Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 2
2 TÍMINN SUNNUDAGUR 20. júní 1971 --------------------------------------------------- Fulltrúaráðsfundur á mánudaginn Fundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 21. júní, í Framsóknarhúsinu við Fríkirkju- veg, og hefst hann kl. 20:30. Allir aðal- og varafulltrúar í fulltrúa- ráðinu eiga að mæta. Sýnið skírteini við innganginn. — Stjórnin. HABSPLAST I BULLUM CONOLITE Ameríska harðplastið CONOLITE { rúllum, þrjár breiddir, hvítt og viðarlitir. Á sólbekki, borS o. fI., p. fl. Samskeytalaus álíming, selt í metratali og í heil- um rúllum. — Póstsendum. MÁLNING- & JÁRNVÖRUR H.F. Laugavegi 23 — Sími 11295 og 12876. UTBOD r,.ÍiX'ÁJs.:V±^áí:3.,ý. Stjórn verkamannahústaða í Neskaúpslað ðfkát hér með eftir tilboðum í að byggja 6 íbúðir í blokk við Starmýri 17, Neskaupstað. Útboðs og verldýsing verður afhent hjá formanni stjórnar- innar, Gesti J. Ragnarssyni, Miðgarði 4, Neskaup- stað, sími 324 og hjá Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, Laugavegi 77, Reykjavík, gegn 2000 króna skilatryggingu, Tilboðin verða opnuð í skrifstofu bæjarstjórans í Neskaupstað, laugardaginn 10. júlí n.k. kl. 17. TilbDðum ber að skila til stjórnarformanns fyrir þann tíma. Neskaupstað, 18. júní 1971 Stjórn verkamannabústaSa í NeskaupstaS. VEIÐIFELAGIÐ KOLKA í SKAGAFIRÐI ákvað á aðalfundi 18. júní 1971, að leita eftir tilboðum um ræktun og leigu vatnasvæðis Kolku. Tilboð sendist formanni félagsins, Haraldi Árna- syni, Hólum í Hjaltadal, fyrir 28. þ.m. Stjórnin. BILABÆR LátiS skrá bílinn í dag. OpiS til kl. 6. Bíiasalan BÍLABÆR, HöfSatúni 10. Símar 15175 og 15236. Þegar þessi orð eru rituð, er barnaskólum í Reykjavík ný- lokið, og kennslustarfið og prófin okkur kennurum þess vegna í fersku minnk Undanfarin liðug 20 ár hef- ég haft það starf á vorin að gefa einkunnir fyrir skrift við barnapróf í öllum barnaskólum Reykjavíkur ásamt öðrum próf- dómara. Af þeim sökum er mér vel kunnugt um árangur skriftarkennslu barna i borg- inni. Ég tel mig því hafa nokk- ur skilyrði til að ræða lítillega þennan þátt kennslunnar og um skrift yfirleitt. Er ástæða til að kenna skrift? Þannig er spurt og er ekki að furða, þar sem prent og vél- ritun er svo mjög komin í stað handskriftar áður. Vera má, að ritvélar verði í framtíð enn meira notaðar en nú. Þó hygg ég langt í land, að fólk beri þær í vösum sínum eða veskj- . um, svo að þær séu janan til- tækar, ef skrifa þarf kvittun, reikning eða bréf o.s.frv. Eða að hvert barn hafi sína ritvél í skólanum og heima til að rita námsverkefni sín. Og allir þurfa þó að skrifa nafnið sitt, eða undij^ .samninga. Ef þú lúð-. .'stundugi .þlæsilegt). Véííritað nafn er ekki tekið gilt á víxla i eða undir samftinga. Sf þú bið- ur bifreiðarstjóra að gefa þér jiótu, þar sem taka skal ftam hvert var ekið og með hvað, mundi honum þykja þægilegra að skrifa þetta í kvittanaheftið sitt heldur en taka upp ritvél og pikka á hnjám sér í bíln- um. Hugsum okkur, að kennari væri að lesa verkefni fyrir 30 nemendur, sem allir hömruðu á rityélar sínar. Ætli hávaðinn í vélunum trufluðu ekki helzt til mikið? Nei, skriftarkunnátta, og þá um leið skriftarkennsla, er enn nauðsynleg, þótt handskrlft verði ekki notuð í jafn ríkum mæli og áður. Skrift var listgrein. Ýnisir voru óskrifandi eða lítt skrifandi áður fyrr, en talað hefur verið um listaskrif- ara, og eru til gamlar verzlun- arbækur, sem vitna um þá, — hreinustu listaverk. Við ættum líka að muna eftir handritun- um. Þar er víða um listaverk að ræða. Síðar breyttist stafa- gerðin í annað og einfaldara form, sem þjónaði betur hrað- ari vinnubrögðum. Ber ekki fslendingum, þess- ari gömlu og grónu skriftar- þjóð, að -eggja nokkra rækt við forna mennt og kenna og iðka skrift? Ekki er langt síðan það tíðkaðisl nokkuð að fyrirtæki, sem auglýstu eftir fólki til starfa við skrjfstofustörf eða þess háttar, kröfðust skrif- legrar, eiginhandar umsóknar. Rithönd umsækjanda skar þá stundum .. um það, hvort hlut aðeigandi fékk vinnuna. Síðastliðinn vetur kom til mín stúlka um tvítugt, sem vinnur hjá fyrirtæki við ýmis skriflég störf, og bað um til- sögn við að laga skrift sína. Rithönd hennar var reyndar allgóð, en hún sagði að vinnu- veitendurnir heimtuðu af sér góða skrift. Þetta er virðingar- vert af báðum aðilum. Sem betur r9r eru enn marg- ir, er meta