Tíminn - 27.07.1971, Side 8

Tíminn - 27.07.1971, Side 8
8. SÞRðTTIR ~ riMINN 1 ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. júlí 1971 Glæsilegt sundmót K3p—Reykjavík. Eítt glæsilegasta og bezta sundmót, sem Hér hefur farið fratn í langan tíma, var Sundmeistaramót íslands, sem fram fór um helgina í Laugardalslauginni. Á þessu móti sannaði sundfólk okkar eftirminnilega ágæti sitt með glæsilegum árangri í öllum 25 greinum mótsins. Segja má að það hafi varla stungið sér í vatnið án þess að setja met, en samtals voru sett 14 íslandsmet á þessu móti. Keppnin hófst á föstudagskvöld ið, en þá var keppt í 3 greinum — og fttkn 4 íslandsmet í það skipt- ið. Gnðmundur Gíslason, setti þá fyrst met í 1500 m- skriðsundi, synti á 18:38,6 mín, sem er hálfri mfn. betra en gamla metið, sem haim átti sjálíur. Friðrik Guð- mundsson, KR, sem er aðeins 16 ára gamall, synti einnig undir gamla metinu 18:49,0, en það er drengjamet. Millitími var tekinn á Guðmundi í 800 m., og setti hann þar Jflta íslandsmet, synti á 9:®*,6 mín. Vflbwrg Júlíusdóttir, Ægi, setti gott met í 800 m. skriðsundi, synti á 10:23,7 mín. Önnur varð Guð- munda Guðmundsdóttir, HSK, 10:33,7 mín. í 400 m. bringusundi í 200 m. bringusundi karla sigr aði Leiknir Jónsson, á 2:37,7 mín. Annar varð Guðjón Guðmundsson, ÍA, á 2:40,0 og þriðji Gestur Jóns son, Á, 2:48,5. í 400 m. skriðsundi kvenna sigraði Vilborg Júlíusdótt- ur, Ægi, með miklum yfirburð- um. í 200 m. baksundi karla kom þýzkur sigur, er Klaus Schmith, kom í mark á 2:25,5 mín., annar varð landi hans Kopfmann á 2:33,6 mín, og þriðji Hafþór B. Guð- mundsson, KR. á 2:35,7 mín. Heike Nagel, sigraði í 200 m. fjórsundi kvenna, synti á 2:39,6 mín. önnur varð Lísa Ronson á nýju telpnameti (hún er aðeins 14 ára gömul), 2:40,0. Þriðja varð svo Guðmunda Guðmundsdóttir, á 2:50,0. m, wm m Sundfólkið stakk sér varla í laugina nema til að setja met. teipna og drengjamet. I varð Lísa Ronson, á 1:19,0, og þriðja Guðmunda Guðmundsdóttir, HSK, á 1:20,5. í 4x100 metra skriðsundi kvenna sigraði sveit Ægis á nýju íslands- meti 4:40,3 mín. Önnur varð þýzka sveitin á 4:58,0, þriðja varð sveit HSK og fjórða B-sveit Ægis. í 4x100 m. fjórsundi karla sigr- aði þýzka sveitin, sveit Ármanns varð öönnur og því islandsmeistari í þeirri grein. í sveitinni synti Guð- mundur Gíslason, baksundssprett- inn og kom hann í mark á nýju Íslandsmeti 1:06,4 mín. A sunnudaginn hófst keppni með Lísa Rorson Pé+ursdóttir, sem alin er upp í Bandarrkjumnn keppti nú í fyrsta sinn á sundmóti hér á landi. Hún vakti mikla athygli og stóð sig með mrklum sóma. Hér hefur hún tekið við verðlaunapening, sem íslands- meistari í 200 m fjórsundi. Með henni eru Guðmunda Guðmurvdsdóttir, sem varð önnur og Halla Baldursdóttir, sem varð þriðja. karla, sigraði Lciknir Jónsson, Á, á nýju Islandsmeti 5:34,1. Annar varð Guðjón Guðmundsson, ÍA, á 5:49,3, en hann var dætndur sjón- armun á undan Gesti Jónssyni, sem kom í mark á sama tíma. Fyrsta greinin