Tíminn - 28.05.1971, Síða 6

Tíminn - 28.05.1971, Síða 6
TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. maí 1971 Séo yfir kauptúnið á Þórshöfn á Langanesi. Þúrshafnarbúar hafa unnið ðtullega að því að treysta atvinnulif staðarins Mikil bylting hefur orðið á at- vinnuháttum á Þórshöfn á und- anförnum árum. Á meðan upp- bygging herstöðvarinnar á Heið- arfjalli stóð yfir, unnu margir Þórshafnarbúar þar um langan tíma. Síðan komu síldarárin, og síldarverksmiðjan á Þórshöfn er minnisvarði um þau. Þegar svo bæði síldin og herinn hurfu, er von að Þórshafnarbúar hafi ftiisst spón úr aski sínum, en 'þá varð að leita nýrra úrræða í atvinnumálum staðarins. Frysti- hús var fyrir á staðnum, en stóra og góða báta vantaði tíl- finnanlega til að tryggja hrá- efnið. Þegar fréttamaður Tímans ræddi við Pálma Ólason, skóla- stjóra á Þórshöfn, fyrir nokkru, lá því fyrst við að spyrja hann um þessa uppbyggingu, sem átt hefur sér stað í fiskiskipaflot- anum, en Pálmi er jafnframt framkvæmdastjóri frystihússins. — Ég tel, að náðst hafi þó nokkur árangur að undanfömu, hér á Þórshöfn, við að komast yfir atvinnutæki. A rúmlega einu og hálfu ári komu hingað tveir nýsmiðaðir bátar, Skala- nes, sem smíðað var í Stykkis- hólmi, og Fagranes, sem imíð- að var á Seyðisfirði. Þá eignuð- umst við fyrir nokkru togskipið Hörpu, sem nú heitir reyndar Rauðanes, eftir að það komst í eigu nokkar á Þórshöfn. Þá eru einir fimm dekkbátar gerðir út héðan og auk þess um 20 trill- ur vor og sumar. Með þessum fiskiskipakosti á að vera hægt að tryggja frystihúsinu hráefni, og skapa þar ineð fjölda fólks vinnu. — Afkonia fólks byggist þá á tilvist frystihússins og bátanna? — Já, hér eins og víða ann- ars staðar er frystihúsið burðar- ásinn í atvinnulífinu, og bví rið- ur á miklu að halda því gang- andi. Kaupfélagið á frystihúsið, en leigir það Hraðfrystihúsi Þórshafnar hf. Þegar mest er, vinna allt upp í 60 manns a vcg- um hraðfrystihússins, og allar líkur eru á þv£, að okkur vanti vinnuafl á næstu mánuðum. — Er grásleppan stór liður í framleiðslunni á staðnum? — Já, hún er töluvert stór liður, því að hér voru'grásleppu hrogn verkuð í um 1000 tunnur í fyrra, sem var £ kringum níu milljón króna virði £ útflutn- ingi, en framleiðsluverðmæti frystihússins var 26,8 milljónir króna. — Var það ekki mest þorskur. sem var unninn i frystihúsinu? — Jú, mest þorsKur, en þess má geta, að við heilfrystum kola bæði á Bretlandsmarkað og svo einnig á Astralíumarkað. — Hefur ekkert vetið leitað að rækju eða hörpudiski hér i kringum Þórshöfn? — Nei, það er nú heldur lít- ið, um það. Þnð hefur aldrei ver- ið hlustað á okkur, þegar við höfum verið að biðja um að leit- að yrði að rækju eða hörpu- diski hér á miðunum nálægt’ Þórshöfn. Það er áreiðanlega nóg af þessum fisktegundum hér í kringum okkur, en það vantar bara að leita. — Svo við snúum okkur að svolitið öðru, Pálmi. Hvemig eru lækijiamálin hér á Þórshöfn? Hér er reisulegur læknisbústað- ur en enginn læknir. — Já, hér er reisulegur lækn- isbústaður, ekki vantar það, en aftur á móti höfum við ekki haft lækni hér búsettan síðan sumarið 1968, en 1967 var hér síðast fastur læknir, og höfðum við þá í mörg ár á undan haft lækni búsettan hér. Læknaþjón- ustu fáum við frá Vopnafirði, og kemur læknirinn þar hingað einu sinni í viku, þegar fært er. Þetta er alveg óviðunandi ástand og algjört öryggisleysi. Fyrir ut- an þetta fylgir mikill kostnað- ur þessu læknisleysi, og þannig get ég til dæmis nefnt, að fing- þarf að fá flugvél alla leið frá Akureyri, til þess að ná í mann- inn og fara með hann til Akur- eyrar og til baka. Þetta ferða- lag kostar fjórtán þúsund krón- ur ,en að vísu greiðir sjúkrasam lagið hluta af kostnaði við sjúkraflugið. — Hvað eru margir íbúar hér á Þórshöfn? — Hér eru nú um 419 íbúar, og þar af eru um eitt hundrað á skólaskyldualdri. — Er nóg húsnæði hér? — Nei, hér er skortur á íbúð arhúsnæði, og höfum við áhuga á að koma af stað húsbygging- um, en ekkert er ákveðið um þá framkvæmd ennþá. — O — Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Langnesinga, Þórshöfn, er Bjarni Aðalgeirsson frá Húsa- vík. Fréttamaður hitti hann á skrifstofu kaupfélagsins í kaup- félagshúsinu, sem er nokkurra ára gamalt, og svarar vel kröf- um tímans. — Hvaða rekstur hefur kaup- félagið aðallega á sinni könnu, Bjarni? — Kaupfélag Langnesinga rek ur verzlun á tveim stöðum á fé- lagssvæðinu, eða hér á Þórs- höfn og svo á Bakkafirði, þar sem útibú félagsins er. Fé- lagið á frystihúsið hér á Þórshöfn, en leigir það Harð- frystihúsi Þórshafnar. Á efri hæð frystihússins er svo slátur- hús. Við rekum hins vegar enga útgerð og höfum ekki með hönd um neins konar fiskvinnslu. Mjólkursamlag rekur félagið hér, og þar er unnið úr mjólk, sem berst að úr nágrannasveit- unum, og framleitt er smjör, rjómi, súrmjólk og skyr, auk þess, sem íbúar Þórshafnar fá þaðan sína neyzlumjólk. Á sumr- Framhald á 11. síðu. urbrotni maður hér á Þórshöfn, BJARNI AÐALGEIRSSON kaupfélagsstjóri PÁLMI ÓLASON skólastjóri :. ' ' Á myndinni til vinstri er Þorfinnur ísaksson, verkstjóri i frystlhúsinu, að ræða við konurnar i snyrtingunni. Að ofan til vinstri er verzlunar- og skrifstofuhús Kaupfélags Langnesinga og að neSan sér yfir fjörvna, þar sem bátarnir stóðu enn uppi, en fyrir ofan er póst- og símahúsið til vinstri og hús sparisjóðsins tii hægri. (Tímamyndir Kári)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.