Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 15.12.2003, Qupperneq 15
Ég skal viðurkenna að ég hefaldrei fallið fyrir rökum ríkis- stjórna Bandaríkjanna og Bretlands fyrir innrásinni í Írak í vor – sem ríkisstjórn Íslands hefur gert að sín- um. Ég hef ekki enn séð haldbær rök fyrir að heimsbyggðinni hafi staðið ógn af gereyðingarvopnum Íraks- hers, sem vafi leikur á að hafi verið til í einhverju magni og að her Íraks hafi verið í stakk búinn að beita þeim. Ég veit af níðingsskap ríkis- stjórnar Saddams Husseins gagn- vart þjóð sinni en hef ekki enn séð að hernám Bandaríkjamanna og Breta muni færa þessari þjóð frið eða lýðræði. Mörg dæmi eru um mislukkaðar tilraunir í þá átt. Þau dæmi sem hafa lukkast eru sérstök; bæði Þjóðverjar og Japanir voru gersigraðar þjóðir í stríðslok eftir að herir þeirra höfðu háð árásar- stríð gegn svo til allri heimsbyggð- inni. Vandi írösku þjóðarinnar var hefðbundin ógnarstjórn og einræði; svipaður vandi og margar aðrar þjóðir búa við, oft með velvilja sömu þjóða og stóðu að innrásinni í Írak. Enn síður skil ég þá framsetn- ingu sem Bush Bandaríkjaforseti hefur notað í varnarræðum sínum um árásina á Írak. Samkvæmt henni var Saddam Hussein vondur maður og synir hans tveir. Það var því skyl- da herja Bandaríkjanna og Bret- lands að ná þeim og taka hraustlega í lurginn á þeim. Ég held að maður verði að tilheyra Bush-fjölskyldunni til að skilja þetta og álíta að kok- hreysti Saddams eftir Flóabardaga hafi átt þátt í að fella Bush eldri af forsetastóli. Og vera þeirrar skoð- unar að sá Bush hafi átt að vera for- seti aðeins lengur en honum tókst. Þegar ég sá manninn sem dreg- inn var upp úr holu í kjallara húss í bænum Adwar, skammt frá Tíkrit í norðuhluta Íraks, létti mér ekki stórum. Hann leit ekki út fyrir að vera meiri ógn við heimsfriðinn en gereyðingarvopnin hans, sem hvergi finnast. Auðvitað er Saddam illur með svarta samvisku. Hann er hins vegar ekki hættulegri en aðrir slíkir menn nema hann hafi aðgang að miklum völdum. Það var augljóst þar sem hann lá í holu sinni að völd hans voru þrotin. Skárri menn með meiri völd geta verið okkur hættu- legri – jafnvel svo ágætir menn sem þeir kumpánar Bush og Blair. Og það held ég að sé mat æði margra íbúa Íraks. Þeir búa nú við hernám og ófrið af átökum h námsliðsins og þeirra sem stór h írösku þjóðarinnar kallar líkl frelsissveitarmenn. Við Íslendin ættum að þekkja mátt þjóðern hyggjunnar og vita að Írakar sæ sig líklega betur við harkalega i lenda stjórn en lýðræðislega og lenda. En val þeirra stendur ekk milli þessara tveggja kosta. Hin lenda stjórn mætir þeim með vo sér við hlið. Þeir sem fara ekki vilja hennar eru handteknir – ja vel einnig þeir sem virðast ekki legir til að fara að vilja hernámsl ins. Þessar afleiðingar hernáms eru vandi írösku þjóðarinnar – e gamli maðurinn í holunni. ■ Steinunn K. Pétursdóttir skrifar: Þann 10. desember síðastliðinnvar lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lífeyr- isgreiðslum til alþingismanna og ráðherra ásamt því að lagt var til að þeir formenn stjórnmálaflokka sem ekki gegna ráðherraembætti fengju 50% álag á þingfararkaup. Álag til handa formönnum flokka myndi þýða u.