Fréttablaðið - 20.10.2003, Síða 12
12 20. október 2003 MÁNUDAGUR
■ Lögreglufréttir
HEIMKOMA
Suður-kóreskur hermaður kyssir dóttur
sína við heimkomu til Seoul, en hann var í
hópi 350 suður-kóreskra hermanna sem
verið hafa í Írak síðastliðna sex mánuði.
Kaupfélag Árnesinga þinglýsti ekki leigusamningi:
Fær ekkert greitt fyrir
rekstur Hótel Selfoss
VIÐSKIPTI Kaupfélag Árnesinga
(KÁ) getur ekki komið rekstri
Hótels Selfoss í verð þar sem
leigusamningur um húsnæði hót-
elsins ógildist við sölu hússins.
Þessu hefði kaupfélagið komist
hjá með því að þinglýsa leigu-
samningi áður en veðkröfum
lánadrottna var þinglýst á húsið.
Eignarhaldsfélagið Brú, sem á
bygginguna sem hýsir Hótel Sel-
foss, er gjaldþrota og verið er að
selja húsið upp í kröfur lánar-
drottna. Nýir eigendur verða
ekki bundnir af leigusamningi
við rekstraraðila Hótels Selfoss.
KÁ sem lagt hefur í kostnaði
við að koma hótelinu af stað, fær
ekkert fyrir viðskiptavild sína.
Húsnæði Brúar verður vænt-
anlega selt á næstunni fyrir um
fjórðung af skuldum eignar-
haldsfélagsins. Sveitarfélagið
Árborg lætur menningarsal húss-
ins upp í áhvílandi veðskuldir, án
allra kvaða um uppbyggingu fyr-
ir menningarstarfsemi. KÁ fær
ekkert fyrir Hótel Selfoss en tap-
ar líklega um hálfum milljarði í
hlutafé, lánsfé til Brúar, fjárfest-
ingu í hótelrekstrinum og vegna
ábyrgðarskuldbindinga fyrir
Brú. ■
MEÐFERÐ „Dóttir mín er búinn að
fara á alla staði sem til eru fyrir
fíkniefnaneytendur og drykkju-
sjúklinga. Hún er meistari í því að
strjúka og kerfið vill hana ekki
lengur,“ segir Sveinbjörg Karls-
dóttir, móðir tuttugu og tveggja
ára stúlku sem er haldin er geð-
veilu auk þess að vera í mikilli
vímuefnaneyslu. Hún segist vera
ráðalaus eftir margra ára baráttu
við dótturina og kerfið.
„Það bráðvantar langtíma með-
ferðarheimili fyrir fíkniefnaneyt-
endur þar sem fólk er undirbúið
fyrir að takast aftur á við lífið.“
Brösul skólaganga
„Vandræðin með dóttur mína
byrjuðu strax á barnaheimili þeg-
ar hún var rétt rúmlega ársgömul.
Hún var svo vond við hina krakk-
ana að ekki var hægt að hafa hana
þar,“ segir Sveinbjörg.
Hún segir skólagöngu dóttur
sinnar hafa byrjað illa. Hún var
fyrst rekin heim fyrir að rífa kjaft
sex ára gömul og hegðun hennar
versnaði stöðugt eftir því sem hún
varð eldri. Hún hafði enga eirð í
sér og lærði ekki. Sveinbjörg segir
dóttur sína örugglega hafa verið
ofvirka þótt það hafi aldrei verið
athugað. „Í þá daga var ekki hlust-
að á áhyggjur foreldra, en sem bet-
ur fer er farið að gera það núna.
Ég sá hana í fyrsta skipti út úr
drukkna ellefu ára gamla. Samt
hefur það örugglega ekki verið
hennar fyrsta skipti því hún hefur
væntanlega leynt því fyrir mér
eins og börn og unglingar gera
gjarnan gagnvart foreldrum.“
Fyrsta meðferðin
var fermingarárið
Sveinbjörg segir dóttur sína
hafa átt að fara til útlanda með
föður sínum árið sem hún fermd-
ist. Skömmu fyrir ferðina stakk
hún af og þegar hún fannst var
hún út úr rugluð af vímuefnum.
„Vegna þessa fékk hún ekki leyfi
til að fara út með föður sínum
heldur var send á Tinda í sína
fyrstu meðferð. Þaðan strauk hún
skömmu eftir komuna og gerði
það nánast jafn harðan og hún var
færð þangað aftur. Tindum var
síðan lokað áður en hún gat klárað
meðferðina.“ Í staðinn var henni
komið fyrir uppi í Efstasundi, sem
var heimili fyrir vandræðaung-
linga, en því var einnig lokað. Á
þessum tíma bjó Sveinbjörg úti á
landi og fékk hún dótturina senda
til sín. Hún segir sambýli þeirra
mæðgna ekki hafa gengið vel.
