Fréttablaðið - 20.10.2003, Side 17

Fréttablaðið - 20.10.2003, Side 17
17MÁNUDAGUR 20. október 2003 TÓNLIST Jakob Ingi Jakobsson er fasteignasali sem er að læra að syngja. Hann var ekki sáttur við að ekki fengist á markaði geisla- diskur með undirspili við ís- lensk einsöngslög og tók sig því til og gaf út diska sjálfur. „Ég hóf söngnám fyrir tveim- ur árum og varð þess fljótt áskynja að mig vantaði geisla- disk með undirspili við íslensk lög og að hann fékkst hvergi. Ég leitaði víða í verslunum og verslunareigendur sögðu mér að mikið væri spurt um þetta. Þess vegna ákvað ég að hrinda þessu sjálfur í framkvæmd með aðstoð góðra manna,“ segir Jak- ob. Hann fékk Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur, sópran og söng- kennara, til að stjórna upptök- um og velja með honum lögin og píanistann og skólastjórann Ag- nesi Löve til að leika þau inn á diskana. „Diskarnir eru tveir, annar fyrir háar raddir eins og tenór og sópran, hinn er leikinn fyrir lágar raddir eins og bassa, baríton, mezzo og allt þannig að allir fái undirleik við sitt hæfi. Diskarnir henta öllu söngáhuga- fólki,“ segir Jakob og bætir við að þegar hafi þeir fengið mjög góðar viðtökur. „Ég gef þetta út alfarið á eigin reikning og ætl- ast alls ekki til að hagnast á út- gáfunni. Ég verð glaður ef ég tapa ekki á þessu því í fyrsta sinn á Íslandi eru til sölu diskar með píanóundirleik við nokkur fegurstu einsöngslaga okkar Ís- lendinga. Diskarnir eru spilaðir inn nákvæmlega eins og lögin eru skrifuð og henta því sérlega vel til söngnáms, bæði til æf- inga heima fyrir eða undirleiks í söngtímum“ Jakob bendir á að það hafi staðið söngáhugafólki fyrir þrifum að geta ekki nálgast undirleik við æfingar. Það sé tvennt ólíkt að æfa með undirleik og án hans. „Þessi diskur ætti að ganga vel í skólum og alls staðar þar sem fer fram tónlistarkennsla,“ segir hann. Diskarnir fást hjá fasteigna- sölunni Eignakaup í Reykjavík en einnig er hægt að panta disk við hæfi í netpósti: jak- ob@eignakaup.is eða jakob@hn.is ■ Fasteignasali í útgáfu Íbúðirnar sem við erum að leigjaút eru ekkert slor heldur fyrsta flokks,“ segir Bergþór Jónsson, framkvæmdastjóri Átthaga. Fyrirtækið er meðal þeirra fyrstu á markaði sem sérhæfir sig í þeirri nýjung að byggja og leiga út íbúðir með öllum þægindum. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun í október og segir Bergþór það hafi gengið mjög vel. „Við- skiptavinir okkar eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins enda er það stefna okkar að gera ekki sér- samninga við nein samtök. Íbúð- irnar eru útbúnar öllum helstu þægindum, eins og uppþvottavél, örbylgjuofni, ísskáp með góðum frysti, þvottavél og þurrkara auk þess sem uppsettar gardínur fylgja. Menn þurfa ekki annað en labba inn með kaffivélina og steikina,“ segir Bergþór en játar að menn verði að skilja hundana sína eftir því ekki sé leyfilegt að vera með hunda og ketti í íbúðun- um. „Það kemur nú eingöngu til vegna þess að við erum ekki með sérinngang og við verðum að taka tillit til allra íbúa en ekki sérhags- muna fárra. Það getur þó allt eins verið að ef við byggjum íbúðir með sérinngangi að við gefum fólki kost á að halda dýr. Það horf- ir allt öðruvísi við en það hefur talsvert verið spurt um þetta,“ segir Bergþór. Íbúðirnar kosta rúmar 1000 krónur fermetrinn og er allt inni- falið, eins og viðhald og öll þjón- usta. Fleiri fyrirtæki eru á markaði sem sjá um að leigja íbúðir og eru flestar íbúðirnar nýjar með öllum þægindum. „Íbúðirnar eru betri en nokkru sinni hefur tíðkast á ís- lenskum leigumarkaði,“ segir Bergþór og bætir við að tilkoma þeirra inn á þennan markað eigi án efa eftir að hafa það í för með sér að kröfurnar verði meiri. „Það verður ekki lengur hægt að leigja hvað sem er á hvaða verði sem er. Þeir sem ætla sér að gera það í framtíðinni verða að laga sig að breyttum tímum,“ segir Bergþór og bætir við að Íslendingar eigi eftir að átta sig á hagræðinu af því að leigja áhyggjulaust lúxus- íbúðir. Menn reikni ekki alltaf dæmið til fulls þegar verið er að kaupa íbúð. ■ Tímamót BERGÞÓR JÓNSSON ■ Átthagar er fyrirtæki sem sérhæfir sig á að byggja og reka leiguíbúðir. Íbúðirnar eru mjög úr garði gerðar og þeim fylgja öll heimilistæki. Bara að ganga inn með kaffivélina og steikina BERGÞÓR JÓNSSON Hann er framkvæmdastjóri Átthaga sem byggir íbúðir gagngert til að leigja á al- mennum markaði. Hann er ekki í vafa um að tilkoma þeirra inn á markaðinn eigi eft- ir að hafa þau áhrif að betri íbúðir bjóðist til leigu. ÍBÚÐIRNAR Það fylgir allt með lúxusíbúðum Átthaga en íbúðirnar eru leiguíbúðir. JAKOB JAKOBSSON Hann fékk fagfólk til að vinna fyrir sig verk- ið og afraksturinn eru tveir geisladiskar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.