Tíminn - 23.05.1971, Page 5

Tíminn - 23.05.1971, Page 5
 bjuggu þau saman um langan tíma. Þau gátu hins vegar ekki gifzt, þar sem Lewis var kvæntur og ensk lög leyf'ðu ekki skilnað. Eliot ávann sér frægð sem skáld sagnahöfundur með skáldsögunni Adam Bede árið 1859. og síðan komu aðrar skáldsögur sem vöktu mikla athygli, þar á meðal Midd- lemarch. Skáldsögur Eliot fjalla yfirleitt um líf alþýðufólks í litlum bæj- um, og er oft lögð sérstök áherzla á að lýsa sálfræðilegri þróun einstaklinganna. Þykir George Eliot vera í hópi beztu skáldsagna höfunda Englendinga fyrr og síð- ar, og verður gaman að sjá hvernig tekizt hefur að koma skáldverki hennar í kvikmynda- búning. Fyrsti þátturinn verður sýndur á mánudagskvöldið kl. 21.25 FLOKKAKYNNlNG í SJÓNVARPINU Á þriðjudag og miðvikudag verð ur kynning á stjórnmálaflokkun- um í sjónvarpinu, ein klukkustund hvort kvöldið. Hver flokkur hef- ur 20 mínútur til umráða, og verður dregið um röð þeirra þeg- ar að útsendingunni kemur, en flokkarnir ei-u Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag, Framboðsflokkur, Framsóknarflokkur, Samtök frjáls lyndra og vinstri manna og Sjálf- stæðisflokkur. Þrír flokkar eru kynntir hvort kvöldið. Dagskrá þessar voru teknar upp í sjónvarpssal í gær, laugar- dag, og ráða forystumenn flokk- anná efni þeirra. Verður forvitni- legt að sjá hvernig þeir kynna flokka sína. TVÆR FRÆÐSLUMYNDIR í sjónvarpinu í næstu viku verða tvær fræðslumyndir um fjar- læg lönd, sem geta verið athygl- isverðar. Fyrri mvndin er á sunnudag- inn og hefst kl. 21.40. Nefnist hún Frá landi morgunroðans, og fjallar um Japan nútímans. Mynd in er norsk og lýsir þeim ótrúlegu framförum í tækni og vísindum, sem orðið hafa í landinu frá stríðslokum og ýmsum vandamál- um í því sambandi, m.a. hinnj al- varlegu mengun andrúmsloftsins í stórborgum landsins — en sú mengun er alræmd um allan heim. Hin myndin er sýnd á þriðju- dagskvöldið og hefst kl. 22.15. Hún nefnist Zúlúland, og er frá austanverðri Suður-Afríku, þar sem hinir þekktu Zúlúsvertingjar lifa enn. Er fjallað bæði um gamla og nýja þjóðhætti Zúlú-manna, sem eitt sinn voru hvað mestir hermenn í Afríku. AKB Sjónvarpsieikritið, sem sýnt verður á sunnudagskvöld nefnist „Hún kallaði mig döfuls morðingia". Fjallar það um hugarástand bifreiðastjóra, sem orðið hefur bprni að bana í umferðlnni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.