Tíminn - 20.06.1971, Síða 3

Tíminn - 20.06.1971, Síða 3
SUNNUDAGUR 20. júní 1971 3 TIMINN Khöfn 12júní 1971. Ég var í Tivoli í kvöld, laug- ardagskvöld. Þá er mikið um að vera, og margt um manninn. Hljómsveitir á fleiri stöðum. Ég gekk meðfram „Tivolisöen". Það er gamalt sýki. Þegar maður gengur meðfram því heyrir maður í hljómsveitunum. Það er sérlega gaman að standa á brúnni. Þessi sýki voru þarna fyrir rúmri öld, þegar Carstensen, blaðamaður stofnaði Tivoli. Hann hefur séð, að staðurinn væri vel fallinn sem skemmti- staður. Hann naut því miður ekki góðs af því, það gerðu þeir, sem ráku Tivoli eftir að hann varð gjaldþrota. — Þá var samið við þann sem lóðina átti. Það var bærinn Kaupmanna- höfn, borgin við Sundið, þá var ákveðið að eigendur mættu ekki fá meira en 10% í ágóða. Hin mikla upphæð, sem eftir var og er, á að nota til stöð- ugra endumýjunar, þannig að Tivoli haldi alltaf sínum gamla svip. Litlar breytingar frá ári til árs. — Tivoli er þess vegna frægur skemmtistaður um all- an heim. Alltaf koma margir af allra þjóða fólki. Reyna hefur ver- ið að gera eftirlíkingu af Tivoli m.a. í Ameríku og Hamborg. En það hefur ekki tekizt. Það er hægt að eftirlíkja, en ekki ná svipmóti skemmtistaðar, sem er rúmlega aldar gamall. Ég gekk um tröðina upp brekkuna, þar sem farið er upp tröppur, þar er Vice-Værts- húsið. — Þar kemur margt korn ungt fólk, ekki meira en 16— 17 ára. Þar kemur unga kyn- slóðin, þar var troðfullt. Þar syngur ungur, grannur, rauð- birkinn íslendingur. Hann er mjög vinsæll. Hann syngur á íslenzku, en skýrir unga fólk- inu frá því sem hann syngur, bæði á dönsku og ensku. Hann syngur bæði görnul og ný ís- lenzk ástarkvæði. Þá er stein- hljóð og klappað mikið á eftir. Ég sat rólegur og hlustaði á hinn unga íslenzka vísnasöngv ara. Söngþáttur hans er góð, kynning fyrir ísland. Þar koma margir ungir íslendingar og skemmta sér vel. Ég kvaddi Tivoli skömmu fyrir miðnætti, þá var allur garðurinn eitt eld- haf. Það er ekki að furða þótt öllum þyki gaman í Tivoli. Sér- staklega á laugardagskvöldum, þá er garðurinn troðfullur og ljósin leiftra um allan garð- inn hátt til himins. Geir Aðils. Prestastefnan sett á miðvikudaginn KRISTIN UPPELDISMOTUN AÐALMÁL STEFNUNNAR Hin árlega prestastefna verður haldin hér í Reykjavík dagana 23. — 25. júní n. k. Hefst hún mið vikudaginn 23. júní með messu í dómkirkjunni kl. 10,30. Séra Einar Guðnason, prófastur, prédikar, en altarisþjónustu annast séra Garð ar Þorsteinsson, prófastur, og séra Hjalti Guðmundsson. Kl. 14 sama dag verður prestastefnan sett í safnaðarsal Hallgrímskirkju og flytur þá biskup yfirlitsræðu sína. Kl. 15 þann dag verða prests konur og prestsekkjur boðnar í biskupsgarð, að Bergstaðastræti 75. Kl. 16 verður tekið fyrir aðal- mál prestastefnunnar, Kristin upp eldismótun. Framsöguerindi flytja dr. Bjarne Hareide: Folkekirke og folkeskole í brytning og samar beid og Helgi Þorláksson, skóla- stjóri: Skyldunám og kristin upp- eldismótun. Þetta mál verður síð an rætt í umræðuhópum. Um kvöldið flytur dr. Valdimar J. Eylands synoduserindi í útvarpi: Hvað hefur kirkjan að bjóða. Fimmtudaginn 24. júní hefjast fundir með morgunbæn kl. 9,30. Kl. 10 flytja eftirtaldir menn fram söguerindi: Dr. Bjarne Hareide: „íslenzk fyrirtæki“ og „lceland in a huíry“ Forxáðamenn Frjáls fram- taks h.L héldu fund með frétta mönnum í gasr í tilefni af út- gáfu tveggja bóka á vegum fyr- irtækisins, íslenzk fyrirtæki "71 og Iceland in