Tíminn - 20.06.1971, Síða 5

Tíminn - 20.06.1971, Síða 5
8CTÍNUDAGXJR 20. jtíní 1971 TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU — Heyrðu nú Kristján — það er dálítið, sem ég verð að scgja þér. ólafur Pétursson smiður, sem lengi bjó á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, var áður hjá Ólafí Stephensen stiftamt- manni í Viðey. Ólafur smiður var hinn mesti nytsemdarmaður, hversdags- lega þögull, en kallaður kald- lyndur og meinyrtur. Ölafur stiftamtmaður spurði einu sinni Ólaf smið, hvernig fiskur myndi haga sér í göngu, og taldi ýmislegt til, sem Norð menn og ýmsir fiskifræðingar höfðu um það ritað. Öiafur smiður þagði um stond og svaraði loks. — Ég hef aldrei þorskur ver- 18 — og gekk burt ÞórfH brúarsmið þótti gott að fó sér einstöku sinnum í staupitm með vinum sínum og var þé jafnan minnislítill á eftir. Ertt sijm er hann var við vinnu sína við brúarsmíði ó- drukkinn með öllu, féll spýta í höfuð honum, svo hann missti meðvitund og lá þannig í sex dægur. Þegar hann kom til meðvit- undar aftur, varð honum fyrst að orði: — Með hverjum var ég að drekka núna. Kennslukona í kvennaskóla, guðhrædd og siðavönd, var að tala til nemenda sinna og sagði síðan meðal annars. — Við verðum að bera það, sem Drottinn leggur ókkur á herðar. Minnizt jafnan orða ritningarinnar. „Slái einhver þig á hægri kinnina. þá bjóð þú hina vinstri.“ , Þá gellur ein stúlkan við og segir: — En fari nú svo, áð ein hver kyssi mann á aðra kinn- ina, á maður þá að bjóða hina? Guðjóni litla gekk illa að læra málfræði. Kennarinn var að útskýra fyrir honum tíðir sagna og spurði hann svo: — Hvaða tíð er: ég borða. — Máltíð, svaraði Guðjón. DENNI Mikið ósköp er ég þrcyttur, en ég þori samt ckki heim, því -— . . , . . . . _ mamma neyðir mig til þess að DÆMALAUSl leggja mig. í áttunda skipti gifti Banda- rikjaforseti dóttur sína, og í j áttunda sinn fór hjónavígslan ; fram í Hvita húsinu. Að þessu ! sinni var það Tricia Nixon sem ; gekk í það heilaga með Edward ( Cox lögfræðinema. Bæði eru } brúðt^ónin 25 ára gömul. Alls j komu 400 gestir til veizlunnar. I . þar iéku fimm hljómsveitir og J milljónir sjónvarpsáhorfenda J fengu tækifæri til þess að fylgj- ast með því, sem fram fór i brúð kaupinu, í sjónvarpstækjum sín- um. Eins og áður sagði er Tric- ia 8. forsetadóttir, sem giftir sig í Hvíta húsinu. Þar hefur einnig farið fram brúðkaup eins forseta (Crover Clevelands) eins forsetasonar (John Adams) Sænskur leikari, Jonas Berg- ström, er í þann veginn að byrja að leika í kvikniynd með Geraldine Chaplin. Myndin verð ur tekin í norsku skógunum, við landamæri Sviþjóðar og Norégs. Höfundur kvikmynda- handritsins er ungur Normaður, Thor Christian Borger, en hann stjórnar einnig kvikmyndatök- unni. Norðmenn og Englending- ar munu vinna saman að gerð þessarar kvikmyndar, en þetta er ástarsaga um unga, mállausa stúlku og mann, sem hefur fengið það hlutverk að kenna henni að tala. Þau verða ást- fangin, og fjallar myndin um ástir þeirra. Borger leikstjóri segir, að Geraldine Chaplin falli mjög vel inn í hlutverk mállausu stúlkunnar, m. a. vegna þess, hve svipríkt andlit hennar er. Silungur í nokkrum ám í austanverðu Frakklandi hefur tekið ókennilegan sjúkdóm, sem talið er að hafi borizt til lians með ferskvatnsrækjutegund, sem silungurinn hefur étið. Við rannsókn á dauðum silungum hcfur sýnt sig, að silungarnir hafa drepizt af snýkjudýri. sem lifir á rækjunum. Veiðimenn hafa verið