Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN SUNNUDAGUR 20. jíni 1971 C. skákin. Hv.: Robcrt Fischcr. Sv.: Mark Taimanov. Sikilcyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 %. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 <í 4. skákinni lék Taimanov 4. — Dc7 og framhaldið varð 5. Rc3, e6 6. g3, a6 7. Bg2 o.s.frv.) 5. Rb5 (Fischer grípur cinstaka sinnum tii þcssa afbrigðis, sem virðist henta vel markvissum skákstíl hans.) 5. —, d6 6. Bf4 (1 skák sömu manna á Mallorca 1970 lék Fischer hér 6. c4, en breytir nú út af til að Taimanov gefist ekki kostur á að koma end- urbótum á framfæri.) 6. — e5 (Þessi lcikur veikir að vísu d5- rcitinn, en hjá því verður varla komizt. Eftir 6. — Re5 tryggir hvítur sér varanlega yfirburði með 7. Rbl—a3, a6 8. Bxe5, dxe5 9. DxDt, KxD 10. 0—0—Ot, Bd7(?) 11. Rc4!) 7. Bc3 Kf6 (Einnig kemur til greina: 7. —, a6 8. Rb5 — a3, b5 9. c4, b4 10. Rc2, Rf6 11, Be2, Be7 12. 0—0, 0—0 13. Rd2, Hb8 14. Hel, Be6 15. f3, Rd7 með svipaðri stöðu, Eischer — Reshcvsky, Bucnos Aires 1960.) 8. Bg5 Be6 (í bók sinni um Sikileyjarvörn virðist Boleslafsky telja 8. —, a6 sterkasta leik svarts í þessari stöðu. Líklegt framhald er þá 9. Bxf6, gxf6 10. Rb5 — c3, f5 og svartur hefur mótvægi fyrir veikleikann á d6. — í fljótu bragði virðist svartur einnig eiga kost á þrátefli í þessari stöðu með 8. —, Da5t (sem Taimanov út af fyrir sig getur varla verið að sækjast eftir, því að jafntefli í þessari skák jafngildir ósigri í cinvíginu.) en það er tálsýn. Hvít ur svarar 8. —, Da5t með 9. Dd2 (9. Bd2, Dd8!) og fær betri stöðu eftir 9- —, Rxe4 10. DxD, RxD 11. Be3! (Ekki 11. Rc7f, Kd8 12 Rxa8, Rxg5). Möguleikarnir í þessari byrjun eru vissulega marg víslegir og sýna ljóslega, að það er ekkert grín fyrir skákmenn nú á dögum að kunna fótum sínum forráð í byrjunum.) 9. Rbl—c3 a6 10. Bxf6 gxf6 11. Ra3 Rd4 (Boleslafsky telur vænlegast til árangurs hér 11. —, Db6 12. Rc4, Dd4 og virðist hann hafa nokk- uð til síns máis í því efni.) 12. Rc4 (Fischer fékk sömu stöðu upp í skák sinni við Najdorf í Piatigor- sky-mótinu 1966 og lék þar 12. Bc4. Framhaldið varð 12. —, b5 13. Bxe6, fxe6 14.'Re2, Rc6 15. Rg3, Dd7 16. c4, Rd4 17. 0—0, b4 18. Rc2, Rxc2 19. Dxc2 og hvíta staðan hefur á sér traustari blæ.) 12. —, f5 13. exf5 Rxf5 14. Bd3 Hc8 15. Bxf5 (Hvítur lætur fúslega af hendi Llskupaparið til að tryggja sér vald yfir d5-reit,num. Svartur af- þakkar boðið.) 15. — Hxc4 (Eftir 15. —, Bxf5 16. Re3 hefur hvítur öruggt vald yfir d5-reitn- um, en svartur er ekki án gagn- færa.) 16. Bxe6 fxe6 17. Dc2 Hd4(?) (Þessi leikur virðist hafa það hlut verk að koma í veg fyrir langa hrókeringu hjá hvíti, sem varla hefur vakað fyrir honum. Langt- um sterkara sýnist 17. —, Dc7, sem bæði skapar þrýsting á c-lín- unn. og gerir mögulega framrás svörtu peðanna á miðborðinu. — Nú sígur smám saman á ógæfu- hliðina fyrir svarti.) 18. 0—0, Dg5 19. Hadl Df5 20. Hxd4 cxd4 21. Re4 Be7 22: Hdl (Staða' svarts a niiðbofðinu er ''vtpt- mm ÉBÉám Askorendamótið Fischer - Tamanov nú orðin all-losaraleg og kóngs- staðan ísjárverð, meðan drottn- ingarnar eru á borðinu. Hann sér brátt þann kostinn vænstan að freista gæfunnar í endatafli með peði minna.) 22. — De5 (Eftir 22. —, e5 23. c3 hryndi staða svarts fljótlega til grunna.) 23. Dd3 Hf8 (Eða 23. —, d5 24. Rd2 ásamt 25. Rf3.) 