góða skrift og jafnvel krefjast hennar. Hinir eru þó fleiri, sem kæra sig koll ótta. Nafn sitt skrifa sumir eins og einhver tákn eða krass, svo þeir einir geta ráðið í nafnið, sem eru kunnugir eða hafa séð það oft. Stundum hef ég fengið í hendur verzlunar- nótur þar sem nafn vöru var ólæsilegt. Þetta hvort tveggja er vítavert. Það ber vott um kæruleysi og skort á virðingu fyrir verkinu og þeim, sem eiga að lesa þetta krass. Menn ættu að kvarta við hlutaðeig- endur, þegar þeim er fengið svona í hendur. Hvers virði er , 4agJ)laí}ið, ef letrið er svo slæmt,. gð það verður naumast lesið? Mundum við ekki kwta? Hcfur skriftin batnað? Yfirleitt er skrift við barna- próf betri nú hér í Reykjavík a.m.k. en fyrir 20 árum. Ástæð- ur eru ýmsar, en einkum held ég, að leiðandi starf Guðmund- ar í. Guðjónssonar í skriftar- kennslu við Kennaraskólann hafi haft áhrif til bóta. Kenn- araefnin hafa fengið betri undirbúning. En árangur skriftarkennslunnar í skólun- um er misjafn. Fer það mest eftir kcnnaranum. „Veldur hver á heldur11. Einum tekst vel að kenna skrift, öðrum miður. Útkoman í þessu efni getur þá líka orðið nokkuð ólík hjá hverjum skóla frá ári til árs, eftir þeim starfskröft- um, sem þeir hafa á að skipa. Kennsla í skrift er vanda- samari en í ýmsum öðrum greinum. Ekki má treysta um of á forskriftarbækur. Þeim verða að fylgja ákveðnar og margendurteknar leiðbeiningar kennarans. Hann verður og að fylgja því fast eftir, að öll skrift nemandar.a sé vönduð svo sem unnt er. Komist nem- andinn upp með óvandaða skrift á stilum eða vinnubók- um, telur han ~ig kannski að- elns þurfa að vanda sig í skrift artímunum svo nefndu. Þá notar hann „span skrift. — Þarna skortir kennarann oftast tíma, aðstæður eða dug til að fvlgja eftir. Stundum þarf að taka nemendur ejfna og láta þá gera upp, en veita þá góðar leiðbeinin;,-r um hvað þurfi að laga og hvernig. Þetta er ekk- ert óeðlilegt heldur sjálfsagt, alveg eins og þegar bömum er hjálpað í lestri eða reikningi einum eða fáum saman. Hér er um höfuðatriði að ræða í skriftarkennsli og viðhaldi rithandarinnar. Ekki skiptir miklu, hvort barnið skrifar hina hefð- bundnu, íslenzku stafagerð eða t.d. formskrift, hvort það hall- ar skriftinni til hægri eða lítið eitt til vinstri eða letrið er lóðrétt. En hægri halli er þó eðlilegastur. Einhvers konar prentletur þarf helzt öllum að vera tiltækt, einkum vegna ferðalaga erlendis o.fl. Kúlu- pennar eru ekki heppileg tæki við skriftaræfingar bama. Þeir gera oft slitrótta drætti, skilja eftir klessur og em óstöðugir í rásinni. Með góðum sjálfblek ungum (lindarpennum) vinnst oftast betur. Kreppt tök og stirðlegar hreyfingar valda oft slæ.-iri skrift. Til að koma í veg fyrir slíkt er gott að nota sérstakar liðkunaræfingar öðru hvom en einkurn fyrstu skóla- árin. Þó að ég telji skriftar- kennsluna hér 1 Reykjavík nokkuð hafa batnað hin síðari ár, er hún víða alls ekki í nógu góðu lagi. Einkunnin 5 er of algeng. Hún er miðuð við skrift, sem að vísu er hægt að lesa en er mjög ljót. Veit ég vel, að ekki er hægt að kenna öllum börnum að skrifa vel. en yfirleitt á lágmarks- krafa við b.rnapróf að vera Iæsileg skrift. Heyrt hef ég kennara segja, að þeir teldu sig ekki hafa góð tök á að kenna skrift. Mér hef- ur bví dottið í hug, að e.t.v. hefðu þeir gagn af stuttu nám- skeiði í skrift og skriftar- kennslu. Endurhæfing er orð. sem menn bera sér mjög í munn nú, og námskeið em haldin í öllum mögulegum greinum. Engat. hef ég þó heyrt nefna námskeið í skrift. Hvers veg .a ekki námskeið í þeirri grein? Ég hef dálítiö borið saman skrift barna hér á landi og á hinum Norðurlöndunum nema Finnlandi. Sá samanburður er að sumu leyti íslenzku börnun- um hagstæður. Og þegar ég leitaði að fyrirmyndum meðal forskriftarbóka þar úti, fann ég ekkert betra né fegurra en okkar skóláskrift. Að sönnu er stafagerð víða einfaldari þar, og byrjunarkennslan er öllu markvissari. En svo er beinni skriftarkennshi mjög viða hætt við lok 10 ára bekkja, og teikni kennurum síðan falið eftirlit Framhald á bls. 10. KOSNINGASKEMMTUN FYRIR UNGT FOLK Skemmtun fyrir ungt fólk, sem starfaði fyrir B-listann á kjördag, verS* ur haldin i Glaumbæ, uppi, næstkomandi þriðjudag, 22. júní, og hefst hún kl. 20,30. Miðar afhentir að Hringbraut 30, eftir kl. 14 á mánud. og þriðjud.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.