Tíminn - 20.06.1971, Side 10

Tíminn - 20.06.1971, Side 10
•3 10 TIMINN SUNNUDAGUR 20. júní 1971 Þessi mynd er frá Hafnarfirði, og er af fiel:'-cnunni að flytja ávarp sitt þar. Skátar standa heiðursvörð. (Tímamynd SJ) FRA HATIÐAHÖLDUNUM 17. JUNI A OLAFSFIRÐI BS-Ólafsfirði, laugardag. 17. júní-hátíðahöldin í Ólafsfirði fóru fram í góðu veðri og með mikilli viðhöfn. Hátíðina setti Björn Dúason, formaður þjóð- hátíðanefndar, af svölum félags- heimilisins Tjarnarborgar. Þá lék lúðrasveitin undir stjórn Magnús- ar Magnússonar .söngstjóra. Hug- rún Jónsdóttir flutti ávarp fjall- konunnar, en ræðu dagsins flutti Gunnlaugur Magnúson. Síðan var gengið í skrúðgöngu að sundlaug- inni með lúðrasveitina og fjall- konuna í broddi fylkingar. Þar fór fram keppni í sundi og hlaup um. Sundkeppni hófst með 4x25 m. boðsundi 9—11 ára. Síðan fór fram 4x25 m. boðsundskeppni milli 14 ára drengja og stúlkna. Þá kepptu verzlunarmenn og kon- ur í 3x25 metra boðsundi' og þurftu keppendur að synda í gegn um uppblásna bílslöngu, sem kom ið var fyrir í lauginni. Karlasveit- in vann með yfirburðum. Hesta- menn á fákum sínum kepptu í naglaboðhlaupi við mikinn fögnuð áhorfenda. Það var hestamanna- félagið Gnýfari, sem stóð fyrir því atriði, en keppnin stóð milli bæjar- og sveitamanna og sigruðu þeir síðarnefndu. Hátíðahöldunum á Ólafsfirði lauk með því, að stiginn var fjör- ugur dans í félagsheimilinu Tjamarborg. Leyniskýrslan Framhald af bls. 1 sett í stað þeirrar um Vietnam. Þetta var um kl. 1 í nótt að staðar tíma. Síðan fóru lögfræðingar blaðsins að grennslast fy.rir um, hvort úrskurður dómstólsins næði til laugardagsblaðsins, en svo reyndist ekki vera. Var þá grein- in sett í blaðið aftur, og birtist í blaðinu í dag . í greininni segir, að Banda- ríkjástjórn hafi < ki búizt við þyí,, að stöðvun loftárása á Vjp.t-. nam leiddi til samningaviðræðna heldur hafi verið ákveðið að hætta loftárásum til að friða and- stæðinga stefnu Bandaríkjastjórn ar heima fyrir og réttlæta nýjar hernaðaraðgcrðir Bandaríkja- stjórnar. DEEP PURPLE í LAUGARDALSHÖLL Ritchie Blackmore hendir gítarleifunum til áhorfenda, og voru margar hendur á lofti til a8 hremma hluta úr hræinu. ' (Tímamynd Gunnar) Plastpokar í öllum stærðum * áprentaðir í öllum litum. Kosningaskemmtun B-listans í Reykjavík Framsóknarmenn í Reykjavík halda kosninga- hátíð að Hótel Sögu næstkomandi fimmtudags- kvöld. Þórarinn Þórarinsson alþingismaður flyt- ur ávarp. Úrvals skemmtikraftar koma fram. Dansað til kl. 1 eftir miðnætti. Þeir, sem störf- uðu fyrir B-listann, þurfa að tryggja sér miða sem fyrst. Reykjaneskjördæmi Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi og frambjóðcndur þakka starfsfólki B-listans vel unnin störf í sambandi við Alþingiskosningarnar 13. júní 1971. Dreifing grasfræs Framhald af bls. 1. sem farið var um á síðasta sumri með áburð og fræ. Trúlega er þetta þó ekki nægilega há tala, því enn hafa ekki borizt endan- legar upplýsingar um sumarstarf- ið frá öllum þeim aðilum innan ungmennafélagshreyfingarinnar, sem ætla að vinna að landgræðsl- unni í sumar. f Borgarfjarðarsýslu mun Umf. Haukur dreifa 1.1 tonni af áburð- ar- og fræblöndunni í Leirársveit, og UMSB 7.7 tonnum í Hítardal. í Snæfellsness og Hnappadals- sýslu mun Umf. Reynir dreifa 3.3 tonnum á nýtt svæði og 3.8 