Fréttablaðið - 04.11.2002, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslustöðv-
ar á Suðurnesjum eru nú án lækn-
is og innan mánaðar munu heilsu-
gæslulæknar í Hafnarfirði láta af
störfum. Á Ísafirði verða aðeins
tveir læknar við störf eftir miðjan
desember og víða á landsbyggð-
inni vantar heilsugæslulækna
þrátt fyrir að ekki sé alfarið lækn-
islaust.
Fram til ársins 1996 sömdu
heilsugæslulæknar um kaup og
kjör við ríkið á sama hátt og aðrir
ríkisstarfsmenn. Lengi hafði
kraumað óánægja meðal þeirra
með kjör auk þess sem nýliðun í
stéttinni var í lágmarki. Ákveðið
var að fela kjaranefnd að úr-
skurða um kaup og kjör heimilis-
lækna.
Þórir Kolbeinsson formaður
Félags heimilislækna segir að frá
miðjum síðasta áratug hafi ó
ánægja meðal heilsugæslulækna
verið að magnast. Einkum hafi sú
staðreynd hve fækkað hefur í
stéttinni valdið mönnum áhyggj-
um. „Í kjölfar fyrsta kjaranefnd-
arúrskurðarins áttuðu menn sig á
þeirri mismunun sem fælist í því
að heimilislækningar væru ekki
metnar á sama hátt og aðrar sér-
greinar.“
Síðan hefur það gerst að æ erf-
iðara gengur að manna heilsu-
gæslustöðvar. Fyrir fimm árum
voru 15-20 læknar um hverja
stöðu á heilsugæslustöðvum í
Reykjavík en nú sækir enginn um
auglýsta stöðu. Læknarnir sem nú
hafa látið af störfum á Suðurnesj-
um hafa ráðið sig til tímabundna
verktakastarfa eða inn á sjúkra-
hús. Heilsugæslulæknar í Hafn-
arfirði hyggjast hins vegar fara
aðra leið. Í burðarliðnum eru
samningar um húsnæði sem þeir
væntanlega skrifa undir öðru
hvoru megin við helgi. Þar er ætl-
unin að opna einkareknar lækna-
stofur í desember.
Snýst um frelsi
Á Alþingi benti Guðmundur Árni
Stefánsson á þá staðreynd að það
verða sjúklingarnir sem koma til
með að borga
þegar upp
verður staðið.
Ef engir lækn-
ar verða til
staðar á
heilsugæslum
verður fólk að
leita til þeirra
á einkarekn-
um stofum.
Þórir Kol-
beinsson bend-
ir á að það sé
ekki óeðlilegt að læknir með sér-
grein vilji opna stofu og taka á
móti sjúklingum. Hann sér ekki
hvað mælir gegn því að heimilis-
læknar geri það sama ef hann kýs
svo. „Þetta snýst um frelsi til að
velja en það er ekki þar með sagt
að allir heimilislæknar ætli sér að
rjúka til og opna stofur. Þvert á
móti eru margir sem kjósa að
vinna inn á heilsugæslustöðvum
áfram,“ segir Þórir.
Jón Kristjánsson heilbrigðis-
ráðherra hefur á hinn bóginn
staðið gegn þeirri breytingu og
borið fyrir sig að með því móti
yrði heilsugæslan tvískipt. Lögin
um heilsugæsluna kveði á um að
þar fari fram öll sú þjónusta sem
almenningur þarfnist. „Ef lækn-
arnir fara út þá verður læknar
ekki á heilsugæslustöðvum en
einungis hjúkrunarfræðingar
með ungbarnaeftirlit og annað
sem lítur að heilsuvernd. Öllum
tilboðum frá ráðuneytinu hafa
heilsugæslulæknar neitað og þeir
hafa ekki verið tilbúnir til við-
ræðna um annað en að opna eigin
stofu.
Sumir með 1.300 þúsund
Heilbrigðisráðherra greindi frá
því á Alþingi í á fimmtudag að
kostnaður ráðuneytisins vegna
úrskurðar kjarnefndar væri um
400 milljónir króna á ári. Miðað
við að heilsugæslulæknar eru
tæplega 200 um land allt þá gerir
það um 2 milljónir á hvern lækni á
ári.
Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra segir
að samkvæmt útreikningum ráðu-
neytisins þá muni þeir læknar
sem hækka hvað mest í launum
með nýjum samningum, verða
með um 1.300 þúsund krónur í
mánaðarlaun. „Þetta er ekki stórt
hlutfall lækna en það eru dæmi
um þessa hækkun.“ segir Elsa.
Margrét Frímannsdóttir al-
þingismaður sagði á Alþingi það
vera blindu ef menn hafi ekki átt-
að sig á að heilsugæslan sé þegar
tvískipt eða margskipt og vitnar
þar með í að sérfræðingar sinni
almennri læknisþjónustu. Það
hafi gerst þegar tilvísunarkerfið
var afnumið.
Ljóst er að heimilislæknar ætla
ekki að gefast upp í baráttu sinni
fyrir auknum réttindum. Heilsu-
gæslulæknarnir á Suðurnesjum
höfnuðu öllum tilboðum ráðherra
um breytingar á vinnufyrirkomu-
lagi. Á sama
hátt hafa hafn-
firskir læknar
vísað frá til-
boði ráðherra
og segja upp-
sagnir sínar
standa. Þegar
heilsugæslu-
læknir hverf-
ur úr starfi þá
er næsta víst
að enginn fæst
fyrir hann.