varaðir við að éta fisk úr ám. þar sem sýkin er fyrir, og einnig að nota ekki fisk úr þessum ám sem beitu. og 7 frænkna og frænda forset- anna. Talið er að alls séu þetta ein 17 brúðkaup. Fyrsta brúð- kaupið fór fram árið 1801, þeg- ar Doliy Madison. kona James Madisons, hélt brúökaup frænku sinnar í Hvíta húsinu. Fyrsta forsetadóttirin, sem þarna gifti sig var María Hester Monroe, dóttir James Monroe, 9. marz 1820. Þá kom Elisabeth Tyler árið 1842, Ellen Grant 1874, Alice Roosevelt 1906, hún er nú 87 ára gömul og var henni boðið í veizluna til Triciu. Jesse Wilson giftist þarna 1913, og Elenor Wilson 1914 og 1967 var það Linda Bird Johnson. Hér eru þau Tricia og Cox að koma út úr Hvíta húsinu. ★ - Hópur franskra fræðimanna og vísindamanna er nú kominn til Bagdad, undir stjórn fyrr- verandi forsætisráðherra, Ge- orges Gorse, i þeim tilgangi, að kanna, hvort ekki sé hægt að endurreisa hina fornu borg Babylon. Fjárveitingum til verksins hefur verið heitið í Lissabon og í írak hefur stjórn- in einnig lofað að leggja eitt- hvað af mörkum, en búizt er við, að verkið muni kosta 25 milljónir dollar-a. Þá hefur ver- ið ákveðið. að halda í október í haust ráðstefnu fornleifa- fræðinga, sem ætla að leggja til, hvernig framkvæmdum verður háttað. — ★ — * - 1 tólf ár ferðuðust þau um heiminn, glæsilegustu skemmti- kraftarnir og hjónin, Nina og Frederik van Pallandt — hún dönsk og hann hollenzkur. I dag er Nína ein eftir, á sviðinu, og hefur skernmt einsömul í e.itt og hálft ár. Nú er hún í þann veginn að hefja nýjan söng feril mcð aðstoð umboðsmanns síns, Johns Marshall. Þegar er búið að selja sjónvarpsþætti með Nínu. sem samtals eru að lengd 40 og hálfur tími. og hafa sjónvarpsstöðvar bæði í Evrópu og Bandaríkiunum keypt þætt- ina. Þar hefur hún meðal ann- ars komið fram í þáttum hjá Johnny Carson og David Frost, og er verið að undirbúa fleiri þætti með þeim, Reyndar segist Nína sakna þess að hafa ekki gít arinn og Frederik mcð sér af og til á söngferðunum, því það get- ur vei-ið auðveldara og skcmmti legra að koma fram með öðrura listamanni, heldur en að vera alltaf einsamall. Það er erfitt að vinna saman sem listamenn og búa síðan einnig saman. Það er óhjákvæmilegt, að maður heldur áfram að hugsa og tala um það, sem fór forgörðum á sviðinu eftir að heim er komið, þegar félaginn fylgir með, en það er erfitt fyrir báða aðila. Svo er líka erfitt að þurfa að ferðast um heiminn með smá- börn, ófrísk og kannski bæöi ó- frísk og með börn. Ég hef ekki fengið að njóta neins af böm- um mínum, á meðan þau hafa verið á aldrinum tveggja til fimm mánaða. Ég hefði viljað gefa hvað sem var til þess að mega vera hjá þeim, en við vorum bókuð mörg ár fram í tímann, og það var ekki um ann- að að ræða en skilja þau eftir heima. Nú býr Nína í London, með börn sín þrjú, Nicolas, sem er níu ára, Kirstu og Ana-Mariu sjö og fimm ára. Öll eru böm- in ljóshærð og falleg cins og mamma þeirra. Nú segir Nina, að hún óski einskis frekar en vinna, gera gagn og fyrst og fremst hugsa um börnin sín, já og reyndar Frederik lika. Hún segir, að enn elski þau hvort annað. Hins vcgar hafi þau ekki getað sýnt ást sína á sterkari hátt en með því að skilja, gefa hvort öðru frelsi til þess að þroskast á sinn eigin hátt. Sam- veran og samstarfið, sem var nánara en gengur og gerist hafi í raun og veru heft þroska þeirra og valdið þeim þjáning- um að vissu leyti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.