Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 6
Einstæður afhurður
Úrslit þingkosninganna síSastl.
sunnudag eru að einu leyti ein-
stæSur atburður í íslenzkri stjórn
málasögu. Það hefur aldrei kom-
ið fyrir áður, að ríkisstjórn, sem
hafði þingmeirihluta að baki sér,
er gengið var til kosninga, hafi
misst hann í kosningunum. Rík-
isstjórn íhaldsflokksins, sem féll
í kosningunum 1927, hafði aldrei
flokkslegan þingmeirihluta að
baki sér og var í minnihluta á
þingi, þegar gengið var til kosn-
inganna. Síðan hafa allar ríkis-
stjórnir, sem gengið hafa til
kosninga, án þess að stjórnar-
samstarf hafi rofnað fyrir þær,
haldið velli. íslenzkir kjósendur
liafa þannig reynzt furðulega
vanafastir og ógjarnir á breyt-
ingar.
Það er eins augljóst af þessu
og verða má, að stjórnin hefur
verið búin að missa tiltrú þjóð-
arinnar. Þó reyndu báðir stjóm-
arflokkarnir að leyna því sem
mest, að þeir ætluðu að halda
samvinnunni áfratn, ef þeir
héldu meirihlutanum. Þeir sögðu
báðir, að að allt væri óvíst um
stjórnarsamstarf eftir kosning-
arnar. Af hálfu Alþýðuflokks-
ins var sérstaklega tekið fram,
að flokkurinn hefði alveg óbundn
ar hendur eftir þær.
En það nægði ekki,. þótt stjóm-
arflokkarnir reyndu þannig að
draga athygli frá fyrirætluninni
um áframhaldándi samstarf
þeirra. Meirihluti kjósenda vildi
ekki eiga neitt á hættu í þeim
efnum. 1
Réttlátur dómur
'SSSSSS.VSS'YS'S/.'.V.'.'.'.'.
Frá þjóðhátíðinni
Reykjavík
júní.
(Tímamynd Gunnar)
Andstöðuna gegn ríkisstjórn-
inni má ekki sízt ráða af því,
að margir kjósendur, sem helzt
vildu efla Framsóknarflokkinn,
kusu nú annað hvort Alþýðu-
bandalagið eða Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna í þeirri
trú, að það væri vænlegasta leið-
in til að fella stjómina. Atkvæði
Framsóknarflokksins myndu ekki
nýtast eins vel og hinna flokk-
anna, því að hann myndi að öll-
um líkindum ekki fá uppbótar-
sæti.
Það hefur þannig komið eins
glöggt í ljós og verða má, að
meirihluti kjósenda vildi fella
stjómina og hafna þeirri stefnu,
sem hún hefur fylgt í efnahags-
málum og ýmsum öðrum mál-
um. Það mun skýrast enn betur,
þegar líður að haustdögum og
hrollvekjan blasir við, að sá dóm
ur var réttlátur. Óbreytt stefna
hcfði ekki getað leitt til annars en
upplausnar og hmns. Hún hefði
leitt til nýs gengisfellingarævin-
týris með öllum þeim háskalegu
afleiðingum, sem því fylgja.
Rökrétt afleiðing
Ólafur Jóhannesson, formað-
ur Framsóknarflokksins, komst
svo að orði, þegar rætt var í
sjónvarpinu við formenn flokk-
anna um kosningaúrslitin, að
það væri rörétt afleiðing þeirra,
að viðræður hæfust um það
.milli stjórnarandstæðinga, hvort
grandvöllur væri fyrir stjórnar-
myndun þeirra.
Um þetta ættti ekki að þurfa
að deila. Það er eðlileg afleið-
ing þess, þegar kjósendur fella
ríkisstjórn, og stjórnarandstæð-
ingar fá starfhæfan meirihluta,
að fyrst verði kannað, hvort þeir
geta myndað stjórn saman. Fall
ríkisstjórnarinnar þýðir það, að
meirihluti kjósenda krefst nýrr-
ar stjórnarstefnu, og hennar er
helzt að vænta frá þeim, sem
áður voru í stjórnarandstöðu.
