Tíminn - 27.07.1971, Síða 3

Tíminn - 27.07.1971, Síða 3
S»J?09JUDAGUR 27. júlí 1971. Blástakkar vinna gegn rauðsokkum EB—Reykjavík, mánudag. f dag voru stofnuð í Reykjavík samtök er nefnast „Blástakkur“ og er tilgangurinn með stofnun fé- lagsins að vinna gegn rauðsokka- hreyfingu hér á landi“, svo fram- arlega sem rauðsokkahreyfingin verði kúgandi afl í landinu,“ eins og einn stofnenda samtakanna komst að orði við fréttamann Tímans í dag. Blástakkar virðast ætla að berj ast fyrir mörgu öðru, fyrir utan það að vera mótvægi gegn rauð- sokkahreyfingunni. M.a. munu þeir berjast fyrir því að hafa einir umráð yfir Þingvöllum. Einnig tnun vera ætlun þeirra að berjast gegn mengun í hvaða mynd sem hún birtist. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun hreyfingin berjast að- allega gegn rauðsokkahreyfingunni, enda álit margra meðlima Blá- stakka að starfsemi hennar sé kom- in á hættulegt stig. — Kaffisopinn er að vísu ágæt ur, en við karlmenn viljum vissu- lega vera meira en kaffi, sagði einn stofnenda, sem ekki vill láta nafn síns getið. Hreyfingin mun einkum eiga fylgi úr röðum karlmanna, en þó mun hluti af kvenþjóðinni þeg ar styðja hana. Einn stofnenda samtakanna er nokkuð kunnur meðal almennings, en það er Gunn ar Runólfur fyrrverandi rithöfund ur og núverandi bankastarfsmað- nr. Réttarhöld yfir Medina NTB—Atlanta, mánudag. Réttarhöld yfir Ernest Medina, höfuðsmanni hefjast í dag í At- lanta í Georgíu. Medina var yfir- maður herdeildarinnar, sem átti hlut að fjöldamorðunum í My Lai í Suður-Víetnam 16. marz 1968. Gert er ráð fyrir, að réttárhöldin taki að minnsta kosti mánuð. Medina er ákærður fyrir að hafa myrt að minnsta kosti 102 af þeim óbreyttu borgurum, sem létu lífið í þorpinu. Lögfræðing- ur hersins í Fort McPherson í Atlanta, sagði í fyrra mánuði, að hann myndi halda fram kröfu sinni um dauðadóm yfir Medina. Hámarksrefsing Medina er talin ?erða lífstíðarfangelsi. Réttarhöld in í dag hefjast með kjöri kvið- dóms og er talið að það muni taka eina viku, en réttarhöldin síðan um það bil mánuð. YFIRLÝSING „Ég undirritaður vil geta eftir- farandi yfirlýsingu vegna skrifa í Alþýðublaðinu síðastliðinn föstu- dag, þar sem sagt er að fjórar popphljómsveitir, þar á meðal Tilvera væru reiðubúnar að spila á hljómleikum til að borga háss- sektir. Eg hef aldrei heyrt á það minnzt og þó svo væri, þá kæmi það aldrei til mála frá minni hálfu eða annarra í Tilveru, að því er ég bezt veit. Axel Einarsson, Spítalastíg 4. — Rvík.“ TIMINN Frá blómadansleiknum í HveragerSi. Myndin sýnir stúlkurnar er kepptu til úrslita. Blómadrottningin 1971, GuSrún Ágústa Viggósdóttir, er í miSju. Blómadrottning í Hveragerði EB—Reykjavík, mánudag. Allir landsmenn vita að Hver- gerðingar eru blómaaðdáendur miklir, þess vegna kjósa þeir ár hvert blómadrottningu. Kjörið 1971 fór fram s.l. laugardagskvöld í Hveragerði og fyrir því stóð kvenfélag þeirra Hvergerðinga. Stúlkan sem hlaut titilinn að þessu sinni heitir Guðrún Ágústa Viggós- dóttir, 16 ára Hvergerðingur, en er reyndar nýflutt til Reykjavíkur. Hún er dóttir Viggós Þorsteins- sonar, bifvélavirkja