Hún fékk barnaverndarnefnd í lið
með sér sem leiddi til þess að
dóttirin var vistuð inni á barna- og
unglingageðdeild Landspítalans.
„Eftir aðeins viku var hún strokin.
Hún fannst þó fljótlega og var sett
aftur inn en vistin entist ekki
lengi þar sem henni var nánast
hent út með þeim skilaboðum að
hún væri ekki þunglynd og þar
með fékk ég hana í hausinn aftur.“
Gjöreyðilögðu stolinn
strokubíl
Sveinbjörg segir að í tíunda
bekk hafi dóttir hennar farið á
Bakkaflöt í Skagafirði og í tví-
gang strokið þaðan á stolnum bíl,
ásamt öðrum stelpum. Í annað
skiptið gjöreyðilögðu þær bílinn
og ekkert spurðist til þeirra í sól-
arhring. „Loksins tókst þó að hafa
upp á þeim og dóttir mín fór aftur
á Bakkaflöt. Hún kláraði tíunda
bekk þar og kom heim til mín að
því loknu.“ Sveinbjörg segir að
hún hafi nánast setið á stelpunni
þar til að hún varð sextán ára og
fékk sjálfræði. Þá fór hún beint til
Reykjavíkur og á götuna. „Síðan
þá hef ég verið í slagsmálum við
kerfið. Ég þurfti að svipta hana
nokkrum sinnum sjálfræði tíma-
bundið, til að ná henni úr umferð
áður en hún myndi skaða sig al-
varlega. Þegar hún var sautján
ára tókst að fá langvarandi svipt-
ingu.“
Framdi vopnað rán
Eftir sjálfræðissviptinguna fór
hún á Dyngjuna sem er áfanga-
heimili fyrir fíkniefnaneytendur.
„Þar dópaði hún sig út úr heimin-
um og fór aftur á götuna. Á þeim
tíma framdi hún vopnað rán í
verslun á Langholtsveginum þar
sem hún ógnaði tveimur eldri kon-
um. Hún var handtekin og send
heim eftir yfirheyrslur og þess
Móðir segir sögu 22 ára dóttur sinnar sem reynt hefur öll úrræði sem til eru fyrir
fíkniefnaneytendur og drykkjusjúklinga á Íslandi.
Fréttaviðtal
HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR
■ ræðir við móður ungrar stúlku sem
haldin er geðveilu.
Kallar ráðþrota eftir
Ráðist inn í sjónvarpssal:
Átök
í beinni
PARÍS, AP Nokkrir tugir starfs-
manna í skemmtanaiðnaðinum
réðust inn í sjónvarpssal þegar
bein útsending á vinsælum
frönskum sjónvarpsþætti stóð
yfir á laugardagskvöld.
Mótmælendurnir höfðu með
sér spjöld þar sem áhorfendur
voru hvattir til þess að slökkva á
sjónvarpstækjum sínum, en í loft-
inu var raunveruleikasjónvarps-
þátturinn „Stjörnuskóli“. Útsend-
ingu á þættinum var hætt í tvo
tíma meðan óeirðirnar stóðu yfir.
Tveir liggja alvarlega slasaðir
eftir átök við gæslumenn og lög-
reglu, en tugir lögregluþjóna voru
kallaðir út. Þrír mótmælendur
voru handteknir. ■
Beinverndardagur:
Lífsgæði og
beinþynning
BEINVERND Alþjóðlegi beinvernd-
ardagurinn er í dag og að þessu
sinni er yfirskriftin lífsgæði og
beinþynning. Verður sjónum beint
að því hvernig dregið getur úr
lífsgæðum í kjölfar beinþynning-
ar, vegna skertrar hreyfigetu en
einnig sálrænna og félagslegra
áhrifa.
Samtökin Beinvernd standa
fyrir morgunverðarfundi í Iðnó.
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver-
andi heilbrigðisráðherra og
verndari samtakanna, verður á
fundinum ásamt öllum þingkon-
um landsins. ■
HÓTEL SELFOSS
Kaupfélag Árnesinga getur ekki selt við-
skiptavild Hótels Selfoss sem það hefur
rekið í húsi Brúar ehf.
DATT AF MÓTORKROSSHJÓLI
Maður stakkst fram fyrir sig í
einu stökki á mótorkrossbraut
rétt fyrir utan Selfoss í gær.
Hann var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi. Fyrstu fréttir voru að hann
væri ekki alvarlega slasaður.