á Hurry ’71, en þetta er í annað skipti sem þessar bækur koma út. íslenzk Fyrirtæki ‘71 er að sögn forráðamannanna hand- bók um íslenzk fyrirtæki, félög og stofnanir, sem vilja auðvelda og efla tengsl innbyrðis við neytendur. í bókinni er skrá yfir þá aðila innan þessa ramma, sem óskað hafa þátt- töku, ennfremur ýmsar upplýs ingar um starfsemi þeirra og loks umboðsskrá og vörumerkja skrá. Tilgangurinn með útgáfu bókarirínar er að fullnægja sí- felldum kröfum nútíma við- skiptalífs um nýjar og hand- hægar upplýsingar i samræmi við öra þróun og breytingar á viðskiptasviðinu. Helztu sér- einkenfii íslenzk fyrirtæki ’71 eru nýtt útlit, ítarlegri upplýs ingar í breyttu umbroti, sem gefur eigendum og notendum bókarinnar rúm til nánari út- fyllingar, eftir því sem þörf krefur. íslenzk fyrirtæki ’71 er rúm- ar 400 blaðsíður í þægilegu og handhægu umbroti. Mjög ítar- legt efnisyfirlit auðveldar notk un bókarinnar. Hún er prentuð í Alþýðuprentsmiðjunni h.f. en Framhald á bls. 10. EFNA TIL SKEMMTIKVÖLDS Nú í lok mánaðarins heldur til Svíþjóðar fimleikaflokkur, stúlkna- flokkur, á vegum Fimleikasam- bands íslands. í Svíþjóð mun hóp- urinn taka þátt í norrænu fim- leikamóti, sem háð verður í Bönne by, dagana 3. til 9. júlí. Þátttakendur í förinni eru tólf stúlkur, sem æft hafa undanfarnar vikur, undir stjórn Hafdísar Arna- dóttur, leikfimikennara, en hún mun stjórna flokknum við sýningar ytra, en þar munu einnig sýna sams konar flokkar frá hinum Norður- löndunum. För þessi er farin í boði Fim- leikasambands Svíþjóðar, sem greiðir kostnað við dvölina ytra, en ferðakostnað verða stúlkurnar að gereiða sjálfar. Næstkomandi þriðjudagskvöld efnir Fimleikasambandið til skemmtikvölds í Sulnasal llótel Sögu, í fjáröflunarskyni fyrir utan- farana. Kemur þar fram sýningar- flokkurinn, en auk þess munu stúlk ur og piltar úr Armanni sýna, auk hóps frá Þjóðdansafélaginu. Af öðrum skemmtikröftum má nefna Omar Ragnarsson. Hefst skemmtikvöldið kl. 20.30, en að loknum skemmti- og sýning- aratriðitnum leikur hljómsveit hússins fyrir dansi til kl, eitt um nóttina. Kirkens opsedingsansvar. Sr. Ing ólfur Guðmundsson: Skipulagning í uppeldisstarfi kirkjunnar, og sr. Þórir Stephensen: Uppeldishlut- verk safnaðanna. Kl. 16 flytur dr. Valdimar J. Eylands erindi: Köll un vor, og um kvöldið flytur sr. Jón Bjarman synoduserindi í út- varpi: Kirkjan og íangamátin. Föstudaginn 25, júní fer fram afgreiðsla mála. Um kvöldið verða prestar í boði heima hjá biskupi (Frá skrifstofu biskups.) Frú Sesselja Stefánsdóttir frá Kambi í Reykhólasveit, nú til heimilis að Ægissíðu 56 í Reykja- í tilefni af afmælinu óskar hún, að ættingjar sínir og vinir komi kl. 8.30 (kl.20.30) á afmælisdag- vík, er 90 ára 22. þ.m., eða n.k. j inn í Átthagasalinn að Hótel Sö^u þriðjudag. og þiggi hjá sér kvöldkaffi. FRÆ FYLKING Vallarsveifgras. FRÆ í GRASBLETTI GOLFVELLI og ÍÞRÓTTAVELLI. t iöV/ Fáum smásendingu af hinu nýia afbrigði ^ FYLKING sem ber af með vöxt. FYLK- ING er harðgert, myndar þétta, sterka grasrót. Mjög áferðarfallegt og fellur seint. Lágvaxið og bezt að nota eintómt eða aðeins með öðrum lágvöxtnum teg- undum, sláist snöggt. Sáðmagn í velli: 50—60 kg ha. Blettir við hús 1—3 kg í 100 fermetra. Fáum aðeins lílið magn í ár. SKRÚÐGARÐABLANDA MR, kíló aðeins 93 krónur. K ÚRVAL af öðrum GRASFRÆTEGUNDUM. Jómir grasfhe giróittffirtfni MJOLKURFÉLAG REYKJAVIKUR Simar: 11125 11130

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.