Hér skal engu spáð um, hvort
samvinna stjórnarandstæðinga
næst. Hitt er víst, að það er ein-
dregin krafa þeirra kjósenda,
sem era að baki stjómarand-
stöðuflokkunum, að þessi til-
raun verði reynd til þrautar og
óeðlilega sjónarmið verði ekki
látin standa í vegi þess, að hún
takist.
Málefnaleg samstaða
Þegar litið er á málflutning
stjómarandstöðuflokkanna fyrir
kosningar, ætti ekki að vera
miklum erfiðleikum bundið fyr-
ir þá að ná málefnalegri sam-
stöðu í sambandi við stjómar-
myndun. Flokkamir lögðu fram
sameiginlega stefnu í höfuð-
máli þjóðarinnar, landhelgismál-
inu. Þeir höfðu staðið saman á
þingi um sameiginlegar tillögur
um endurbætur á almannatrygg-
ingum og hækkun lágmarks-
launa til aldraðs fólks og ör-
yrkja. Þannig mætti lengi telja.
Á framboðsfundum í Vestfjarð-
arkjördæmi, lagði Hannibal
Valdimarsson sérstaka áherzlu
á, að raunar væri hann sam-
mála Framsóknarflokknum i öll
um höfuðatriðum og því ættu
Framsóknarmenn að kjósa
hann, þar sem atkvæði þeirra
nýttust bezt á þann hátt til að
fella stjórnina.
Ef engin annarleg sjónarmið
koma til sögu, ætti málefnaleg-
ur ágreiningur ekki að standa
í vegi þess, að stjórnarandstöðu
flokkarnir kæmu sér saman um
stjórnarmyndun. Ef slík stjóm-
aimyndun mistekst, stafar það
af öðram ástæðum. Annað verð-
ur ekki ráðið af málflutningi
stjórnarandstöðuflokkanna fyrir
kosningarnar.
Skylda sigur-
vegaranna
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna og Alþýðubandalagið eru
sigurvegaramir í kosningunum
Báður unnu þessir aðilar um-
talsverðan sigur og bættu við
sig þremur þingsætum hvor,
þegar miðað er við þingmanna-
tölu þeirra, er gengið var til
kosninga.
Það er nú sérstök skylda þess
ara aðila að sýna, að þeir hafi
verið sigursins maklegir. Nú
verða þeir að koma fram málum
og taka á sig þá ábyrgð, sem
því fylgir. Annars skyldu þeir
treysta því varlega, að stríðs-
gæfan reynist þeim varanleg. í
þeim efnum er lærdómsríkt að
benda á reynslu Alþýðuflokksins.
Hann vann mikinn sigur í þing-
kosningunum 1967. En hann
ávaxtaði þann sigur illa. Þess
vegna beið hans' mikið afhroð
í kosningunum nú. Eins gæti
farið fyrir Hannibalistum og Al-
þýðubandalaginu nú, t.d. ef þess
ir aðilar koma í veg fyrir nýja
stjóraarstefnu með þeim hætti
að hindra stjórnarmyndun núv.
stj ómarandstöðuflokka.
Tap Alþýðuflokksins
Alþýðuflokkurinn var sá flokk
ur, sem beið höfuðósigurinn í
kosningunum, þótt tap Framsókn
arflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins væri einnig nokkuð. Alþýðu
flokkurinn er í miklum sáram
og virðist gæta um það mismun-
andi skoðana innan hans hvað
nú skuli taka við. Það virðist þó
nokkum veginn ljóst, að eigi Al-
þýðuflokkurinn að rétta við aft-
ur, hefur hann ekki nema um
einn kost að velja. Sá kostur er
að verða sósíaldemókrataflokk-
ur á ný, en það hefur hann ekki
verið síðustu 12 árin. Jafn mikil
vægt er það fyrir hann að losa
alveg um þau sterku tengsl, sem
hafa komizt á milli hans og Sjálf
stæðisflokksins. Þau valda öllu
öðra fremur ógæfu Alþýðuflokks
ins. Þess vegna gerðist það í
borgarstjórnarkosningunum i
fyrra, eins og einn Alþýðuflokks
maður lýsti svo eftirminnilega,
að kjósendur vora hættir að
greina flokkana sundur. Þess
vegna var yfirleitt orðið útilok-
að, þegar Jóhann Hafstein og
Gylfi Þ. Gíslason töluðu á þingi,
að gera sér grein fyrir því af
málflutningi þeirra, hvor þeirra
væri formaður Sjálfstæðisflokks
ins. Breytist þetta ekki, getur
saga Alþýðuflokksins ekki farið
nema á einn veg.
