Tíminn - 01.08.1971, Síða 1
BLAÐ II
— Sunnudagur l. ágúst T9WÍ —
......................%
Myndin er af hjónunum með tvö börn sín.
halda
hjóna-
bandi
uppi
— þarf ekki að spyrja
um endirinn. í þetta
sinn myrti maðurinn
konu sína með hamri,
þegar hún vildi skilnað
Stöðugt fleira fólk á Vestur-
löndum verður eiturlyfjum að
bráð. Fyrst byrjar fólkið að
nota róandi pillur, reykir
cannabis eða neytir annarra
efna, sem margir telja áhættu-
lítil. Eftir því sem fólkið neytir
meira þessara efna, cr liætt-
unni æ meir boðið heim. Stór
liópur fólks fer síðan yfir í
sterkari eiturlyf og mun það
þá oftast vera heróín. — Þetta
vita reyndar flestir, því mikið
hefur verið rætt og ritað upp
á síðkastið um eiturlyfja-
neyzlu. Hér á eftir fer harm-
saga þýzkra hjóna. Sú saga
varð til vegna eiturlyfja-
neyzlu.
Þeir voru þrír þátttakend-
umir í hinu stormasama hjóna
bandi, Lore og Hartwig Bartz,
hann, hún og eiturlyf.
|
Eiturlyf bundu hjónin svo
fast saman, að hjónaband
þeirra gat aöeins endað með
óhamingju. Hjónabandið end-
aði á þann hátt, að Hartwig
Bartz, 34 ára jazztrommuleik-
ari, myrti eiginkonu sína með
hamri. fbúarnir í litla bæn-
um, Rehweiler, þar sem hjón-
in bjugg'u, og var fæðingarbær
Hartwig hristu höfuðið yfir
þessum blóðuga fjölskyldu-
harmleik. Hvers vegna þurfti
Lora Bartz, þriggja barna móð-
ir, að deyja? spurði fólk sjálft
sig.
Þá fyrst komu skýringarnar.
Sú myrta var ekki saklaus. Hún
hafði í mörg ár útvegað manni
sínum og sjálfri sér eiturlyf,
sem hún átti auðvelt með að
komast yfir, þar eð hún var
hjúkrunarkona. Þau voru bæði
mjög háð eiturlyfjum, þegar
hinn hörmulegi atburður átti
sér stað, þrátt fyrir að þau
væru í afvötnun p þessum tíma.
Kynntust á sjúkrahúsi
Uppháf sambands þeirra átti
sér stað eins og gengur og
gerist í mörgum skáldsögum.
Hartwig Bartz var ungur og
efnilegur jazztónlistarmaður, er
lék með fyrsta flokks hljóm-
sveit í stórborgum Evrópu
Hann þráði alltaf heimabæ
sinn, Rehweiler. Þangað fór
hann stöðugt, sæi hann sér það
fært, vegna vinnu sinnar. Eitt
sinn þurfti hann að gangast
undir smávægilegan uppskurð
í bæ, cr var skammt frá Rch-
weiler. Ung og fögur hjúkrun
arkona þjónaði honum — hún
hét Lora. Hún hugsaði vel um
hinn unga og efnilega jazz-
tónlistarmann. Honum mátti
ekki iíða illa og þess vegna gaf
hún honum pillur, sem bæði
voru róandi og sendu hann einn-
ig í svefnferðir á ljósrauðum
skýjum. Harlwig hafði reyndar
kynnzt smávegis eiturlyfjum á
hljómleikaferðunum, en honum
fannst sjúkrahúspillurnar
miklu betri en þau eiturlyf
sem hann hafði áður kynnzt.
Falsaði lyfseðla
Vegna þess arna — og einnig
af rómantískari ástæðum —
elskaði Hartwig hina fögru
hjúkrunarkonu ,Og hún varð
hrifin af honum. Brúðkaup
Lore og Hartwig var haldið
í Rehweiler 28. júlí 1962.
Þegar á fyrstu dögum hjóna-
bands þeirra var það ekki ein-
ungis ástin, sem hélt þeim
saman. Þau vori. þá háð eitur-
lyfjum. Á þessu tímabili var
!
r,
erfitt fyrir þau að ötvega eftur
lyf, þar eð það eiturlyfja-
magn, sem var á sjúkrahúsinu,
þar sem Lora vann, var nú
undir ströngu eftirlitL Lore
þurfti því að útvega eiturlyfin
á annan hátt, heldur en hún
hafði áður gert, og byrjaði að
falsa lyfseðla. Þannig gekk það
ágætlega í þrjú ár, en þá leyst
ist Barz-fjölskyldan upp. Það
komst upp um Lore og hún
var handtekin. Hún sat í fang-
elsi einn mánuð og hjónaband
ið þoldi ekki meira. 7. febrúar
1964 skildu Lore og Haftwig.
„Meira áfall þegar þau
giftust aftur"
Paula Bartz, móðir Hartwig
segir: — Það var áfall fyrir
okkur að Hartwig og Lora
skildu. Þá áttu þau börnin
Mahara og Hamady. En við
urðum fyrir meira áfalli þegar
við komumst að því, að skiln-
aðurinn var yfirborðskenndur.
Á sjálfan skilnaðardaginn tóku
þau saman aftur. Það var eins
og þetta hefði allt saman verið
í gríni gert.
— f dag er fullljóst hvers
vegna þetta gerðist. Eiturlyfja
neyzla þeirra hafði þau áhrif,
að þau gátu alls ekki flutt frá
hvort öðru.
Hallar venjulega
undan fæti
Hartwig fékk vinnu í Berlín
og Lore fór með honum. 25.
október giftu þau sig aftur í
ráðhúsinu þar. Hin nýfundna
hamingja varaði ekki lengi
vegna aukinnar eiturlyfja-
neyzlu þeirra hjóna.
Um þetta leyti var Hartwig
Bartz svo forfallinn eiturlyfja
neytandi, að hann gat varla
stundað vinnu. Stóru þekktu
hljómsveitirnir voru lokað land
fyrir Hartwig, sem áður hafði
verið mikils metinn trommu-
leikari. Hartwig mátti nu þakka
fyrir ef hann komst að í
minnstu og verstu vertshúsun-
um. Vikum saman gat hann
ekkcrt unnið vegna þess að
eitrið hafði dregið úr honum
allan kraft, og það var ekki
mikil hjálp í því, þegar hann
fór af fúsum vilja á sjúkra-
hús í Landeck til afvötnunar.
Eftir tveggja mánaða dvöl þar
óskaði hann eftir því, að hann
yrði sendur heim.
Nú vildi Lore skilnað
í fullri alvöru
Hartwig Bartz fór heim til
Rehweiler, þar sem fjölskylda
hans bjó nú. Lora tók ekki
á móti honum með opn-
um örmum, jafnvel þótt sér-
fræðingar hefðu sagt, að dvöl
manns hennar á sjúkrahúsinu
gæfi góðar vonir. Lore var
viss um að Hartwig myndi
aldrei framar ná sér, og í þetta
sinn vildi hún skilnað í fullri
alvöru.
Hartwig var mótfallinn skiln
aðinum, segir móðir hans. —
Hann elskaði börn sín, sem
Harmsaga úr þýzkum smábæ