á laugardag, var 100 m. flugsund kvenna. Þar sigr- aði einn af þýzku gestunum í þessu móti, Heike Nagel, með yf- irburðum. Hún er þekkt sundkona víða um heim, m.a. varð hún í fimmta sæti á síðustu olympíu- leikjum í Mexíkó, og sömuleiðis á EM í Barselona sl. haust. Hún synti nú á 1:08,1 mín. önnur og íslandsmeistari í þessari grein varð Guðmunda Gu'ðmundsdóttir, á nýju íslandsmeti 1:14,7 min. Þriðja vaarð aðal gestur mótsins, Lísa Ronson Pétursdóttir, sem keppir fyrir Ægi, en hún er bú- sett I Bandarikjunum, á 1:15,6 min. Næsta grein var 100 metra skrið sund karla. Þar voru keppendúr 31 lalsins, og mikill munur á þeim fyrsta, sem var Finnur Garð arsson, Ægi, sem synti á nýju íslandsmeti, 57,7 sek., og þeim síðasta sem synti á 1:33,6 mín. Guðmundur Gíslason, varð annar á 58,4 sek., og þriðji Sigurður Ólafsson, Ægi, á 59,2. í 100 m. bringusundi, scm var fjölmennasta kvénnagreinin, voru keppendur 24. Þar sigraði Helga Gunnarsdóttir, Ægi, á 1:03,5 mín. önnur varð Ingibjörg Haraldsdótt- ir, Ægi, á 1:29,4 mín. og þriðja Guðrún Magnúsdóttir, KR, 1:29,7. Guðmundur Gíslason, stakk sér í 200 m. flugsund, og kom upp úr aftur eftir 2 min. 20,2 sek., sem er hans bezta grein, og því að sjálfsögðu íslandsmet. Salóme Þórisd., Ægi, sigraði í 100 bak- sundi kvenna, á 1:16,4. Önnur 100 metra flugsundi karla. Þar sigr aði Guðmundur Gíslason, á 1:02,7 mín. Annar var þjóðverjinn Tents- cher á 1:04,2 og þriðji Hafþór B. Guðmundsson, KR á 1:06,5. I 200 m. bringusundi kvenna, sigraði Helga Gunnarsdóttir, Ægi, á 3:01,7. Önnur varð Ingibjöörg Haralds- dóttir, á 3:14,5 mín. 400 metra skriðsund karla var grein Friðriks Guðmundssonar, KR. Hann kom í mark langt á undan Finn Garðarssyni og Sigurði Ólafs- syni, og var á nýju glæsilegu ís- landsmeti, 4:37,3 mín. í 200 m. bak- sundi kvenna sigraði Salome Þóris- '.ctóttir, 2:43,6 mín. Önnur varð Halla Baldursdótlir, Ægi á 2:54,6 síðan komu 3 þýzkar stúlkur en Guðrún M. Halldórsdóttir, Akra- nesi, hlaut bronsverðlaunin, synti á 3:05,6 mín. Guðmundur Gíslason sigraði í 200 m. fjórsundi, 2:20,4 mín. Haf- þór B. Guðmundsson varð annar og þriðji Ólafur Þ. Gunnlaugsson, KR á 2:39,0. í 100 m skriðsundi kvenna sigraði Heike Nagel. Hún fékk þó harða keppni frá Lísu Ronson, sem þar reindi 14 ára gamallt íslands- met Hrafnhildar Guðmundsdóttur, en tókst ekki að ná því í þetta sinn. Heike, synti á 1:04,5, en Lísa á 1:05,5. Vilborg Júlíusdóttir varð þriðja á 1:08,8. 100 m. bringusund karla var skemmtileg grein, eins og reyndar allar hinar, en þar skeði sá óvenju legi atburður að Guðjón Guðmunds son, Akranesi, var á undan Leikni Jónssyni, í mark, en Guðjón hefur undanfarið orðið að lúta í lægra hald fyrir honum í þessari grein, þrátt fyrir að oftast hafi hann verið á undan eftir fyrstu 40—50 metrana. Nú synti Guðjón á 1:12,6, en Leiknir á 1:13,5. 200 m. flugsund kvenna sigraði Heike Nagel með nokkrum mun. Hún synti á 2:36,1 en íslandsmeist- arinn Guðmunda Guðmundsdótti, synti á 2:45,8. 