Tíminn - 24.07.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGim 24. júlí 1971
TÍMINN
Stjórn Sparisjó'ðs véistjóra og sparisjóðsstjóri [ hinum nýju húsakynnum SparisjóSsins að Hátúni 4. Talið frá v.
Jón Hjaltested, Haiigrímur Jónsson sparisjóðsstjóri, Jón Júlíusson og Gísii Ólafsson.
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
í NÝJUM HÚSAKYNNUM
Irmstæður hafa tvöfaldast á s.l. þremur árur.
Höfðingleg gjöf til
Byggðasafnsins
í Skógum
Byggðasafninu í Skógum undií
Eyjafjöllum hefur nýlega horizt
100 þúsund króna dánargjöf Mark-
úsar ^óufcsenar frá Giljum í Mýr-
dal. Verður af gjöfinni stofnaður
minningarsjóður um Markús og
foreldra hans, Sigríði Jakobsdótt-
ur og Jón Jónsson á Giljum, sem
þar bjuggu lengi við góðan
orðstír.
Markús Jónsson var fæddur 1892
og dó á síðastliðnu ári. Hann
var um skeið bóndi á Giljum og
síðan húsvörður Alþingis frá 1949.
Hann þekktu tnargir og naut hann
almennra vinsælda. Markús hafði
áður sýnt Byggðasafninu velvilja
og fært því margar góðar gjafir
frá sér og systkinum sínum. í
Byggðasafninu í Skógum hefur nú
verið settur upp sýningarskápur
með nokkrum einkamunum Mark-
úsar, heiðurspeningi frá forseta
íslands og vasaúri, sem hann fékk
að gjöf frá Alþingi fyrir vel unnin
störf.
Skipuiagsski'á verður síðar gerð
fyrir mmningarsjóðinn í samrætni
við óskir gefenda. Er Byggðasafn
inu mikill fengur og styrkur að
þessari höfðinglegu gjöf.
------------------;----------
Útsvör á Akra-
nesi 1971
Á Akranesi var alls jafnað nið-
ur útsvörum að upphæð kr. 44.
464.700.00_ á 1318 einstaklinga og
44 félög. Útsvör einstaklinga námu
kr. 42.836.800,00 og útsvör félaga
kr. 1.627.900,00.
Aðstöðugjöld að upphæð kr.
’ramhald á bls. 14
ÞÓ-Reykjavík, fimmtudag.
Á morgun, föstudag, opnar
Sparisjóður vélstjóra í nýju hús-
næði að Hátúni 4, en. það er hús
Norðurvers. Á fundi með blaða-
mönnum í dag skýrði stjórn spari-
sjóðsins frá stofnun og framgangi
sparisjóðsins.
Sparisjóður vélstjóra var stofn
aður árið 1961, og aðalhvatamað
ur þess var Hafliði Hafliðason,
vélstjóri. En sagan segir að Haf-
liði hafi komið inn í eina lána-
stofnun hér í borginni og beðið
um lán, en honum var neitað.
Þetta varð til þess að Hafliði ákvað
að fá félaga sína í lið með sér
og stofna eigin sparisjóð, sem
var og gert. Sparisjóður vélstjóra
tók svo til starfa í húsi Vélstjóra-
félagsins að Bárugötu 11, í nóv-
ember 1961, og tU að byrja með
var Sparisjóðurinn aðeins opinn
frá kl, 4—0, Sn)átt..0g.smátt jókst
starfsemin og var þá afgreiðslu-
tímanum breytt í það sem nú er,
eða frá kl. 12,30—18,00 ,en föstu
daga frá kl. 12,30 til 19,00.
Stjórnarmenn Sparisjóðsins
sögðu á fundi meö blaðamönnum
í dag að innborgað ábyrgðarfé
næmi nú rúmlega einni milljdn
króna og væri það um helmingur
af öllu ábyrgðarfé allra sparisjóða
landsins.
Ábyrgðarmenn sparisjóðsins eru
350 talsins, en stofnendur eru
bæði einstaklingar og félög, þar
á meðal kvennafélög, sem styðja
sjómannastéttina, og aðildarfélög
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins. I
Stjórnarmeðlimir og sparisjóðs-
stjórinn sögðu að á þrem s.í. ár-
um hefði sparisjóðurinn verið í
geysimiklum vexti og hefðu inn-
lánin tvöfaldast á þeim tíma og
nema nú innstæður viðskipta-
manna rúmlega 107 milljónum kr.
Ennfremur sögðu þeir að hagur
sparisjóðsins hefði batnað með
hverju árigjy og er staða spari-
sjóðsins mjog traust um þessar
mundir.
Með flutningi sparisjóðsins í
nýja húsnæðið — það ér 189 ferm.
en það gamla var 60 ferm., —
gjörbreytist öll aðstaða viðskipta-
manna _ sparisjóðsins og starfs-
fólks. Á fundinum kom m a. fram.
að þetta er ekki framtíðarhús-
næði sparisjóðsins, því Farmanna
og fiskimannasambandinu hefur
verið úthlutað lóð á mótum Höfða
túns og Borgartúns og er ráð fyrir
því gert, að sparisjóðurinn fái
þar inni.
í fyrstu stjórn Sparis.ióðs vél-
stjóra voru Hallgrímur Jónsson,
vélstjóri, frú Jónípa Loftsdóttir
of Gísli heitinn Jónsson. fyrrver
andi alþingismaður. Núverandi
st.jórn skina Jón .Túlíusson og Jón
Hjaltested kjörnir af aðalfundi
og Gísli Ólafsson kjörinn af borg
arstjórn Reykjavíkur. Sparisjóðs-
stjóri er Hallgrímur G. Jónsson.
Framhald á bls. 14.