og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans. Blóma- drottningin þráir heimabyggð sínar enda vinnur hún í sumar í Garð- yrkjustöðinni Álfafelli þar eystra. Fjölmennt var á dansleiknum í Hveragerði á laugardagskvöldið og 5 eða 6 stúlkur sem kepptu um titil inn. Þegar úrslitin voru kunn, var Guðrún Ágústa krýnd með blómum og síðan hyllt af dansgestum. Útvegsmenn og sjó- menn ánægðir Sjávarútvegsráðherra hefur undanfarið haldið nokkra fundi með útvegsmönnum úti um landið og gert þar grein fyrir bráðabirgðalögum ríkisstjórnar innar. Síðustu tveir fundirnir voru á Snæfellsnesi og á Húsa- vík. Mjög var hljóð í útvegs- mönnum á þessum stöðum á annan veg en í meirihluta stjórnar LÍÚ, sem mótmælti ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar harðlega. í samþykkt, sem gerð var á fundinum á Húsavik s.I. laugar- dag, sagði m.a.: „Fundurinn lýsir undrun sinni yfir því, að stjórn LÍÚ skuli hafa mótmælt þeirri fiskverðshækkun, sem ákveðin hefur verið og telur þá samþykkt ekki í neinu sam- ræmi við almcnna skoðun út- vegsmanna og sjómanna." Jafnframt ályktaði fundttr- inn: „Fundurinn telur brýna þörf á því að bæta kjör sjómanna, svo að sjómannsstarfið verði eftirsóknarverðara en það hef- ur verið. Það er álit fundarins, að mjög varhugavert sé að halda niðri fiskverði með háum greiðslum af fiskverði f rerð- jöfnunarsjóð, á sama tíma og afkoma útgerðarmanna og sjú- manan er ekki betri en raun er á.“ Mjög í sama streng tóku út- gerðarmenn á Snæfellsnesi og lýstu undrun sinni á mótmæl- um stjórnar LÍÚ. Stjórn LÍÚ á að gæta hagsmuna útgerðar- manna og með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar var rekstrar- grundvöllur útgerðarinnar í engu skertur en miklli fremur efldur, þar sem mannekla hef- ur háð útgerð!nni nokkuð og fyrirsjáanlegt var að sjómenn myndu ganga í stórhópum f land á næstu mánuðum, ef kjörin fengjust ekki bætt. Með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar ættu sterkar líkur að vera á því að mannskapur hafi verið tryggður á flotann og þá aukn- ingu hans, sem fyrirhuguð er, því að það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar til viðbótar við það, sem þegar er að gert, að gera sjómannsstarfið eftir- sóknarverðara en það hefur verið á undanförnum árum með því að gera hlut sjómanna sem ríflegastan. Tekjuskattar og útsvör Að vísu viðurkennir stjórn LÍÚ í samþykkt sinni nauðsyn þess að bæta kjör sjómanna. En ekki verður annað skilið en þessir ágætu stjórnarmenn, sem skipa meirihlutann í stjórn LÍÚ, að þeir hafi ætlað útgerðinni að standa undir þeim kjarabótum ein og óstudd, því að þeir eru á móti hækkun fiskverðs og að aðlaga framlög í Vcrðjöfnunar- sjóð miklum verðhækkunum er- lendis. Raunar nefna þeir, að æskilegt sé að rétta hlut sjó- manna með því að minnka á þeim tekjusk. til ríkisins. Því er til að svara, að þeir vertiðar- sjómenn, sem aðeins fá sína Fraimhald á 11. sfðu. Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. Ánægjan fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er. Það leynir sér aldrei,— Malta bragðast miklu betur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.