þ.b. 219.000 króna aukningu við mánaðarlaun þeirra Guðjóns A. Kristjánssonar, Steingríms J. Sig- fússonar og Össurar Skarphéðins- sonar, eins og málum er háttað nú á þingi. Einnig var lagt til að álag nefndarformanna og þingflokksfor- manna myndi hækka úr 15% í 20%, eða 22.000 kr. hækkun frá því sem nú er. Lagt var til að iðgjaldagreiðsl- ur í lífeyrissjóð myndu hækka úr 4% launa í 5% sem mótvægi við þau réttindi þingmanna og ráðherra sem fyrirhugað er að þeir fái við eftirlaunatöku. Hróplegt óréttlæti Mér, sem varaþingmanni, er með öllu óskiljanlegt hvers vegna alþingismenn, ráðherrar og aðrir embættismenn sem tilgreindir eru í frumvarpinu eigi að njóta sér- kjara hvað varðar réttindi til líf- eyris. Mín skoðun er sú, að þar sem ætlast er til að almennum launþegum í landinu sé gert að sæta mun þrengri reglum hvað þetta varðar, eigi það sama að ganga yfir embættismenn þjóðar- innar. Ráðamenn eiga að ganga á undan þjóð sinni með góðu for- dæmi! Nái þetta frumvarp að verða að lögum mun festast í sessi hróplegt óréttlæti gagnvart öllum þeim landsmönnum sem ekki eru tilgreindir í frumvarpinu. Hvers vegna ætti einn hópur þjóðarinnar að skammta sjálfum sér sérkjör á sama tíma og með- bræður okkar líða skort? Það má skilja sem svo á frumvarpinu að vinnulúnar hendur okkar sem sitja á Alþingi séu meira virði en hendur þeirra sem standa úti „á akrinum“ alla sína starfsævi. Er virkilega þörf á því að embættis- menn safni í sjóði eftir að vinnu- degi lýkur? Þurfa þeir, sem marg- föld laun verkamanns hafa, á enn meira fé að halda eftir að þeir setjast í helgan stein? Ég get ekki skilið að svo ætti að vera. Ráð- herrar og þingmenn ættu að hafa rýmri tök á því að leggja fyrir af launum sínum og geyma til elliár- anna en þeir sem alla sína starfs- ævi fá rétt fyrir salti í grautinn. Ég segi nei! Á sama tíma og ríkisstjórnin gengur á bak orða sinna um loforð um skattalækkanir, svíkur gerða samninga við öryrkja og þrengir rétt fiskvinnslufólks til launa í hrá- efnisleysi fiskvinnslanna á grund- velli þess að takmarka þurfi útgjöld ríkisjóðs, er þetta frumvarp lagt fram sem gengur í þveröfuga átt. Ég leggst harðlega gegn því og mun greiða atkvæði gegn frumvarpinu, komi til atkvæðagreiðslu um það á þeim stutta tíma sem ég sit á þingi að þessu sinni. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um handtöku Saddams Husseins. 16 15. desember 2003 MÁNUDAG Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Staðfesta – ístöðuleysi: þettaeru lykilorðin um þessar mundir, til dæmis þegar horft er á formenn stjórnarandstöðu- flokkanna og afstöðu þeirra til frumvarpsins um kjör þing- manna þar sem gert er ráð fyrir stórhækkuðu kaupi þeim sjálf- um til handa: Össur Skarphéð- insson segist styðja frumvarpið en ekki vilja að það sé lagt fram og Steingrímur J. Sigfússon sem aldrei hefur sporlatur verið í ræðustól er nú skyndilega á harðahlaupum undan míkrófón- unum. Þeim er vorkunn. Þetta er flókin staða. Nema náttúrlega fyrir Davíð Oddsson – engin staða er flókin fyrir hann: hann er nefnilega svo staðfastur. Það fólk sem kýs Davíð Odds- son aftur og aftur og aftur og aftur hefur gert hann staðfast- an. Þessi staðfesta lýsir sér með ýmsu móti – aðallega þó því að ríkisstjórnin virðist álíta að hún geti gert nokkurn veginn það sem henni sýnist. Þegar aðdáendur Davíðs úr Flokknum lýsa honum tala þeir einatt um það hversu skjótur hann sé að taka ákvarðanir, en þó einkum hitt: hversu allt standi eins og stafur á bók sem hann hefur einu sinni sagt, hann sé maður sem standi við ákvarð- anir sínar – með öðrum orðum: staðfastur. Slíkt getur verið dyggð. En fyrirgefið mér fyrir að þurfa að benda á svo augljós- an hlut: staðfesta er ódyggð þeg- ar viðkomandi hefur tekið ranga ákvörðun. Birtingarmyndir staðfest- unnar Staðfestunnar höfum við fengið að njóta að undanförnu til dæmis með svofelldum hætti: Ríkisstjórn Íslands hefur skipað sér í flokk sárafárra ríkja sem styðja feigðarflan Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra í Írak svo að við sem hér búum erum fyrir vikið samsek þeim öfgamönnum sem ráða ríkjum þar vestra og ganga er- inda nokkurra