Tíminn - 09.06.1971, Qupperneq 9

Tíminn - 09.06.1971, Qupperneq 9
MIÐVTKUDAGUR 9. júní 1971 TIMINN MflMiH 9 Sjálfsmark færði Fram sigur Fram sigraði ÍBK 2:17 í 1. deild í gærkvöldi. — Sigurmark leiksins var sjálfsmark í síðari hálfleik. Eins og við var að búast, þegar beztu varnarlið landsins Fram og ÍBK mættust á Melavellinum í gærkvöldi, var heldur lítið um að vera upp við mörkin í þær 90 mínútur, sem leikurinn stóð. Þess meir var um að vera á miðjum leikvellinum, en margt af því sem þar var gert, var heldur bág- borð og tilvinjanakennt. Flestir bjuggust við því að lítið yrði skorað af mörkum í leiknum, þar sem varnir beggja liðanna eru mjög góðar, en framlínurnar aftur slakar. Svo var þó ekki, því að mörkin urðu 3 — en það ei; mun meir en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Keflvíkingar skor- uðu tvö af þessum mörk- um — eitt í sitt eigið mark — en sigurinn í leiknum var Fram 2:1. Þegar á fyrstu mínútum leiks- ins skoraði Kristinn Jörundsson, skallamark úr mikilli þvögu. Var það hálfgert „klúðursmark" eins og strákarnir segja, — en mark var það engu að síður. Fátt var um tækifæri í fyrri hálfleik. Erlendur Magnússon, Fram, átti þó eitt nokkuð gott, og sömuleiðis Magnús Torfason, ÍBK. Fram var betra liðið þar til á 35. mín. er þeir fengu á sig mark, en eftir það átti ÍBK meir í hálf- leiknum. Mark ÍBK kom eftir horn spyrnu frá Magnúsi Torfasyni, Þor- bergur Atlason, sló knöttinn frá marki, en beint fyrir fætur Frið- riks Ragnarssonar, sem á skemmti- legan hátt afgreiddi hann viðstöðu- laust í netið. Skömmu síðar átti Friðrik mjög gott tækifæri á að skora, er hann komst einn innfyrir vöm Fram, sem þá var illa á verði, en skot hans frá vítateig fór hátt yfir. í síðari hálfleik var lítið um tækifæri, en þess meir var barizt á míðjunni — og oft var það meira af kappi en forsjá, enda mikil harka í mönnum. Á 5. mín. hálfleiksins ætlaði Ástráður að hreinsa frá marki ÍBK en tókst ekki betur til við það en svo að hann skaut í samherja sinn — og knötturinn þaut af miklum krafti í netið. Eftir það mark byrjaði harkarj, sem stundum keyrði um þverbak, og voru báðir aðilar sökudólgar í því. Af þeim sökum fór stundum heldur lítið fyrir knattspyrnunni — meira hugsað um manninn en knöttinn. Framhald á bls. 10. Halldór Guðbjörnsson REYKJAVÍKURMÓTIÐ í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM: Gott hlaup hjá Halldóri í fyrsta Kluta Reykjavíkurmóts ins í frjálsum íþróttum, sem hófst á Melavellinum í gærkvöldi náð- ist beztur árangur í 3000 m. hindr- unarhlaupi. Halldór Guðbjörnsson, KR, sigraði á 9,36,4 mín., sem er betri árangur en hann náði bezt í fyrra. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, hljóp í fyrsta sinn undir 10 mín. eða á 9,59,4 mín. Þriðji varð Jó- hann Garðarsson, Á, 11,03,4 mín. Sverrir Sigurjónsson, ÍR, 11,38,8 mín. Gunnar Snorrason, UBK, hljóp sem gestur á 11,03,0 mín. Fimmtarþrautin var jöfn og sæmileg. Valbjörn Þorláksson, Á, sigraði að venju, ef svo má segja, hlaut 2967 stig. Hann stökk 6,51 m. £ langstökki, kastaði spjöti 51,04 m., hljóp 200 m. á 23,2 sek., kastaði kringlu 39,66 m. og hljóp 1500 m. á 5,42,7 mín. Elías Sveins son, ÍR, varð annar með 2857 stig. (6,02 — 38,60 — 24,6 — 51,48 — 5,11,71. Stefán Jóhanns- son, Á, hlaut 2438 stig (5,56 — 32,94 — 25,1 — 51,24 — 5,44,5). Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, varð fjórði með 2350 stig (6,32 — 35,72 — 24,2 — 23,50 — 5,19,7). Fimmti varð Kristján Magnússon, Á, 2318 stig (5,24 — 35,76 — 25,7 — 28,56 — 4,40,3). Loks var keppt í 800 m. hlaupi kvenna. Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, varð Reykjavíkurmeistari, hljóp á 2,45,0 mín., önnur varð Anna Haraldsdóttir, ÍR, 2,53,9, þriðja Björk Eiríksdóttir^ ÍR, 2,59,6 og fjórða Bjarney Árnadóttir, ÍR, 3,02,4 mín. Ragnhildur Pálsdótt- ir, UMSK, hljóp með sem gestur og sigraði með yfirburðum á 2,38.4 mín. —ÖE. LANDSLIÐIÐ í HANDKNATTLEIK AF STAD, 28 MENN VALDIR TIL ÆFINGA KLP—Reykjavík. Heldur hefur verið hljótt um handknattlcikinn að undan- förnu, enda nú sá tími, scm hand knattlciksmcnn nota til hvíldar eftir átökin frá síðasta vetri og safna kröftum fyrir næsta vctur. Ekki eru þó öll liðin í hvíld, því að þegar hafa a.m.k. 4 þcirra hafið vikulcgar æfingar. Eru það FH, ÍR, Valur og Haukar. En fleiri munu vera að hugsa sér til hreyfings á næstunni. Landsliðið mun einnig fara af stað einhvem næstu daga, en það mun æfa' á áll nýstáflegarí’'* hátt' í sumar. Er hugmyndin að’ þeir 28 ‘irífcnrí; sclrí'valdií* ‘Háfá'" verið til æfinga með landslið- inu mæti á landsliðsæfingu í eina viku í senn í hverjum mán- uði, en þess á milli æfi þeir með sínum félagsliðum. Á þess ari einu viku, sem á að vera í lok hvers mánaðar verður æft öll 7 kvöld vikunnar, og leik- menn þá sérstaklega þrekpróf- aðir. Fyrir skömmu var haldinn fundur með hópnum um þetta æfingaprogram, og mæltist það vel fyrir hjá þeim flestum. Á þessum fundi mættu 13 af 28 boðuðum en auk þeirra voru þar Jón Erlcndsson, landsliðs- nefndarmaður og Hilmar Björns son, þjálfari, sem mun sjá um æfingarnar í sumar. Ekki er að vita hvernig mætt verður á þessar æfingar — en um það lofaði þessi fundur ekki góðu — mikið er í húfi að vel sé haldið á spilunum, því þeg- ar næsta haust verða hér tveir . íáftdsléíkír við Júgóílayíu . og næsta vetur fer undankeppni ’ Ölýriipíuieikanná1 'fram1 -á1 Spáni og er ísland meðal þeirra þjóða, sem tekur þátt í henni. Þeir 28 leikmenn, sem valdir hafa verið til æfinga í sumar eru þessir, Úr FH, Hjalti Einarsson Birgir Finnbogason Kristján Stefánsson Geir Hallsteinsson Úr Val, Ólafur Benediktsson Ágúst Ögmundsson Ólafur Jónsson Bjarni Jónsson Stefán Gunnarsson Jón Karlsson Gunnsteinn Skúlason Úr Fram, Guðjón Erlendsson Sigurður Einarsson Björgvin Björgvinsson Sigurbergur Sigsteinsson Axel Axelsson Úr ÍR, Brynjólfur Markússon •Ágúst''Svavarsson i. i Jóhannes Gunnarsson ÚrVflcing/' 'l Einar Magnússon Jón Hjaltalín Sigfús Guðmundsson Guðgeir Leifsson Úr Haukum, Þórarinn Ragnarsson Stefán Jónsson Viðar Símonarson Sigurgeir Sigurgeirsson Úr KA, Gísli Blöndal Þetta er mikill og stæðileg- ur hópur, en þó finnst manni að gengið hafi verið fram hjá nokkrum góðum handknattleiks mönnum — hvort sem það hef- ur vesið viljandi gert eða ekki. Má þ*r nefna menn eins og td. Guðjén Magnússon, Víking, Sig- urð Jóakimsson, Haukum, Birg- ir Bjömsson, FH, Auðunn Ósk- arsson, FH, Jónas Magnússon, FH, Berg Guðnason, Val, Her- mann Gunnarsson, Val, Amar Guðlaugsson, Fram, Ásgeir Eli- asson, ÍR, Vilhjálm Siguxgeirs . son, ÍR, Emil Karlsson, KR og Ólaf Tómasson, ÍR. Þessir menn eiga eins heima í þessu „stóra landsliði” eins og margir þeirra sem þar eru fyrir. Sjálfsagt er að einhverjir þeirra komi i hópinn, ef þeir sem þar eru fyr- ir ætla að fara að slaka á og mæta ekki á æfingar. Verður gaman að vita hvort svo verður gert þegar á það reynir. Fyrir skömmu fór fram f Moskvu kveSju- leikur fyrir hinn heimsfræga markvörð Lev Yashin. Var leikurinn milli félags hans Dynamo Moskva, sem m.a. lék hér ásamt Yashin á Laug- ardalsvellinum fyrir nokkrum árum, og „heimsliðsins" sem Yashin, valdi sjálfur. Ekki fékk hann þó allt óskalið til að raæta, því margir leikmenn gátu ekki tekið þátt í leiknum, m.a. margir enskir og brasiiiskir leikmenn. Þessi mynd er tekin í upphafi leiksins, sem lauk með jafntefli 2:2. Á myndinni er heimsiiðið ásamt sjálfum heiðursleikmanninum talið frá vinstri: Lev Yashin, Bobby Charlton, Fakketti, Masurkevlch, Schults, Ceszei, Bonev, Jerkoff, Jauz, Gerd Miiller, Duaaiirake, Penya, Zhekyí, Kuna, J(jctor. Angok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.