Fréttablaðið - 04.11.2002, Blaðsíða 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
af allri innimálningu frá Jötun.
20-40% afsláttur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
16
9
1
0/
20
02
Málningardagar
Jotaproff 10 ltr
Lita, mála, lakka...
aðeins
4.190 kr.
Um sérfræði-
þjónustu
Bakþankar
Þráins Bertelssonar
FR
JÁ
LS
IF
JÁ
R
FE
ST
IN
GA
RBANKINN
1982–2002
ára
Frjálsi fjárfestingarbankinn, Sóltúni 26, sími 540 5000, www.frjalsi.is
Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á annað ár boðið hagstæðustu bílalánin. Í tilefni af 20 ára afmæli
bankans gerum við nú enn betur og bjóðum bílalán án lántökugjalds, fram að næstu áramótum.
Algengasta lántökugjaldið er 3% af lánsupphæð. Miðað við milljón króna lán eru það því 30.000 kr.
sem þú losnar við að greiða í aukakostnað.
A
B
X
/ S
ÍA
Hagstæðasta bílalánið
og ekkert lántökugjald til áramóta
Það er mikill lúxus að getaskroppið beint til geðlæknis á
kostnað ríkisins ef maður á bágt
með svefn og þurfa ekki að vera að
bögga heimilislækninn með ein-
hverju væli. Geðlæknirinn spyr
hvort maður hafi átt ólukkulega
æsku og lent í miklu einelti. Og auð-
vitað harðneitar maður í fyrstunni
að viðurkenna fyrir bláókunnugum
manni að maður hafi verið mesti
nördinn í bekknum svo að aumingja
maðurinn sér að þarna er komið
mjög snúið tilfelli og ráðleggur
manni að koma í heils árs viðtals-
meðferð tvisvar í viku.
SVO spjallar maður um heima og
geima við geðlækninn í sex mánuði
eða svo og segir honum frá því þeg-
ar maður rak fiskifluguna í gegn
með títuprjóni og síðan þá hafi mann
oftlega dreymt að herskarar af
hefnigjörnum fiskiflugum á stærð
við folöld sæki að manni í svefni.
„Já, í svefni, vel að merkja,“ segir
geðlæknirinn. „Er farið að ganga
betur með svefninn. Hmm?“
OG þá segir maður að maður hafi
sofið vært eins og barn síðustu þrjá
mánuði og læknirinn verður glaður í
bragði og segir: „Já, ég sagði þér að
þessi viðtalsmeðferð mundi svín-
virka jafnvel þótt þú sért óvenjulega
komplexeraður. Nú þurfum við bara
að halda áfram að hittast í sex mán-
uði í viðbót til að tryggja varanlegan
bata. En segðu mér,“ segir hann.
„Hvenær nákvæmlega fórstu að
geta sofið betur?“
OG maður reynir að rifja það upp.
„Ég held að það hafi verið eftir að
við töluðum um fyrstu kynlífsreynsl-
una og áður en við fórum að kafa
verulega djúpt ofan í samband mitt
við kanarífuglinn sem fékk krabba-
mein og dó úr óbeinum reykingum á
heimilinu.“ „Jahá,“ segir hann og
punktar eitthvað niður á blað hjá
sér. „Trúlega öfugur transferens.“
„Já,“ segir maður samvinnuþýður að
vanda. „Ég man ekki alveg upp á hár
hvað við höfðum verið að tala um en
allavega fór ég aftur að geta sofið
um leið og vinnufélagi minn var bú-
inn að benda mér á að fara í fót-
snyrtingu. Það er alveg ótrúlegt
hvað inngróin tánögl getur haldið
fyrir manni vöku. En það er verst
hvað þetta kostar. Það er mun ódýr-
ara að tala við sprenglærðan geð-
lækni um sálarlífið heldur en láta
raspa á sér hófana.“