stórfyrirtækja – og forsætisráðherra okkar dirf- ist að kenna íslensku þjóðina við staðfestu í þessu máli, jafnvel þótt hann viti ofurvel að einung- is brot landsmanna styður þessa glæfralegu stefnu sem enginn veit hvert mun leiða. Ríkisstjórnin hefur af mikilli staðfestu ráðist í framkvæmdir við Kárahnjúka, sem valda að sögn hagfræðinga svo mikilli þenslu að eitthvað verður að gera. Þensla er eitt af þessum fínu orðum sem eru notuð þeg- ar tiltekinn hópur fær of mikla peninga og fer að kaupa sér jeppa baki brotnu. Með öðrum orðum: við höfum það víst svo gott út af þessum framkvæmd- um að það þarf að draga úr allri þessari óskaplegu velsæld okk- ar, annað kann að enda með ósköpum: rétt upp hendi sem hafa fengið kauphækkun út af Kárahnjúkum... Ríkisstjórnin hefur lækkað vaxtabætur sem bitnar vita- skuld á þeim sem skulda af h næðislánum – sem er nokku veginn þjóðin eins og hún le ur sig. En stjórnin er staðföst þarf að standa straum af mi vægari málum. Ríkisstjórnin hefur hækk álögur á bensín sem bitnar þeim sem neyðast til að r einn eða fleiri bíla – sem nokkurn veginn þjóðin eins hún leggur sig – af þeim sök að ráðamenn ríkis og sveitar laga skortir þrek til að sta rækja almenningssamgöng hér á landi, svo að við búum við amerískt kerfi í samgön málum en evrópska skattla ingu á allt sem bílum við kem Stjórnin er staðföst í þessu m enda þarf hún á fé að hald mikilvæga málaflokka. Ríkisstjórnin hefur svikið sátt sem gerð var við öryr korteri fyrir kosningar. Lý það ef til vill ístöðuleysi? Æ það: verðum við ekki að ta Davíð Oddsson trúanlegan þ ar hann lýsir sér sem staðfö um manni, og gera þá ráð fy að hann hafi verið með lyga merki á tánum þegar hann se Jón Kristjánsson til að undirr plagg með loforðum sem e stóð til að efna. Verðum við e að reikna með að hinn staðfa maður hafi ætlað sér að ná kvæðum auðtrúa öryrkja? Þ kostar nefnilega svo mikið standa við þetta samkomula og ríkisstjórnin þarf svo sann lega á peningum að halda. Ríkisstjórnin stendur st föst fyrir stórfelldum nið skurði í heilbrigðismálum. stendur meðal annars að leg niður bráðamóttöku fyrir g sjúk börn, enda mikið vandam að mati þeirra staðföstu hve mjög Íslendingar hafa hla undir þennan þjóðfélagsh sem rétt eins og öryrkjarnir húsbyggjendurnir geta ósk vel séð af einhverju smáræð þeim auði sem þeim he áskotnast út af framkvæmd við Kárahnjúka. Einnig sten til að segja upp 150 man draga saman, skera niður, hæ umönnun – henda út. Þeir s þurft hafa að heimsækja vin spítala og séð fólk liggjandi um alla ganga skilja náttúrl ekki alveg hvernig á að fara þessu en ríkisstjórnin er st föst og hún þarf peninga – u ireins. Davíð á eftirlaun Því að Davíð Oddsson nefnilega að fara á eftirla Einhvern veginn verðum við að láta í ljós þakklæti okkur f ir alla staðfestuna. ■ Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um staðfest hinni ýmsu mynd. ■ Bréf til blaðsins Lífeyris- greiðslur Gamall maður í holu Er staðfesta alltaf dyggð? Eðli verðbréfa er, að með þeimer gefið út fjármunagildi vegna raunverðmæta sem skap- ast eiga í mismunandi nálægri framtíð. Í slíkum tilvikum er mikilvægast fyrir þá sem vilja gefa út verðbréf, að geta skapað traustvekjandi ímynd af þeim væntanlegum verðmætum, sem standa eiga undir raungreiðslu þeirra verðmæta sem verðbréfin eiga að skapa. Ímyndin er oftast búin til úr hugmyndum „sérfræð- inga“ um væntanlegan hagnað eða hagsæld fram að þeim tíma sem verðbréfin eiga að greiðast með raunverðmætum, þ.e. pen- ingum. Meginvandi verðmætaspár (verðmætavísitölu) hefur ævin- lega verið sá, að hinir svokölluðu „sérfræðingar“ tapa jarðsam- bandi við raunverðmæti og byggja loftkastala um