24. Dxd4 DxD 25. HxD d5 26. Rc3 Bc5 27. Hd2 Hf4 (Svartur hefur töluvert mótspil fyrir peðið, sem hann hefur orð- ið að láta af hendi, en Fischer teflir markvisst að venju og tekst um síðir að gera sér mat úr peð- inu.) 28. g3 Hc4 29. Rc2 Ha4 (Svartur reynir að skapa sér færi á drottningarvængnum, en verð- ur lítið ágengt.) 30. a3 Kd7 31. Kg2 b5 32. c3 a5 33. Rd4 b4 34. Rb3- Bb6 35. axb4 axb4 36. c4 Kc6(?) (Gerir hvíti kleift að leiða skák- ipa til lykta á afgerandi hátt. 36. —, Kd6 var nákvæmara en engan veginn fullnægjandi.) 37. c5! Bc7 38. Rd4f Kd7 39. f4 e5 40. c6t Kc8 41. Rb5 Ha2 42. f5 Bd8 43. Hxd5 Hér fór skákin I bið, en Tai- manov gafst upp, án þess að tefla frekar. Framhaldið gæti orðið citthvað á þessa leið: 43. —, Hxb2f 44. Kh3, Bb6 45. Hxe5, Kd8 46. c7f, Bxc7 47. Hd5f, Kc8 48. Hc5 og vinnur. Eða 44. —, Hc2 45. Ra7f, Kc7 46. Hd7f, Kb8 47. HxBf, KxR 48. f6 og vinnur. Þannig lauk þessu einvígi, með sigri Fischers, 6 — 0, sem á sér enga hliðstæðu í sögu skákarinn- ar. Mætti skrifa fjálglega um þessi málalok og nota stór orð á borð við stórkostlegt, ótrúlegt, en í sjálfu sér er maður engu nær um hinar raunverulgu orsak- ir þessara einstæðu yfirburða. Er Fischer slíkt ofurmenni, sem þessi úrslit gefa til kynna eða tefldi Taimanov fyrir neðan styrk leika sinn? Ég treysti mér ekki fyllilega til að svara þessu, en af gang: skákanna í einvíginu má það Ijóst vera, að þessi mikli sig- ur er á engan hátt óverðskuld- aður. Sú staðreynd blasir við, að Fischer urðu á hartnær engar yfirsjónir í.einvíginu, sem merk- ir það nánast, að á honum var hvergi snöggan blett að fínna. Við slíkar aðstæður er ekkert undarlegt, þá að örvænting grípi um sig hjá andstæðingnum og viðnámsþróttur hans dvíni. Það verður þó að segja Taimanov til lofs, að hann barðist hetjulegri baráttu, til hins síðasta og féll ekki í þá freistni að renna af hólmi í miðjum klíðum. Hann tefldi oft skemmtilega og djarf- lega en allar sóknartilraunir hans strönduðu á skeleggri vörn Fischers. Eftir töpin í þremur fyrstu skákunum virtist viðnáms- þróttur hans þrotinn og eftirleik- urinn var ekki sérlega erfiður fyrir Fischer. Nú er fyrir höndum einvígi þeirra Fischers og Larsens og þarf víst ekki að taka það fram, að menn bíða þessa einvígis í of- væni. Hljóti Larsen sömu með- ferð hjá Fischer og Taimanov hlaut, er víst óhætt að slá því föstu, ao Fischer er ofurmenni í skák. einhvers konar „super-stór- meistari“. F. Ó. Jónsmessuraót Jónsmessumót Árnesingafélagsins verður haldið í Aratungu laugardaginn 26. júni og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Almenn skemmtun hefst kl. 21,30. Tii skemmtunar verður: Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson, óperusöngvari Undirleikari: Ólafur V. Albertsson Gamanþáttur: Ómar Ragnarsson. Dans: Iíljómsveit Þorsteins Guðmundssonar leikur. Heiðursgestir mótsins verða: Ármann Kr. Einars- son. rithöfundur og Erlendur Björnsson, hrepp- stjóri á Vatnsleysu. Áríðandi er að þeir sem ætia að taka þátt í borð- haldinu tilkynni þátttöku fyrir miðvikudagskvöld 23. júní í Verzl. Blóm og Grænmeti, Skólavörðu- stíg 3 a. sími 16711 eða í símstöðina í Aratungu. Bílferð verður frá Hlemmtorgi (við Búnaðarbanka húsið nýja) kl. 4,30, laugardaginn 26. og til baka að mótinu loknu. Mótið er haldið í samvinnu við félagssamtök í Biskupstungum. . UncUrbúnmgsnefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.