100 metra bakstund karla synti Guðmundur á 1:07,0, en hann setti íslandsmet í þessari grein daginn áður, synti þá á 1:06,4. Endahnútúrinn á þessu glæsilega móti voru tvö íslandsmet í boð- sundunum. í 4x100 metra fjórsundi kvenna sigraöi sveit Ægis á 5:09,9 mín. en það er mun betra en gamla metið, og í 4x200 m skriðsundi karla synti sveit Ægis á nýju glæsi legu Islandsmeti 9:05,1 mín. Finn- ur Garðarsson, synti fyrsta sprett- inn og setti þar gott met með tim- anum 2:08,6. KR SLAPP VEL MEÐ 2:1 TAP I EYJUM Eftir 4ra ára veru í 1. deild, og á þeim tíma lcikið oft við KR, bæði í dcildinni og í bikarkeppm inni, tókst Vestmannaeyingum loks að sigra KR. Þennan „KR- múr“ tókst þeim að brjóta á laug ardaginn, er þeir sigruðu 2:1, í mjög fjörugum og skcmmtilegum leik. Að vanda var mikill áhugi með- al heimámanna fyrir leiknum. Sem dæmi, má nefna að á laug- ardaginn- voru leiknar síðustu 18 holurnar í meistarakeppni GV í golfi, og fengu allir keppendur frí í miðri keppni, til að geta horft á leikinn. Meðal þeirra var einn af leikmönnum ÍBV, Haraldur „gullskalli" Júlíusson, sem sigr- aði í golfmótinu, en hann var í svo miklu stuði eftir leikinn, að hann lék síðari 9 holurnar á 3 undir pari. KR-ingar voru mjög frískir til að byrja meö, en sköpuðu sér heldur fá tækifæri. Um þá lilið sáu heimamenn algjörlega, en tækifæri þeirra í leiknum voru ótrúlega mörg. Þrátt fyrir tæki- færin tókst þeim ekki að skora nema tvö mörk, bæði í fyrri hálf- !eik. Það fyrra skoraði Tómas Óskarsson, með því að fylgja vcl á eftir sendingu að marki. Magnús Guðmundsson, markvörð ur KR, sýndi einhverja þá beztu markvörzlu, sem Eyjamenn hafa séð i iangan tíma. Hann varði hvert skotið á fætur öðru á glæsi- legan hátt, og honurn gcta KR- ingar þakkað að ekki fór verr. Þeir geta líka þakkað markstöng- unum í Eyjum, því a.m.k. 5 sinn um björguðu þær marki, og varn- armenn KR björguðu á línu hvað eftir annað. Eyjamenn höfðu það frekar ró- legt við markið, en þó small knött urinn einu sinni í stönginni hjá þeim og bjargað var á línu. Þeg- ar um 10 mín. voru til leiksloka skoraði Baldvin Baldvinsson, gott mark fyrir KR, og kom þá skrekk ur í heimamenn, því við markið efldust KR-ingar um allan helm- ing. Þeim tókst þá ekki að jafna, og sluppu því Eyjamenn með skrekkinn, en KR-ingar voru lukkulegir með að fá ekki á sig íleiri mörk en þetta. Eyjamenn eru nú komnir í stór an möguleika á að sigra í deild- inni, en það keppa þeir um við Fram, Val og ÍBK. Þeir léku vel í þessum leik, scm og í öllurn sín- um heimaleikjum til þcssa, og stóðu sig allir vel. Tómas Pála- son, bar þó af öðrum í þetta sinn. Hjá KR var Magnús Guðmunds- son, í sérflokki, og sömuleiðis átti Sigurður Indriðason, góðan leik, en hann hafði það hlutverk, að taka Val Andersen, úr umferö, og gerði hann það snyrtilega. Þórður Jónsson, var og traustur og góður. Dómari leiksins var Guðjón Finnbcvgason, og dæmdi hann vel í alla sta«i.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.