Tíminn - 01.08.1971, Blaðsíða 6
SUNNUDGUR 1. ágúst 1971
TÍMIN N
I Greiðslumerkí 2.
f júní’ 1935. Gullfoss 65 aur
ar frímerki, yfirstimplað eins
og áður. Upplag 100.000.
í juní (seint) 135. Greiðslu-
merki 10 aurar. Mynd af fjöll-
um og sjó, fisk og hrút. Merk-
ið er prentað í bláum lit á
sama pappír og 10 aurar Dynj-
andi, hvítan. Merkið er takkað
12% og prentað af prentsmiðju
dönsku Póststjórnarinnar, út-
gáfa 120. Upplag 2.000.000.
September 1936, sama, merki.
Grófari mynd (kannski gert
myndamót eftir fyrri útgáfu),
brúnleitur pappír, takkað 11.
Upplag 1.000.000.
Þetta eru sem sagt þau 4
upplög, sem gefin eru út beint
af greiðslumerkjum.
Auk þessara merkja er svo
vitað til, að notuð hafi verið
eftirtalin frímerki í stað
greiðslumerkja, og þá ógilt með
bleki eða stimplun fyrirtækja.
10 aurar Dynjandi. 10 aurar
fáni, 10 aurar fiskar, grænt,
5 aurar Matthías Jorhumsson,
tvö saman.
Það kann vel að vera, að
önnur frímerki hafi verið not-
uð til þessara hluta, en ekki
er mér þó kunnugt um það,
og væri ég þakklátur fyrir
frekari upplýsingar.
Þetta var ekki í eina skipt-
ið, sem frímerki voru notuð
til annarra hluta en að frí-
merkja með þeim póstsending
ar. Mikið af frímerkjum er
þekkt frá árinu 1918, sem þá
voru notuð bæði sem stimpil-
merki á víxla og ennfremur á
hverskonar voltorð frá prests-
embættum, skýrnarvottorð, gift
ingarvottorð o.s.frv.
Frá þessum tíma eru merki
með ógildingum eins og: „Jón
27/8 ’18“, „Kjartan Helga
20/10 ’18“, en Kjartan Helga-
son var prestur í Hruna. „Kr.
Daníelsson 15/8 1918“, en
Kristinn Daníelsson var prest-
ur að Útskálum. Við bankann
á Selfossi, eða réttara Spari-
sjóðinn þar, notuðu menn svo
frímerki til að stimpla með
víxla, og sennilega víðar.
Að greiðslumerkin skuli finn
ast mcð póststimplum, hefi ég
áður skýrt. Fyrirtækin ógiltu
svo með stimplum, eða dagsetn
ingu og undirskrift þess er
límdi merkin á. Því er hægt að
eignast þessKmerki í eftirfar-
andi fernskonar ástandi:
a) Ónotuð
b) Blek- eða blýantsógild
c) Ógild með hinum
ymsu gúmmístimplum
d) Póststimpluð.
Sé um það að ræða, að menn
eignist par af þessum merkj-
um noluðum, þá getur aðeins
verið um merki af póstávísun-
um eða póstkröfuávisunum að
ræða, þar sem báðar greiðsl-
urnar hafa verið inntar af
hendi af sendanda ávísunarinn
ar. Því er það sögulegt þegar
um er að ræða að finna par,
sem er blekógilt. Þá er aðeins
um er að ræða bréfhirðingar,
sem ekki hafa stimpil, en senda
póst áfram til næsta pósthúss
til stimplunar. Greiðslumerkin
blekógilda þær liinsvegar.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Út í bláinn
Framhald af bls. 20
fjölskyldu sinni, norður í Ólafs-
fjörð, en ekki ætluðu þau að
fara að skemmta sér þar, held-
ur væru þau á leiðinni þangað
til að setjast þar að. Ætli við
getum nokkuð skemmt okkur
um verzlunarmannahelgina
sagði Sigurjón, maður fær víst
nóg að gera að ganga frá bú-
slóðinni þegar norður er kom-
ið. Þau hjónin sögðust ætla að
aka í einni lotu norður á Ólafs-
fjörð í nótt og sögðust þau ekk-
ert kvíða fyrir því þótt umferð
yrði mikil, sögðust bara vona að
ryk yrði ekki mikið.