Vonbrigði Fram-
sóknarmanna
Því er ekki að neita, að úrslit
þingkosninganna valda Fram-
sóknarflokknam veralegum von-
brigðum, þegar fall ríkistjómar-
innar er undanskilið. Flokkurinn
áleit sig hafa unnið á þann veg,
að hann verðskuldaði aukið fylgi
og traust. Hann hafði, bæði á
þingi og í kosningabaráttunni,
markað ákveðna framfarastefnu.
Hann hafði forastu um samstöðu
stjórnarandstæðinga í landhelgis
málinu. Þrátt fyrir þetta og
margt annað, sem verðskuldaði
aukið traust, náði ^flokkurinn
ekki sama atkvæðafylgi og í síð-
ustu þingkosningum og missti
eitt þingsæti. Þótt að vísu sé
ekki hægt að segja, að tap flokks
ins sé veralegt, er það eigi að
síður heldur til hnekkis. Að
þessu leyti eru úrslitin flokkn-
um vonbrigði.
Vafálaust era það ýmsar sam-
verkandi ástæður, sem valda
þessu, en ein er tvimælalaust
veigamest. Hún er sú, að fjöldi
frjálslyndra og framfarasinnaðra
kjósenda setti sér það sem aðal-
mark að fella ríkisstjómina og
kjósa þvi þann flokk, þar sem
atkvæðin nýttust bezt í þessum
tilgangi. Bæði Hannibalistum og
Alþýðubandalagsmönnum tókst
að telja allt of mörgum trú um,
að atkvæði þeirra myndu ekki
nýtast í þessum tilgangi, ef þeir
kysu Framsóknarflokkinn, þar
sem útilokað væri, að hann gætí
fengið uppbótarsæti. Þetta er
gamalkunnur áróður, en þrátt
fyrir það, hefur hann oft borið
furðulega góðan árangur, og svo
varð einnig að þessu sinni.
Mál málanna
Það mun öllum vera Ijóst, að
landhelgismálið er nú hvort
tveggja í senn stærsta efnahags-
mál og stærsta sjálfstæðismál
þjóðarinnar. Það verður mikil-
vægasta mál þings og stjómar
á næsta kjörtímabili.
Fyrir kosningarnar mörkuðu
stjórnarandstöðuflokkar ákveðna
stefnu í þessu máli. Þessir flokk
ar fengu hreinan meirihluta í
kosningunum. Þeir era nú skuld-
bundnir til að vinna að fram-
kvæmd þessarar stefnu og það
geta þeir ekki öragglega gert,
nema með stjórnarmyndun. —
Stjórnarflokkarnir núverandi
vildu ekki taka endanlega af-
stöðu, en lýstu þó yfir því, að
þeir vildu færa út strax, ef ásókn
ykist á íslandsmið eða ósigur-
vænlega horfði á væntanlegri
hafréttarráðstefnu. Þeir hafa
þannig haldið opinni leið, til að
samfylkja nú með hinum nýja
þingmeirihluta í þessum efnum.
Það eiga þeir að gera og það
geta þeir gert hvað sem öllum
ágreiningi líður um önnur efni
og hv-rnig, sem stjórnarmynd-
un reiðir af.
Þjóðin markaði ákveðna, ein-
dregna stefnu í landhelgismái-
inu í kosningunum. Ákvörðun
hennar um þetta efni er óum-
deilanlegt. Nú ætti því allur
ágreiningur um þetta mál að
falla niður og þjóðin að samein-
ast um þá stefnu, er svo skýrt og
greinilega var mö;kuð í kosning-
unum. Þ.Þ.