Þórir Kol-
beinsson segir það verða æ al-
gengara að heimilislæknar fari út
í annað nám og nefnir í því sam-
bandi bæði geðlækningar og öldr-
unarlækningar. „Þeir einfaldlega
skipta um sérgrein og eiga ekki
afturkvæmt í heilsugæsluna. Eft-
ir því sem ég best veit eru einn til
tveir unglæknar á ári sem fara
utan til náms í heimilislækning-
um. Það eru tíu til fimmtán ár
þangað til þeir fyrstu hverfa úr
starfi vegna aldurs. Þá fyrst skap-
ast vandi sem of seint verður að
leysa .“
8 4. nóvember 2002 MÁNUDAGUR
Heilsugæslan er í
mikilli óvissu
Lengi hefur kraumað óánægja meðal heimilislækna. Algengt að þeir skipti um sérgrein og hverfi
úr stéttinni. Ráðherra vill ekki tvískipta heilsugæslunni. Margrét Frímannsdóttir segir það
blindu ef menn sjái ekki að heilsugæslan sé nú þegar tvískipt.
HEILSUSTOFNUN SUÐURNESJA
Læknarnir þar eru hættir störfum.
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Allar hugmyndir, allar stefnur,lifa sinn tíma. Ævi þeirra er
svipuð. Þær birtast sem nýtt og
frelsandi sjónarhorn, ávinna sér
viðurkenningu og
koma í krafti
hennar mörgu
góðu í verk en
enda ævi sína sem
tuðkerling; nagg-
andi um versnandi
heim án þess að
geta bætt hann.
Svokölluð hrein-
tungustefna er eitt
þessara fyrir-
brigða. Það var kraftur í henni á
unglingsárunum og hún var mikil-
vægur þáttur í mótun nýrrar
sjálfsmyndar þjóðarinnar á víð-
sjárverðum tímum. En áratugum
saman hefur hún verið geld – jafn-
vel skaðleg. Undir naggi hennar
og tuði missti viðurkennt ritmál á
Íslandi tengsl við almennt talmál
og var að veslast upp; skorti nær-
ingu og endurnýjun. Það má jafn-
vel skilgreina öflugasta framlag
hennar til íslenskunnar á síðustu
áratugum sem almennan ótta
landsmanna við að tjá sig í rituðu
máli með tilheyrandi upp-
skrúfelsi, skreytni og þunglama
þegar þeir neyddust þó til þess.
Að ekki sé minnst á sérfræðilegt
orðfæri með tilheyrandi hátíðleik
og froðu.
Það er því óendanlega ánægju-
legt að Mörður Árnason og rit-
nefnd nýrrar Íslenskrar orðabók-
ar skuli hleypa því máli sem Ís-
lendingar tala inn í bókina. Í stað
þess að birta einvörðungu það mál
sem sjálfskipaðir gæslumenn
tungunnar vildu óska sér að Ís-
lendingar töluðu.
En það stendur ekki á við-
brögðunum. Hvað eru orð eins og
bögg, sjitt, diss og digg að gera í
Íslenskri orðabók? Þeir sem spyr-
ja vita mætavel að þetta eru orð
sem eru notuð í íslensku máli. En
þeir vilja ekki vita af því. Og alls
ekki að þau birtist í bók sem ber
þetta nafn.
Þessi gagnrýni er sprottin af
þeirri hugmynd að við getum mót-
að samfélagið með opinberum
– eða hálfopinberum stefnulýsing-
um um hvað sé æskilegt og hvað
ekki. Ekki ósvipað og Stalín gerði
á fjórða og fimmta áratugnum
með því að lýsa sósíalískt raunsæi
einu réttu listastefnuna. Eða til-
raunir páfastóls til að útlista hver
megi sofa hjá hverjum, með hvaða
hugarfari og í hvaða stellingum.
Afdrif íslensks máls ráðast
ekki í orðabókum. Þær eru aðeins
skráning á málinu sem notað er
hverju sinni. Ákvörðun ritnefndar
um að hleypa fleiri orðum úr tal-
máli í bókina er aðeins tákn um að
við höfum þó lært eitthvað af sög-
unni; að tilraunir til miðstýringar
tungumáls sé álíka vitlaus og aðr-
ar slíkar.
„Það er óend-
anlega
ánægjulegt að
Mörður Árna-
son skuli hley-
pa því máli
sem Íslending-
ar tala inn í
bókina.“
Málið sem við notum – eða það sem við ættum að nota
skrifar um þá ritstjórnarstefnu Íslenskrar
orðabókar að taka fremur mið af raun-
verulegu máli en æskilegu.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Fátækt
fólk í vel-
ferðarríki
Gunnar G. Bjartmarsson skrifar:
Sigrún Ármanns Reynisdóttirfrá Félagi fátækra hefur ekki
gefið okkur fagra mynd af ástand-
inu meðal fátæks fólks á Íslandi.
Hún segir okkur að fátækt sé orð
sem helst ekki má nefna í þjóðfé-
laginu. Forsætisráðherrann sagði
fólk alltaf til í að hlaupa eftir
ókeypis mat og fatnaði og fleira.
Svo mikið er víst að hann virðist
ekki hafa skilning á því að það er
fátækt á Íslandi. Hinsvegar er
maður einn í þessu þjóðfélagi sem
hefur svo sannarlega skilning á
því að það sé fátækt á Íslandi. Það
er Jóhannes í Bónus sem oftar en
einu sinni hefur látið gott af sér
leiða.
Það þarf að verða hugafars-
breyting hjá stjórnvöldum þessa
lands. Hinum svokallaða þjóðar-
auð er svo sannarlega misskipt.
Allt rétt hugsandi fólk þarf að
gefa þeim frí frá völdum sem hafa
þessa misskiptingu áfram. Það
verður kosið í vor, þá er lag að
breyta til.
BRÉF TIL BLAÐSINS FRÉTTASKÝRING
GUÐMUNDUR ÁRNI
STEFÁNSSON
JÓN KRISTJÁNSSON