VeiSir lax
Guðmundur Guðvarðarson var
að stíga út úr rauðum Volks-
wagen, þegar okkur bar að
garði, sagði hann að þau væru
5 saman, konan hans og 3 börn
þeirra og ætluðu þau sér austur
í Flóa og hafa það gott þar,
nú um helgina. Ekki sagði hann
að þau mundu fara á neina úti-
skemmtun, heldur ætlaði hann
sér að stunda laxveiðar og fjöl-
skyldan myndi svo slappa af í
nágrenninu. Guðmundur sagði
að hann kviði ekkert þótt'Svo að -
það rigndi eitthvað yfir helg-
ina, enda er það ekki verra fyrir
veiðmenn að fá einhverja vætu,
ef sá sterki á að bíta á.
Hressir í annríkinu
Á leið inn í borgina aftur
litum við inn hjá Umferða-
ráði og hittum þar þá félaga
Pétur Sveinbjarnarson ogArn-
þór Ingólfsson, sem sögðu okk-
ur að umferðin út úr bænum
væri þegar orðin talsverð og
samkvæmt nýjustu fréttum
væri mikil umferð uppi í Borg
arfirði.
Voru þeir félagar liinir hress-
ustu, þrátt fyrir að þeir ættu-
framundan annasama helgi.
Pétur kvaðst álíta að umferð- .
in yrði mun meiri 17Ú, heldur
en um verzlunarmannahelgina
í fyrra, enda hefði bifreiða-
eign landsmanna aukizt um 6
þús. bíla frá því í fyrra.
í Babýlon
Framhald af bls. 15
skuli nú gengin fyrir ætterijis-
stapa og á erfitt með að sætta
sig við að hún hefur reynzt
forgengileg, líkt og önnur mann
anna verk. Hann er fullur svart-
sýni á framtíð lands og þjóðar
vegna þess, að við stjórnartaum
unum hafa tekið menn, sem lík-
legir eru til að byggja athafnir
sínar á öðrum hugsjónum en
þeim, sem er að finna í trúar-
játningu þeirra Morgunblaðs-
manna. En ef hann þekkti eitt-
hvað til skoðana fólks úti um
lancj mundi hann vita, að stjórn
arskipunum er fagnað, einnig af
mörgum Sjálfstæðismönnum.
Og þegar tímar líða mun hann
einnig átta sig á, að stjórnin
hans er horfin „í svipanna
heim“ og verður ckki grátin lir
helju.
Haustsýning
Félags íslenzkra myndlistarmanna verður opnuð
í hinu nýja sýningarhúsnæði Norræna hússins
4. september næstkomandi.
Að venju er öllum heimilt að senda inn myndir,
olíumálverk, vatnslitamyndir, grafík, vefnað og
höggmyndir.
Vaéntanlegir þátttakendur fá afhenta pappíra með
skilmálum sýningarinnar, á skrifstofu Norræna
hússins eftir þ- 15. ágúst. Utanfélagsmenn borgi
300 króna ábyrgðarþóknun.
Tekið verður á móti myndunum þ. 25. ágúst n.k.
á milli kl. 2 og 7 e.h.
Stjórnin.
Maðurinn mlnn
Lúðvík Rudolf Kemp,
andaðist að heimili sfnu, Karlagötu 20, Reykjavík, 30. júlf.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elfsabct Kemp.
ÍSLENZKUR TEXTI
GRIKKINN ZORBA
(Zorba The Greek)
ANTHONY QUINN
ALAN BATES
IRENE PAPAS
LILA KEDROVA
Þessi heimsfræga stórmynd verður vegna fjölda
áskorana sýnd í kvöld kl. 5 og 9.
örfáar sýningar eftir
LÉTTLYNDU LÖGGURNAR
Sprellfjörug ^rínmynd.
Barnasýning í dag og á morgun (mánud.) kl. 3.
Magnús II. Gíslason.