Frá Galtalækjaskógi.
Bindindismót í Galtalækjarskógi
Eins um fjölmörg und-
anfarin ár, verður bindindis-
mótið í Galtalækjarskógi um
verzlunarmannahelgiiia, mót
þetta verður með sama sniði og
áður. Þó verða nú tekin upp
tvö nýmæli. Góðaksturskcppni
verður á mótinu og dansað
verður á föstudagskvöld.
Bindindismótið verður sett á
iaugardagskvöld, en síðan verð
ur dansað á tveimur stöðum,
á palli og í stóru samkomu-
tjaldi. Leika hljómsveitirnar
Náttúra og Stuðlatríó. En þess-
ar hljómsveitir leika einnig fyr
ir dansinum á sunnudagskvöld.
Kvöldvaka verður á sunnudags-
kvöld með f jölbreyttri dagskrá.
Þá kgma m.a. fram „Þrjú á
palli“ og heimsfrægir skemmti
kraftar, er nefnast „Big Ben“.
Fyrr um daginn, á sunnudag,
verður helgistund, séra Björn
Jónsson, Keflavík prédikar, en
síðar um daginn vei'ður sérstök
barnaskemmtun, sem Edda Þór-
arinsdóttir, leikkona stjórnar.
Eins og fyrr segir verður að
þessu sinni góðaksturkeppni i
umsjá Bindindisfélags öku-
manna. — Mótinu verður slitið
aðfaranótt mánudags. Varðeld-
ur verður á mótinu og flugeld-
um skotið. — Hægt verður að
fá keyptar veitingar á mótinu.
Eins og áður munu félagar
úr bindindissamtökunum annast
alla gæzlu á mótinu, sem
ávallt hefur farið sérstaklega
vel fram, þrátt fyrir fjölmenni.
En framkoma mótsgesta hefur
alla tíð verið góð og er það
von forráðamanna mótsins að
svo verði einnig að þessu
sinni.
Bindindismótið í Galtalækj-
arskógi er „opið öllum, sem
vilja skemmta sér án áfengis
í fögru umhverfi" eins og ráða
menn þess taka til orða. Það er
haldið í skóglendi á bökkum
Ytri-Rangár, sem er í 124 km
vcgalengd frá Reykjavík. í ná-
grenni þess, eru sem kunnugt
er. bæði Hekla og Búrfell.
3
5
1
Broslegt
í leiðara Þjóðviljans í gær
er rætt um þvermóðsku „við-
reisnarstjórnarinnar“ í trygg-
ingamálum og þær broslegu
fullyrðingar stjórnarandstöðu-
blaðanna nú, um það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn hafi viljað tafar-
lausa hækkun á lífeyrisbótum
trygginganna. Þjóðviljinn seg-
ir:
„Á Alþingi í vetur flutti
stjórnarandstaðan margar til-
lögur um að lögtekin hækkun
ellilífeyris kæmi fyrr til fram
kvæmda en þáverandi ríkis-
stjórn áformaði. Allar tillögur
stjórnarandstæðinga voru felld
ar og þar með lá það fyrir að
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðufiokkurinn voru algerlega
andvígir því að ellilífeyrir og
örorkubætur hækkuðu strax.
Hefðu þessir flokkar haidið
meirihluta sínum á Alþingi
væru ellilífeyrir og örorkubæt-
ur óbreytt enn og ailt til ára-
móta. Það er þess vegna gróf
fölsun staðreynda þegar þess-
ir flokkar halda því nú fram,
að þeir hafi viljað tafarlausa
hækkun á lífeyrisbótum trygg-
inganna. Það var einmitt vilja-
leysi þessara flokka sem stóð
í veginum fyrir því að lífeyris-
bætur trygginganna hækkuðu
strax. (
Þetta verður enn ljósara þeg
ar haft er i huga að ríkissjóð-
ur hefur síðustu árin haft fé
til þess að greiða slíkar hækk-
anir tryggingabótanna — bágri
afkomu ríkissjóðs var ekki fyr-
ir að fara vegna ágætra kjara
á útflutningsvörum okkar og
miklum og góðum aflafeng.
Það var því aðeins íhaldssemi
fyrrverandi stjórnarflokka sem
réð því að ekkert var aðhafzt
og kjósendur höfnuðu stefnu
þeirra i alþingiskosningunum
13. júní s.l.
Bætt fyrir syndir
í Þjóðviljanum í gær eru við-
töl við nokkra forystumenn i
félagssamtökum sjómanna um
hin nýju bráðabírgðalög um
bætt kjör sjómanna. Viðtalið
við Guðmund Pétursson, for-
seta Farmanna- og fiskimanna
sambands íslands, er svohljóð-
andi:
„Ég tel að hér sé verið að
bæta fyrir gamlar syndir gegn
| sjómönnum sem gleður mig,
sagði Guðmundur Pétursson,
forseti Farmanna- og fiski-
mannasambandsins í gær um
fiskverðshækkunina til sjó-
manna.
Þessar aðgerðir tel ég ekki
óeðlilegar, ef réttar eru fréttir
af hækkuðu fiskverði á erlend-
um mörkuðum. Hvers vegna
ættu þá sjómenn og útgerðar-
menn ekki að njóta þar góðs
af, sagði Guðmundur.
Þá stuðla þessar aðgerðir að
friðsamlegri lausn bátakjara-
samninganna um næstu ára-
mót, en of mikill ófriður hefur
ríkt á undanförnum árum nvlli
ij útv"g manna og sjómanna.
I Ég átti viðræður við hinn
jj nýja sjávarútvegsmálaráðherra
| á dögunum. Hef ég ástæðu til
k Þess að halda samkvæmt þeim
Framhaid á bls. 14.