Fréttablaðið - 15.12.2003, Page 1

Fréttablaðið - 15.12.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 32 Sjónvarp 40 MÁNUDAGUR MEISTARINN OG MARGARÍTA Í kvöld mun Ingibjörg Haraldsdóttir fjalla bæði um bókina og höfund hennar, Mik- haíl Búlgakov, á Súfistanum við Lauga- veg. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝTT OG BLAUTT Það hlýnar eftir því sem líður á daginn. Þetta eru hlýindi sem vara munu eitthvað fram í vikuna. Það er ansi dimmt þessa dagana og skyggni lé- legt. Flas gerir engan flýti. Sjá síðu 6 jólabað ● jólakort Hefur oft fengið skraut í skóinn jólin koma Katrín Svava Másdóttir: ▲ SÍÐUR 22-27 15. desember 2003 – 313. tölublað – 3. árgangur gunni helga og fleiri taka við Áramótaskaupið: ▲ SÍÐA 42 Nýir handrits- höfundar ● nýjung frá michelin Draumabíllinn er klikkaður Benz bílar o.fl. Sigga Beinteins: ▲ SÍÐA 28 TILFÆRSLA FJÁR Sigurður Guð- mundsson landlæknir seg- ist ekki sjá að verið sé að spara fé al- mennings með sparnaðartillög- um Landspítal- ans. Einungis sé verið að flytja þjónustu af einum stað á annan. Sjá síðu 2 KÆRIR LÍKAMSLEIT Móðir 17 ára drengs leggur í dag fram kæru til lögreglu- yfirvalda vegna meintrar óheimillar líkams- leitar á syni sínum þar sem hann var látinn berhátta þegar hann fór á Litla-Hraun til að heimsækja ættingja sinn. Sjá síðu 2 ÖRYRKJAR Í BEITNINGARSKÚR- UM Formaður Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja segir að umframafli smábáta verði til að fjölga öryrkjum og gamalmenn- um í beitningarskúrum. Vestmannaeyingar vilja að þingmenn Suðurkjördæmis hafni línuívilnunarfrumvarpinu. Sjá síðu 8 AUGLÝST EFTIR NASISTUM Simon Wiesenthal-stofnunin reynir enn að hafa uppi á stríðsglæpamönnum nasista. Hún auglýsir nú eftir þeim í von um að koma þeim fyrir rétt. Sjá síðu 2 STJÓRNMÁL Þeir þingmenn og ráð- herrar sem hafa látið af störfum á Alþingi ráða því hvort þeir taka eft- irlaun samkvæmt núverandi lögum eða á grundvelli eftirlaunafrum- varpsins sem verður að öllum lík- indum samþykkt sem lög á Alþingi í dag. „Að svo miklu leyti sem þau veita fyrrum þingmanni eða ráð- herra betri rétt þá er honum heimilt að taka eftirlaun sín út eftir nýju lögunum,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður allsherjarnefndar Al- þingis. Henti það viðkomandi betur að taka eftirlaun eftir gömlu lögun- um getur hann hins vegar gert það. Bjarni segir þetta almennt vinnulag við breytingar sem þessa enda ekki hægt að ganga á rétt manna sem þeir hafa áunnið sér. „Ég tel mig ekki lengur bundna af því að styðja málið í heild. Svo kemur það í ljós á morgun hvernig ég greiði atkvæði,“ segir Þuríður Bachman, þingmaður Vinstri grænna, sem stóð að flutningi frum- varpsins upphaflega, og því nokkuð ljóst að hún greiðir ekki atkvæði með frumvarpinu. Hún vildi hins vegar ekki segja til um hvort hún sæti hjá eða greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. ■ góð ráð ● jólahreingerning ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag Íslensk hús eins og skessukúkur Auður Haralds: AP /M YN D Mannbjörg á Breiðafirði: Trilla sökk á svipstundu SJÓSLYS „Þegar við komum að var skipverjinn kominn í gúmmíbjörg- unarbát og báturinn sokkinn. Öðru hvoru sendi hann ljósmerki þannig að við vorum aldrei í vandræðum