Tíminn - 20.06.1971, Page 1

Tíminn - 20.06.1971, Page 1
1 ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvöruverzlgn INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 - Simi 1178S. 55. árg. Forsetinn fdl Úlafi Johannessyni tilraun til stjórnarmyndunar Fulltrúar Framsóknarflokksins, Alþýöubandalagsins og Samtaka frjálslyndra komu saman til fundar í gær. Sameiginlegur fundur verður næst haldinn á föstudaginn. KJ-Reykjavík, laugardag. í morgun klukkan tíu kvaddi forseti íslands, formann Framsóknarflokksins, Ólaf Jóhannesson, á sinn fund, og fór þess á leit við hann, að hann gerði tilraun til mynd- unar ríkisstjórnar. Ólafur Jóhannesson tjáði sig reiðu- búinn til að verða við þessum tilmælum forseta. f framh'aldi af þessum til- mælum forseta íslands, kvaddi Ólafur Jóhannesson leiðtoga Alþýðubandalagsins og Sam- taka frjálslyndra á sinn fund klukkan ellefu. Á þessum fundi voru af hálfu Framsóknar- flokksins þeir Ólafur Jóhannes- son, formaður flokksins, Einar Ágústsson varaformaður, Hall- dór E. Sigurðsson alþingismað ur og Eysteinn Jónsson alþing- ismaður. Af hálfu Alþýðubandalagsins mættu á fundinum þeir Ragnar Amalds, formaður Alþýðu- bandalagsins, Lúðvík Jósefsson alþingismaður, Magnús Kjart- ansson alþingismaður og Gils Guðmundst ,n alþingismaður. Af hálfu Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna mættu þeir Hannibal Valdimarsson, formaður samtakanna og Björn Jónsson alþingismaður. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins lýstu því yfir á fundinum, að þeir væru reiðubúnir að hefja viðræður um stjórnarmyndun þegar í stað. Þeir Hannibal og Björn kváðu Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hins vegar ekki geta komið því við að hafa fund hjá sér fyrr en á fimmtudag í næstu viku, og þar af leiðandi hefðu þeir ekk- ert umboð frá Samtökunum, til Ólafur Jóhannesson viðræðna um stjórnarmyndun. Af þessum sökum var sameigin legum fundi ofangreindra þriggja flokka frestað þangað til klukkan tíu á föstudaginn í næstu viku. Þingflokkur og framkvæmda stjórn Framsóknarflokksins Ihéldu sameiginlegan fund í gær, föstudag, og þar var eftir- farandi ályktun gerð einróma: „Framsóknarflokkurinn ósk- ar eftir viðræðum við Álþýðu- bandalagið og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna um samstarfsgrundvöll og sameigin lega stjórnarmyndun þessara flokka“. Á fundinum var stjóm þing- flokksins kjörinn ásamt Ey- steini Jónssyni til að skipa samninganefnd flokksins við framangreinda flokka, en í stjórn þingflokksins eru þeir Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson og Halldór E. Sig- urðsson. Á mánudaginn mun núver- andi stjómarflokkar, Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk urinn, halda fundi, hvor í sínu lagi, og ræða ástandið að lokn- um kosningum. A 2. þús. ungmennafélagar vinna að dreifínga grasfnes og úburðar FB—Reykjavík, föstudag. i ingu grasfræs og áburðar í ogleinnig á staði, þar sem t.d. var Nokkuð á annað þúsund manns við heimabyggðir sínar. Er áburði sáð og borið á síðasta ári. Ung- úr ungmennafélögunum um land og fræum dreift á svæði, sem ekki mennafélagar dreifa á þessu allt vinnur nú skipulega að dreif-1 hafa áður verið tekin fyrir, og svo sumri um 120 tonnum af áburði Ungmennafélagar í Austur Húnavatnssýslu við landgrsðslustörf. (Ljósm. Björn Bergmann) og grasfræi á eigin vegum, sam- kvæmt áætlun, sem Landvernd hef ur gert. Þá má geta þess að ung- mennafélagar dreifðu mjög miklu magni af áburði og fræi í byrjun júní og þá einungis á vegkanta. í því tilfelli lagði Vegagerð ríkis- ins til áburðinn og fræið, en ung- mennafélögin til vinnuaflið, og við allt þetta uppgræðslustarf bætist svo, að einstök félög og félagasamtök sjálf og í samvinnu við ungmennafélög hafa á dag- skrá sumarsins uppgræðsluferðir af þessu tagi. Mætti því ætla, að töluvert ynnist á í uppgræðslunni, þegar svo margar hendur vinna verkið. Þetta mun verða fjórða eða fimmta sumarið, sem ungmenna- félögin helga sig í svo miklum mæli uppgræðslu landsins. Sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Sigurði Gcirdal fram- kvæmdastjóra UMFÍ verður sáð og dreift 77 tonnum á svæði, sem ekki hafa verið tekin fyrir áður, og um 40 tonnum á svæði, Framhald á bls. 10. Graskögglar framleiddir á Stórólfs- vallabúinu SB-Reykjavík, föstudag. Graskögglaframleiðsla er nú haf in á Stórólfsvallabúinu á Hvols- velli. Áætiað er að framleiða í sumar um 800 til 1000 tonn af graskögglum. Stórólfsvallabúið hef ur 330 hektara af ræktuðu landi, sem nýlega var byrjað að slá og er grasið kögglað jafnóðum. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir graskögglum, en ekki er enn búið að ákveða verð á þeim í sumar. Graskögglar hafa verið fram- leiddir í Gunnarsholti undanfarin ár, en hvergi nærri hefur verið hægt að fullnægja eftirspum. Mikið af graskögglum hefur verið selt bændum á kalsvæðum. Jóhann Franksson, bústjóri á Stórólfsvallabúinu, sagði Tíman- um í dag, að graskögglavél hefði verið keypt til búsins frá Þýzka- landi og komið til landsins í marz s.l. Stórólfsvallabúið hefur um 330 hektara ræktaðs lands, þar sem ræktaðar eru ýmsar grasteg- undir, ásamt höfrum og byggi. Nýlega var byrjað að slá og er grasið kögglað jafnóðum. Köggl- arnir eru um 15 cm. í þvermál og lengdin breytileg. Sagði Jóhann, að allir þeir bændur, sem gefið hefðu skepnum sínum grasköggla, létu mjög vel af þeim, enda væri þetta afbragðs gott fóður handa öllum skepnum. Ekki er enn búið að ákveða verð á graskögglum í sumar, en í fyrra kostaði 8 krónur kílóið. Jóhann sagði, að mest af fram- leiðslunni í sumar yrði væntan- lega selt bændum á Suðurlandi — Og ef við fáum jafna sprettu af þessu landi okkar, þá eigum við að geta framleitt allt að 100C tonnum í sumar, sagði Jóhann a? endingu. Birting leyniskýrslna: Bannað í föstu- dagsblaði en birt í laugardagsblaði NTB-Washington, laugardag. Alríkisdómstóll í Bandaríkjun um hefur bannað blaðinu Was hington Post, að halda áfram birl ingu greina, sem byggðar era í skjölum bandaríska Iandvarnaráði neytisins um Vietnam-stríðið. Blai ið hefur ekki skýrt frá, hvaðai það hafi þær upplýsingar, sen það hefur birt fram til þessa. Þegar úrskurðurinn um bannií var birtur, voru prentvélar Wa. hington Post stöðvaðar, blaðP brotið um að nýju og önnur greii Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.