tonn- um á svæði sem áður hefur ver- iðítekið fyrir við Hellissand. Umf. Bþæfell dreifir 2.2 tonnum á nýtt land og 1.5 tonni á gamalt svæði við Stykkishólm, og Umf. Mikla- holtshrepps 2.2 tonnum í Mikla- holthreppi. Ungmennafélag Bolungarvíkur dreifir 2.2 tonnum í sínu um- dæmi. í Austur Húnavatnssýslu dreifir USAH 3.3 tonnum á Auð- kúluheiði, á ný svæði, og 3 tonn- um á eldra svæði, á Eyvindar- staðaheiði dreifir félagið 3.3 tonn um á nýtt svæði og 3.5 á eldri staði. Á Grímstunguheiði verður dreift 1.1 tonni og í nágrenni Blönduóss 3.3 tonnum. í Skagafirði er það UMSS, sem sér um dreifinguna, og þar verð- ur landgræðslustarfið unnið á Eyvindarstaðaheiði, dreift 2.2 tonnum á nýja staði, og 2.2 á eldri. Á Hofsafrétt verður dreift 5.5 tonnum á nýtt land og 6 tonn um á eldri svæði. í Eyjafjarðarsýslu fer UMSE með 3 tonn upp á Vaðlaheiði á sömu slóðir og í fyrra. í Suður Þingeyjarsýslu vinnur HSA landgræðslustarfið. Verður þar dreift á eftirtalin svæði (fyrri talan er á nýtt land, sú síðari á land, sem áður hefur verið dreift ábui'ði og fræi á). Höfðahverfi 1.7, Fnjóskadalur 3.3—3.8, Ljósa- vatnshreppur 2.8—1.5, Skútu- staðahreppur 8.8—2.3, Reykjadal- ur 2.2—1.5, Laxárdalur 1.1—0.5, Aðaldalur 2.2—1.3, Reykjahverfi 1.1.—1.5, Tjörneshreppur 1.7—1.3, Umf. Einhei-ji dx-eifir 1.7 tonn- um í Vopnafirði, Umf. Jökuldæla 2.1 tonni á nýtt land og 1.5 á cldri svæði í Jökuldal, og Ung- mennafélagið I-Iöttur 1.1 tonni í nánd við Egilsstaði. í Vestur Skaftafellssýslu dreif- ir Umf. Reynir 1.1 tonni á nýtt land og 0.8 tonnum á eldri svæði í Reynisstaðahverfi, Umf. Kari í Reynisstaðahverfi, Umf. Kári Sólmundarson 1.1 tonxxi á nýtt land og 1.5 tonni um á eldra land í Mýrdalnxxm, Umf. Meðal- lendingur 1.1 tonni í Kirkjubæj- arherppi, og Ungmennafélagið Draugur 1.1 tonni í Víkurherppi, í Árnes og Ranárvallasýslum dreifir Umf. Trausti 1.1 tonni und ir Vestur Eyjafjöllum og HSK 3.3 tonnum á óákveðin svæði. Auk þessa landgræðslustarfs veil UMSÍ um það, að ungmennafélag- ar í samvinnu við önnur félaga- samtök munu sá grasfræi og dreifa áburði m.a. við Ólafsvík, Húsa- vík og Grindavík, svo nokkrir stað ir séu nefndir. Um skrlft Framhald af bls. 2. með skriftinni, sem ég held a? oft verði lítið gagn að. Hér hefur skrift verið kennó alyeg upp í fyrsta bekk gagn fræðaskóla, og tel ég það mikla tryggingu fyrir varðveizlu góðrar eða sæmilegrar rithand ar, ef vel tekst til og bai-na- skólinn hefur skilað nemend um nokkurn veginn skrifandi Að lokum vil ég láta í ljós það álit mitt, að í hverjurr hinna stóru skóla ætti að fels einum kennara umsjón me? skriftarkennslunni. Það mund skapa jafnari og betri árangur „íslenzk fyrirtæki“ Framhald af bls. 3. bókband annaðist Félagsbók- bandið h. f. Iceland in a Hurry er bækl- ingur fyrir erlenda ferðamenn einkum þá, sem hér eiga skamma viðdvöl, og er texti bæklingsins sniðinn við að veita þeim handhægar upplýs ingar um það, sem ferðamönn um stendur til boða. Þjónai bæklingurinn því einnig þeim tilgangi, að greiða fyrir við- skiptum við hina erlendu gesti, þannig að landsmenn njóti sem mestia tekna af þeim. Ritstjóri bæklingsins er Ölafur Sigui'ðs son. Framkvæmdastjóri Frjáls framtaks h.f. er Jóhann Briem og sölustjói-i er Sigurður ’Dag bjartsson. ut' :,wl h.f.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.