Tíminn - 28.05.1971, Síða 5

Tíminn - 28.05.1971, Síða 5
s Smart spæjari nýtur mikilla vinsælda. Hann vcrSur á ferðinni i laugardagskvöld i þætti, sem heitir „Casa Blanca". Sigurlaug Bjarnadóttir við Huldu Stefánsdóttur, fyrrv. skólastjóra. Gaman var að heyra Huldu rifja upp ýmislegt frá því í gamla daga og mörgu eftirminnilegu og lær dómsríku geta þeir sagt frá, er muna eftir sér allt frá því fyrir aldamót. Á eftir þessu viðtali hófst hinn nýi myndaflokkur frá BBC, Middle march eða Saga úr smábæ, eftir sögu Elliott. Þessi 1. þáttur vakti áhuga og virðist þarna verða um að ræða góða þætti eins og við var að búast. Síðast á dagskrá þetta kvöld var mynd frá Suður-Afríku og var sú ágæt. LEIKRIT í STUNDINNI OKKAR í Stundinni okkar á sunnudag- Rin — hvítasunnudag — er sýnt íeikrit sem heitir Pipar og salt Og er eftir Guðrúnu Ásmundsdótt Rr, sem jafnframt leikur í leikrit ÍJiu ásamt Kjartani Ragnarssyni, |Qffiu Jakobsdóttur og Helgu ||ephensen. Leikstjóri er Pétur Einarsson. POSTULÍN EFTlR ÖDD BJÖRNSSON fiðar á sunnudag, eða kl. 20,23, verotlr sýnt nýtt sjónvarpsleikrit eftir Odd Björnsson og heitir það Postulín. Leikstjóri er Gísli Al- freðsson, en leikendur Þóra Fnð riksdóttir. Lilja Þórisdóttir, Erling ur Gíslason, Nína Sveinsdóttir, Sig urður Skúlason, Jens Einarsson, Rúrik Haraldsson og Óskar Gísla son. Leikritið stendur í eina klukkustund og fimmtán mínútur. SKÓLASETRIÐ Á LAUGAR- VATNI Á mánudag kl. 20-30 er mynd um skólasetrið á Laugarvatni, en það eru rúm 40 ár síðan héraðs skóli tók til starfa þar. Síðan hafa fleiri skólar bætzt við, og nú eru fimm skólar starfandi á Laugar- vatni. Umsjónarmaður þessa þátt ar er Magnús Bjarnfreðsson. FRAMBOÐSFUNDUR Á þriðjudaginn kl. 21.20 er framboðsfundur í sjónvarpssal, og er sjónvarpað beint frá umræðun um. Þátttakendur frá stjórnmála- flokkunum sex taka þátt í umræð unum, og hefur hver flokkur 22 mínútur til umráða í fjórum um- ferðum — sjö mínútur í þeirri fyrstu en fimm í hinum þremur. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, stýrir umræðunum eins og fyrir síðustu kosningar. BJÖRGVIN 900 ÁRA Á miðvikudaginn kl. 20.55 er dagskrá, sem gerð er í tilefni af níu alda afmæli Björgvinjar í Noregi, og er brugðið upp mynd um úr sögu borgarinnar. Einnig er fylgzt með hátíðahöldum á þjóðhátíðardegi Norðmanna, en þessi mynd er frá norska sjónvarp inu. Eins og sjá má af framansögðu er ýmislegt um að vera í sjónvarp inu næstu vikuna. Til viðbóíar kemur svo margt annað efni, m. a. kvikmyndin Heiða, sem gerð er eftir hinni þekktu skáldsögu, en sú kvikmynd er sýnd á mið- vikudaginn kl. 21.20. AKB.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.