir voru horfnir frá þessu og búnir að ákveða að hverfa að loknu námi til síns heimalands, Puerto Rico, til þess að leggja sinn skerf af mörkuim við efna- hagsþróunina þa_. Þetta er nokkuð algeng af- staða. Laganeminn hallaði sér að stórrekstrinum á sjötta tug aldarinnar og beitti hæfileik- um sínum til að vernda vinnu- veitanda sinn gegn ágengni samfélagsins. Starfsbróðir hans nú kýs yfirleitt heldur að taka að sér annars konar starf, þótt ■err launað sé, þar sem hann getur unnið að þvi að efla hags muni samfélagsins, og vill oft 'áta það ganga fyri: öllu öSru Þess verður með öðrum orð um greinilega vart, að útskrif- aðir háskólaborgarar gera sér miklu ljósari grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart samfélaginu en áður. Þeir kjósa því fremur starf, sem gerir þeim kleift að stuðlr. að framgangi hugsjóna sinna, en að bæla niður eigin skoðanir og afla sér frama með starfi, sem krefji þá verulegra fórna að því er snertir ákveð- inn klæðnað aðferðir og um- gengnishætti. OFANGREINDAR fórnir verða því tilfinnanlegri. sem - '' .......................... NIXON frávik æskunnar frá hefðbundn um hætti er meira. Breytingin gerist bæði hið ytra og innra og er byltingarkennd í báðum tilfellum. Breytingunum hið ytra verður einna bezt lýst með því að vitna í Norðmann einn, sem lauk prófi frá Harvard- háskóla rétt eftir 1960, en ferð aðist um Bandaríkin í fyrra og kom þá í heimsókn til háskól- ans. Hann sagði frá því, að á námsárum hans hefði mátt heita að þess væri krafizt, að piltar væru í jakka og með bindi í matstofu skólans, en þegar hann kom þar í fyrra var hann sá eini, sem var þannig til fara. Hin nýju, ytri einkenni hafa ekki það hlutverk eitt að sýna uppreisnarhug gegn ríkjandi Síðarí hluti samfélagi. Hentisemin hefur sitt að segja eins og hugsjón- imar. Þegar ungur stúdent ein- skorðar klæðnað sinn við fá- einar ódýrar buxur og nokkr- ar litríkar skyrtur, gengur hon um tvennt til. Honum þykir annars vegar þægilegt að geta notað sama klæðnað við fyrir- lestra, á grasvöllunum við skól ann eða annars staðar úti í náttúrunni, í leikhúsinu og í heimsókn hjá vinum sínum og losna þannig við sífelld fata- skipti, en hins vegar er hann eirvig að láta í Ijós andúð sína á efn->' , ’j mati samfélagsins. HIN ytri breyting hefur verið mun me' óberandi, en innr! breytingin á sennilega eft ir að reynast miklu mikilvæg- ari þegar til lengdar lætur Samhliða þ útlitsbreytir. u samfélagsins sem hér hefur :inkum verið gerð að umtals efni, hefur orðið siðferðisleg bylting, sem er 'nnrrlega eft- irt"ktarverð. Hi.i nýju m nn'ngareinkenni hafa ýmist verið kennd við sið- leysi eða ástleitni, en tworugt í rétt. — nema V. í aðmns. að orðið siðferði sé aðeins látið ná til samskipta karls og konu og sérhvert frávik frá viður- kenndum hefðum á því sviði sé annað hvort vottur um sið- leysi eða ástleitni. Sé á málin litið frá öðru sjónarmiði kemui í ljós, að áhangendur hi.. r nýju menn- ingarstefnu víkja að vísu veru lega frá opinberu og viður- kenndu siðferðismati ó þessu sviði, en sýna eigi að síður mikla andúð á siðferðislegri =viksemi. Þeir hylla frelsi ein- staklingsins fyrst og fremst og fyrsta boðorð þeirra er: „Vertu þú sjálfur". Þegar út frá þessu er gengið ber að meta hvern einstakling í umhverfinu eftir því. hvað hann eða hún er, en ekki hinu, hvað þau reyna að vera. Dug- legasti nemandinn í bekknum er ekki metinn eftir námshæfi leikunum, heldur mannkostun- um. Fyrirliðinn í boltaliði skól- ans er ekki metinn eftir hæfi- leikum hans til að senda bolta lan_ og nákvæmt, h 'ldur hinu, hvemig umgengnishættir hans eru og ''vemig honum gengur að ná sambandi við annað fólk. KYNSLÓÐIN nýja tekur við forustu auðugustu og voldug- ustu þjóðar heims á næstu tutt ugu árum. Mat hennar á því, sem mestu skiptir í framtíð- inni, fer að verulegu leyti eftir viðhorfi hennar nú til hinna margvíslegu vandamála sam- félagsins. Athuganir þær, sem gerðar hafa verið að undanfömu á áliti bandarískra valda- og íor- ustumanna á æskunni og við- horfinu til hennar, benda til, að þeir telji framþróunina hafa leitt til þess, að æsku- fólkið hafi verið alið upp við mjög mikið frelsi. Foreldram- ir hafi látið bömin sleppa aö mestu undan heimilisaga til þess að geta ástundað sinn eigin hag, og er þetta eflaust rétt. Hitt skiptir svo öllu máli, hvort þetta hefur orðið til góðs eða ills fyrir samfélagið eins og það er. Æskufólkið, sem ástundar mem.ingarbyltinguna, lítur síð- ur á málin frá þessu sjónar- horni. Hennar aðal áhugamál er, hvernig fara eigi að því við ríkjandi aðstæður að hefja mótun 'ieima, sem sé mannúð- legri og síður skaðleg ein- staklingnum en það samfélag, sem við nú búum við. ENN getur enginn vitað, hver þróunin verður í fram- tíðinni. Ungu kynsléúnni hef- ur verið gefið að sök að að- hyllast „kommúnisma", „bylt- ingu“, „siðleysi" og „bama- skap“. Við nánari kynni af einstök- um áhangendum menningar- byltingarinnar kemu' í ljós, að þeirn er mest í mun þörfin á að mót betri heim, . Ja ska sér nýja tilveru eins og frumhprjarnir, si.m lentu ..Mayflower" víð Plymouth Framhald á bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 72. Tölublað (27.03.1971)
https://timarit.is/issue/263255

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

72. Tölublað (27.03.1971)

Aðgerðir: