Tíminn - 09.06.1971, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 9. júní 1971
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Jón Helgason. indriói G Þorsteinsson og
Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Rit-
stjómarskrifstofur i Edduhúsinu. stmar 18300 — 18306 Skrif
stoiur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingaslmi'
19523. Aðrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 195.00
á mánuði lnnanlands. 1 lausasölu kr 12,00 eint — Prentsm
Edda hf.
Hvað vill Framsóknar-
flokkurinn?
Reynsla undanfarins áratugs hefur sýnt það greini-
lega, að ríkisstjómin hefur ekki verið þeim vanda vax-
in að ráða við stjórn efnahagsmálanna. Því hefur verð-
bólga vaxið hér tvöfalt örar en í nokkru nálægu landi,
verkföll verið meiri en í nokkru öðru landi, kaupmáttur
láglauna minnkað og landflótti margfaldazt.
Framsóknarflokkurinn telur það annað meginmál
kosninganna, jafnhliða landhelgismálinu, að breytt verði
um stefnu 1 efnahagsmálum og ákveðið verði stefnt að
því að draga úr hinum hraða vexti verðbólgunnar. Þetta
vill flokkurinn m.a. gera á eftirfarandi hátt:
Fylgt verði markvissri áætlun um framkvæmdir og
uppbyggingu atvinnuveganna meS það fyrir augum
að tryggja forgangsrétt þess, sem mest er aðkallandi.
Þannig verði stefnt að því að tryggja stöðuga at-
vinnu og jafnvægi í byggð landsins. Með þessu verði
jafnframt dregið úr skriffinnsku, þar sem margir
aðilar vinna nú að athugunum og skýrslugerð, sem
ættu að heyra undir eina stofnun.
Allt ríkiskerfið og bankakerfið verði tekið til vand-
legrar athugunar með það fyrir augum að draga úr
kostnaði og skriffinnsku, t.d. með sameiningu stofn-
ana og sameiningu banka.
Unnið verði að því að bæta rekstrargrundvöll et-
vinnufyrirtækjanna, án skerðingar á hlut launafólks.
Þetta er hægt að gera með lækkun vaxta, lengingu
lána, útvegun fullnægjandi rekstrarfjár, afnámi og
lækkun ýmissa álaga og niðurfellingum tolla á vélum
og hráefnum til iðnaðar. Þá getur komið til mála að
auka ýmsa styrki, þegar um sérstaka, tímabundna erf
iðleika er að ræða. Áherzla verði lögð á hvers konar
hagræðingu og aukna hagsýni í rekstri. Allt kapp
verði lagt á að leysa vanda atvinnuveganna með öðr-
um úrræðum en gengislækkun. Þá verði reynt að
hjálpa fyrirtækjum til að eignast sem mest eigið
fjármagn og því unnið gegn áformum stjórnarflokk-
anna um að fella niður skattfrjálsa varasjóði atvinnu-
fyrirtækja, en það var hindrað með naumindum á
síðasta þingi.
Unnið verði að bættum kjörum launafólks sem
mest eftir öðrum leiðum en beinum kauphækkunum,.
sem geta leitt til verðhækkana og aukinnar verð-
bólgu. Þetta verði m.a. gert með aukningu húsnæð-
islána, lengingu á húsnæðislánum og afnámi vrsitölu-
kvaða á þeim. Þá verði persónufrádráttur aukinn við
skattálagningu, og felldur niður söluskattur á brýn-
ustu nauðsynjum. Elli- og örorkulífeyrir verði hækk-
aður og þeim, sem engar aðrar tekjur hafa, tryggð
hæfileg lágmarkslaun. Tekin verði upp námslaun,
sem tryggi að æskufólk hafi jafna aðstöðu til mennt-
unar. Tekna, til að mæta útgjöldum, sem af fram-
angreindum ráðstöfunum geti leitt, verði m.a. aflað
með því að skattleggja meira ýmsa miður þarfa
eyðslu. Á þennan og annan hátt verði stefnt að því
að jafna byrðarnar og láta þá greiða mest, er breið-
ust hafa bökin.
Framsóknarflokkurinn vill þannig stefna að því með
margháttuðum, samhliða ráðstöfunum að draga úr verð-
bólgunni og koma efnahagslífi á traustan grundvöll.
Það er því stórfelldur munur á stefnu hans og stjórnar-
flokkanna, sem hafa látið tilviljanir og augnabliks gróða-
hyggju ráða röð framkvæmda og trúað á gengislækkun
sem einhlýtt allsherjarúrræði. — Þ.Þ.
TIMINN
TILLMAN DURDIN, NEW YORK TIMES:
Mao hefur látið útrýma gömlum
hlutum, hugmyndum og venjum
Hið nýja Kína er með allt öðrum háttum en hið gamla
MENNINGARBYLTINGIN í
Kína hófst árið 1966 og stend-
ur enn, eins og kunnugt er.
Eitt af markmiðunum frá upp-
hafi var að útrýma „hinni fornu
femu“, eða gömlum hlutum,
gömlum hugmyndum, gömlum
siðum og venjum.
„Hin forna fema“ var þegar
farin að láta á sjá á fyrstu ár-
um kommúnistastjórnarinnar
áður en menningarbyltingin
hófst, en samherjar Maos í for-
ustu flokksins reyndu að nýta
byltingarölduna, sem reis 1966,
til þess að koma hinu gamla
endanlega fyrir kattarnef.
Á umbrotaárunum 1966 til
1968 var ráðizt harkalega gegn
flestu gömlu og reynt að ráða
niðurlögum' þess, Má í því sam-
bandi nefna gamla trúarsiði,
gamla hjátrú, fornar hátíðir,
fornar þjóðfélagsvenjur eins og
sérstaka brúðkaups- og jarðar-
fararsiði, og ennfremur fornar
venjur í klæðaburði. Reynt var
að tortíma gömlum minjum,
bæði sýnilegum og áþreifan-
legum, gamlar bækur voru
brenndar til hátíðabrigða og
gamlir listmunir mélaðir.
RÁUÐIR varðliðar á ungum
aldri réðust inn á heimili
manna og rifu niður ölturu, sem
táknuðu hefðbundna tignun for-
feðranna í anda Konfúsíusar.
Lokað var þeim fáu musterum,
moskum og kirkjum, sem enn
voru í notkun, og hafizt jafn-
framt handa um veraldlega
notkun þeirra. Nokkrum trúar-
legum byggingum hafði verið
haldið opnum til sýnis fyrir al-
menning, svo sem hinum miklu
musterum Búddatrúarmanna,
Lama og Taoista í Peking, en
þeim var nú lokað og styttur
altari og annar búnaður fjar-
lægður.
„Bannaða“ borgarhlutanum
í Peking var einnig lokað, en
það er afgirt svæði, þar sem
standa hallir, samkomu- og
skemmtihús keisarans og hirð-
ar hans. Frá þessum stað var
Kína stjórnað fram til ársins
1911.
Ég ferðaðist um austanverð
strandhéruð Kína í þrjár vikur
fyrir skömmu, og allt, sem ég
sá, virtist eindregið benda til,
að herferðin gegn „hinni fornu
fernu“ hafi orðið mjög árang-
ursrík.
Ég kom á mörg heimili Kín-
verja, en sá hvergi fjölskyldu-
altari, minningartöflu um for-
feður eða nein tákn hinna
gömlu guða, sem almenningur
í Kína tignaði áður fyrr. Borg-
in Hong Kong ber að mörgu
leyti vestrænan blæ, enda enn
undir brezkri stjórn, en eigi að
síður eru þessi fornu tákn al-
geng á kínverskum heimilum
í borginni.
Ég varð aldrei var við nein-
ar trúarlegar athafnir á ferða-
lagi mínu um Kína, og fylgdar-
menn mínir staðfestu, að þær
væru ekki framar iðkaðar. Trú-
arlegar byggingar hafa verið
MAO formaður
teknar til notkunar sera skólar,
vörugeymslur eða hvildarheim-
ili.
Almenningi er enn synjað
um aðgang að „bannaða“ borg-
arhlutanum í Peking, en þar er
að finna merkilegar minjar um
foma byggingarlist og ýmsar
aðrar listgreinar. Fornum must-
erum og moskum er enn lokað
bæði í Peking og annars stað-
ar, en sagt er þó, að örfáum
sé haldið opnum til þess að
sýna sendinefndum Búddatrú-
armanna og Múhameðstrúar-
manna.
í SÉRSTÖKUM verzlunum í
Peking, Shanghai og Canton
eru til sölu miður góð söfn
fornra kínverskra listmuna, svo
sem postulínsmuna, málverka,
lakkmuna, skartgripa og fleira,
en ekki mega aðrir kaupa en
erlendir ferðamenn. Kínverjar
eiga þess aldrei kost sjálfir að
komast í náin kynni við þessa
fornu listmuni.
Fyrir menningarbyltinguna
var allalgengt að sjá kínversk-
ar konur, sem gengu í fornum
búningum og notuðu fegrunar-
lyf. Nú er forn tízka í klæða-
burði kvenna gersamlega horf-
in og konur ganga í sömu, ósé-
legu bláu og gráu buxunum og
jökkunum og karlmennirnir.
Hvergi gat ég komið auga á
varalit eða andlitsfarða. Konur
eru eins búnar og karlmenn og
ganga að allri vinnu við hlið
þeirra, hvort heldur er erfiðis-
vinna eða skrifstofuvinna, og
fá sömu laun.
Hin gamla, fjölmenna kín-
verska fjölskylda virðist einnig
horfin. Þröngar íbúðir og allar
félagslegar aðstæðui virðast
gera ráð fyrir fámennum fjöl-
skyldum. hjónum og einu til
þremur börnum.
EINA forna hátíðin, sem enn
er við lýði, er haldin á sama
tíma og gamli áramótafagnað-
urinn, sem miðaður var við
tunglárið. Hann heitir að vísu
ekki áramótafagnaður lengur,
heldur vorfagnaður. Hátíðar-
höldin eru ekki jafnlitbrigða-
rík og áður tíðkaðist. Hátíðir
eru að vísu haldnar, en það,
sem þá fer fram, er af stjórn-
málatoganum spunnið, pólitísk-
ar sýningar, pólitískir fjölda-
fundir og íþróttaatriði.
Fornar bókmenntir eru engar
á boðstólum, hvorki kínverskar
né vestrænar. Bókabúðir eru
troðfullar af verkum Mao Tse-
tungs og þeim fáu tímaritum
um stjórnmál, bókmenntir og
læknisfræði og annað ámóta,
sem gefið er út nú til dags.
Ég athugaði bókasafn við
Tsinghua-háskólann í Peking,
og deildin, sem geymdi fornar,
kínverskar bókmenntir, var
þama óskert. Ég leit í fom-
fræga skáldsögu, en þá kom í
ljós, að hún hafði síðast verið
fengin til lestrar í janúar 1967.
NÚ ERU engar foraar óperur
sýndar, engin hefðbundin tón-
list leikin og fom leikrit em
heldur ekki sýnd. Meðan á
menningarbyltingunni stóð vom
samin tfu ný leikrit, og þau
em hvarvetna sýnd, ýmist í
heilu lagi eða þættir úr þeim.
Framkoma fólks er önnur en
áður var og viðbrögð þess
breytt. Brúðkaup og jarðarfar-
ir fara fram með ákaflega
óbrotnum hætti og engin opin-
ber sýningaratriði era þeim
tengd framar.
Almenningur er hreinn og
beinn, en ekki eins kurteis og
áður var. Tíminn virðist skipta
fólk miklu meira máli en áður
var, og sama er að segja um or
sök og afleiðingu, líkt og í hin-
um vestrænu samfélögum.
FLEST hið framandi, svo
sem forn myndræn og hefð-
bundin litauðgi, er horfið úr dag
fari Kínverja, að minnsta kosti
þar, sem ég kom við í ferð
minni. I alþýðulýðveldinu Kína
er- ekki framar að finna neina
„austræna dulúð“, aðeins hvers
dagslegt fólk, sem sinnir hvers-
dagslegum störfum og kemur
vestrænum manni ákaflega
hversdagslega fyrir sjónir, iafn-
vel þótt innan einveldisramma
marxista sé.
Fornir kínverskir málshættir
heyrast af og til. en spakmæli
Maos formanns eru að mestu
búin að leysa þá af hólmi. —
Fyrsti janúar er haldinn hátíð-
legur sem nýársdagur, e.i " ar
hátíðir, auk vorhátíðarinnar,
eru 1. maí og 1. október, þjóð-
hátíðardagurinn.
Fram á sjónarsviðið er kor>
in ný kynslóð. Fjölmargt af
hinu gamla Kína er al14 of óaf-
máanlegt ti] þess að unnt sé
að ætlast til að þ ð hverf: í
svip, en eigi að síður er orðið
til nýtt Kína, með allt öðrum
háttum en það gamla.