með að finna hann í myrkrinu,“ segir Viðar Björnsson, skipstjóri á Ársæli, sem kom sjómanni til bjargar eftir að trilla sem hann var á sökk á Breiðafirði síðdegis í gær. Einn skipverji var um borð í sex tonna trillunni Hólmaranum SH 114. Um það leyti sem klukkan sló sex í gær sendi hann út neyðar- boð. Viðar var á Ársæli um sex sjó- mílur frá staðnum þar sem Hólmarinn sökk. Hann lagði strax af stað til aðstoðar og var kominn á vettvang tæpri klukkustund síðar. „Rétt eftir að boð bárust um að Hólmarinn væri í vandræðum sáum við tvö neyðarblys. Um leið settum við á fulla ferð,“ segir Sævar. Viðar segir að skipverjinn hafi verið bæði blautur og kaldur eftir að hafa lent í sjónum en hafi að öðru leyti borið sig vel. „Það fer óneitanlega um sjómenn þegar boðin berast. Við erum mjög fegn- ir að hafa bjargað honum enda kunningi okkar allra.“ Slysið bar hratt að en rétt viðbrögð skipverjans skiptu miklu. ■ ÍRAK, AP Eftir rúmlega átta mán- aða langa leit er Saddam Hussein fundinn og hefur verið tekinn höndum. Hann fannst í tveggja metra djúpri holu sem grafin hafði verið og dulbúin í kjallara hrörlegs húss. Margir höfðu orðið til þess að spá því að Saddam myndi frekar falla í byssubardaga en að gefa sig fjandmönnum sín- um á vald. Hann var hins vegar samvinnuþýður og ræðinn við hermennina sem handtóku hann en alls tóku 600 hermenn þátt í að- gerðunum. Ábending frá nánum fjöl- skyldumeðlimi Saddams Husseins varð til þess að hafðist uppi á hon- um eftir leit sem hafði fram að þessu verið árangurslaus. Saddam fannst á laugardagskvöld að íröskum tíma en fréttir af því spurðust ekki út fyrr en í morgun. Þá var staðfest að það væri hinn raunverulegi Saddam Hussein sem hefði náðst en ekki einn tví- fara hans. Gengið var úr skugga um það með DNA-prufu sem framkvæmd var á nokkrum klukkustundum. Handtöku Íraksforsetans fyrr- verandi hefur verið fagnað meðal íbúa Íraks og víða um heim. Sjá síður 4 og 6 Þingmenn sem hafa látið af störfum: Geta valið hvernig þeir taka eftirlaun Saddam fundinn Fyrrum einræðisherra Íraks var handtekinn eftir að náinn fjölskyldu- meðlimur benti á verustað hans. Hann fannst í grunnri holu í kjallara húss, var grár og gugginn og veitti enga mótspyrnu. Opið til kl. 22 í kvöld 9 dagar til jóla SADDAM HUSSEIN Einræðisherrann fyrrverandi var með mikið skegg og orðinn ansi grár þegar bandarískir og kúrdískir hermenn tóku hann höndum. BJARNI Ekki er hægt að breyta lögum um lífeyri öðruvísi en svo að tryggt sé að þeir sem hafa unnið sér inn rétt- indi tapi ekki á breytingunum. FELUSTAÐUR SADDAMS Saddam Hussein hafðist við í um tveggja metra djúpri holu í kjallara húss í bænum Adwar. Op holunnar var hulið með múrsteinum og mold. Ljósmyndabók: Stærsta bók sögunnar MASSACHUSETTS, AP Stærsta bók sem framleidd hefur verið er um það bil mannhæðarhá og vegur 60 kílógrömm. Bókin fjallar um Asíulandið Bútan og blaðsíðurnar í henni fara langleiðina í að þekja heilan knattspyrnuvöll ef þeim er raðað þannig upp. Þær eru þó að- eins 112 talsins. Starfsmenn heimsmetabókar Guinness hafa staðfest að bókin sé sú stærsta sem hefur verið framleidd. Í henni eru ljósmyndir frá Bútan og verður ágóðanum varið til menntastarfs í ríkinu. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.