Tíminn - 15.07.1971, Síða 7

Tíminn - 15.07.1971, Síða 7
nnHHTUDAGUR 15. m 1971 TÍMINN 19 fS þá fil úrlansnar 10 spurn- ingar um dráttarvélina og akst- nr hennar. Síðan hefst sjálf aksturskeppnin og eru kepp- endur látnir aka í gegnum mjó hliB, fara í krákustíga og fleiri þrautir eru lagðar fyrir. Dóm- arar gefa svo stig fyrir frammi stöðuna og ræður tíminn, er það tekin: keppanda að fara í gegnum brautina, nokkru, en mest gildir samt öruggur akst- ur og fá mistök. — Hverju þakkarðu þessa velgengni þína að sigra þris- var sinnum í röð á Landsmót um? — Það er líklega að þakka ágætri æfingu, ég hef alltaf æft vel fyrir Landsmótin. Auk þess hef ég svo alltaf ekið traktor af og til milli mót- anna. Svo get ég nefnt það, að föðurbróðir minn, Stefán Kristjánsson, sem dreif mig í keppnina í fyrstu, hafði unn- ið í dráttarvélaakstri á Lands- mótum fram að því, svo að ég reyni alltaf að gera mitt bezta til að halda titlinum í ætt- inni. Stefán Hallgrímsson UÍA hlaut flest stig karla í frjáls- þróttakeppninni á Landsmót- inu. Stefán varð annar í þrem- ur greinum: langstökki, há- stökki og 400 m hlaupi, og Stefán Hallgrínrsson með verðlaunabikarinn fyrir flest stig i karlagreinum Crjálsra íþrót+a. Edda Lúövílcsdóttir meS gullið fyrir 400 m, silfrið fyrir 100 m og bronsiS fyrir hástökk. Sigmundur Hermundssóo munaði mjóu á honum og sig- urvegurunum í öllum þessum greinum. Stefán er Norðfirð- ingur og hefur stundað nám við Kennaraskólann undanfarna tvo vetur. — Hvernig er aðstaða til æf- inga frjálsra íþrótta fyrir aust an? — Það má segja, að hún sé engin, nema á Eiðum. Þetta aðstöðuleysi hefur auðvitað orð ið til þess, að áhugi á frjáls- um íþróttum hefur verið hverf- andi lítill á Austurlandi. A síldarárunum höfðu menn líka um annað að hugsa en íþrótt- ir. fþróttaáhuginn er á upp- leið fyrir austan, einnig í frjáls untv íþróttum, það sýnir bezt vaxandi fjöldi þátttakenda í Austurlandsmótinu. — Ertu ánægður með árang ur þinn í þessu móti? — Miðað við aðstæður er ég ánægður, sérstaklega kom mér á óvart, hvað ég varð framar- lega í 400 m hlaupinu. — Hvenær byrjaðir þú að æfa frjálsar íþróttir? — Eiginlega byrjaði ég fyr- ir alvöru eftir síðasta Lands- mót á Eiðum, þá 20 ára gam- alL Ég tók svo þátt í Ungl- ingameistaramóti íslands sama sumar og sigraði í þrístökki. Síð|n hef ég æft nokkuð reglu aí sew, jic^aijáLCÍriac ffóta® ' lprotta með - fimmtarþraut ög tugþraut í huga. Edda Lúðvíksdóttir UMSS stóð sig bezt heimamanna á Landsmótinu. Hún sigraði í 400 m hlaupi, varð önnur í 100 m hlaupi o^ þriðja I hástökki. Loks hljóp hún í sveit UMSS, er varð fimmta í 4x100 m boðhlaupi. Edda stundaði nám í 3. bekk Gagnfræðaskólaps á Sauðárkróki og ætlar í 4. ‘bekk næsta vetur. — Hvemig Bzt þér á þetta Landsmót? — Mér hefur þótt mjög gam- an á mótinu og ágætt að keppa við þessar aðstæður, þótt braut imar mættu vera betri. Mér gekk vel fyrri dag mótsins, en í dag hefur mér ekki gengið eins vel. (Edda var óheppin í hástökkskeppninni). — Hvenær hófst þú keppni? — Fyrsta keppni, sem ég tók þátt í, var þríþraut FRÍ og Æskunnar, þá 11 ára gömul. Ég hef síðan æft nokkuð reglu lega, aðallega hlaup. Ég hef þó aldrei hlaupið 400 m fyrr en nú, svo að ég hlýt að vera ánægð með árangurinn. Sigmundur Hermundsson UMSB sigraði í spjótkasti á Landsmótinu. Sigmundur keppti áður fyrir ÍR, en er nú fluttur r,'';upp í Borgarfjörð, þar sem hann starfar sem vélstjóri við Ándakílsárvirkjun. — Hvernig finnst þér þetta Landsmót hafa farið fram? — Mér hefur fundizt dvölin hér á Sauðarkróki dásamleg í alla staði. fþróttaaðstaðan hér er stórkostleg og hlýtur hún að verða mikil lyftistöng fyrir íþróttirnar í bænum. — Nú ert þú þrítugur. Ætl arðu að halda áfram að æfa og keppa í frjálsíþróttum? — Meðan ég hef áhuga og gaman að íþróttum, held ég æfingunum áfram. Ég er ný- byrjaður að æfa eftir nokk- urra ára hlé og held því von- andi áfram næstu árin. í handknattleik kvenna var keppni geysihörð, einkum í úr- slitaleiknum, er HSÞ og UMFN (Umf. Njarðvíkur) leiddu sam an hesta sína. Lengi vel höfðu Njarðvíkurstúlkurnar yfir í leiknum, en undir lokin kom- ust þingéysku stúlkumar yfir og sigruðu. Sú stúlka úr liði HSÞ, er vakti ón efa mesta athygli áhorf enda var fyrirliðinn, Björg Jónsdóttir, enda reyndu and stæðingarnir að taka hana úr umferð en án árangurs. Björg er 18 ára gömul og stundaði nám í 1. bekk Kennaraskólans í vetur. — Hvenær obytjaðir þú að æfa handbolta? — Það em líklega 4—5 ár siðan ég byrjaði að æfa. Ég lék fyrst með 2. fl. Völsunga í 3 ár, en hef leikið með meist araflokki undanfarin 2 ár. — Lið HSÞ er eingöngu skip að stúlkum úr Völsungum. Nú virtust þið illa samæfðar, a. m.k. í fyrsta leiknum á móti UÍ A. Hver er ástæðan? — Hún er sú, að við höfum ekki fengið neina æfingaleiki í vor og því ekkert spilað sam- an. Við vorum rétt famar að þekkja inn á hver aðra og ná upp samspiU síðast í seinni leiknum. — Hvemig finnst þér svo aðstaðan hér á Sauðárkróki? — Hún er ágæt og Skagfirð- ingum til sóma. Handknattleiks- völlurinn er góður, aun.k. af útivelU að vera. — E. T. 1 Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbqrða; önnumst allar .viðgerðir hjólbarðd með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.