framtíðarhagn- að. Afleiðingar þessa eru þær, að stöðugt þarf að byggja nýja loft- kastala sem sýni v e r ð m æ t a a u k n - ingu. Stöðnun get- ur ekki orðið í þessum hruna- dansi, því raun- sköpun verðmæta er ekki næg til að innleysa öll útgef- in verðbréf á þeim tímum sem þau gjaldfalla. Þess vegna verður stöðugt að búa til nýja loftkast- ala, sem gefa ástæðu til útgáfu nýrra verðbréfa, með seinni tíma gjaldfalli, svo hrunadansinn geti haldið áfram. Er hægt að sjá endalokin nálgast? Já, með því að stíga af hringekju fáránleikans og líta til baka og skoða söguna, má sjá endalokin nálgast með skýrari hætti en veðurútlit morgundags- ins. Í upphafi síðustu aldar, var svipað ástand og nú. Aukning verðbréfaveltu var komin það langt fram úr aukningu raun- verðmæta, að eina leið áfram- halds var að stækka sífellt ein- ingar fyrirtækja með sameiningu eða uppkaupum stórfyrirtækja á þeim smáu. Þegar uppkaupum smáfyrirtækja var lokið, stóðu stórfyrirtækin frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki aukið veltu sína með verðbréfum, því framleiðni gjaldeyrisskapandi starfsemi stóð ekki undir nauð- synlegum greiðslum af lánum sem tekin voru erlendis og velta þjóðfélaganna var orðin mun meiri en rauntekjur stóðu undir. Afleiðingin varð heimshrun verð- bréfa og veröldin stóð, líkt og gjaldþrota einstaklingur, frammi fyrir þeim raunverðmætum sem hver þjóð hafði í raun búið sér. Varð að lifa af tekjum samtím- ans, og greiða himinháar skuldir óraunveruleikatímans. 100 árum síðar Á undanförnum árum höfum við verið að upplifa nákvæma speglun upphafs fyrri aldar, í samtíma okkar. Óraunveruleiki og jarðsambandslaus ímyndun hefur einkennt verðbréfamark- aði okkar, sem og annarra þjóða. Vísitöluhækkanir sem eru þvert gegn sjáanlegum raunveruleika og vísitöluhækkanir sem byggð- ar eru á draumsýn um framtíð- ina; draumsýn sem hvergi á sér raunhæft jarðsamband, virðast ríkjandi drifkraftur í viðhaldi háum verðmætastuðlum. Við höfum í nokkur ár horft á fyrirtæki sameinast, til að forð- ast að horfast í augu við raun- veruleikann. Og við höfum séð stórfyrirtæki keppast við að kaupa smáfyrirtæki, til að „treysta“ rekstrargrundvöll sinn. Við erum því augljóslega á ná- kvæmlega sömu glötunarbraut- inni og gengin var í upphafi síð- ustu aldar. Ef við lítum af raunsæi til mögulegrar neyslu- og fram- leiðsluaukningar komandi ára- tuga, er nú þegar ógerningur að aukning tekna umfram neyslu geti skilað fullum greiðslum á öllum þegar útgefnum verðbréf- um. Innihaldslaus verbréf vega því nú þegar þyngra en raun- verðmæti þess tímabils sem þeim er ætlað að gjaldfalla og samþjöppun fækkar fjármögn- unarleiðum. Ég hef því afar veika von um að núverandi sýnd- armennska muni endast til þrið- ja áratugar þessarar aldar (verð- bréfahrunið var á þriðja áratug síðustu aldar). Líklega munum við fyrr standa frammi fyrir hinum eiginlegu raunverðmæt- um, þegar sýndarheimur verð- bréfavitleysunnar verður hrun- inn í annað sinn, vegna sömu villu og óraunsæis. Í ljósi þessa verður að átelja verulega áform lífeyrissjóða landsmanna um auknar erlendar fjárfestingar. Betra verður fyrir þjóðina að húseignir, vegir og framleiðslutæki fyrir þessa fjár- muni, verði til hér á landi, en að þeir tapist þjóðinni með öllu, í fyrirsjáanlegu hruni verðbréfa á komandi árum. ■ Verðbréfahrun í sjónmáli? Umræðan GUÐBJÖRN JÓNSSON ■ ráðgjafi skrifar um verðbréf. ■ Ef við lítum af raunsæi til mögulegrar neyslu- og framleiðslu- aukningar kom- andi áratuga, er nú þegar ógerningur að aukning tekna umfram neyslu geti skilað full- um greiðslum á öllum þegar út- gefnum verð- bréfum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.